Morgunblaðið - 08.11.2005, Page 1

Morgunblaðið - 08.11.2005, Page 1
H vað er þetta berrassaða fólk aðgera?Ég glápi upp á loftmálverkið íhvítmáluðu kaffihúsi við Ráðhús- torgið en fæ svo hálsríg og horfi í staðinn út um gluggann á bækistöðvar Síðdegisblaðins andspænis …“ Hugrenningar Einars blaða- manns á Síðdegisblaðinu eru af ýmsum toga eftir að hann flytur til Akureyrar. Gegnt mér á Café Amor við Ráðhústorgið á Akureyri – neðanundir frjálslega vöxnu, ber- rössuðu fólki – situr blaðamaður í svörtum frakka og reykir. Skyldi þetta vera þessi Einar á Síðdeg- isblaðinu? Eða er þetta Árni „faðir hans“, rithöfundur og blaðamaður á Morgunblaðinu? Jú, ekki ber á öðru, þetta er Árni. Lubbinn, grásprengt skeggið og hringlaga gleraugun. Þegar spurt er hvers vegna Einar hafi flust til Akureyrar svarar Árni að bragði: „Það er einfaldlega vegna þess að Síðdeg- isblaðið hefur ákveðið að hefja stórsókn á landsbyggðinni og Akureyri varð fyrir valinu vegna þess að það er höfuðstaður Norður- lands. Og þaðan er tiltölulega stutt að fara fyrir hann á umbyltingarsvæðið í þjóðfélaginu sem er Norður- og Austurland. Hann er sem sagt sendur hingað til þess að afla frétta af þessum breytingum sem ganga yfir landið. Svo finnst mér þetta bara svo skemmtilegt sögusvið og fallegt.“ En hvers vegna situr Einar svona mikið inni á Café Amor? Og hvers vegna er hann farinn að drekka svona mikið cappuccino í þessari bók? „Hingað er styst fyrir Einar að fara. Hann labbar yfir Ráðhústorgið og pantar sér capp- uccino nánast á hverjum degi. Hann horfir löngunaraugum á hillurnar en snýr sér yf- irleitt út; snýr baki í barinn, af því að hann er þorstaheftur þessa dagana. Byrjar nýtt líf hér á Akureyri, bæði með þeim hætti og með því að flytjast í annað umhverfi sem hann þekkir ekki. Hann er svolítið eins og fiskur á þurru landi. Hann er eins og ég, aðkomumaður, og þarf að læra á umhverfið. Yfirlögregluþjónninn á Akureyri í bókinni, Ólafur Gísli Kristjánsson, segir við Einar: Lærðu á umhverfið, farðu varlega, jafnvel fílar geta lært að fara varlega. Þetta er hann að læra smátt og smátt.“ Það eru þá raunverulegir atburðir, raun- verulegar þjóðfélagsbreytingar, sem verða til þess að Einar flytur út á land? „Já, auk þess sem Síðdegisblaðið vill auðvit- að auka útbreiðsluna. Þeirra mótívasjón er að selja meira á landsbyggðinni. Við vitum að þótt mikill þungi sé á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Einar er heimavanur og hagvanur í búlluflórunni og undirheimunum, þá er vax- andi þungi hér í þjóðfélaginu. Þetta svæði er að verða mikil þungamiðja andspænis höf- uðborgarsvæðinu og Síðdegisblaðið verður auðvitað að taka mið af því.“ Varstu eitthvað fyrir norðan á meðan þú vannst að bókinni? „Ég kom nokkrum sinnum. Punktaði hjá mér staðhætti og staðsetningar og í síðasta skiptið tók ég með mér myndbandsdupp- tökuvél og tók upp á ýmsum stöðum í bænum. Síðan verður að taka það fram að ýmsir kunnáttumenn um Akureyri lásu yfir hand- ritið og löguðu það sem ég hafði klikkað á … Einu sinni var ég hér um páska; bókin ger- ist mikið til um það leyti og páskarnir í bók- inni eru dálítið mínir páskar. Það var hlýtt hérna og fólk sat úti á stétt við Café Amor. Akureyringar höfðu auglýst fljúgandi færi í Hlíðarfjalli, en ég held að þeir sem komu norður á skíði þessa páska hafi eingöngu barið hausnum við stein!