Morgunblaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 3
BÆKUR
SKAMMT er stórra högga á milli.
Fyrr í haust kom út mikið og gagn-
merkt rit – Lagarfljót – eftir hinn
landskunna náttúrufræðing Helga
Hallgrímsson og nú berst mér í hend-
ur ekki ómerkara rit, sem þeir frænd-
ur Hjörleifur Guttormsson og Sigurð-
ur Blöndal hafa haft veg og vanda af
ásamt mörgum meðhöfundum (a.m.k.
átta). Þetta glæsilega rit má skilja að
samið sé í tilefni af því að öld er liðin
frá því að Hallormsstaðarskógur var
friðlýstur og þrír aldarfjórðungar frá
stofnun Hússtjórnarskólans.
Umfjöllunin um Hallormsstað og
umhverfi er mjög gagnger og má
segja að þar sé engum steini látið
óvelt. Og steinarnir eru margir. Þetta
er bók sem ekki verður lesin í fljót-
heitum svo að gagn sé að. Að réttu
lagi á maður að liggja yfir henni, lesa
hana vandlega, melta hana með sér og
njóta hennar. Það er líka létt verk því
að bókin er næsta skemmtileg aflestr-
ar og á köflum heillandi. En sá sem
hér heldur á penna getur ekki leyft
sér þann munað að sinni. Tímans
vegna verður fljótaskrift að duga og
er það miður.
Bókin skiptist í átta aðalkafla og
þeir aftur í smærri undirkafla eða
þætti. Fyrsti kaflinn ber heitið Nátt-
úrufar, umhverfi og fornminjar. Er
það eins konar yfirlits- og kynning-
arkafli. Lesandinn er leiddur um
byggðarlagið, en það nefnist í raun-
inni Skógar og er það land höfuðbóls-
ins Hallormsstaðar, sem mér skilst að
nái frá Hafursá að Gilsá. Góð kort eru
á fremri og aftari kápusíðum bókar-
innar, sem nauðsynlegt er að skoða
um leið og lesið er sé maður ekki því
kunnugri. Í næsta kafla segir frá jarð-
fræði Hallormsstaðarlands og er sá
kafli sem og sá sem þar fer á eftir, Líf-
ríki og rannsóknir, fræðilegir og
kannski ekki fyrir alla. Öðru máli
gegnir um kaflana sem á eftir fara. Í
einum löngum kafla er saga Hall-
ormsstaðar sögð. Hallormsstaður var
kirkjustaður og prestssetur til ársins
1880, en þá var sóknin sameinuð Vall-
anesprestakalli. Margir merkir prest-
ar sátu Hallormsstað og er tveggja
þeirra getið sérstaklega, þeirra
Hjálmars Guðmundssonar og Sigurð-
ar Gunnarssonar. Sá síðarnefndi
markaði sérstaklega djúp spor bæði
með stórmerku starfi sínu og niðjum,
sem Hallormsstaður og Hallorms-
staðarskógur eiga vöxt sinn og við-
gang að þakka.
Einkar áhugaverður kafli er um
Hallormsstað sem skóla- og fræðslu-
setur. Þar ber hæst Húsmæðraskól-
ann, sem seinna nefndist Hússtjórn-
arskóli og starfar enn, og hinn
stórmerka stjórnanda
hans Sigríði Blöndal og
mann hennar Benedikt.
En Sigrún átti að afa
áðurnefndan séra Sig-
urð Gunnarsson.
Þjóðskógur í eina öld
er saga skógræktarinn-
ar. Þar vann fyrsti
skógarvörðurinn, Gutt-
ormur Pálsson, mikið
og merkt brautryðj-
andastarf. Þau Sigrún
Blöndal voru systkin.
Seiðmagn Fljóts og
skógar er fagur kafli og
rómantískur. Þar ber
margt á góma og munu
sjálfsagt margir minnast Atlavíkur-
ævintýra, þó að ekki sé annað nefnt.
Seinasti kafli bókarinnar, sem nefnist
Skógurinn kveikja kvæða og mynd-
listar, er ekki síður fagur og ljúfur.
Þar kveðja mörg skáld sér hljóðs, því
að margir hafa ort um Hallormsstað
og skóginn allt frá Bjarna Gissurar-
syni til nútíma skálda og myndlistar-
menn hafa átt skóginn að yrkisefni.
Þetta er í eins stuttu máli og mögu-
legt er lýsing bókar, en segir í raun-
inni ekkert um ágæti hennar. Hún er
ágætlega samin. Texti er prýðilega
læsilegur og greinargóður og enda
þótt höfundar séu margir hafa aðal-
höfundarnir tveir haft þann hátt á að
fella texta allra þeirra saman, án
þessa tilgreina hvað hver hefur skrif-
að (með örfáum undantekningum). Sú
aðferð fellur mér vel, því að oft hefur
mér fundist bækur verða fremur tæt-
ingslegar, þegar annar háttur er hafð-
ur á.
