Tíminn - 24.05.1970, Blaðsíða 2
TIMINN
SUNNUDAGUR 24. maí 1970.
Batiksýning
í Bogasal
f Bogasal Þjóðmmjasafnsins
stendur yfir sýning á batik eftir
Katrínu H. Ágústsdóttur. Sýning
þessi er skínandi falleg að lita-
meðferð og teikningu og hver ein
asta mynd er rammíslenzk að allri
gerð, þar sem Katrín sækir efni
við sinn mest í íslenzkt þjóðlíf
frá fyrri tíð og fornsögur. Þá er
furðulegt hve vel tekst að sam-
eina vandasama teikningu og at-
orku, því að vissulega streymir
mikill kraftur út frá myndum
eins og t. d. nr. 2—6, sem eru
glímu- og hestamyndir ásamt vík-
inga- og bardagamyndum nr. 20—
26. Aftur á móti hvílir meiri ró-
semi yfir vikivakamyndunum nr.
15—16 og heyskaparmyndunam
nr. 7—9, svo fátt eitt sé nefnt,
því að myndirnar eru allar falleg
ar.
Þá vil ég nefna litameðferð
Katrínar, sem fleiri mættu taka
sér til fyrirmyndar. Það er gjarn
an einn litur, sem er ráðandi með
mismunandi blæbrigðum og dýpt,
eins og t. d. í myndunum nr. 27
hópreið, nr. 10 fóstbræður, nr.
14 borðhald, nr. 13 verbúð og
nr. 4 stóð. Hér mynda teikning og
litir skemimtilegt samræmi.
Perlur sýningarinnar eru samt
að mínum dómi nr. 19 spuna-
kona og nr. 17 brúður. Hér situr
spunakonan við vinnu róleg og
æðrulaus í íslenzkum búningi
eins og formæður okkar hafa gert
öldum saman en eru í dag horfin
sýn, rokkur og búningur lystilega
gerð, eins og allt handbragð
Katrínar, því sýnilegt er, að
slíkt handbragð er meðfætt. Þá
hrífst ég mjög af brúðarmynd
inni með dökkblágráum grunni og
hinum fallega gamla íslenzka bún
ingi og húfu í dökkbrúnum, bleik
um og hvítum lit. Báðar þessa'r
myndir eru seldar og geta kaup
endur sannarlega verið ánægðir
með slíkar myndir.
Sýningunni lýkur á sunnudags-
kvöld þ. 24. n. k. og ættu þeir
Reykvíkingar og aðrir, sem í borg
inni eru staddir og sem unna
sannri list, að sjá hana, því þeir
mega alls ekki láta hana fram
hjá sér fara. Verðið er langt und
ir sannvirði.
Elín K. Thorarensen.
Rétt er að geta þess að grein
þessi fékkst ekki birt í Morgun-
blaðinu.
FLOKKSSTARFIÐ
SINGER er
sporum framar
Kosningaskrifstofur
B-listans í Reykjavík
eru á eftirgreindum
stöðum
Fyrir Mela- og Miðbæj-
arsvæði:
Hringbraut 30, símar: 25547
24480. Opin frá kl. 14 til 22 dag-
lega.
Fyrir Austurbæjar-,
Sjómanna- og
Álftamýrarsvæði:
Skúlatúni 6, 3. hæð, símar:
Fyrir Austurbæjarkjörsvæði
26673, fyrir Sjómannaskólakjör-
svæði 26674 og 26676, fyrir Álfta-
mýrakjörsvæð: 26672.
Aðrir símar: 26671 og 26675.
Opin alla daga frá kl. 14 til 22.
Fyrir Laugarneskjör-
svæði:
Laugarnesvegur 70, sími 37991.
Opin frá kl. 14 til 22 alla daga.
Fyrir Breiðagerðis-
kjörsvæði:
Grensásvegur 50, símar: 35252
og 35253. Opin kl. 17—22 daglega.
Fyrir Langholtskjör-
svæði:
Langholtsvegur 132, símar
30493 og 30241.
Fyrir Breiðholts-
kjörsvæði:
Tungubakki 10, sími 83140.
Opin kl- 17—22 daglega.
Fyrir Árbæjarhverfi:
Selásbúðin, sími 83065. Opin kl.
17—22 daglega.
Stu'ðningsmenn B-litans! Haf-
ið samband við skrifstofurnar og
skráið ykkur til starfs á kjördag.
FRAM TIL SÓKNAR FYRIR
B-LSTANN!
SJÁLFBOÐALIÐA
VANTAR
Kosningaskrifstofu Framsókn-
arflokksins að Skúiatúni 6 vant-
ar sjálfboðaliða í kvöld og næstu
kvöld milli ki. 17 og 23. Fjöl-
mennið til starfa.
Hafnarfjörður
Kosningaskrifstofa Framsóknar-
manna í Hafnarfirði er að Strand
götu 33. Hún er opin frá klukkan
2 til 7 og frá klukkan 8 til 10 dag
hvern. Simi skrifstofunnar er
51819. Stuðningsmenn B-listans
eru beðnir að hafa samband við
skrifstofuna sem allra fyrst.
