Tíminn - 28.05.1970, Page 11
FIMMTUDAGUR 28. maí 1970.
TÍMINN '
11
HRINGSKONUR SETJA k STOFN GEÐDEILD BARNASPÍTALANS
Blómasala til styrktar málefninu á sunnudaginn
FB-Reykjavík, miðvikudag.
Fyrir skömmu tókust samning
ar milli ríkisins og Reykjavíkur-
borgar annars vegar og kvenfélags
ins Hringsins hins vegar, um stofn
un geðdeildar barnaspítalans, en
Hringskonur eru löngu kunnar fyr !
ir ótrúlega mikið og árangursríkt
starf að líknarmálum í þágu
sjúkra barna.
Reykj aví'kuriborg leggur til hús-
næði fyrir Geðdeild þá sem hér
um ræðir, og er það þegar fyrir
hendi við Dalbraut, en Hringur-
inn tekur að sér að búa það hús-
gögnum, öllum nauðsynlegum
lækningatæíkjum, sem og hverju
öðru því, sem slsík stofnun þaitfn-
ast. Mun Hringurinn síðan afhenda
ríkinu stofnun þessa til rekstrar.
Standa vonir til þess að Geðdeild
barnaspítala Hringsins geti tekið
til starfa fyrir lok yfirstandaudi
árs, oig hefur staða yfirlæknis
þegar verið auglýst lauss til uim-
sóknar.
MMl þörf er á geðheilbrigðis-
þjónustu fyrir börn, og er hér
utn stórt veríkefni að ræða, setn
bostar mikið fé. Hafa Hringskon-
ur því ákveðið að efna til blóma-
söki á kosningadaginn, á sunnu-
daginn, í trausti þess að allir
Reykvíkingar kjósi að styðja
Hringinn í framgangi þessa mikla
nauðsynjamáls, hvar í flokki, sem
þeir standa, og hvernig sem at-
bvæði þeirra kunna að falla að
öðru leyti, segir í frétt frá.
Hringnum.
Ræða Einars Ágústssonar í gær
Framhaid af bls. 1.
lands var vel og viturlega lögð,
upp af frjóöngum aukinnar mennt
unar og framfara hafa gildar eikur
sprottið.
Innlent sjálfsfonræði leysti úr
iæðingi krafta, sem blunduðu með
þjóðinni, en fengu ekki notið sín
fyrr en landsmenn höfðu tekið
aila forustu sinna mála í eigin
hendur.
Starf, þeirrar kynslóðar sem nú
er að gerast aldurhnigin, verður
aðeins fullþakkað á þann veg, að
við hinir yngri reynumst menn
til að ávaxta það pund, sem okk-
ur vatr í hendur fengið.
Engan þarf að undra þótt 'hér
í höfuðstað landsins hafi einnig
orðið miklar framfarir. Hér hef-
ur æðsta stjóm landsins aðsetur
sitt, hingað hefur því margur
dropinn hnigið úr sameiginlegum
sjóði lándsmanna. Hér hefur skap
azt miðstöð verzlunar og sigiiniga
að verulegu leyti fyrir landið ailt
til mikiis tekjuauka fyrir borg-
ina. Stærsta lan dbún aðaxhéraðið
hefur vegna hafnleysis flutt vör-
ur sínar um Reykjavík, hér búa
gildir og skilvísir skattþegnar.
Þeir sem stjóma Reykjavík hafa
því ríflega fjátrmuni milli handa.
Því neitar heldur enginn að margt
faefur verið gert í Reykjavík, og
að verklegar framkvæmdir eru
þar um suma hluti betur á vegi
staddar en víðast hvar annars stað
ar á okkar landi.
Þéttbýlið við Faxaflóa hefur
laðað til sín stóran hluta af ís-
lendingum undanfarna áratugi, því
valda margar ástæður, sem ekki
Skulu raktar hér. Sjálfstæðismenn
telja eflaust að meginástæðan sé
hin frábæra stjóm þeirra á mál-
efnum höfuðstaðarbúa, sem þeir
hafa verið að rembast við að út-
mála undanfarnar vikur alveg
alveg sérstafclega. Þessi stóri hóp
ur væri með öðrum orðum að
sækja í sæluna í henni Reykja-
vík. En hvernig skyldi þá standa
á því, að á síðustu árum hafa
verið að risa fjölmenn byggðar;
lög allt í kringum sælureitinn? í
Kópavogi býr nú um 11 þúsund
manns þar sem aðeins voru örfá
hundruð fyrir nokkrum árum, í
Garðahreppi hefur byggðin marg-
faldazt á einum áratug, satna er
að segija um Seltjamarnes og
Mosfellssveit. Já, hvers vegna á
þetta fólk ekki heima í Reykjavík,
þar sem flest af því stundar þó
vinnu? Er þó ekki meira malhikað
í Reykjavíik en í Garðahreppi?