Geysimikill fjöldi mynda prýðir
bókina, einkum litmynda, og fjöl-
margar teikningar, línurit og töflur er
þar einnig að finna. Miklar skrár eru í
bókarlok og er sérstök ástæða til að
nefna Skrá yfir háplöntutegundir í
Hallormsstaðarlandi og Skrá yfir inn-
fluttar trjátegundir í Hallormsstaðar-
skógi. Þær eru svo sannarlega ekki
fáar. Má í því sambandi nefna Trjá-
safnið, sem er merkilegt og einstætt.
Allur frágangur þessarar bókar er
með miklum ágætum. Hönnun
smekkleg, prófarkir vel lesnar og
pappír vandaður.
Þetta er bók sem aðstandendum
sínum er til mikils sóma og mun
gleðja marga.
Hallormsstaður
BÆKUR
Þjóðfræði
Hallormsstaður í Skógum
Náttúra og saga höfuðbóls og þjóðskógar
eftir Hjörleif Guttormsson –
Sigurð Blöndal. 351 bls.
Mál og menning, Reykjavík 2005
Sigurjón Björnsson
Hjörleifur Guttormsson Sigurður Blöndal
ÁHUGI Íslendinga á yfirnáttúruleg-
um málefnum og handanheimum
hefur lengst af verið geysimikill og
er að öllum líkindum enn. Bækur um
þetta svið fylla marga hillumetrana á
íslenskum bókasöfnum og í raun er
hægt að tala um sérstaka grein ís-
lenskra bókmennta í þessu sam-
bandi. Afstaða manna gagnvart slík-
um bókum helst gjarnan í hendur við
afstöðu þeirra til málefnisins; hinir
trúuðu hrífast af frásögnum sem
staðfesta trú þeirra; hinir vantrúuðu
undrast trúgirni hinna og henda
gaman að „bullinu“. Án þess að hér
verði tekin afstaða til sannleiksgildis
frásagna spíritista get ég ekki látið
hjá líða að benda á að hér er enn ein
grein íslenskra bókmennta sem ligg-
ur svo að segja óbætt hjá garði þegar
kemur að rannsóknum á íslenskum
bókmenntum og væri það eflaust
verðugt og skemmtilegt verkefni
fyrir fræðimenn, bæði bókmennta-
fræðinga og sagnfræðinga, að takast
á hendur það verkefni að skoða og
greina þessa bók-
menntategund út frá
fræðilegu sjónarhorni.
Játningar Láru miðils
eftir Pál Ásgeir Ás-
geirsson verður þó
ekki flokkuð sem
fræðirit enda er bókin
fyrst og fremst skrifuð
sem ævisaga eins og
fram kemur á forsíðu
bókarinnar í klausu
sem er í dálitlum æsi-
fréttastíl: „Opinská
ævisaga umdeildasta
miðils á Íslandi byggð
á hennar eigin frásögn
og skjölum sem aldrei
hafa komið fram í dagsljósið.“
Lára Ágústsdóttir (1899–1971)
starfaði sem miðill um langt skeið en
varð uppvís að svikum sem hún
reyndar játaði sjálf og hlaut dóm fyr-
ir árið 1940. Í bók Páls Ásgeirs er
öðrum þræði gerð heiðarleg tilraun
til þess að greina umræðuna og rýna
í það samfélag sem gerði Láru kleift
að hafa broddborgara samtíma síns
að ginningarfíflum og féþúfu. Það er
hins vegar frásögnin af lífsferli Láru
sem er athyglisverðasti þráður sög-
unnar; frásögnin af litríkri ævi ís-
lenskrar alþýðukonu sem hafði öll
spjót úti til að komast af
á tímum mikillar
kreppu, almennrar fá-
tæktar og bágrar stöðu
almúgans í höfuðstaðn-
um. Það sem stendur
upp úr er saga ótrúlega
sérstæðs persónuleika;
konu sem oft á tíðum
virtist ofurseld kynferði
sínu og á ég þar við end-
urteknar ótímabærar
þunganir sem Lára
þurfti að glíma við ofan
á annað óhjákvæmilegt
basl. Svo virðist sem
Lára Ágústsdóttir hafi
teflt bjartsýni, útsjón-
arsemi, fegurð og sjarma – ásamt
meintum miðilshæfileikum að sjálf-
sögðu – gegn einstæðingsskap, bág-
um kjörum og takmörkuðum tæki-
færum sem konum af hennar stétt
stóðu hér til boða á fyrri hluta tutt-
ugustu aldarinnar. Lára þurfti að sjá
fyrir sér sjálf allt frá unga aldri,
reyndar tókst henni það ekki alltaf
og var því á framfæri hins opinbera
um lengri og skemmri tíma og
neyddist til að láta nokkur barna
sinna í fóstur til annarra. Hennar
helsti akkilesarhæll virðist hafa ver-
ið hversu veik hún var fyrir lánleys-
islegum karlpeningi sem lagði lítið til
heimilisins annað en efnivið í börn.
