Tíminn - 30.05.1970, Page 7

Tíminn - 30.05.1970, Page 7
LATJGARDAGUR 30. maí 1970. GUÐFINNUR BERGSSON skiipar að þessu sinni baráttu- sætið á lista okkar í sveitar- stjórnarkosningunnm, og er mér mikil ánægja að þvi að hafa fengið svo traustan félaga tfl samstarfs í baráttunni. Seint á árinu 1967 var Guð- fnmur ráðinn til starfa, sem lögregluiþjónn hér í Grindavík og átti ég manna mestan þátt í því að fá hann til þess, og fiór þvi víðs fjarri, að hann sæfctist eftir því starfi. Tel ég það hafa verið mikið happ fyr ir byggðarlagið, er hann réðst tfl þess starfs, og var almanna- rómur á sðmu lund þangað til dú síðustu dagana, að eintover eða einhverjir telja sér hag i því að rýra mannorð hans. Mér finnst það athyglisvert, er ég las í „Grindvíkingi" kafl- ann um löggæzluna, hve vísvit- andi var lítið sundurliðaður fcostnaður við löggæzluna, og gefur það vissulega villandi upplýsingar, og naumast sæna- andi höfundi. Ég kann vel við, að menn komi til dyranna eins og þeir eru klæddir, og samkvæmt þvf hlýtur hver oig einn að bveða npip sinn dóm. Ég er sannfærður um, að nái Guðfinnur Bergsson kjöri í sveitarstjórn, hefur byggðarlag okfcar eignast öbulan fulltrúa, sem ©kfci mun liggja á liði sínu í baráttu fyrir góðum mál efnum.“ Bogi G. Ilallgi'ímsson. Stefnuskráin okkan Okkar helztu baráttumál nú verða, auk áframhaldandi fram- kvæmda við verk, sem þegar eru hafin, eða að hefjast: 1. Vhma skipulega að þvi að fá varanlegt slitlag á veginn frá Stapa tfl Grindavíkur (Grindavíknrveg). 2. Hefja framkvæmdir á varanlegri gatnagerð f Grindavfk, eftir því, sem samræmist framkvæmd f holræsagerð. 3. Fylgjast náið með framvindu mála í sambandi við sjóefna- vinnsln á Reykjanesi. 4. Að sem allra fyrst verði læknir fenginn tfl að hafa hér fast aðsetur. 5. Vimia að bættri aðstöðu og auknu framlagi til ungilnga- starfsemi og fþróttamála. 6. Stuðla eftir megni að fegrun umhverfisins imtan plássins. 7. Hér hefur lítfllega verið hugað að hagnýtingu jarðhitans með hitaveituframkvæmdir fyrir augum, og mun unnið að þeim málnm eftir því, sem aðstæður frekast leyfa, og sérstaklega reynt að flýta því, að sundlaug geti risið hér á staðnum. FRAMSÓKNARFÉLAG GRINDAVIKUR B-LISTINN TÍMÍNN 111111 iiiga ' ! :: . ... ■ . Frá Grindavíkurhöfn. Sannleikurinn er sagna beztur Skrifum Svavars Árnasonar í Grindavík svarað „Grindvíkingur“ heitir blað, sem nýlega var borið í hús í Grinda vík, og lýsir þar Svavar Arnason — einn — ýmsum málum, sem ofar- lega hefur borið í framkvæmdum hér í Grindavík í gömlum og nýj- um tíma. Ýmis atriði í þcssum skrifum Svavars eru vægast sagt rætin í garð ýmissa manna, á þann hátt, að ekki verður komizt hjá að skýra málin. „Landað hefur verið í Griudavík meiri bolfskafla en annars staðar á landinu," segir í blaðinu. Höfn- in stækfcuð og það er vel. Meiri atvinna fyrir fólkið, aflinn hefur aukizt með nýjum og bættum veiði tækjum, en ekki vegna þess, að einn maður hef ur setiS hér í æðsta sæti og ráðið öllu! Heldur vegna þess, að hér býr það duglegasta fólk sem ég hef kynnzt. Sjómenn- irnir og verkafólkið í landi eru hér oppistaðan, og peningarnir, sem notaðir eru, eru útsvörin þeirra; því meira sem þessi hópur fólks vinnur, því meiri framkvæmdir. Þetta getur hver maður séð. Það er fólkið, sem á £iilal• þakk- imar, og eins og ábyrgðarmaður „Grindvíkiogs“ vitnar í sjálfur, fflun það við, sem borgum brús- anm, hans kaup lika. Og ef hann hefði haldið betur á penimgunum „okkar“, væri hér löngu