Tíminn - 13.05.1970, Side 3
MIÐY'TKTJDAGUR 13. maí 1970.
TIMINN
3
MUNAÐI 100 MILLJÖNUM Á VERKI
SEM ÁÆTLAÐ VAR 94 MILLJÖNIR
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
í dag voru opnuð tilboð í byrj-
nnarframkvæmdir viS Þórisvatns-
miShui, og var þar annarsvegar
um að ræða tilboð í fyrsta hluta
Vatnsfellsveitu og hinsvegar til-
boð í Þórisstíflu miða'ð við tvenns
konar vatnsborðshæð.
f fyrsta verkið komu fjögur til-
boð og var munurinn á hæsta og
lægsta tilboði rúmar eitt 'hundrað
milljónir króna, eða sem samsvar-
ar kaupverði á nýjum, nokfcuð stór
um skuttogara, en áætliun hljóðaði
upp á rúmar 94 millj. í till þrjú
verkin buðu tvær verktakasam-
steypur.
Tilboðin í Vatnsfellsveitu voru
sem hér segir:
E. Pihl & Sön í samvinnu við
verkfræðingana Einar Sigurðsson,
Pál Sigurjónsson og Jónas Frí-
mannsson, kr. 71.641.000,—, Norð
urverk h.f., kr. 75.871.000,—, Völ-
ur h.f., Hlaðbær fa.f., Miðfell h.f.
og Vörðufell h.f., kr. 79.963.000,—,
Verkfræðistofan Gimli, Hvesta
h.f., Landþurrkun s.f., Aðalbraut
s.f., Steypustöðin h.f. og Váltækni
h.f., kr, 173.874.000,—.
2. Til-boð í Þórisstíflu, vatns-
borðshæð 576 m yfir sjávanmál.
Völur h.f., Hlaðbær hi„ Mið-
fell h.f. og Vörðufell h.f., kr.
145.830.650,—, Norðurverk h.f„
kr. 148.369.000,—, E. Pihl & Sön
Formaður hins nýstofnaða félags
Sigurjón Gestsson viS tamningar.
í samvmnu við verkfræðingana
Einar Sigurðsson, Pál Sigurjóns-
son og Jónas Frímannsson, kr.
105.847.300, —.
3. Tilboð í Þórisstíflu, vatns-
borðshæð 573 m. yfir sjávarmál.
Völur h.f., Hlaðibær h.f„ Mið-
fell h.f. og Vörðufell h.f„ kr.
112.279.650,—, E. Pihl & Sön í
samvinnu við verkfræðingana Ein
ar Sigurðsson, Pál Sigurjónsson
og Jónas Frímannsson, kr.
126.868.300, —.
Áætlun ráðunauts Landsvirkjun j
ar, Verkfræðistofu Sigurðar Thor
oddsen s.f. var:
Vatnsfellsveita, fyrsti hluti, kr.
94.681.000,—, Þórisóssstífla, vatns
borðshæð 576 m yyfir sjávarmáli,
kr. 139.137.750,—. Þórisóssstífla,
vatnsborðshæð 573 m yfir sjávar-
máli, kr. 109.232.750,—.
Tiiboðin eru nú í athugun og
að samanburði loknum tekur
stjórn Landsvirkjunar ákvörðun
um hverju þeirra verður tekið.
EFTA
fundur
Hinn 14. og 15. maí n.k. halda
ráðherrar EFTA-liandanna fund í
Genf, og er það fyrsti ráðherra-
fundurinn eftir að ísland gerðist
aðili að EFTA. Fundinn munu
sitja af ílslands hálfu, Gylfi Þ.
Gislason, jiðskiptamálaráðherra,
I>órhailur Ásgeirsson, ráðuneytis-
stjóri, og Eimar Benedilktsson,
fastafulltrúi fslands hjá BFTA.
(Frétt frá viðskipta-
málaráðuneyti nu).
Framsóknarkonur
Félag Framsóknarkvenna held- j
ur fund að Hallveigarstöðum j
fimmtudagiim 14. maí kl. 20.30.
Umræður um borgarmál. Kristján
Lenediktsson og Guðmundur G.
Þórarinsson verða gestir fundar-
ins, Spurt og spjallað í kaffihléi.
Félagskorvur fjölmennið, takið
með ykkur gesti. — Stjórnin.
KEFLAVÍK
Kosningas’.-'-' stofa —listans,
lista FramsóknarfélagaiMia í Kefla
vfk við bæjarstjórr kosningarn
ar 31. maí n. k. er að Hafnar
götu 54 í Keflavík síini 2785.
Skrifstofan er opin daglöga kl.
10—12, 13,30 9 og 20—22.
St>-'..ingsmenn hafið r„mband
við skrifstofuna sem allra fyrst.
B-listinn Keflavík.
Félag tamningamanna stofnaö
Laugardaginn 2. maí kl. 21 var
haldin stofnfundur Félags tamn-
ingarmanna, að Hótel Loftleiðum.
Nafn félagsins er Félag tamning-
armanna og er heimili þess og
varnarþing í Reykjavík. Stefna fé-
lagsins er að stuðla að réttri og
góðri tamningu hesta. Þessu tak
marki hyggst félagið ná með því
að:
a) sérþjálfa tamningarmenn,
b) leiðbeina ungum hestamönnum,
c) láta tamningarmenn sanna
hæfni siína með sérstöku prófi
d) hafa náið samband við hesta-
mannafélöig og gera við þau
samninga um kaup og vinnu-
aðstöðu félaganna.
Stjórn skipa þessir menn:
Sigurjón Gestsson, formaður
Þorvaldur Ágústsson ritari
Pétur Behrens, gjaldkeri
Reynir Aðalsteinsson og Halldór
Jónsson, meðstjórnendur.
