Morgunblaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞAÐ hefur verið undarleg tilfinning að lesa nýjustu skáldsögu Arnalds Indriðasonar, Vetrarborgina, við undirleik frétta um óeirðir í úthverf- um Parísarborgar, þar sem fylkingar ungmenna sem eru „af erlendu bergi brotin“ vinna spellvirki og berjast við lögþjóna. Maður heyrir innra með sér raddir sem tala um vandræðin sem hlotist hafi af því að hleypa öllu „þessu fólki“ inn í landið; þetta fjöl- menningarsamfélag sé ekkert annað en tundurdufl sem springi í andlit „okkar“. Nei, maður les þetta reynd- ar í bókinni, því vettvangur skáldsög- unnar er hin nýja íslenska fjölmenn- ing, síðasta skrefið sem Íslendingar stíga til að standa jafnfætis nágranna- þjóðum sínum í nútímanum. Sagan hefst með líki, svo sem hefð er fyrir, og upphafsmálsgreinin er: „Þau gátu giskað á hvað hann var gamall en þeim reyndist erfiðara að gera sér grein fyrir hvaðan úr heim- inum hann kom.“ Hann reynist vera tveggja heima barn og er ekki nema tíu ára, sem setur að minnsta kosti þennan lesanda í varnarstöðu. Hvað hefur maður ekki séð margar bíó- myndir og sjónvarpsþætti þar sem börn lenda á heljarslóð? Ekkert vek- ur meiri angist áhorfandans og heldur honum eins vel við efnið, oftar en ekki í trássi við vitund hans að efnið sé illa unnið, samúðin keypt fyrir lágan prís. Arnaldur tekur þessa áhættu, læt- ur ýmsar persónur taka andköf yfir því að barn sé myrt í reykvísku út- hverfi, en hann gerir þetta meðvitað og markvisst. Þetta barn er í og með persónugervingur nýrra tíma. Að þessu sinni lagðist enginn undir feld og tók ákvörðunina, heldur leiddi ná- lægð heimsins þjóðina burt frá einum sið og einsleitu mannfélagi. Í sögunni heyrum við í fólki sem þolir ekki að Asíubúar setjist að á Íslandi og einnig í kennara sem hneyksl- ast á að ekki sé lengur sjálfsagt að láta allan krakkaskarann syngja „Ísland farsælda frón“, en fordómarnir læðast einnig hljóðlegar um gátt, eins og aðfluttir Íslendingar og makar þeirra fullyrða. En er nokkur svo hatursfullur að hann reki hníf í lítinn dreng? Morðið má þó kannski rekja til ann- arra einkenna á ís- lensku nútímasam- félagi. Og raunin er sú að vitundarlíf þessarar sögu stýrist ekki aðeins af rannsókn glæpsins heldur af rýni höf- undar í íslenskt samfélag og okkar samtíma. Glæpasagnahöfundurinn Arnaldur gerist nú, enn frekar en áð- ur, sá höfundur sem tekur félagsleg vandamál til umræðu í raunsæisleg- um texta, ekki aðeins fjölmenn- inguna, heldur líka framhjáhald, skilnaði, eiturlyf, og rannsóknin leiðir lögþjóninn Erlend líka inn á slóð meints barnaníðings, sem ef til vill á eftir að koma við sögu í annarri bók. Fléttan í þessari sögu er ofin þráðum úr samfélaginu í ríkara mæli en í hefð- bundnum krimmum. Og borgin sem við blasir í þessu raunsæisverki er ekki sú Reykjavík sem mest er haldið á lofti. Við blasa niðurníddar blokkir, sóðalegir stigagangar og vistarverur fólks sem annaðhvort býr við naum lífsgæði eða er á einhvern hátt ófært um að stýra nánasta umhverfi sínu. Sú fjölmenning sem raunverulega þarf að pota í er ekki sambúð fólks af mismunandi uppruna og litarafti, heldur gliðnandi stéttasamfélag sem er þjakað af merkingarleysi. Og yfir þetta svið leggst veturinn; vegir um landið eru lokaðir „vegna veðurofsans sem nálgaðist borgina“. Sögumaður er kannski fullákafur að undirstrika þessa samfélagssýn, til dæmis þegar Erlendur kemur inn á glæsiheimili: „Það eina sem vantaði var einhver smávegis vottur af raunverulegu lífi.