Hefur ekki íhaldið stjómað leng-
ur í Reykjavík en Kópavogi?
Ekki verður þessu neitað, en hver
er þá ástæðan?
Það skyldi þó ekki vera að íhalds
flíkin hafi verið of þröng þegar
á reyndi, náðarfaÓmurinn ekki
nógu viður þegar til kom? Er ekki
alveg sérstök ástæða tn þess fyrir
okkur Reykvíkinga að vorkenna
þessu blessaða fólki suður í Garða
hreppi og Kópavogi, að búa bara
örlítið öfugu megin við þá breidd-
argráðn, sem afmarkar sælureit-
inn að sunnan, og fá því ekkert
nema reykinn af réttunum? Sfcyldi
þess heitasta ósk ekki vera sú að
fá að sameinast Reykjavík, og
eiga þess kost eins og við að til-
biðja þá Gísla og Geir, Aibert og
Ólaf B. Thors? Ekki hef ég orðið
var við það, oig svo mikið er víst,
að fátt er þeim grönnum okkar
ófýsilegra boðið en sameining
sveitafélaga þeirra við Reykjavík.
Geislabaugurinn hans Geirs Hall-
girímssonar BER ÞÁ EKKI MEIRI
BHtTU EN SVO, ÞEGAR TUL
KEMUR, AD samherjar hans
greina hann ekki, hvorki vestur
á Seltjarnarnesi né uppi í Mos-
fellssveit Ekki er allt gull sem
glóir.
Glæsimynd sú ,sem Sjálfstæðis-
menn reyna nú að draga upp af
Reykjavik líkist engu frekar en
höfuðborginni í himnaríki, eins
og orðheppinn maður sagði, Þrátt
fyrir þá mynd er það víst að fólk
ið, sem býr í nágrannasveitarfé-
lögunum vill ekki sjá að flytja
hingað til okkar. Ætli sú stað-
reynd segí ekki sannari sögu en
skram og sjálfshól þeirra Sjálf-
stæðismanna. Ég held það.
Sjálfstæðismenn vilja eigna sér
einum allt, sem gerzt hefur í
Reykjavík: allt hrynur, ef þið
hafnið okkar, segja þeir.
Jóhann Sigurjónsson hefur oirð-
að þessa faugsun nokkuð veL Hamn
segir á einum stað. Nú hefur tím
inn numið staðar, sagði klukkan,
þegar hún hætti að tifa.
Nei, góðir Sjáifstæðismieon, hér
verður enginn héraðsbrestur þótt
íhaldsklukkan hætti að tifa, tím-
inn heldur áfram að líða, Reykja-
vík heldur áfram að vaxa, og
ekM aðeins halda í horfinu, held-
ur hefja nýja framfarasókn.
Sá, sem byggir hús, byrjar ekM
á efstu hæðinni, undirstaðan verð
ur að vera traust, og það er hún,
sem fyrst og fremst hefur verið
vanræM af forustusveit borgar-
stjómar. Atvinnuvegirnir eru þær
undirstöður, sem öll þorgarbygg-
ingin verður að hvíla á, það verð-
ur aldrei lengi fínf á efsta lofinu
ef grunnurinn er veikur og valtur.
Höfuðmynd Stálfstæðismeirihlut-
ans er að hafa eflriM veitt nauðsyn-
lega forustu til uppbyggingar at-
vinnulífsins, við hliðina á því
verða allar hinar vitleysumar nán
ast smámunir. Vegna þessa sinnu
leysis er Snndahöfn verkefnalaus,
vegna þessa sleifarlags eru iðn-
aðarlóðimar í Ártúnshöfða ónotað
ar, vegna þessara yfirsjóna flyfckj
ast ReykvíMngar til annara landa í
atvinnuleit, það er af þessari van
rækslu, sem skólaœskan gengur at-
vinnulaus og svona mætti lengi
télja. Við Framsóknarmenn lít-
um á það sem meginverkefni
okkar á komandi kjörtímabili
borgarstjómar að endurreisa at-
vinnulífið og skapa því viðhlít-
andi sMlyrði eins og nánar er
skilgreint í stefnuskrá okkar og
í samræmi við tillögur okkar fyrr
og nú.
í niðurlagi ræðu sinnar sagði
Einar:
„Við Framsóknarmenn höfum
í þessari kosningabaráttu gagnrýnt
störf og stefnu Sjálfstæðjsflokks-
ins eins og hún hefur birzt oikkur
Reykvíkingum í hálfa öld, við höf
um lagt fram stefnuskrá okkar,
þar sem greint er frá okkar leið
í öllum aðalatriðum, við bjóðum
fram í baráttusætinu ungan verk-
fræðing, sem starfað hefur að
málefnum borgarinúar um árabil
og þekkir því viðfangsefnin öll-
um nýjum frambjóðendum betur.