Eins og fram kemur að ofan bygg-
ir Páll Ásgeir bók sína að miklu leyti
á sjálfsævisöguhandriti Láru sjálfr-
ar sem áform voru um að gefa út, lík-
lega um miðbik aldarinnar, en ekk-
ert varð úr. Þá styðst hann einnig við
fleiri heimildir, til að mynda útgefna
ævisögu Láru eftir séra Svein Vík-
ing, sem kom út árið 1962, sem og
dómsskjöl frá réttarhöldunum 1940
yfir Láru og samverkamönnum
hennar. Úrvinnsla Páls Ásgeirs úr
þessum heimildum er skýr og hann
fléttar frásögnina saman á lipran
hátt. Víða vitnar hann beint í handrit
Láru og vakti það strax athygli mína
hversu vel ritfær þessi ómenntaða
alþýðukona hefur verið. Texti henn-
ar er skáldlegur, fullur af myndmáli
og líkingum og satt að segja vöktu
þessar beinu tilvitnanir mikla for-
vitni undirritaðrar á því að lesa
handrit Láru í heild sinni.
Páll Ásgeir Ásgeirsson hefur að
mestu leyti skilað góðu verki í þess-
ari bók sinni en nokkrar klaufalegar
fljótfærnisvillur koma á óvart, eins
og til að mynda þegar hann segir á
blaðsíðu 56 að elsta dóttir Láru sé
fædd 21. apríl 1923, en á blaðsíðu 60
kemur fram að hún er fædd 20. apríl.
Í frásögn Láru af kynnum sínum af
börnum af huldufólksætt segir hún
að faðir þeirra (huldubarnanna) hafi
verið „farinn frá þeim“ (bls. 20) og
túlkar Páll Ásgeir það óðara þannig
að huldukonan móðir þeirra hafi ver-
ið fráskilin (bls. 22) þótt fram komi á
næstu síðu að faðirinn hafi í raun
verið látinn og lík hans hafi staðið
lengi uppi (23). Telur Páll Ásgeir þá
frásögn vera „eitt af fáum dæmum
um frásagnir af greftrunarsiðum
huldufólks“ og hefði hann átt að gera
sér grein fyrir mistúlkun sinni á
orðalaginu „farinn frá þeim“.
Játningar Láru miðils er bæði
fróðleg og skemmtileg aflestrar og
er bókin góð viðbót í hina skemmti-
legu flóru íslenskra ævisagna sem
virðist blómstra nú sem áður. Þótt
það hafi kannski ekki verið megintil-
gangur Páls Ásgeirs með bókinni þá
finnst mér hún ekki síst spennandi
sem innlegg inn í sögu íslenskra al-
þýðukvenna. Þótt Lára Ágústsdóttir
hafi að sjálfsögðu ekki verið dæmi-
gerður fulltrúi þeirrar stéttar þá gef-
ur saga hennar skemmtilega mynd
að því til hvaða bragða konur gátu
gripið til að hafa ofan í sig og á, á erf-
iðum tímum.
BÆKUR
Ævisaga
Játningar Láru miðils
eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson. 231 bls.
JPV útgáfa 2005
Soffía Auður Birgisdóttir
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Saga litríkrar konu
TÁKNHEIMUR ljóða
Þorsteins frá Hamri
hefur ævinlega verið
stórbrotinn og ramm-
ur. Þorsteinn er sinnar
eigin tíðar maður sem
fer á stundum einförum
í skáldskapnum. Þetta
er í senn styrkur hans
og veikleiki. Styrkur af
því að hann er alltaf
sjálfum sér trúr. Veik-
leiki af því að stundum
er erfitt að nálgast ver-
öld hans.
Í upphafskvæði
nýrrar ljóðabókar hans,
Dyr að draumi, erum
við stödd við vatnið með öllum þess
táknlegu skírskotunum til eilífðar og
allífs og það þýtur í sefi. Þetta er vatn-
ið þar sem við mennirnir söfnumst
saman – kannski að lokum – og trúum
,,þöglum speglinum fyrir / lítilræði,
ágripi: / okkur sjálfum.“ Nokkurn
veginn þannig er þessi ljóðabók, ein-
lægt, lítillátt trúnaðarviðtal skálds við
sjálft sig og lesendur sína.
