Tíminn - 13.05.1970, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.05.1970, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. maí 1970. „Malcolm litli" frumsýning á föstudag Síðasta frumsýningin á þessu leik ári hjá Þjóðleikhúsinu verður á leikritinu „Malcolm litla“, eftir enska höfundinn David Halliwell. Aðeins fimm leikendur taka þátt í þessari sýningu og eru þeir allir fulltrúar yngri kynslóðarinnar, enda fjallar þetta leikrit um vandamál þeirra ungu. — Um rót- leysið og þann mikla vanda, sem ungu fólki er á herðar lagður í nútíma þjóðfélagi. Þarna eru ung ir reiðir menn í andstöðu við þjóðfélagið, en hvað hafa þeir sjálfir til málanna að leggja og hvað á að koma í s,taðinn fyrir það þjóðfélag og það fyrirkomulag, sem þeir fordæma? — Leikurinn verður frumsýndur n.k. föstudag. Leikendur eru: Þórhallur Sigurðs- son Hákon Waage, Sigurður Skúla son, Gísli Alfreðsson og Þórunn Magnúsdóttir. Leikstjóri er Bene- dikt Árnason, en Birgir Engil- berts gerir leikmyndir. — Myndin er tekin á æfingu. — (Tímamynd — Gunnar). Loftl^iðir Framhald ?£ bls. 2 em í ýmsu, er varðar DC 8-63. Að því loknu fengu þeir aftur sérstaka þjálfun á blindflugsmælitæki af nýrri og mjög fullkominni gerð, sem er í þotum Loftleiða. Þessi þjálfun öll tók 6—8 vikur. Annar hópur flugliða hóf síðan nám 18. febrúar, og var námstil- högunin eins og hjá fyrri hópnum og tók svipaðan tíma. Lokaþjálfun flugliða fór síðan fram í New York og Atlantic City, en þar fengu allir flugmenn Loftleiða a@ gera nokkur aðflug og lendingar á þeim flugvélum, sem þeir eiga að fljúga í framtíð- inni. Nokkrar fyrstu ferðirnar verða svo bandarískir eftirlitsflug menn um borð í þotum Loftleiða til þess að fylgj-ast með starfj flug liðanna. Flugfreyjur Loftleiða hafa feng ið stutt námskeið í New York til þess að læra á öryggisútbúnað þotn anna, og jafnframt til þss alð kynna sér starfsskilyrðin um borð. Loftleiðir leigja nú þoturnar tvær frá flugfélaginu Seaboard World, en þannig er frá samning- um gengið, að Loftleiðir eiga for- gangsrétt að kaupum á þeim ef félagið óskar, og reiknast þá greiðslur vegna leigu til hluta af kaupverðL 1 siumar verður farið 11 ferðir í viku með þotunum tveim fram og aftur milli New York og Lux emhorgar. Póst og símamálastjórnin hefir ákveðið að nota sérstakan stimpil á öll bréf, sm fara héðan með þotu Loftleiða n. k. föstudag, en bréf með þess konar stimplun eru mjög eftirsótt af frímerkja- söfnurum. Á VÍÐAVANGI Framhald af bls ? er ráð fýrir að heimila kauP á samkvæmt viðaukatillögunni, þurfa eigi að grei'ðast á einu ári. Taka mun 2—4 ár að undir búa kaupin og smíða þá, 10% af andvirðinu nemur tæplega meiru en 100 millj. krónum. Atvinnujöfnunarsjóður gæti lagt fram það fé ef vilji væri fyrir hendi, því að tekjur hans munu fara vaxandi. 7. Lán hafa verið veitt úr at- vinnujöfnuliarsjóði til váfá- samra hlútá. Sæmileg eljusemi hefur verið sýúd vlð innheimtu vaxta og afborgana. Betra væri í vissum tilfellum að veita vaxtalaus lán eða óafturkræf framlög til kaupa nauðsynlegra og gjaldeyrissparandi atvinnu- tækja. 