Tíminn - 07.05.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.05.1970, Blaðsíða 3
1 FJMMTUDAGTJJt 7. maí 1970. TIMINN 15 Heklugos á spjöldum sögunnar Heklueldar munu nú orSnir 23 frá landnámi og þar til nú, sé mið að við jarðeldasögu Þorvalds Thor oddsens, en þar eru taldir eldar í og við fjallið sjálft. Á þessari öld eru gosin orðin þrjú, hið fyrsta árið 1913, síðan gosið 1947 og svo gos það, sem nú er ný- byrjað. Heklugos í annálum Beztu heimildir um Hekluelda frá 12., 13. og 14. öld eru hieldur fáorðar, og eru sumar þeirra tékn ar hér í heild úr annálunum. 1104: „Eldsuppkoma hin fyrsta lí Helklufjalli“ (Anniales rngii). IKAnno 1106 sandfallsvetur hinn mikli . . Eldsuppkomia í Heklu fjalli fyrsta sinhi“ (Oddaverjaann áll). Annálana greinir á um ár- talið. 1158: ,31dur annar í Heklu- felli“ (A. regii). Aðrir annálar .geta Hekluelds 1157. 1206: „Eldur hinn þriðji i Heklufelli" (A. regii). 1222: „Eldur hinn fjórði í Heklufe!li“ (A. regii). .301 rauð“ (í Annales Beseniani). 1294: „Eldur hinn fimmti í Heklufelli með svo miklum mætti og landskjálfta, að víða í Fljóts hlíð og Bangárvöllum og svo fyr ir utan Þjórsá sprakk jörð. Og mörg hús féllu af landskjálftan um, og týndust menn. Ganga mátti þurrum fæti yfir Rangá af vikjar falli. Víða í lónum og þar, sem af kastaði straumnum, í Þjórsá var svo þykkt vikurin, að fal ána. Svo sögðu og kaupmenn, er hing að komu um sumarið eftir, _að þessum megin Flreyja voru víða svartiT flákar á sjónum af _ vikr- inni . . (Oddav.a.) Úti í Arnes- sýslu urðu breytingar á hverum. M. a. „komu upp hverir 6tórir“ hjá Haukadal, en aðrir hurfu. 1300: „Eldsuippkoma í Heklu- felli með svo miklu afli, að fjall ið rifnaði svo, að sjást mun mega meðan ísland er byggt. í þeim eldi léku laus þjörg stór sem kol á afli, svo að af þeirra sam fcomu urðu þrestir svo stórir, að heyrði norður um land og víða annars staðar. Þaðan fló vikur svo mikill á bæinn í Niæfurholti, að brann þak af húsum. Vindur var af landsuðri, sá er bar norð ur yfir landið sand svo þykkvan," áð myrkt varð norðan ilands milli Vatnsskarðs og Öxarfjarðarheið- ar. Slíkt var þetta myrkur, „að enginn mtaður vissi, hvort var nótt eður dagur úiti né inni, með an niður rigndi sandinum á jörð ina, og huldi svo alla jörðina af sandinum. Annan dag eftir fauk svo sandurinn að menn gátu trautt komizt leið sína á sumum stöðum. Þessa tvo daga þorðu menn eigi róa fyrir myrkri" (Lög manns annáll). Gos þetta hófst 10. júlí og stóð því nær 12 mán- uði. Rannsólknir Sigurðar Þórarins sonar jarðfræðinigs sýna, að í þessu vikurfalli eyddist byggð í Þjórsárdal og víðar í uppsveitum Árnesssýlu. 1341: „Kom upp eldur í Heklu felli með óári og öskufalli, og eyddust margar byiggðir. Myrkur svo mikið um daga sem um næt ur á vetur“ (A. .egii). „. . .Tók askan í ökla undir Eyjafjöllum“ (Skálholts annálar). — „ . .Sauð fé og nautfénaður dó mest um Ranigárvöllu og eyddi nálega flmtn hreppa“ (Lögm.a.). — „ . . . Dunur um allt land, sem hjá væri. Öskufall um Borgar- fjörð og Skaga, svo að fénaður féll *f, og hvarvetna þar á milli. Menn fóru til fjallsins, þar sem MmwvjiT'.niA uio»* n.a hevrðist. beim Þessi mynd var tekin fyrsta dag gossins 1947 og er séS frá norðri, Má sjá tvo hraunstrauma renna niSur hlíS fjallsins, en hraunhryggur er í milli. sem bjarigi stóru væri kastað inn an um fjallið. Þeim sýndust fugl ar fljúga í eldinum, bæði smáir og stórir, með ýimsum látum. Hugðu menn vera