risið bæði félagsheimili og komið uægilegt vatn í hvert hús ásamt frárennsli, það er nefnilega byrjað á því ails staðar annarstaðar. Það þýðir lítið að vitna í tölur og gera samanburð um hvað hitt og þetta hafi verið dýrt í refcstri, og vera með dylgjur. Af hverýu getur blaðið þá ekki birt hreinar og skýrar tölur. Ég get það, og svarað sérstaklega greininni „lög- gæzlan". í Grindavík var kaup lögregiu- manna ári0 1969 sem hér segir, nær allt umnið á kvöldin og næt- urnar: Lögregluvarðstjóri: kr. 346.041,10 1. lögreglumaður: — 237.732,10 Af þessari upphæð greiðir ríkið helminginn, sem sagt hreppurinn greiðir í kaup lögreglumanna kr. 291.886,60. Því þriðja lögreglu- manninum, sem sér um afleysing- ar, borgar ríkið af fyrrgreindri upphæð, samikv. 4. grein laga um lögreglumenm á vertíðum, sé um það sótt. Hvers vegna birtir blaðið ekki þessar tölur fyrst farið er út í fcostnaðarreikninga? Hvemig yrði ráðamönnum við, ef rekstrar- reikningax gamla lögreglubflsins yrðu birtir? Jeppa, sem keyptur var gamall og lítið var haldið við, og var alls ófullnægjandi strax frá byrjun. I þessum jeppa er hvorki hægt að flytja veifct né siasað fólk, það hef ég þurft að gera á minum eigin bll. Á sama tíma og þessi jeppi var keyptar, gat éig fengið fullkomna lögreglubifreið, nýuppgerða, yngra módel, og me0 öllum tækjum, bæði til lögregluafnoba og sjúkraflutn- inga, 30 þúsund krónum ódýrari, en því var neitað. Sannaðist þar gamla máltækið, um að henda krónunni en hirða aiirinn. Má þá minnast þess að árið 1967 mam eias og „Grindvíkingur“ seg- ir, löggæzla kr. 341,00,0. En þá voru hér lögreglumenn úr Hafnar- fírði frá 15. febrúar til 15. maí, þ.e.a.s. 3 mánuði og er því ekki! hægt að íafca það sem samanburð við árið 1968, því bá er keyptur hmn margumtalaði lögreglujeppi, sem kostaði með breytingum í lög reglu-bíl, um 170.000,00, kr. og kaup tveggja lögreglumanna allt árið, auk margs annars byrjunar- kostnaðar. Þá skulum viS snúa okkur að því, sem „Grindvfkingiur“ eegir um æskulýðsmál. Þar segir, að ónafngreindur kennari hafi feng- ið ókeypis húsaleigu, ef hann á móti starfaði að íþrótta- og fé- lagsmálum með unglingum, Eftir því sem ég bezt veit, er hér ekki farið allskostar með rétt mál, og það ætti ábyrðarmanni „Grindvíkings" að vera kunnugt um, því að eftir að þessi kennari hafði starfað hér kauplaust með unglingum í einn vetur, flest kvöld vikunnar, var honum boðin staða norður í landi, og átti hann þar að hafa frítt húsnæði. Skrifaði hann því til hreppsnefndar Grindavíkur og sagði þar frá þessu tilboði og fór fram á sömu kjör í Grindavik, en hét í staðinn að starfa með unglingum eftir því, sem tími leyfði, að íþrótta- og félagsmálum. Álit ég því, að ekki beri að líta á þessa húsaleigugreiðslu sem beint framlag til félags- og íþróttamála, heldur frekar sem staðaruppbót | viðkomandi kennara. Að lokum vil ég benda ábyrgð- armanni „Grindvíkings" á það, að honum sæmir bezt að fara með satt og rétt mál, og reyna ekki að slá ryki í augu fólks með tvíræðu orðalagi og ófullnægjandi upplýs- ingum, því a0 fólk á heimtingu á að vita sannleikann og allan sann- leikann. Guðfinnur J. Bergsson. BlLASKODUN & STILUNG Skúlagöfu 32 V :TOIISTjVllNCAI) LJÖSASTILLINCAR Sími LáLiS stilla í tima. ^ ^ i.tnn Fljót og örugg þjónusta. 1 1 1 u u Bifreiðaeigendur athugið Tek a5 mér að bóna, þvo og ryksuga bfla. Sæbi og sendi ef óskað er. ódýrt og vandað Sími 81609

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.