Tíminn - 24.05.1970, Qupperneq 7

Tíminn - 24.05.1970, Qupperneq 7
•UNNUDAGUR 24. maí 1970. TIMINN 19 Vinnan hefur aukizt mikið Þa'd er eldsnemma um morgun, að við tökum okknr far með leið 11, Hlemmur—Breiðholt, en öku- maður í þeirri ferð er Ágúst Ormsson. Þó svo atð í vagninum standi, að viðræður við vagnstjóra í akstri séu bannaðar, hættum við á alS spyrja Ágúst nokkurra spurainga, — Fólkinu lfkar þetta vel, að minnsta kosti nú að sumarlagi, þegar vagnarnir standast áætlun, en ég er hræddur um að í vetrar- færðinni muni það geta orðið óánægt, þar sem við höfum engan tíma til að vinna upp tafir, eins og áður var. En þetta kann þó að breytast og vera kann að bætt verði úr, segir hann, aðspurður um nýja leiðakerfið. En hvað segja vagnstjóranrir sjálfir_ um nýja kerfið? — Á minni leið er þetta allt í lagi á morgnana, þá stenzt ég vel áætlun,, og allt gengur eðli- lega. En um miðjan dag og á kvöldin er ekki miðjan dag og á tíminn sé nægur. Ég held, að vinnan hafi aukizt um % frá því sem áður var. Vagnstjórarnir telja, að það muni ef til vill reynast erfitt að fylgja tímaáætl- unum, þegar færð þyngist, eða skyggni verður slæmt. Ertu farinn að taka eftir nokkr um stjórnmálalegum rimmum eða umræðum meðal farþeganna? —• Nei, ekki get ég sagt það, að vísu hefur heyrzt slíkt tal, en engar rökræður. En milli vagnstjóránna? — Það liggur nú við. að mað- ur sé hættur að þekkja vaktar- félagana, hvað þá að ræða við þá, svarar Ágúst. Finnst þér ekki annars erfitt að sfcrifa hér á Breiðholtsleið- inni? spyr hann kíminn. Ekki er því neitað, en næsta spurning borin fram: Telurðu aukna slysahættu eftir breytinguna, þegar til kapphlaups vagnstjóranna við tímann fer að koma? — Nei, ekki held ég alð það þurfi að óttast. Að minnsta kosti ekki vegna ógætilegs aksturs, en það gæti aftur á móti orðið, þeg- ar líða tekur á vaktartímann og vagnstjórinn er orðinn þreyttur, hefur ef til vill ekki getað stað- ið upp allan daginn. Við vendum nú okkar kvæði í kross: Telur þú kosningarnar um næstu helgi snúast um eitthvert ákveðið málefni? — Ég hef ekki gert mér neina grillu út af stjórnmálum, en ég reikna með, að aðalmálið verði hver fær völdin, að minnsta kosti man ég eWd eftir neinum málefn um, svona í heildina tekið. Og þar með gefumst við upp við að skrifa meira á Breiðholtsleið- inni, enda orðið erfitt að lesa það, sem á blaðið kemur, ýmist eru það, strik upp eða niður eftir öllu blaði. LL. Illa er búið að knatt- spyrnumönnum Björn Ilalldórsson í verzluninni SPORTVALI við Laugveg er önn um kafinn við að selja ýmiss kon- ar sport- og ferðavörur, og því spyrjum við hann, hvort hann telji, að mikið verði um útilegur borgarbúa um næstu helgi, 20. og 31. maí. — Já ábyggilega, ég held, að fæstir hafi áhuga á þessum kosn- ingum. ég held, að fólk vilji vera laust við þvargið, en að sjálfsögðu hefur þó veðrið ailtaf sitt að segja, bætir hann við og brosir. En hvað um annars konar „ferðalög?