sálir. Hvíta- salt svo mikið lá þar umhverfis opnuna, að 'klyfja mátti hesita af og brennisteini. (Flateyjarannál- ar). — Þorvaldur Thoroddsen taldi sennilegast, að Þjórsárdal- ur befði eyðzt í þessu gosi. 1389—90: „Eldsuppkoma í Heklufelli með svo miklum undr- um, að dunur og bresti heyrði um allt land. Tók af tvo bæi, Skaro og Tjaldastaði" (Lög.ma.). — „ . . . eyddust Skarð og Tjaldastaðir af bruna. Var svo mikið vikrakast, að hest sló til bana. Öskufall svo mikið, að marg ur fénaður dó af. Færði sig rás in eldsuppkomunnar úr sjálfu fjallinu og í skógana litlu fyrir ofan Skarð og kom þar upp með svo miklum býsnum, a'ð þar urðu efitir tvö eldfjöll og gjá í milli. Kom upp eldurinn á fyrra ári, en slokknaði á þessu. Urðu þar í nándir hverar og heit vötn“ (Flat.a. 1390). Lítið sagt frá Heklugos um í tvær aldir Hér þrýtur hina gömlu annála, og um næstu tvær aldir eru miklu lakari heimildir um Hekluelda. ' 1434: Um þessar mundir er get ið Hekluigoss, er eytt hafi 18 bæi á einum morgni, en það mun eitthvað málum blandað, a.m.k. hvað við kemur Skarði, sem fór í eyði 1389—90, og hefur ekki verið byggilegt þar síðan. Aðrar heimildir telja gosið hafa verið 1439 og enn aðrar 1440. 1510: 25. júlí hófst Ileklugos með landskjálfta og grjótkasti um Landssveit, Rangárvelli, Holt og langt út í Árnessýslu. M. a. drap steinn mann í Skálholti 45 km frá Heklu, og annar maður dauð rotaðist í Landssveit og enn aðr ir moiddust. 1544: I lok maí kom upp eldur skammt frá Heklu og stóð sex vik ur. Öskufall var ekki til skaða, en snarpir jarðskjálftar. 1578: Lítið Heklugos í nóvem berm'ánuði. Bæir hrundu af jarð skjálfta I Ölfusi. 1597: 3. janúar kom upp eldur í Heklu og stóð frarn í marz, þó rauk úr fjallinu í júlí. Hekla sýnist í báli og 18 eldstrókar voru taldir. Aska fél-1 um mestan hluta lands. Um vorið hrundu bæir í jarðskjálftum í Ölfusi. 1619: Eldur í Heklu urn sumar ið með skaðræðisöskufalli og myrkri fyrir norðan. Aska barst allt til Færeyja og Noregs. 1636: Hekla tók að gjósa 8. maí og gaus allt sumarið. Eldur kom upp á mörgum stöðum. 1693: 13. febrúar, hófst eitt ægi legasta Heklugos, sem sögur fara af. Fyrst gaus upp öskumökkur með óskaplegri grjót- og vikur- hríð um Landsveit, Þjórsárdal, ofanverða hreppa og Biskupstung ur. 18 bæir eyddust þegar í þess um sveitum, en flestir byggðust síðar. Steinar á stærð vi'ð hús féllu niður mflu vegar frá fjall inu og 15 km frá Heklu kom nið ur glóandi steinn, nokkra faðma að ummáli, o-g sprakk sundur í mola. í byrjun þessa goss telur Daði Halldórsson að Litla Hekla hafi sprungið í loft upp . Gosið hélzt fram í september. 14 gígar sáust gjósa í fjallinu samtímis. Þrjú ár á milli gosa 1725: 2. apríl sást gjósa upp eldur í Heklu og beggja vegna við hana, alla á 9 G1 11 stöðum. 1728: Eldur sást í hraununum Vostur af Heklu, en aðeins þrjá daga. 1766: 5. apríl hófst stórgos í Ileklu og stóð með litlum hvíld um fram í apríl 1768. í gosinu kom m. a. niður vikurflykki, sem var um 2 m að ummáli i 15 km fjarlægð frá Heklu, og í 22 km fjarlægð steinn, sem vó 1,75 kg. Öskufall eyddi fimm bæi í Landssveit og nokkra í uppsveit um Árnessýslu. Ofsi gossins var feikilegur fyrstu vikurnar og sáu menn allt að 18 eldstólpa í éinu upp úr fjallinu. 21. apríl mæld ist gosmökkprinn 5 km hár, en varð ofit hærri. Aska féll um nær allt land og bæir hrundu í nærsveitum Heklu. Eldurinn lá niðri í febrúar 1767, en gaus upp aftur um miðjan marz, með meiri ofsa en nokkru sinni fyrr. Um hríð var sem allt fj allið stæði í ljósum logum. Frá ágúst o-g fram í marz 1768 rnátti heita hlé á gosum. í marz og apríl sást aft ur gos — „reyk um daga og eld um nætur.