Tíminn - 30.05.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.05.1970, Blaðsíða 1
Verður sérsamningum svar- að með hefndarráðstöfunum TK-Reykjavík, föstudag. 0 Kjaradeilan er komin í hnút og sjálfheldu og engin von er til þess, að nokkur aðili vilji nú ganga fram fyrir skjöldu og leysa verkfallið með því að hafa frumkvæði að sérsamningum, er ganga lengra en tilboð Vinnuveitendasam- bandsins, nema fyrir liggi nú þegar yfirlýsing af hálfu ríkisstjórnarinnar um, að hún muni ekki svara slíkum sérsamningum aðila, er raunverulega leysa kjaradeiluna, með hefnd- arráðstöfunum gegn launþegum og viðkom- andi samningsaðilum, svo sem með gengis- lækkun eða öðrum búsif jum, er geri sérsamn- inga að hreinni hefndargjöf til handa laun- þegum. # Það vita allir um viðhorf og afstöðu ráðherra Sjálfstæðisflokksins til þessarar kjaradeilu. Hún hefur komið skýrt fram í Morgunblaðinu, þar sem það hefur verið kaliað pólitískt niður- rifsstarf að hafna tilboði atvinnurekenda, er felur í sér, að laun verkamannaf jölskyldu eigi að vera 13.500 krónur á mánuði. # Hins vegar lætur Alþýðublaðið og frambjóð- endur Alþýðuflokksins í þessum kosningum skína í það, að viðhorf Alþýðuflokksins og ráðherra hans sé annað og betra, því Alþýðu- flokkurinn er þar nefndur hvorki meira né minna en „forystuflokkur Iaunþega7/. Einn af frambjóðendum Alþýðuflokksins lýsti því yfir á opinberum fundi í fyrrakvöld, að nefnd í Al- þýðuflokknum hefði nú reiknað það út, að at- vinnuvegirnir gætu nú tekið á sig 15—18% kauphækkanir án þess að taka neitt af því aftur með hækkuðu verðlagi eða sköttum. # Vegna þessa heimta launþegar nú, að ráðherr- ar Alþýðuflokksins gefi strax í dag og refja- laust yfirlýsingu og hátíðlegt loforð um það, að þeir muni koma í veg fyrir það í ríkisstjórn- inni að sérsamningum við verkalýðshreyfing- una, er gengu lengra en Vinnuveitendasam- bandið vill nú samþykkja, verði svarað með hefndarráðstöfunum gegn launþegum, í formi gengislækkunar eða annarra búsif ja eða refsi- aðgerðum í fjármálakerfinu gegn þeim aðil- um, sem leyfa sér að ganga lengra en Vinnu- veitei. 'asambandið. # Launþegar kref jast þess einnig, að verkalýðs- leiðtogar gangi eftir því nú þegar í dag, að ríkisstjórnin gefi slíka refjalausa yfirlýsingu nú þegar, því án slíkrar yfirlýsingar kalla þeir yfir launþega hættu á að kjarabætur verði Framhald á bls. 11. Vilja þeir lýsa því yfir, að til hefndarráðstafana muni ekki koma, ef einhverjir aðilar ganga nú fram og leysa verkfallið með því að bjóða betur en Vinnuveitendasambandið? ™ ____________ £ííí, /;'; f f j pppÍll||llllllIÍl:;:i-; Eggert G. Þorsteinsson: — Hann var „verfcalýðsfor- ingi“ á árinu 1961. Hann fór þá eins og aðrir þeir, er 1 verkalýðshreyfingunni störfuðu hinum beztu orðum um sér- samningana, er samvinnuhreyf- ingin gekk fram fyrir skjöldu og hjó á verkfallshnútinn. Síð- an tók hann sér sæti í miðstjórn Alþýðuflokksins og samþykkti að allar kjarabæturnar yrðu teknar aftur með gengislækk- Gylfi Þ. Gíslason: — Hann réð mestu um að allar kjarabæturnar. sem verka lýðshreyfingunni tókst að semja um í sérsamningunum við samvinnuhreyfinguna 1961 voru teknar af launþegum með hefndargengisfellingunni. Er hann tilbúinn að lýsa því yfir, að sérsamningum verði ekki svarað með sama hætti nú? Emil Jónsson: — Hann var formaður Al- þýðuflokksins 1961, þegar Al- þýðuflokkurinn lét cins og nú verkalýðsforingja sína vera f orði einhverja skeleggustu bar- áttumenn fyrir kauphækkunum, en samþykkti síðan hefndar- gengislækkun, þegar samvinnu- hreyfingin samdi um 10% kauphækkun til þriggja ára með skynsamlegum vísitölu- ákvæðum. á Akureyri neitar sérvið- ræðum við Vinnumálasambandið TK—Reykjawík, föstudag. Vinniunálasamband samvinnufé- Iaganna hefur gert ítrekaðar til- raunir til þess að koma á sérvið- ræðum við Iðju, félag verksmiðju- fólks á Akureyri, til lausnar kjara- dcilunni. Fyrst var fario fram á slíkar sérviðræður til lausnar kjaradeilunni á fimmtudag í fyrri viku eða 21. maí. Þessi beiðni var ítrekuð nú i vikunni, cn enn synjað af Iiálfu samninganefndar Iðju. Sagði formaður samninga- nefndarinnar, að Iðja mundi ekki hefja sérviðræður við vinnumála samband saanvinnufélaganna, en Vinnumálasambandið lýsti því yfir áður en viðræður hæfust, að það gengi að öllum kröfum Iðju óskert um. Eftir að búið var að synja um slíkar sérviðræður ðila til að freista þess að finna launsn deil- unnar í tvígang, var deilunni vís- að til sáttasemjaira. Iðja á Akur- eyri er stærsti samningsaðili Vinnu málasambands samvinnufélaganna. Ekkert verkalýðsfélag hér syðra hefur farið fram á sérviðræður við samvinnuhreyfinguna ti!l lausn ar kjaradeilunni. Sfcaðfesti Harry Fredereksen, aðalsamningiamaður Vinnumálasambandsins, það í við- fcali við blaðið í kvöld. er samn- ingafundum hafði verið frestað, að engin slik tilmæi- hefðu bor- izt. Sjá nánar ,,Á víða angi“ bls. 3. HEFNDIN GEGN LAUNÞEGUM ÁRIÐ 1961 - SJÁ BLS. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.