Tíminn - 24.05.1970, Side 11
SUNNUDAGUR 24. maí 1970.
TIMINN
n
Hvað hafa þeir. ..
Framhald af bls. 1.
gefi um ]>að yfirlýsingu og loforS,
að sérsamningum aðila, sem beita
sér fyrir lausn kjaradeilunnar,
verði ekki mætt með hefndarráð-
stöfunum gegn launþegum í formi
gengislækkunar eða annarra bú-
sifja o galls ekki með hefndarráð-
stöfunum í fjármálakerfi landsins
gegn þeim fyrirtæ'kjum, sem for-
ystu hefðu um slíka sérsamninga.
Forystumenn verkalýðshreyfing-
arinnar vita það mætavel, að án
slíkrar yfirlýsingar fá þeir trauð-
lega aðila til að ganga fram fyrir
skj'öldu nú og höggva á hnútinn.
Sérstaklega ættu verkalýðsleið-
togar að biðja ráðherra Alþýðu-
flokksins um að gefa slík loforð.
Láta þá nú þegar gefa yfirlýs-
ingu um það, að þeir muni tryggja
það, í stjórnarsamstarfinu, að
Alþýðuflokkurinn muni aldrei fall-
ast á slíkar hefndaraðgerðir. Þeir
hljóta að eiga jafn auðvelt með
að koma í veg fyrir það að það
reynist auðvelt fyrir ráðherra
Sjálfstæðisflokksins að koma í veg
fyrir hækkun ellilífeyris — að
sögn Alþýðuflokksráðherra.
Eru ráðherrar Alþýðuflokksins
fáanlegir til að gefa slíkar yfir-
lýsingar og slík loforð nú? Er
ekki rétt að láta reyna á það?
En af hverju spyrja Alþýðu-
bandalagsmenn, Hannibalistar og
Alþýðuflokksmenn og málgögn
þeirra ekki einhverja fleiri en for-
ystumenn Framsóknarflokksins að
því af hverju ekki sé samið og
gengið að kröfum verkafólks?
Framsóknarflokkurinn ræður ekki
Sambandinu og Vinnumálasam-
band samvinnufélaganna er ekki
deild í Framsóknarflokknum. I
stjórn SÍS sitja menn úr fleiri
flokkum en Framsóknarflokknum.
Þar eiga meðal annars sæti full-
trúar hinna svokölluðu ..verkalýðs-
flokka". í stjórn SÍS sitja þeir
Ragn/ar Ólafsson og Ólafur Þ.
Kristjánsson. Ekki eru þeir „vond-
ir Framsóknarmenn".
Miðstjórn Framsóknarflokksins
hefur gert ályktun og áskorun til
samvinnuhreyfingarinnar um að
ganga til móts við kröfur verka-
fólks. Ekki hafa aðrir flokkar orð-
ið til þess. Hvers vegna beita þeir
Ragnar Ólafsson og Ólafur Þ. Krist
jánsson sér ekki fyrir því í stjórn
SÍS að samið verði tafarlaust við
verkalýðshreyfinguna? Og af
hverju semur ekki KRON? Ekki
ráða Framsóknarmenn þar! Það
er líka staðreynd, að það eru Al-
þýðubandalagsmenn undir yfir-
stjórn Lúðvíks Jósefssonar, sem
ráða öllu í helztu atvinnufyrir-
tækjunum í Neskaupsstað? Af
hverju er Lúðvík ekki búinn að
semja fyrir löngu? Af hverju geng-
ur hann ekki strax og umyrða-
laust að kröfum verkalýðshreyf-
ingarinnar? Hafa menn nokkuð
heyrt um það, að Lúðvík hefði
forystu um það á Norðfirði að
bjóða fram kjarabætur til handa
verkafólki?
Það er unnt að leggja spurn-
ingar fyrir fíeiri en forystumenn
Framsóknarflokksins.
Ef forystumenn verkalýðshreyf-
ingarinnar meina eitthvað með
tali sinu um samvinnuhreyfinguna
ættu þeir í-ljósi reynslunnar frá
1961. að beita nú öllum áhrifúm
sínum og áróðursmætti blaða
sinna til að knýja fram yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar og þá sér-
staklega loforð ráðherra Alþýðu-
flckksins, ,.verkalýðsflokksins“ í
ríkisstjórninni, um að komandi
kjarasamningum verði eaki mætt
með hefndaraðgerðum gegn laun-
þegum, ef þeir aðilar. sem rfkis-
stjórnin hefur ekki velþóknun á
leyfa sér að taka iorustu um lausn
kjaradeilunnar. Það er verkalýðs-
foringjunum verðugra -erkefni og
launþegum í landinu til meira
gagns, en rógur og illmælgi nm
þann stjórnmálaflokk. sem er sam-
herji verkalýðshreyfingarinnar í
þessari kjaradeilu.