Meginþema hennar er óvissa tím-
ans því að kerið máttuga
sem heldur heimsmynd
skáldsins saman er í mol-
um og tilraunir til að
setja það saman reynast
fálmkenndar. Veröldin er
uppfull af lægingu, lyg-
um, grimmd og öðrum
heimsósóma svo að
skáldið efast um mennsk-
an rétt sinn. Þetta er
ljóðabók í leit að öryggi
og vissu í veröld sjálfs-
birgings og mannhroka
þar sem eina svarið sem
er einhvers virði er efi
ljóðsins.
Einhvers staðar ná-
lægt er þó mennskan þar
sem ástleitið auglit brýtur sér leið inn
í ljóð skáldsins, eitthvað slær birtu á
það eða bernskuminningin yljar. Fal-
legasta kvæði bókarinnar að mínu
mati, Hér, er nefnilega laust við kyrj-
un heimsósómans. Þvert á móti brýst
í því æskuþrungið minningarbrot fullt
með ankannalegri og þverstæðufullri
kennd:
Hér
ertu ætíð barn:
sama undrun,
sami fögnuður,
sama ofboð
við sömu bugðu á stígnum
ásamt þeirri
þrálátu kennd
að eitthvert sinn
fyrir óralöngu
hafirðu gengið hér
gamall.
Andstæður upphafs og loka, æsku
og elli setja töluvert mark sitt á þessa
bók. Hún er ort í skugga óvissunnar
og ósómans. Það er ekki nýtt að Þor-
steinn frá Hamri leggi á veröldina sið-
ferðilegt mat. Sá óhagstæði byr sem
hún veltist í um þessar mundir er
honum hugleikið viðfangsefni. Meg-
instyrkur þessarar bókar er þó fólg-
inn í þeim kvæðum þar sem skáldið
finnur ljósleiftur í myrkrinu og nýjar
og betri hliðar á hinni tættu og velktu
veröld.
Einlægni ljóðs er efinn
BÆKUR
Ljóð
Dyr að draumi
eftir Þorstein frá Hamri. 54 bls. Mál og
menning 2005
Þorsteinn frá Hamri
Skafti Þ. Halldórsson
JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér nýja
skáldsögu eftir Súsönnu Svav-
arsdóttur sem ber heitið Dætur
hafsins.
Þegar blaðakonan Ragnhildur fær
dagbækur Herdísar föðursystur
sinnar í hendur
opnast fyrir henni
nýr og framandi
heimur. Ragnhild-
ur lifir fremur lit-
lausu og hvers-
dagslegu lífi en
þegar Herdís er
myrt með hrotta-
legum hætti
breytist líf hennar
á svipstundu. Hún er skyndilega
stödd í heimi þar sem ekkert rúm
er fyrir viðtekin gildi samfélagsins,
leyndarmál afhjúpast og ástríður
krauma. Um leið og Ragnhildur sog-
ast inn í æsispennandi og stór-
hættulega hringiðu myrkra afla upp-
götvar hún nýja og ókannaða hlið á
sjálfri sér.
Súsanna Svavarsdóttir fer ótroðn-
ar slóðir í sinni fyrstu glæpasögu.
Hér er á ferð æsileg, blóðheit
spennusaga sem ögrar viðteknum
gildum og þenur taugar lesandans
til hins ýtrasta.
Nýjar bækur
HARALDUR S. Magnússon hefur gefið
ljóðabókina Einyrkinn. Þetta er 8. ljóða-
bók höfundar sem
einnig hefur skrif-
að barnabækur,
m.a. hinar vinsælu
bækur um Ragga
litla. Þá hefur Har-
aldur gefið út smá-
sagnasafnið Öspin
og ýlustráið.
Einyrkinn er 80
bls., prentuð í Prentsmiðju Hafn-
arfjarðar.
Nýjar bækur
SÍMON Jóhann Jóhannsson hefur gef-
ið út ljóðabók sína Kaffið í aldingarð-
inum. Þetta er fyrsta ljóðabók höf-
undar sem hefur
stundað ritstörf um
árabil samhliða bók-
menntakennslu við
Flensborgarskóla í
Hafnarfirði.
„Mild kímni, hug-
rekki og mannleg
hlýja streyma af síð-
um þessa ljúfa
kvers,“ segir skáldið Birgir Svan Sím-
onarson um ljóð Símonar Jóhanns.
Bókin er 51 bls., prentuð í Guten-
berg-prentsmiðju.