Tíminn - 24.05.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.05.1970, Blaðsíða 10
* 22 TIMINN SUNNUDAGUR 24. maí 1970. Rafgeymir 6B11KA — 12 volta 317x133x178 m/m 52 ampertímar. Sérstaklega framleiddur fyrir Ford Cortina. S M Y R I L L, Ármúla 7 — sími 84450. Góð bújörð BújörS á SuSurlandi er laus til ábúðar í næstu fardögum. Upplýsingar gefa Jón Eiríksson odd- viti, Vorsabæ, SkeiSahreppi, og Haukur Jónsson, hrl., Hafnarstræti 19. Sími 17266. Ýtumaður Vanur maður ósikast til jarðvinnslu. Upplýsingar gefur Rafn Helgason, Stokkahlöðum, Eyjafirði. Sími úm Grund. Gcdjön Styrkírsson HÆSTARÍTTAItLÖCMADUK AUSTURSTKÆTI 6 SÍMf IÍ3Í4 FRAMNESVEGI 17 SÍMI: 122AT Allt handunnið bókband. Einnig band á bók- haldsbókum og möppum. Gestabækur framleiddar eftir pöntunum. Bifreiðaeigendur ATHUGIÐ Nú er rétti tíminn til að panta tíma og láta þétta rúður og hurðir. 1. fl. efni og vönduð vinna. Upplýsingar í síma 51383 eftir kl. 7 á kvöldin og um helgar. Jón Grétar Sígurðsson héraSsdómslögmaSur Austurstræti 6 Simi 18783 20 ára piltur óskar eftir að ráða sig í kaupavinnú í sumar. Er vanur vélum. Tilboð legg- ist inn á blaðið hið fyrsta, merkt: „9112 — 1057“. Duglegir 11 og 12 ára drengir óska eftir vinnu á góðum sveita heimilum í sumar. Eru vanir sveitavinnu. Upplýs- ingar í símum 84005 og 12010. Unglings- stúlka á 16. ári óskar eftir að komast á gott sveitaheimiii. Upplýsingar í síma 36900. GINSBO-ÚR SVISSNESKT ÚR VANDAÐ ÚR FRANCH MICHELSEN úrsmíSameistari LAUGAVEGI 39 Pósthólf 812, Rvfk Rætt við Björn Framhald af bls. 14 ég hafi smitazt í þessu efni af þeim merka manni Jóhannesi Reykdal, sem hér hafði sveit- arforystu á3ur. Hann iagði ríkt á við mig, að hreppurinn staeði fullkomlega í skilum. Ýms- ir aðrir hreppar fengu eftir- gjöf, og síðan var lögunum breytt, og hver varð að sltja með það, sem hann hafði. — Átti hreppurinn sam- komahús? —Hann eignaðist það. Jó- hannes Iteykdal sá um það. Forráðamenn lireppsins vildu þó ekki kaupa smákofa á Garða holti, sem til boða var, en hús- ið var keypt eigi að síður. Það varð þinghús hreppsins en var hvorki stórt né reisulegt. Síðar var það stækkað, og kvenfé- lagið átti sinn mikla þátt í því, svo og við búnað þess. Þetta hús er enn faelzta samkomu- hús byggðarinnar og rúmar um 150 manns. —■ En skólahaldið? —• Garðahreppur stofnáði ekki eigin skóla fyrr en síðar. Við sömdum við Hafnar- fjörð um að börn gengju þang- að í skóla og einnig við Álft- nesinga. Þetta var að ýmsu leyti hagstæðara, meðan byggð in var enn fámenn. Við höf- um ætíð átt hin beztu skipti við Hafnfirðinga, sem reynd- ust okkur ágætir nágrannar. í bókasafnsmálum höfum við til að mynda lengi annið sam- an. Einnig var barnaskóli á Vífilsstöðum. Síðan var ráðizt í að byggja skóla árin 1956—58, og hann hefur stækkað og dafnað vel. Einnig var stofnaður gagn- fræðaskóli, en hann er enn í leiguhúsnæði. Bygging hefur verið ráðgerð en mun kosta 30—40 millj. Sameiginleg vatnsveita var lögð hér 1960 en nú er aukn- ingar þörf. Veitan er úr af- braigðsgóðum lindum fyrir of- an Vífiisstaði. — Hér hefur gert