8. Verði ekkert gert raun- hæft til að útvega minni byggð arlögum hagkvæm togskip, er viljaleysi stjórnarliðsins um að kenna, en ekki getuleysi. Guðm. Karl Fr mhald a' 'ús t sérfræðingur í handlækniingum. Sjúkrahúslæknir varð hann við sjúkrahús Akureyrar 1936 til 1953, og yfirlæknir við handlæknisdeild og fæðingardeild Fjórðungs sjúkra hússins á Akureyri 1. janúar 1954. Guðmundur Karí var meðal stofr. enda Flugfélags Akureyrar, er síð- ar varð Flugfélag íslands. Hann starfaði í ýmsum félögum, svo sem Rauðakrössinum og Læknafé- lagi Akureynar. Kona Guðmundar Karls er Inga Jóna Karlsdóttir hjúkrunarkona. Hekluveikin Framhald af bls. 1. annað hvort að freista þess að beita fénu og gefa því d-fjörefni með, eða flytja það burt til svæða þar sem fiúoreitrun hefur ekki gert vart við sig. Bkki hefur borið á veikindutn í fé í Þjórsárdal, en þar mun hafa fallið grófari aska og vikur, er. flúorinnihald er mest í fíngerð- ustu öskunni. Tilraunástöðinni að Keldum hafa borizt blóðsýnishorn úr hinu sýkta fé, og verður sýnishornasöfn un og athugunum haldið áfram. Á fimmtudaginn var fóru vísinda- menn frá Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Rannsóknastofnun iðn aðarins og frá Keldum, í leiðang- ■ur á öskufallssvæðið til athugana og annar slíkur verður farinn sennilega á fimmtudag, sagði Guð mundur Pétursson, forsböðumað- TIMINN n ur Tilraunastöðvarinnar að Keld- um okkur. A3 honum loknum gerði hann ráð fyryir að þeim yrði eðli Hekluveikinnar Ijósara. Þó verða gerð'ar abhuganir á vatnsbólum á öskufallssvæðinu, en of mikið flúorinnihald er óæski- legt fóiki. Landgræðslustarf Framhald af bls. 1. mörkum sjálf ,til áburðar og fræ- kaupa, og jafnvel einstök félög og aðilar einnig, því ekki mun skorta fólk til að dreifa þessu um gróð- urlaus eða gróðurlítil syæði. Allur kostnaður við sjálfa dreif inguna er án útgjalda fyrir Land- vernd, og þarf ríkið aðeins að greiða áburðar- og frækostnaðinn. Áskorun FUF Framhald af bls. 1. Rúnar Hafdal. 12 dögum síð- ar barst svar Heimdallar, þar sem tilkynnt var að félagið vildi viðræður um málið. 22. apríl var síðan haldinn við- ræðufundur, en síðan var fjall að um málið í símtölum milli formanns FUF og framkvæmda stjóra Heimdallar og síðar for- manns FUF og formanns Heim dallar. Hér á eftir fer yfirlýsing for- manns Heimdallar, en á eftir athugasemdir við þá yfirlýs- ingu frá formanni FUF: Yfirlýsing Heimdallar „í frétt á forsíðu blaðs yðar í dag, þriðjudaginn 12. maí, er látið að því liggja, að Heim- dallur FUS þori ekki í kapp- ræður við unga framsóknar- menn um borgarmál. Þar sem staðreyndum málsins er mjög hagrætt, svo ekki verði meira sagt, í fréttinni og virðist efcki hafa verið leitað upplýsinga hjá réttum aðilum, vildi ég biðja yður að birta eftirfar- andi, og þá að sjálfsögðu á jafnáberandi stað í blaði yðar: Á stjórnarfundi í Heimdalli FUS þriðjudaginn 14. gpríl, var lagt fram bréf frá Félagi ungra framsóknarmanna í Reykjavík, þar sem skorað var á Heimdall til kapp ræðna um málefni Reykjavíkur- borgar. Var undirrituðum, ásamt varaformanni Heimdallar, falið að taka upp viðræður við FUF um málið og sátum við nokkrum dög- um síðar, fund með hr. Elíasi Jónssyni, formanni FUF, og hr. Gúðbjarti Einarssyni. Á fundi þessum var samþykkt að efna til kappræðnanna og samþykktu full- trúar FUF hugmyndir okkar um tilhögun fundarins. Þar sem FUF hafði stec-rað á Heimdall til kapp- ræðnanna, þótti eðlilegt að full- írúar FUF tækju að sér útvegun húsnæðis. Voru báðir aðilar sam- mála um að Sigtún væri heppileg- asti íundarstaðurinn, en