“ — Það veit ég ekkert um, og vil ekkert um það segja. Ég ætla sjálfur að vera í bænum og veit ekki, hvort ég tek mér ferð á hendur á kjörstað núna. Þú hefur verið virkur þátttafc- andi í knattspyrnufélagi í borg- inni, hvað viltu segja um aðstöðu knattspyrnumannanna hér? — Hjá mínu félagi, Þrótti, hef- ur aðstaðan batnað, því að hún hefur ekki verið nein undanfarin 14 ár, þar til £ fyrra, að við feng- um svæði við Sæviðarsund til um- ráða. Það hefur verið mikið kvartað undan léiegri keppnisaðstöðu í Reykjavík, hvert er álit þitt í því máli? — Það hefur skort og skortir enn mikið á að sómasamlega sé búið að knattspyrnumönnunum, hér er einungis einn grasvöllur og einn malarvöllur til keppni, og grasvöllurinn er oft slæmur á keppnistímabilinu, enda er á hon- um mikið álag. Það eru 1. deildar liðin, sem sitja fyrir um grasvöllinn, hvað hefur ,þú af 2. deildar liðunum að segja?_ — Ástandið þar er hörmulegt, vægast sagt, segir Björn, og er ákveðinn á svip. Þar sém við viljum ekki verða til þess, að borgarbúar geti ekki keypt sínar ferðavörur, þökkum við spjallið og hverfum heim. LL. Úr banka í sveit kæmi til greina í Búnaðarbanknum starfar Erla Þorsteinsdóttir, og spyrjum við hana hvort hún telji, að Reykvík- ingar séu orðnir stórborgarar og fari t.d. ekki heim í mat o.s.frv. — Já, það finnst mér, þeir eru hættir að fylgjast eins mifcið með náunganum og áður, segir Erla, og heldur áfram, Reykjavík er ein hreinlegasta höfuðborg, sem mað ur fcemur til, en hún er að vísu svo lítil, að erfitt er um saman- burð. Það er mikill kostur við litJa borg, að vegalengdir eru stuttar, og maður er fljótur á milli staða, en samt eiga allir eigin bíla. Það hefur verið hér vélgengni og allir haft það gott. Ég hef að minnsta kosti ekki yfir neiu uað kvarta varðandi borg ina. Hvað segið þið banfcafólk um fjárráð almennings? — Það er nú svöna upp og ofan, það fer eftir einstaklingnum sjálf um, hve vel þeim helzt á aurum, allir ættu að minnsta kosti að geta haft það gott ef þeir hafa áhuga á. Telur þú, þar sem þú ert starfs- maður í stofnun ríkisins. að rfk- isbáknið" sé orðið of stórt? — Sumir vilja, að ríkið stofni fyrirtæki, aðrir vilja framtak ein- staklingsins, sem ég tel að gefi miklu betri raun, þegar rekstur- inn er borinn saman. Ég held, að sú skoðun almenn- ings, að ríkisstarfsmenn hafi lítið að gera sé misskilningur, þó svo að alltaf sé einn og einn, sem getur komið illu orði á hópinn allan. Skrifstofuveldið er alltaf að verða einfaldara hvað þjónustu við almenning varðar, að minnsta kosti, enda efcki vanþörf á. Það er almenn skoðun, að bank arnir séu of margir og talað er með ásökunartóni um bankahall- irnar, Hvað vilt þú segja um það? — Fljótt á litið virðast þeir vera of margir, en þegar nóg er að gera á öllum stöðum, hlýtur það að vera aukin þjónusta við almenning að hafa bankana marga. Um útibúin er þð að segja, að þau eru mjög góður liður þjón- ustustarfseminnar, þau eru opin til kl. 6.30 á kkvöldin, og þótt aðalbankarnir séu lokaðir. geta viðskiptavinimir leitað til þeirra og fengið þar jafn góða fyrir- greiðslu og í aðalbönkunum. Að síðustu. Erla, mundir þú vilja búa í sveit, eftir að hafa verið allt þitt líf í Reyfcjavík? — Já, ég gæti vel hugsað mér að vera í sveit, ef mér liði vel, jafnvel þótt mikið væri að gera. ég held að sveitalífið sé skemmti- legt og ég tala rú ekki um ef það væri í fallegu íslenzku lands- lagi. LL. Þær vinna ánægjunnar vegna Kvikmyndahúsin hafa mikið gleymzt eftir tilkomu sjónvarps- ins. En þau hafa þó alltaf sitt aðdráttarafl, og ekki skaðair það, að starfsstúlkurnar séu ljómandi