“ Hvernig kann Einar við sig hér fyrir norð- an? „Einar elskar Akureyri. Hann er náttúrlega að glíma við margt í einu; við sjálfan sig og bindindið og er að læra á þetta umhverfi. Það var mjög gaman að láta hann takast á við þetta allt saman. Ég hef einu sinni áður fært hann úr sínum veiðilendum, þá fór hann til Spánar í sólarlandaferð. Það er mjög gaman að láta karaktera, sem eru rótfastir einhvers staðar, slíta ræturnar og sjá hvernig þeir pluma sig á ókunnum stað.“ Er bókin algjör skáldskapur eða ertu að einhverju leyti sjálfur þarna á ferðinni? „Ég get ekki afneitað honum Einari. Hann er skilgetið afkvæmi mitt en við erum ekki lík- ir á allan hátt; ég er ekki Einar og hann er ekki ég, og það er margt mjög ólíkt með okk- ur. En við eigum ákveðna hluti sameiginlega og ákveðin viðhorf. Mér finnst það einhvern veginn segja sig sjálft að maður getur ekki skrifað um svona persónu án þess að hún taki eitthvað úr manni sjálfum, en Einar er samsettur úr mjög mörg- um karakterum sem ég hef kynnst á lífsleið- inni í blaðamennskunni. Svo er hann innflutt erkitýpa úr amerískum krimmum þar sem harðsoðnu hetjurnar ráða ríkjum. Á sínum tíma þegar ég skrifaði Nóttin hefur þúsund augu gerði ég úr honum mjög öfgakennda og íslenska útgáfu af drykkfellda einfaranum sem er fullur af réttlætiskennd, og áfengi, en síðan hefur hann þróast og þroskast. Og það var alltaf tilgangurinn, ef ég myndi halda áfram að skrifa þessar sögur, að láta hann breytast eins og við gerum, ef við erum ekki alveg stöðnuð. Þessi harðsoðni spæjari hefur með bók- unum orðið æ linsoðnari og er orðinn af- skaplega mjúkur í þessari bók. Ég kann vel við Einar, hann er gúddí gæi. Hann er svolítið misskilinn og hann misskilur sjálfan sig líka dálítið. Þetta er karakter sem er mun minni en hann þykist vera, hann er óöruggur en brynjar sig með töffarahætti. En er reyndar meira og minna hættur því, þang- að til hann dettur í það næst,“ segir Árni. Sem enginn veit hvenær verður. „Við skulum sjá hvað gerist um áramótin!“ segir Árni og glott- ir. Sagan hefst á því að Einar er staddur á Hólum í Hjaltadal, hinum forna höfuðstað Norðurlands, þar sem hann er að taka viðtöl við menntaskólanema úr Leikfélagi MA, en þeir eru að setja upp hið 90 ára gamla verk Jóhanns Sigurjónssonar, Galdra-Loft, á sögu- sviði þess, Hólum. Á sama tíma gerist það skammt frá að kona frá Akureyri fellur útbyrðis í flúðasiglingu í óvissuferð starfsmannafélags sælgætisgerð- arinnar Nammi á Akureyri. Þessir tveir at- burðir sem gerast á sama tíma verða ein af uppistöðum sögufléttunnar. Á Akureyri berst leikurinn víða; „allt frá brotajárnshaugum bæjarins, að lögreglustöð- inni, veitingahúsunum, Akureyrarkirkju og Menntaskólanum. Allt frá úrgangi til upp- byggingar!“ segir Árni. Þú segir að Einar sé að þroskast. Er hann mjög breyttur í þessari bók frá fyrri sögum? „Hann heitir Einar af því hann er alltaf einn, einfari, oft einmana en þó nokkuð sjálf- um sér nægur. En ég held að í þessari bók leyfi hann sér að vera tilfinninganæmari en áður. Lokar ekki á tilfinningar sínar eins og hann gerði með drykkjunni og þótt hann eigi fullt í fangi með að halda sér edrú held ég hann tengist því fólki sem verður á vegi hans með meiri samúð og samkennd en áður. Ég lít samt ekki svo á að á honum hafi orðið grund- vallarbreyting. Hann hefur alltaf verið svona þó að hann hafi farið vel með það.