„Sæmundur á selnum" komio fyrir á háskólalóðinni. Sæmundur er með
saltarann á lofti, tilbúinn aS keyra hann í höfuðið á kölska, (Tímam-G.E.)
SÆMUNDUR Á SELNUM
Skrifstofa H-listans í ieltiarn-
arr.eshreppi er að Miðbraut 21
sími 25639. Stuðningsmenn eru
hvattir til að koma á skrifstofuna
„Piltur og stúlka"
20. sýning
Enn nýtur hið gamla og þekkta
leikrit, Piltur og stúlka, sömu vin-
sældanna. Leikurinn verður sýnd-
ur í 20. skiptið n.k. miðvikudags
kvöld í Þjöðleikhúsinu. Ágæt að-
sókn hefur verið á leikinn, eins og
jafnan þegar hann hefur verið
sýndur á leiksviði. — Myndin er
af Val Gíslasyni í hlutverki Bárð-
ar á BúrfeUi.
EB—Reykjavík, þriðjudag.
í dag var sett upp á háskóla-
lóðinni afsteypa af styttu eftir
Ásmund Sveinsson sem hann
nefnir „Sæmundur á selnum" og
ef efnið sótt í þjóðsöguna nm
það, þegar Sæmundur fróði reið
kölska yfir Atlantshafið.
Þessi stytta er eitt af elztu
verkum listamannsins og hefur
verið á ýmsum listsýr.ingum. M.
a. var hún á heknssýningunni í
New York 1939. Styttan var stækk
uð^ upp í 3 m og steypt í kopar.
í viðtali við blaðið sagðist Ás-
mundur alltaf hafa hugsað sér
styttuna þar sem henni hefur nú
verið komið fyrir. Þá sagði hann
að sú væri hugmynd sín að hafa
smá tjörn umhverfis styttuna —
og esr nær fullvíst að svo verði.
Þá sagðist listamaðurinn vera
mjög ánægður með það hvernig
henni hefur nú verið komið fyrir
— þótt svo hún standi í fyrstu
á trékassa. En ráðgert er áð steypa
undir hana einhvern næstu daga.
I SELTJARNARNES
:
AVlDA
mrn
Kokhreysti
Litli flokkurinn í íhaldssanv
starfinu þykist aldeilis hafa
efni á því að taka stórt upp
í sig um þessar mundir og
hreyta iliyrðum í Framsóknar-
flokkinn. Meðal annars segir
orðrétt í leiðara Alþýðublaðs-
ins í gær, að „enginn fslend-
ingur treysti Framsóknarflokkn
um til neinna jákvæðra forystu
starfa.“ Sannleikurinn er hins
vegar sá, að á því tímabili, sem
Alþýðuflokkurinn hefur verið
í íhaldshreiðri viðreisnarinnar,
hefur Framsóknarflokkurinn
stóraukið fylgi sitt og er orðinn
næst stærsti stjórnmálaflokk-
urinn í kaupstö'ðum landsins,
þegar á heildina er litið, og í
Isumum kaupstöðum er Fram-
sóknarflokkurinn stærsti flokk
urinn og í Keflavík verður í
þessum bæjarstjórnarkosning-
um beinlínis kosið um það,
hvort Framsóknarflokkurinn
fær hreinan meirihluta í bæj-
arstjórninni eða ekki. Fram-
sóknarflokkurinn getur því vel
unað þeim dómi Alþýðublaðs-
ins, að flokkurinn hafi „hrí'ð-
ý fallið í áliti almennings á fs-
£ landi ár frá ári og að enginn
aj fslendingur treysti Framsóknar
I flokknum,“ því að Alþýðuflokk
urinn þarf að stækka fyllilega
um helming til þess að geta
borið sig saman við Framsókn
arflokkinn, hvað kjörfylgi og
traust almennings áhrærir.
En þessi reikningslist Alþýðu
flokksins og mat á niðurstöð-
um, er ágætur mælikvarði á
annan málflutning Alþýðubla'ðs
ins um þessar mundir og því
vegvísir fyrir fólkið. f síðustu
alþingiskosningum hefði Al-
þýðufiokkurinn þurft að bæta
víð sig „aðeins“ 12 þúsund at-
kvæðum til að komast í sam-
jöfnuð við Framsóknarflokkinn
„sem kjósendur vísuðu á bug“!
Togaramálin
f umræðuuum um togaramál
in á Alþingi benti Björn Páls-
son r.'.eðal annars á eftirtalin
atriði:
1. Hækkun vaxta af stofnlán-
um og þensla og eyðsla í ríkis-
búskapnum áttu mestan þátt í,
hve gengi íslenzkrar krónu var
lækkað mikið.
2. Ósanngjarnt er af ríkis-
valdinu að leggja fram vaxta-
laust fé til kaupa á stærri tog-
urum, sem gera út frá stærstu
kaupstöðunum, en veita eigi fá
mennari og efnaminni byggðar-
lögum hliðstæða fyrirgreiðslu.
3. Lán úr svokölluðum at-
vinnuniálasjóði eru allt að því
ótakandi til kaupa á skipum,
þar sem vextir cru ca. 9% og
lánin gengistryggð, enda eigi
hægt að miða við vertíð eins
og í vetur, þegar saman fer
óvenjumikill afli og mjög hag-
stætt verðlag.
4. Sjávarútvegiiium hefur ver
ið ofþyngt með aukasköttum
og enn er verið að fjölga þeim.
5. Nauðsyn ber til, að fá-
mennari byggðarlög fái skip
j til hráefnisöflunar af hagkvæm
| ari gerð og stærð, svo að vinnu
| afl nýtist og fjárhagsafkomp
S fólksins sé viðunanleg.
6. Þeir 14 togarar, sem gert
j§ Framhald á 11. síðu