Sumarstarf
Framhald af bls. 3.
vinnuvélar. Þá verður kennsla í
hestamennsku, skyndihjálp og fl.
Einnig verður efnt til skoðana-
ferða, garðræktar o.fl. Þátttaka
í þessu námskeiði er bundin við
300 unglinga á aldrinum 10—15
ára og þátttöku'gjald er 80 kr.
Þá verður sú nýjung í sumar-
starfi æskulýðsráðsins, að kartöflu
og rófurækt verður í Saltvik und-
ir umsjón Jóns Pálssonar. 30—40
unglingum á aldrinum 13—15 ára,
sem ekki komast í sveit í sum-
ar, eða hafa ekki fasta vinnu, verð
ur gefinn kostur á að fá til slíkrar
ræktunar 100 fermetra garðland.
Ráðgert er að þessi hópur fari
einnig austur í Þingvallasveit á
vegum Búnaðarfélags fslands og
vinni þar m.a. við fræ- o:g ábuxB-
ardreifingu í einn dag.
Einnig er sú nýjung að frá því í
júní og til júlíloka verða ungmenn
um á aldrinum 9—14 ára veitt
tækifæri til ódýrra ferða og dags-
dvalar í Saltvík.
Siglingar eru ætíð vinsælar me®
al unga fólksins og verður Sigl-
ingaklúbburinn í Nauthólsvík op-
inn í sumar mánudaga, miðviku-
daga, fimmtudaga og laugardaga,
auk þess sem sérstakur tími
verður fyrjr yngstu télagana og
byrjendur í siglingalistinni. Stang-
veiðiklúbbur unglinganan mun
starfa líkt og undanfarin sumur og
einnig fer starfsemin í Tónabæ
fram með líku sniði og í fyrra-
sumar.
Skömm Geirs
Framhald af bls 1.
Siálfstæðisflokkinn til þess að
tryggt sé að það verði gæzlustjóri
hagsmuna Sjálfstæðisflokksins,
sem verði borgarstjóri í Reykja-
vík næsta kjörtímabil.
Er þetta ekki að bíta höfuðið
af skömminni?
Auglýsið í íímanum
Bifreiðaeigendur
Getum aftur tekiS bifreið-
ar yðar til viðgerða með
stuttum fyrirvara.
Réttingar, ryðbætingar,
grindaviðgerðir, yfir-
byggingar og almennar
bílaviðgerðir.
Höfum sílsa í flestir gerð-
ir bifreiða-
I Pljót og góð afgreiðsla. —
j Vönduð vinna.
I BfLASMIÐJAN KYNDILL
Súðavogi 34. Sími 32778.
i
ESKIFJÖRÐUR
í vetur var sá háttur á út-
gerð frá Eskifirði, að stærstu
skipin voru á loðnuveiðum.
B/V Jón Kjartansson var með
4010 lestir, Krossanes með
3000 lestir M/S Seley var með
3100 lestir og M/S Guðrún
Þorkelsdóttir 2540 lestir. Sam-
tals lönduðu þessi fjögur skip
12650 lestum. Alls var landað
á Eskifirði 30120 lestum af
loðnu og voru frystar 195 lest-
ir. Bræðslu lýkur sennilega um
15. maí.
Um áramótin hófu tvö skip-
anna veiðarnar með troll hitt
með línu, en sökum inflúensu-
faraldurs varð minna úr en
efni stóðu til. M/S Hólmanes
hefur verið á togveiðum frá
því 20. janúar, en afli hefur
verið heldur lítill.
Nýlega landaði B/V Jón
Kjartansson 163 lestum af
þorski eftir stutta útivist. Eítir
loðnuvertíðina reyndu M/S Sel
ey og M/S Krossanes hring-
nótaveiði fyrir þorsk. M/S Guð
rún Þorkelsdóttir hóf grálúðu-
veiði en veður var óhagstætt
og lítil veiði. Á siðasta hausti
var aukin afkastageta frysti-
hússins og.ekki ólíklegt að af-
kastageta hússins sé nú helm-
ngi mteiri en áður var, ef
fólk er fyrir hendi, og hrá-
efni er nægilegt.