SELTJARNARNES
Skrifstofa H-listans í Seltjarn-
arneshreppi er að Miðbraut 21
sími 25639. Stuðningsmenn eru
hvattir til að koma á skrifstofuna.
KEFLAVÍK
Kosningaskrifstofa B-listans,
lista Framsóknarfélaganna í Kefla-
vík við bæjarstjórnarkosningarn-
ar 31. maí n. k. er að Hafnar-
götu 54 i Kenavík sími 2785.
Skrifstofan er opin daglega tol.
10—12, 13,30—9 og 20—22.
Stuðningsmenn nafið samband
við skrifstofuna sem allra fyrst.
B-listinn Keflavík.
Húsvíkingar
Kosningaskrifstofa Framsóknar-
flokksins er að Garðarsbraut 5
(Garðari opið virka daga frá kl.
20„ sími 4 14 35. Stuðningsmenn
eru vinsamlega beðnir að hafa
samband við skrifstofuna.
Neskaupstaður
Framsóknarmenn hafa opnað
kosningaskrifstofu að Hafnarbraut
6 (Brennu) annarri hæð. Skrif-
stofan mun verða opin alla daga
frá kl. 20 tii 22 og á öðrum tím
um eftir ástæðum. Stuðningsfólk
er gæti veitt upplýsingar, er vin-
saxnlega beðið um að hafa sam-
band við skrifstofuna. Síminn er
194.
Kosningahappdrætti
Framsóknarflokksins
og Fulltrúaráðsins
í Reykjavík
Kosningahappdrætti er nú hafið
til styrktar Framsóknarflokknum
og Fulltrúaráði Framsóknarfélag
anna í Reykjavík, vegna bæja- og
sveitastjórnakosninganna, sem
framundan eru. Hafa happdrættis-
miðar verið sendir til stuðnings-
fólks og viðskiptamanua happ-
drættisins um allt land og er heit-
ið á alla að brcgðast nú vel við
og vinna ötullega að sölu miðanna.
Til vinninga er mjög vel vand-
að eins og vinningaskráin ber
með sér, sem prentuð er á mið-
ana og verð hvers miða er 100
krónur.
Kosninganefnd Framsóknarfé-
laganna í Reykjavík vill sérstak-
lega minna alla þá stuðningsmenn
flokksins, sem fengið hafa miða
senda frá kosningahappdrættinu,
á, að gera skil hið allra fyrsta. Það
er mjög nauðsynlegt, að velunn-
arar B-Iistans bregði fljótt við og
hafi samband við skrifstofuna,
Hringbraut 30, sem opin verður
í allan dag og alla daga fram að
kosningum, frá kl. 9 að morgni
til kl. 10 að '-völdi. Einnig verður
tekið á móti greiðslu fyrir miða
á afgreiðslu Tímans, Bankastrætí
7, á afgreiðslutíma blaðsins og á
kosningaskrifstofu B-listans, Sfcúla
túni 6, frá kl. 2 á daginn til kl.
10 á kvöldin.
Þeir, sem ekki háfa tök á að
koma uppgjöri til þessara staða,
geta hringt í sím:. 24483 og verður
greiðslan þá sótf til þeirra.
saumavél framíiöarinnar
Nýr heimur hefur einnig opnazt yður
me3 Singer 720 nýju gerðihni, sem
tæknilega hæfir geimferðaöldinni.
* Sjálfvirk spólun. & Öruggur teygjusaumur.
* Stórt va! nýrra nytfasauma. ;!; Innbyggður
sjálfvirkur hnappagatasaumur. & Keðjuspor.
Á Singer 720 fáið þér nýja hiuti til að sauma
hringsaum, 2ja nála sauma, földun með blind-
saum og margt fleira.___________
Skoðið Singer í sýningarbás nr. 66.
Heimilið — „veröld innan veggja".
Singer 237. Singer 437.
Sölu- og sýningarstaðir: Liverpool Laugav. 20, Gefjun Iðunn,
Austurstræti 10, Dráttan/élar Hafnarstræti 23, Rafbúð SÍS Armúla 3
og kaupfélög um land allt. Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp f nýjar.
Ökukennsla
- æfingatímar j
Cortina i
4
Upplýsingar í síma 23487 '
M. 12—13, og eftir M. 8 á
kvöldin virka daga.
Ingvar Björnsson.
Bændur
Telpa, tæplega 14 ára ósk-
ar eftir að komast á gott
sveitaheimili í sumar. Sama
hvar á landinu er. Upplýs-
ingar í síma 40612.
— PÓSTSENDUM —
Velduð þér bíl eftir
þcegindum sœfunnu
þyrftuð þér ekki
oð hugsu yður um
VOLVO
Scetin eru stórkostleg
Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Simnefni: Volvei' • Simi 35200