“ Hvers vegna fórstu að skrifa saka- málasögur? „Mér finnst mjög skemmtilegt að lesa krimma og ég uppgötvaði það fyrir slysni að það er ennþá skemmtilegra að skrifa þá! Um leið og krimmar geta verið skemmti- lesning geta þeir verið spegill á umhverfi okk- ar og þær breytingar sem ganga yfir. Í krimmum fer mannlífið oft út á ystu nöf; fólk í krimmum slítur einatt tengslin við samfélagið með því að brjóta lög þess eða siðalögmál – fremur það sem við köllum glæpi, og mér finnst það mjög áhugavert að rekja ferlið frá glæpnum inn í mannshugann og svo þaðan út í þjóðfélagið.“ Skiptir það miklu máli að fólki finnist sagan trúverðug? Að atburðirnir geti gerst hér í fá- menninu hjá okkur? „Þegar íslenskir krimmar komu fyrst fram var oft viðkvæðið að svona glæpir gætu ekki gerst hér, en það hefur verið afsannað mörg- um sinnum. Hér geta allir glæpir gerst, en að- alatriðið varðandi trúverðugleika er að draga upp persónur og umhverfi sem eru trúverðug innan ramma sögunnar. Ef það tekst verður sagan trúverðug í raun, hvað sem gerist í henni og hvar sem það gerist. Það eru miklu fleiri morð framin í sögunum um Morse rannsóknarlögreglumann í Oxford en eru framin í raunveruleikanum í Oxford á hverju ári. En það breytir engu um það að sögurnar eru trúverðugar vegna þess að þær ganga upp innan síns ramma. Annað sem staglast var á á sínum tíma var hvort sagan væri fyrirsjáanleg eða ekki, en ef skáldsaga á að vekja lesandann til umhugs- unar og/eða skemmtunar má hún ekki vera það. Hvort sem hún flokkast undir krimma eða eitthvert annað form.“ Jafnvel fílar geta lært að fara varlega Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tími nornarinnar gerist að mestu leyti á Akureyri. Einar blaðamaður á Síðdegisblaðinu er fluttur til Akureyrar til þess að afla frétta af umbyltingarsvæði í þjóðfélaginu. Skapti Hallgrímsson hitti Árna Þórarinsson, höfund sagnanna um Einar, á uppáhaldskaffihúsi aðflutta blaðamannsins á Akureyri. skapti@mbl.is Séra Birgir Snæbjörnsson fer á kostum og sér tíðum hinar spaugilegri hliðar tilverunnar. Bóndinn og presturinn, söngmaðurinn og veiðimaðurinn. Lífsstefin eru mörg. Bók sem yljar og lýsir upp í skammdegis- myrkrinu. Stórkostleg skemmtun. Hann var goðsögn í lifanda lífi. Einstæð saga manns sem þoldi ekki lygina. Kristján Hreinsson segir sögu Péturs af hreinni snilld og er trúr minningu popparans, ekkert er dregið undan, engar málamiðlanir gerðar. Saga Péturs Kristjáns- sonar lætur engan ósnortinn. Jón úr Vör fluttist úr litla þorpinu fyrir vestan og gerðist brautryðjandi. Hann var atómskáld og öreigaskáld, hæddur og útskúfaður fyrir vikið, og kallaður kommúnisti. Þorpsskáldið, einstök viðtalsbók sem Magnús Bjarnfreðsson hefur fært í letur. GÓÐA SKEMMTUN! BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Vetrarborgin | Ástráður Eysteinsson skrifar um bók Arnaldar Indriðasonar. Þorsteinn frá Hamri | Skafti J. Halldórsson fjallar um nýjustu ljóðabók skáldsins. Rokland | Steinunn Inga Óttarsdóttir skrifar um skáldsögu Hallgríms Helgasonar sem kemur út í dag. Valkyrjur | Skafti J. Halldórsson skrifar um spennusögu Þráins Bertelssonar. Barnabækur Eddu | Sigþrúður Gunnarsdóttir segir frá gróskunni í íslenskri barnabókaútgáfu í viðtali um barnabækur Eddu útgáfu í haust. Dætur hafsins | Súsanna Svavarsdóttir ræðir hispurslaust um efni nýrrar skáldsögu sinnar í viðtali um konur og kynhlutverk. Bækur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.