Við höfum ekM blandað landsmál
unum inn í þessa baráttu okkar
eins og flestir hinna enda þótt
við finnum það eins vel og allir
hinir, að stjórnarflofckarnir liggja
alveg óvenjuvel við höggi og að
ráðleysi þeirra hafi aldrei verið
augljósara en nú. En það er okk-
ar sannfæring að ávirðingar Sjálf-
stæðisflokfcsins um meðferð borg-
armála séu einar út af fyrir sig
nægar til þess að þeir eigi að falla
á verkum sfnum þar.“
íþróttir
Framhald af 8. síðu.
hefur nú lögsótt félagið fyrir
„sparMð“ og brot á samningi.
Er hann nú sagður búinn að
vera sem atvinnumaður, og reikna
Danir með að hann komi heim
mjög bráðlega, og annað hvort
taki að sér þjálfun einhvers Jiðs,
eða byrji að leika með einhverju
liðiþar.
A VÍÐAVANGI
Framhald af bls. 3.
sanna m.a. Kveldúlfsskuldirnar
í bönkum landsins. En að níða
menn fyrir að hafa þurft að
búa í því húsnæði, sem íhaldið
í Reykjavík bauð þúsundum
Reykvikinga upp á sem úrræði
í húsnæðismálum um' áratugi,
er annað og meira en þolað
verður ómótmælt í málflutningi
af þessu tagi.
En mikið hlýtur samt sem
áður að vera orðið slæmt
ástandið í Sjálfstæðisflokknum,
þegar svo er komið, að með-
limir í Thorsara-fjölskyldunni
þurfa „að gefnu tilefni“ eins
og þeir segja sjálfir, að gefa
yfirlýsingu um það í Morgun-
blaðinu, að þeir muni haldá
áfram a'ð kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn! T.K.
(Tímamynd-GE).
íþróttir
Framhald af bls. 9
ir menn frá Afríku ekki náð að
mætast í keppni, og landslið
þeirra í öllum iþróttagreinum
hafa eingöngu verið skipuð hvít-
um mönnum.
Á síðasta ári var Suður-Afríku
vísað úr Alþjóða knattspyrnusam-
bandinu FÍFA af sömu ástæðum.
Og lið frá þjóðum, sem eru með-
limir í FÍFA, bannað að leik við
lið frá Suður-Afríku.
Á fundi UEFA (Knattspyrnu-
sambands Evrópu). sem haldinn
var í Dubrovnik í Júgóslavíu í
síðustu viku kom m. a. fram að
í næstu HM-keppni í knattspyrnu,
sem fram á að fara í Vestur-
Þýzkalandi 1974, verði liðunum í
úrslitakeppninni fjölgað úr 16 í
24. Þá kom einnig fram að BM-
keppnin 1978 verður haldin í Arg
entínu, og 1982 á Spáni. Um keppn
ina 1986 er enm ekki ákveðið en
hún mun fara fram annað hvort
í Bandarí'kjunum eða Júgóslavíu.
Þingkosningar
Framhaid af bls. 6.
stjórnarflokka. Um þessa hlW
máisins g'krifaði Suomenmaa, að-
almálgagn miðflokksins (baenda-
fl.) m .a.: „Einu sinni enn getur
maður gert sér grein fyrir því, að
tnaður hlýtur engin lárviðasveig
fyrir að vera nneð í riMsstjórn-
inni. Nú á að bjóða flokkunum
tveimur, sem urðu mifclir sigur-
vegarar í fcosningunum, þess kon-
ar heiðurstáfcn." En á hinn bóg-
inn er líka tekið fram, að kosn-
ingasigurinn þýði efcki, að það sé
hægt að byrja strax á stjórnar-
störfum. Og þetta eru einmitt
stjörnmálavandatnálin í Finnlandi
nú, og þetta mun vera einkenn-
andi fyrir viðrœðurnar um mynd-
un nýrrar ríkisstjórnar.
T—C. S.
Bifreiðaeigendur
Getum aftur teMð bifreiS-
ar yðar til viðgerða með
stuttum fyrirvara.
i Réttingar, ryðbætingar,
grindaviðgerðir, yfir-
byggingar og almennar
bílaviðgerðir.
Höfum sílsa í flestir gerð-
ir bifreiða.
Fljót og góð afgreiðsla. —
Vönduð vinna.
BlLASMIÐJAN KYNDILL
Súðavogi 34. Sími 32778.
Verkir, þreyta í baki ?
DOSI belfin hafa eytt
firaufum margra.
ReyniS þau.
EMEDIAH.F
LAUFÁSVEGI 12- Síml 16510