hröð og einstæð saga, Björn? — Já, satt er það. Byggðin hér á Flötunum að minnsta kosti á sér fáa líka. Hún var skipulögð þegar í upphafi, göt ur lagðar um leið ‘og húsin voru byggð, allar línur og lagn ir í jörð. Þetta eru allt einhýl- ishús, á stórum og góðum lóð- um. Þetta er allt saman dýrt bæði fyrir húsbyggjandann og hreppinn, en það borgar sig að vinna svona að málum. Hér er gott að vera og hingað hefur flutzt gott fólk. — Þú varst einnig lengi í sýslunefnd, Björn? — Já. mörg ár, allt til 1967. — Og hefurðu starfað mik- ið í Framsóknarflokknum? — Já, ég hef haft áhuga á málum hans og átti um skeið sæti í miðstjórn hans, starfaði einnig í nokkrum nefndum á vegum hians. — En varstu þá kosinn í hreppsnefndina af því að þú varst Framsóknarmaður? Voru slíkar kasningar hér óður póli- tískar? Nú hlær Bjöm dátt að heimskulegri spurningu? — Nei, ég held, að mér sé óhætt að segja, að það hafi ekki orðið mér til framdrátt- ar í því efni. Þeir voru. ekki margir hérna, Eramsóknar- mennirnir, á þeim árum. Það var löngum haft að gamni og flimti, að ég væri eini Fram- sóknarmaðurinn hér og þó kos- inn oddviti. En sannleikurinn var sá, að það var ekki kosið í hreppsnefnd eftir pólitík, og þegar þangað kom höfðum við engan tírna til að blanda okkur í pólitík. Þannig hefur þetta nú raunar verið fram undir þennan dag. Að vísu hefur færzt pólitiskur hiti I kosning- arnar, en eftir þær fara menn að vinna saman að málum sveit arféflagsins. Og þannig á það að vera. — Þú minnist auðvitað margra, sem unnið hafa með þér í hreppsnefndinni, Björn? — Já, ég minnist margra góðra samverkamanna. Ég held, að við Gísli Guðjénsson bóndi höfum átt þar lengsta samleið, en einnig var Eyjólf- ur í Mjólkurfélaginu þar lengi, greindur maður og duglegur. Ein kona sat alllengi í hrepps- nefndinni, frú Sigríður John- sen frá Elliðavatni. og lengi hef ég starfað með Guðmanni Magnússyni, hreppstjóra á Dysjum. Já, það er margs og margra að minnast, segir Björn, þegar hann fylgir okkur til dyra eft- ir að við höfum þegið höfðing legar góðgerðir hjá þeim hjón- um. AK. RættviðSigurð Framhald af bls. 14 og dælum en vinnum annars áð hvaða vélsmíðum sem er. og veit- um skipum hvaðanæva af landinu slíka þjónustu. En nauðsynleg- asta umbótin hér er bryggjugerð, svo að skip geti komið beint faing að til viðgerða. Við höfum skipu- lagt byggingar hér með það fyrir augum, að bryggja komi á milli Stálvíkur og Nökkva, og þyrftu skip allt að 1000 tonn að stærð að geta lagzt að henni. Með þvi móti ætti að vera unnt að lækka viðgerðakostnað og stytta við- gerðatíma, sem ekki er minnst nm vert. —Hve margir vinna hjá þér. Sigurður? — Oftast um 25 manns. en hjá fyrirtækjunum þremur um eða yfir hundrað manns. Við höfum. hér sameiginlega teiknistofu,. skrifstofur að nokkru og matstofu ojffl. —Hvers konar skip er nú ver- ið að smíða hér í Stálvík? —Œ þessum áfanga eru fjögur alhliða fiskiskip um 105 tonn að, stærð, ætluð til veiða með hvers . konar veiðarfærum. Þau eiga því, að geta stundað veiðar allt árið • og skipt um veiðiaðferð eftir því ■ sem við