Hótel Borg kæmi ekki til greina. Aðrar formlegar viðræður hafa ekki átt sér stað um þetta mál, nema sím- töl, scm óg og framkvæmdastjóri Heimdallar höfum átt við for- mann FUF. Nokkru síðar hafði formaður FUF samband við framkvæmda- stjóra Heimdallar og tjáði honum. að hann gæti ekki fengið Sigtún fyrir kappræðufundinn. Óskaði formaður FUF eftir því, að fram- kvæmdastjóri Heimdallar reyndi að útvega húsnæði fyrir kappræðu- fundinn. Var það gert, en ekki reyndist’ unnt að fá annað hús- næði en Hótel Borg, sem búið var áður að taka ákvörðun um, að kæmi ekki til greina. Eftir þetta átti ég nokkur símtöl við formann FUF og bauð honum að efna til kappræðufundarins eftir 24. maí, ef húsnæði fengist þá til fundarhaldanna, en það taldi hann fráleitt. Tjáði hann mér, að fyrst svo væri, gæti eteki orðið af þess- um kappræðufundi fyrir borgar- stjórnarkosniögar. Tók formaður FUF því þá ákvörðun, að halda ekki kappræðufundinn og væri því nær að halda, að ungir fram- sóknar-menn þyrðu ekki í kapp- ræður við Heimdall. Er þetta bezt skýrt með þeim staðreyndum, að full'trúar Heimdallar komu strax með fullmótaðar hugmyndir um framkvæmd fundarins, svo að það sem gert var í málinu, hefur starfsmaður Heimdallar fram- kvæmt. Þá er þess getið í umræddri frétt, að FUF og Heimdallur hefðu efnt til kappræðufundar á Hótel Borg í fyrravetur og vildi ég gjarn an fá það upplýst hvenær sá fund ur hefur verið haldinn, því ekki er mér kunnugt uim það. Ef til vill hafa framsóknarmenn sótt hann einir og efnt þar til kapp- ræðna. Það er ósk mín, að þér, hr. ritstjóri, birtið ekki fleiri slíkar fréttir, nema því aðeins, að það sanna komi fram í málinu og trúi ég því ekki að óreyndu, að hr. Elías Jónsson, formaður FUF, gæti ekki upplýst blaðamann Tím ans um hið sanna í málinu, að öðrum kosti treysti ég mér ekki til þess að eiga frekari viðræður við unga framsóknarmenn, nema í viðurvist votta. Virðingarfyllst, Pétur Sveinbjarnarson, formaður Heimdallar FUS.“ Athugasemdir form. FUF „Formaður Heimdallar segir í yfirlýsingu sinni, að í frétt Tím- ans í dag hafi „staðreynducn máls ins verið mjög hagrætt svo ekki verði meira sagt“, og hæfir sú lýsing sérlega vel yfirlýsingu for- rnanns Heimdallar. Hins vegar var rétt frá málinu skýrt í Tím- anum í gær. í frásögn sinni af viðræðufundi FUF og Heimdallar segir formað- ur Heimdallar m.a.: „Voru 'báðir aðilar sammála um, að Sigtún væri heppilegasti fundarstaðurinn, en Hótel Borg kæmi ekki til igreina". Þetta er rangt að því leyti, að FUF taldi Hótel Borg ekki koma til greina ef Sigtún fengist — en út frá því var gengið á viðræðufundinum. Þegar hins vegar Sigtún fékkst ekki, tilkynnti formaður FUF framkvæmdastjóra Heimdallar þetta. Voru þeir sammála um að leita að öðru húsnæði, og var tal- að tim Hótel Borg eða Hótel Sögu. Bauðst framfcvæmdastjóri Heim- dallar til að kanna, hvort þessi hús væru til reiðu það kvöld sem ábveðið var á viðræðufundinum, að heppilegast væri til fundarins — miðvibudaginn 6. maí. Gerði hann það, og fékk upplýst, að Hótel Borg væri laust það kvöld. Töldu báðir ,að það húsnæði væri betra en enginn íundur, og töluðu jafnvel um slík smærri atriði eins og, hvað greiða þyrfti fyrir hús- ið, hvort leyfa ætti húsinu að tafca fatagjald o. s. frv. Var það þá skilningur formanns FUF, að báð- ir aðilar vildu