fallegar. Þær stöllur, Gígja Geirsdótt- 'ir og Marta Bjatrnadóttir, eru svo samrýndar, aS ekki reynist nokkur kostur á að tala aðeins við aðra, enda yrðj valið erf- itt, ef svo ætti að verða. Við spyrjum þær fyrst að því, •hvort aðsókn að kvikmyndahús- unum hafi ekki aukizt aftur eftir hinn mikla afturkipp, sem í hana kom við tilkomu sjónvarpsins. — Aðsóknin fer að sjálfsögðu mest eftir myndunum. hér hafa verið góðar myndir að undan- förnu og því aðsókn góð, segir Gígja, en Marta bætir við, að fimmtudagskkvöldin séu alltaf áberandi betri en kvöld annarra virkra daga. Hvaða aldursflofckar er það helzt, sem sækir kvifcmyndahús- in? — Það er frá vöggu til grafar, ef svo má segja, segja þær báðar, en flestir eru þó líklega frá 16 ára til þrítugs. Eruð þið að vinna hér með námi, spyrjum við? — Já, segir Gígja, og það er efcki vegna kaupsins, frekar er það litill áhugi á náminu, sem leiðir tíl þess að ég vil vinna, ég vinn einnig til þess að fá svo- litla tilbreytni frá hversdags- leikanum. — Ég vinn Mfea með námi, og vissulega er gott að fá kaupið, en starfið er skemmtilegt. segir Marta, og báðar eru þær sam- mála um að því skemmtilegra sé að vinna í Gamla bíói eftir því sem þær séu þar lengur. En er ekki leiginlegt að vera alltaf að vinna á kvöldin? — Nei, alls ekki, segir Gígja, við erum lausar hér um fcl. 22.30 og þá er mikið eftir af kvöldinu, að minnsta kosti eins og skemmt- unum í borginni er háttað nú í dag. —• Það er ekfci alltaf nóg að gera í heimahúsum á kvöldin, seg ir Marta, en að öðru leyti getur svar Gígju vel átt við um mig l£ka. Að síðustu, stúlfcur ætlið þið að vaka kosninganóttina? / — Nei, alls ekki, segja þær bóðar og eru hjartanlega sam- mála, — nema við verðum þá ein- hvers stað að skemmta okkur. LL. Vill ekki ráðhús við Tjörnina Á vorin eru ferðir niður að Tjöi. vinsælar hji> yugstu kyn- slóðinni. En til þess að förin verði farin, þarf annaö hvort pabbi eða mainma að fara með, — svona ör- yggisins vegna. Mamma þeirra Henrýs og Þor- vairðs Hálfdánarsona heitir Edda Þorvarðsdóttir. Og þótt veðrið sé ekki beint sumarlegt, eru þau öll í sólskinsskapi. Við spyrjum Eddu fyrst, hvort þau fari reglulega niður að Tjörn, hvort þetta sé sérstakur uppáhalds staður. — Já, þetta er uppáhaldsstað- ur, að fara niður að Tjörn, sjá klufckuna á Dómfcirkjunni og Ál- þingishúsið. Við förum oft þegar vel viðrar, við búum hér í gamla bænum. En við reynum að forðast að fara á sunnudögum, því að þá virðast endurnar vera pakksadd- ar, og börnin verða óánægð, þeg- ar þær líta ekki við brauðinu hjá þeim. Þar sem við erum í hominu hjá Iðnó spyrjum við: Hvað finnst þér um tillöguna gömlu að byggja ráðhús einmitt á þeim stað, sem við nú erum? — Mér finnst það fráleitt. Það yrði dýrt á tvennan hátt. Bygg- ingin yrði dýrari hér en annars staðar af ýmsum ástæðum, og svo myndi gamli bærinn breyta of mikið um svip. Þú ert með lítil börn, finnst þér borgin gera nóg fyrir yngstu borgarana? — Ég sendi þann eldri á gæzlu-' völl og er einungis húsmóðir og finn þess vegna lítið fýrir því, vegna þess, að ég þarf svo litla aðstoð. Hins vegar hef ég þá skoðun, að einstæðar mæður ættu að njóta meiri styrks en nú er. — að minnsta kosti barnanna vegna. LL.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.