á, jafnvel einnig farið á síldveiðar, ef sett er í þau kraft- blökk. Þessi skip eru öll seld fyrifram. Ríkisstjórnin faefur gef- ið vilyrði um, að skipasmíðastöðv- ar geti fengið fjármagn til smíði skipa, þótt þau séu ekki seld fyr-. irfram og það er gott að vita af. því, ef á þarf að halda. En við, byggingu þessara fjögurra skipa. þurfti þess ekki við, því að kaup- endur voru nógir. Það er augljóst hagræði að geta byggt þannig nokkur skip eins í einu. Nú er fyrsta skipið komið út og langt komið, annað hálfgert inni og unnið að framhlutum í hið þriðja og fjórða. Það ætti að takast að ljúka þeim öllum á þessu ári eins og ráðgert var. ef ekki stendur á fjármagni. Fjármagnsáætlunin við þennan rekstur má ekki bregð ast, þar má varla skakka um dag, ef tafir eiga ekki að verða, og þessi smíði er fjárfrekari en flest annað vegna dýrs efnis og véla. — Væri hagkvæmt að gera hér fullkomna dráttarbraut? — Um það hefur verið rætt, en ég held, að meira liggi á að gera hér bryggju og ekki ástæða til að fjölga dráttarbrautum að sinni. Vel gæti þó verið, að hún ætti hlutverki að gegna hér síðar, en annað kallar þó meira að nú. — Heldur þú, að um útflutn- ing á vindum og dælum eða öðr- um vélbúnaði skipa gæti verið að ræða frá ykkur? — Ég held, að það sé alls ekki fráleitt, ef rétt er að því staðið bæði tæknilega og með éðlilegi fyrirgreiðslu. Við höfum hér alveg einstæða og lærdómsríka reynslu við að styðjast um notagildi þess- ara hluta, og það er traustasti grundvöllur að byggja á, og hag- leiksmenn vantar ekki. Ég minn- ist þess í þessu sambandi, að ég hef heyrt reynda viðskiptamenn úr öðrum löndum, til að mynda frá Kanada, segja sem svo um þetta: — Við myndum óhikað þora að kaupa svona tæki af fs- lendingum vegna þess, að þeir eru mikil fiskveiðiþjóð við erfið veðurskilyrði, og hluti þá, sem þeir gera handa sér, hlýtur að vera hægt að nota. Að loknu þessu stutta spjalli gengur Sigurður út með okkur og sýnir okkur vélasal sinn. þar sem mörg og dýr tæki eru og unnið er að viðgerðum og ný- smíði á hverjum fermetra gólfs. Við lítum einnig á skipasmíðastöð ina og staðinn, þar sem bryggjan ætti að koma. Það er ekki ofsögn- um af því sagt, áð hér er góð að- staða til að byggja og reka skipa- smíðastöð með eðlilegum og sjálfsögðum hliðargreinum þess iðnaðar. AK. Hjartanlega þökkum við öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur sam- úð og vináttu í sambandi við sviplegt fráfall sonar okkar, Garðars Ragnars, Eyrargötu 22, Siglufirði. Sérstaklega þökkum við Sigurði Sigurðssyni héraðslækni, læknum og starfsfólki á handlækningadeild Landspítalans, Slysavarnar- deildinnl á Sigluflrði og Hilmari Steinólfssyni. Guð blessi ykkur öll. Guðný Garðarsdóttir, Stefnir Guðlaugsson. Innilegar þakkir færi ég öllum, sem sýndu mér samúð og vinar- hug við andlát og útför móður minnar, Sigríðar Eiríksdótfur. Júlíus Steingrímsson. Þökkum innilcga öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu vlð andlát og jarðarför. iitla drengsins okkar. Halla og Logl Snædal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.