frekar hafa fund- inn á Hótel Borg en að sleppa honum, en sú var eindregin af- staða FUF. Nokkru síðar hatfði formaður Heimdallar samband við formann FUF og taldi Hótel Borg óhæft húsnæði og væri frekar reynandi aö fá Sigtún eitthvert annað kvöld. Taldi hann þó vandkvæði á því vegna mikilla fundau-halda Sjálfstæðismanna. Stóð í stappi um þetta, þar til ákveðið var fyr- ir næst síðustu helgi — eða um mánaðamótin, — að formenn félaganna ráðfærðu sig við væntamlega ræðumenn um hvað þeir vildu gera í málinu. Þá þcgar sagði formaður FUF, að liann teldi fullvíst, að ungir Fram sóknarmenn vildu iia'lda fundinn þann dag, sem um var talað — 6. maií þótt hann yrði að vera á Hótel Borg. Aðalatriðið í þeirra augum væri að halda kappræðu- fund, ininna máli skipti um hús- næðið. Strax eftir helgina, eða mánu- daginn 4. maí, tilkynnti formað- ur FUF fonnanni Heimdallair, að þetta væri enn eindregin skoðun FUF, og spurði um aifstöðu hans til málsins. Kvaðst hann skyldi ræða málið við sína menn, og tilkynnti skömmu síðar að þetta væri ekki hægt. Var þá komin ný afsökun, nefnilega að Ólafur B. Thors, sem yrði einn aif ræðu- mönnum Hcimdallar, gæti ekki mætt. Hann yrði á öðrum fundi þetta' kvöld- Sýnir kannski ekkert betur leik araskap Heimdallar í þessu máli, en að þótt ákveðið hefði verið 22. apríl að liakla fundinn miðviku- daginn 6. maí, þá dirfðist formað- ur Heimdallar að bera því við um hálfum mánuði síöa'r, að einn ræðumanna félagsins væri upp- tckinn á öðrum fundi! í yfiriýsingu sinni segir formað- ur Heimdallar einnig að hann hafi í símtali við formann FUF „boðið honum að efna til kappræðufund- arins eftir 24. maí, ef húsnæði fengist þá til fundarhaldanna, en það taldi hann fráleitt". Þar er staðreyndum hagrætt hressilega. Það sem formaður Heimdallar sagði var, að framþjóðendur Sjálf- stæðisflokksins yrðu upptefcnir fram yfir 24. maí, sem er sunnu- dagur, og væri þá hugsanlega mögulegt aö hafa fundinn í síð- ustu vikunni fyrir kjördag. Hins vegar taldi hann upp þá ann- marka, sem á því væru, svo sem að þá væru kosningaumræður í sjónvarpi, og í þessari vifcu halda bæði Framsóknarmenn og Sjálf- stæðismenn kosningafundi — sitt hvort kvöldið, væru því fá 'kvöld laus til kappræðufundar. Hins vegar hefur FUF aldrei faillið frá áskorun sinni á Heim- dall, og hún stendur enn. Ungir Framsóknarmenn hafa sýnt það með áskorun sinni — sem verið liefur hjá Heimdalli í rúman mánuð — að þeir vilja málefnalegar umræður við unga S j álfstæðismenn. Hins vegar hefur HeimdaUur ekki eun sýnt, að ungir Sjálfstæð- isinenn hatfi raunverulega liug á slíkum mnræðum. Þeir hafa' þó enn tækifæri til að sýna það, því um 214 vika er til kosninga, og ungir Framsóknarmenn eru enn sem fyrr reiðubúnir til kappræðu fundar hvenær sem er. Það er reyndar táknrænt fyrir afstöðu Heimdallar til áskorunar ungra Framsóknarmanna, að borg arstjórinn, Geir Hallgrimsson, lét sig lia'fa það að halda fund í kvöld, þriðjudag, að Hótel Borg, þótt sá staður, — og reyndar öll önnur hús í höfuðborginni nema Sigtún — sé ekki nógu góður fyrir for- mann Heimdallar.“ Bændur 2 drengir 13 og 14 ára óska eftir vinnu í sveit í sumar. Upplýsingar í síma 50784. SVEIT 15 ára, stór stúlk^, óskar eftir að komast í sveit. — Upplýsingar í síma 41267.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.