Um 1904 er talið að fyrsti
vélbáturinn komi til Eskifjarð-
ar og eru það bræðurnir á
Svínaskála sem hann eiga. um
1906 er talið að nokkrir bátar
séu til og er þá talað um báta
smíðastöð og norskur maður
talinn yfirsmiður. Fjölgar Dát
um ört og þegar komið er
fram undir fyrri heimstyrjöld
er verulegur bátaútvegur orð-
inn á Eskifirði. 1930 eru skráð-
ir 17 vélbátar, 1 línuveiðari,
yfir 50 lestir og einn togari.
Á vetrarvertíð urðu bátarn-
ir að sækja frá Hornafirði
eða Djúpavogi, en allflestir
reru þeir frá Hornafirði.
Aðalatvinna var fiskvinnsla
og var þurrkað mest af fisk-
inum. Einstaka útgerðarmenn
áttu þurrkhús en mest var þó
þurrkað úti, ýmist á grindum
eða grjótreitum.
1931 er togarinn seldur frá
Eskifirði og útgerð dróst sam-
an eins og annars staðar Á
árunurn milli 1930 og 1940
voru keyptir nokkrir bátar tii
staðarins fyrir atbeina sam-
vinnufélags sem efnt var til.
En eins og áður hefur verið
getið er ekki hægt að róa frá
Eskifirði yfir vetrarmánuðina.
svo að stundum fóru Eskifjarð
arbátar til Sandgerðis og Vest-
mannaeyja og var þeim haldið
út þaðan yfir vertíðina. A ár-
unum 1927 til 1929 var mikil
síld í Reyðarfirðinum og var
saltað mikið á þessum árum af
fjarðarsíld. Aðalveiðiáðferðin
var að fiska með landnótum
og var kallað að geyma síld-
ina í lás sem stundum var gert
og þá tekið eftir hendinni það
sem hægt var að verka Hvern
dag. Á kreppuárunum fækkaði
bátunum verulega og má segja
að ekki hafi lifnað yfir út-
gerðinni aftur fyrr en um og
eftir 1960 er síldin fór að verða
meira við Austfirðina. Á Eski
firði er bæði frystihús eins og
fyrr segir og þar er einnig sí’d
ar- og fiskimjölsverksmiðja.
Bolungarvíkurbátar hafa
landað frá áramótum sem hér
segir. frá 1.1. til 30.4. 1970:
Sólrún lína 693.1, Guðmundur
Péturs 634.5 lestir, Einar Hálf-
dáns 480.8 lestir, Flosi 455.4
lestir og Hugrún hefur verið á
togveiðum og hefur landað
430.5 lestum. Rækjuveiðar
ganga vel eins og áður.
Ingólfur Stefánsson.
SKOLAVÓR-ÐUSTIG'2
<gníincníal
BLOMASTOFA
FRIÐFINNS
SuSurlandsbraut 10.
ÚRVAL FALLEGRA
POTTAPLANTNA
*
Skreytum viS öU
tækifæri.
*
Opið öll kvöld og allar
helgar tö kl. 22,00.
Shni 31099.
— PÓSTSENDUM —
LAFAYETTE
MULTITESTER
MALVERK
Gott úrval. Afborgunar-
kjör. Vöruskipti. — Um-
boðssala.
Gamlar bækur og antik-
vörur.
Önnumst innrömmun mái-
verka.
MALVERKASALAN
TÝSGÖTU 3.
Simi 17602.
Hjólbarðaviðgerðír
OPIÐ ALLA DAGA
(LiKA SUNNUDAGA)
FRÁ KL 8 TIL 22
GÚmíVINNUSTOFAN HF.
Skipholti 35, Roykjavik
SKRIFSTOFAN; s(mi 3 06 88
VERKSTÆÐIÐ; s(mi310 55
Hinir vinsælu LAFAYETTE
mælar komnir aftur.
Sendum í póstkröfu.
HLJÓÐBORG
Suðurlandsbraut 6.
Sími 83585.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður.
Bunkastræti 12.
ENSKIR
RAFGEYMAR
fyrirliggjandi.
LONDON BATTERY
Lárus Ingimarsson,
heildverzlun.
Vitastíg 8a. SimJ 16205.