Tíminn - 28.05.1970, Qupperneq 1

Tíminn - 28.05.1970, Qupperneq 1
Neskaupstaður, Hafnarfjörður og Kópavogur vilja semja - sjá baksíðu IGNIS HEimmSTfEKI Hiffliai; (Tímamynd-GE) Myndin sýnir hluta gesta á hinni glæsilegu KosningahátíS B-listans í Háskólabíó í gærkvöldi. ’ :.ifl f<‘, 4y:> f • í ‘|a ijþr.'ifhlpHM *Ur:íf-_í i 'iikHö « i r- . Einar Ágústsson á hinni glæsilegu kosningahátíð B-listans í Háskólabíói í gærkveldi: Sjálfstæðisfl. hefur gert kjara- deiluna að úrlausnarefni kjósenda - með því að telja það pólitíska afstöðu að hafna hoði atvinnurekenda TK—Reykjavík, miðvikudag. f ræ'ðu sinni á hinni glæsilegu kosningahátíð B-listans í Reykja- vfk í Háskólabíói í kvöld, sagði Einar Ágústsson. að með skrifum Mbl. í morgun hgfði forysta Sjálf- stæðisflokksins gripið inn í kjara- deiluna og gert hana að úrlausnar efni kjósenda í kosningunum á sunnudaginn kemur. Um kjarabar áttuna sagði Einar m. a.: „Þessa kjarabaráttu heyja laun- þegar úr öllum stjórnmálaflokk- um í landinu, hlið við hlið í hin- um ýmsu stéttarfélögum. Að þeirri baráttu stendur t. d. mikill fjöldi þess fólks, sem í undanförnum kosningum hér í Reykjavík, hefur greitt Sjálfstæðisflokknum at- kvæði sitt. Á forsíðu Morgunblaðsins í morgun var hins vegar tilkynnt, að forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins, líti á þessa baráttu sem póli- tískan leik. Þeir segja, að pólitísk verkföll séu hafin. Þeir segja, að það sé pólitísk afstaða, sem ráði því, að ekki er gengið að tilboði atvinnurekenda. En með því segja þeir einnig, að launþegar eigi að sætta sig til næstu tveggja ára við þær kjarabætur, er í tilboð- inu felast. Það er, að laun verka- mannsfjölskyldu verði um það bil 13.500 krónur á mánuði. Það eru nú öll ósköpin. Þar með hefur forysta Sjálf- stæðisflokksins gert þessa kjara- deilu að pólitísku máli, máli, sem beri að útkljá í kosningunum á sunnudaginn kemur. Það eru þeir, sem nú hafa tekið frumkvæði, gengið fram fyrir skjöldu og flutt málið af 'hinum stéttarlega vett- vangi, og lagt það sem pólitískt úrlausnarefni fyrir kjósendur — og þá ekki sizt kjósendur í Reykja vík. þar sem mestur fjöldi þeirra, sem nú er í verkfalli, á kosning- arrétt. Ég skal ekki hafa um þetta fleiri orð að þessu sinni. Málið liggur nú ljóst fyrir: * Þeir, sem vilja sætta sig til tveggja ára við þær kjarahætur, sem atvinnurekendur hafa nú boð ið og Sjálfstæðisflokkurinn telur óbilgirni að hafna, þeir kjósa auð- vitað Sjálfstæðisflokkinn. En þeir launþegar hins vegar, sem álíta, að það boð sé hvorki nóg né end- anlegt svar atvinnurekenda, þeir kjósa gegn Sjálfstæðisflokknum á sunnudaginn. Það er augljóst mál." Enn fremur sagði Einar: í útvarpsræðu um borgarmál- efni Reykjavíkur um daginn sagði einn frambjóðandi Sjálfstæðis- flo&ksins að borgin væri eins og unglingur, sem sífellt væri að vaxa uipp úr fötunum sínum. Þetta er mjög sláandi lýsing á stjórn íhaldsins á borginni síðastliðna hálfa öld, framkvæmdir yfirleitt of litlar og of seint gerðar, íhalds- flíkin hefur staðið Reýkvíkingum' á beini um 50 ára skeið, og ein- mitt núna er tækifæri til þess að fá sér nýjan fatnað og meirai við hæfi. Auðvitað hefur Reykjavík vaxið á undanförnum áratugum. Allir hlutir á íslandi hafa vaxið, fólk- inu fjölgað, kröfurnar aukizt, möguleikarnir batnað, skilyrðin breytzt. Undirstaða aldamótakyn- slóðarinnar undir endurreisn fs- l'i'amhald á 11. síðu Elnar Ágústsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.