“ í maí hafði gosinu slotað áð fullu. Síðasta gosið í Heklu sjálfri 1845: áíðasta gos, sem upp hef ir komið í Heklu sjálfri, hófst 2. september 1845, eftir 77 ára hvfld allra Heiklueidstöðva. Gos þetta stóð í sjö mánuði, en var eitt hinna minni, og meinlausari gosa. Fyrsta daginn gerði ákaft öskufall austur í Skaftártungu og Síðu, svo að þar varð svarta- myrkur um hádegið. Þá kom einn ig hlaup í Ytri-Rangá og vöxtur í Markarfljót. í þessu gosi var Tvær 13 og 14 ára stúBkur óska eftir að komast á gott sveitaheimili í sumar. Uppl. í síma 35113 og 81047. Næfurholtsbærinn rifinn, og hefir aldrei síðan verið byggður upp aftur á sama stati. E'ftir ánamótin sást oft illa til Heklu fyrir þykkviðri, en hún virtist gjósa með stuttum hvíldum fram til 20. marz 1846. Öskufall varð mest í Landssveit og Hreppum, en askan barst einn ig norður um land, oig Reykjavík fór ekki með öllu varhluta af henni, 10. apríl sást eldur í fjall inu í síðasta sinn, en gufu lagði upp úr gíguim um vorið og sum arið. Hvíta gufan sást neðan úr sveitum. fram í janúar 1847. 1878: 27. febr. kom upp eldur þar sem. nú heitir Nýjahraun, milli Krakaitinds og Rrókagilja- öldu. Gosið stóð fram í maí, og var meinlaust. Þrjú gos á öldinni 1913: 25. apríl kom upp eldur skammt austan við Heklu og síð ar um daginn kom upp annar eldur nor'ðar og austar. Aðrar eldstöðvarnar voru undir Munda felli, hinar á Lamibafit. Munda fellstindurinn mun hafa komið upp fyrr oig stóð aðeins nokkra daga, en í Lambafit gaus fram í miðjum maí. Þetta voru smá- gos eins og næsta Heklugos á undan. Eina verulega tjónið var, að áningarstaðinn góða, Lamba- fit við Helliskvísl, tók af með öllu. 1947: Gosið hófst árla morguns 29. marz. Mun það hafa byi'jað með mikilli sprengingu, og gaus upp mikill reykmökkur 10 til 12 km á hæð um stund. Mikið ösku fall fylgdi þessu gosi. Fáum dög um eftir að gosið hófst þakti þytokt vikur- „g öskulag Fljótshlíð ina innanverða. Voru 13 tfl 14 jarðir undirlagðar. Þrjár jarðir á Rangárvöllum voru einnig illa farnar. Fjölmargir gígar mynduð ust í Heklu og hraun féll í allar áttir en hraumbrúnin í sumum hraunstraumanna var allt að 15 m há. í bókinni Hekiueldum seg ir dr. Sigurður Þórarinsson, að segja megi að gosinu hafi í raun inni lokið með sjötta mánuði, en úr Hraungí'g rann hraun án af- láts allan þann tíma, sem Heklu gosið varði. 21. apríl 1048 sáust glóðir síðast í Hekiuhlíðum, og hafði hraun þá runnið í 13 mán uði, og þakti samanligt 40 ferkm . lands og var þykktin orðin allt að 100 metrum, þar sem hún var mest í suðvesturhlíðum fjallsins. Telur Sigurður Þórarinsson lík- legt, að þetta hafi veri'ð annað mesta hraungos Heklu frá því að sögur hófust. Öskufailstjón í þessu gosi var tiltölulega lítið oig fóru aðeins tvær jarðir í eyði um lengri tíma, Einn maður fórst af völdum gossins. Var það Stein- þór Sigurðsson mag. scient. Hann var að kvikmynda gosið 2. nóvem ber 1947, er hann varð fyrir glóandi hraungrýti og beið þeg ar í stað bana. (FB tók saman, að mestu úr grein, er birtist í aukablaði Tím- ans sunnudaginn 30. marz 1947). Land-Rover diesel JEPPAKERRUR o. fl. Bílar, verS og greiðsluskil- málar við allra hæfi. BÍLA- & BÚVÉLASALAN SÍMI 23136.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.