“ Hér má að vísu segja að þetta sé hugsun Er- lends en þessi lausbeisl- aði sögumaður stingur einnig af frá þeim sem hann fylgir helst og er eitt sinn skyndilega kominn niður á Grettisgötu í fé- lagi við mann sem rann- sóknin hefur beinst að. Ég hef efasemdir um svona flakk, en aðrir munu telja það óþarfa fagurfræðirýni í glæpa- sögu. Sú spenna sem býr í bókum Arn- alds tengist stöðugt meir söguhetj- unni Erlendi, en hann er orðinn eft- irlæti margra lesenda sem vilja vita meira um forsögu hans jafnt sem per- sónulegt samtímabrölt. Í þessari sögu fækkar um einn í nánasta hópi Er- lends, börnum hans bregður einungis fyrir líkt og skuggum, en samstarfs- maðurinn Sigurður Óli fær talsverða athygli og nýja drætti. Og Arnaldur heldur áfram að skerpa myndina af Erlendi, þessari hetju hins þjóðlega fróðleiks og mál- vöndunar. Hér er það gert á lunkinn hátt með einskonar aukafléttu í kring- um hugtakið „mannshvarf“. Erlendur hefur verið að kanna hvarf konu nokk- urrar en dráp litla drengsins og leitin að stóra bróður hans leiða huga lög- reglumannsins aftur til bernskunnar þegar yngri bróðir hans hvarf í hríð- arkófi uppi á heiði og fannst aldrei. Þessi þrjú mál taka að flækjast saman í huga Erlends. Konan kemur í leit- irnar, lesandinn hugleiðir dráp litla drengsins sem „mannshvarf“ um leið og rannsóknin bregður upp mynd af honum, sýnir hann sem manneskju af holdi og blóði, en ekki aðeins sem fjöl- menninguna persónugerða. Svo er það litli drengurinn sem varð úti á heiðinni forðum. Hann hvarf á vissan hátt inn í þann sem lifði af og sá er að koma í ljós, veðurbarinn. Kuldakast Arnaldur Indriðason BÆKUR Skáldsaga Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason. Vaka Helgafell 2005 Ástráður Eysteinsson ÓLAFUR Gunnarsson er með fjöl- hæfustu sagnahöfundum. Hann fer ýmsar og ólíkar leiðir í skáldsögunum Milljón prósent menn, Gaga og Heilagur andi og engl- ar vítis, en ýmsir töldu að hann hefði fundið sína meginæð á síðasta áratug með Trölla- kirkju, Blóðakri og Vetrarferðinni. Þessar bækur eru dæmi um að enn megi blása nýju lífi í hina epísku raunsæisskáldsögu sem tekur aðdraganda og félagslegan veru- leika samtímans til umræðu. En svo brá Ólafur sér aftur á sex- tándu öld í Öxinni og jörðinni, sem alkunna er, og virtist þá kominn í forystusveit þeirra íslensku höfunda sem lagt hafa stund á sögulega skáldsagnagerð á undanförnum ár- um. Nýja skáldsagan heitir Höfuð- lausn og mætti halda að þar stigi hann „eðlilegt“ skref frá Jóni Ara- syni alla leið aftur til Egils Skalla- grímssonar – og vart er hægt að ímynda sér öllu stærra átaksverk- efni í sögulegri skáldsögu en að um- skapa Eglu. En Höfuðlausn reynist vera um pastursminni hetju, Jakob nokkurn Ólafsson, sem flyst til Reykjavíkur og reynir þar fyrir sér í ýmsum störfum snemma á tutt- ugustu öld, auk þess sem hann kynnist nafnkunnum mönnum úr sögulegum veruleika: myndlistar- manninum Muggi (Guðmundi Thor- steinssyni), blaðamanninum Árna Óla og athafnamanninum Thor Jen- sen, auk danska leikhússtjórans Gunnars Sommerfeldts. Sá er á landinu að kvikmynda Sögu Borg- arættarinnar eftir Gunnar Gunnars- son, sem einnig er á staðnum. Jak- ob fer loks til fundar við norska nóbelshöfundinn Knut Hamsun, og má táknrænt telja að Hamsun mæl- ir til hans í gegnum garðhlið sitt en hleypir honum ekki inn. Jakob segir sjálfur sögu sína í fyrrihluta bókarinnar en í þeim síð- ari er frásögn hans fleyguð af köfl- um þar sem Ásthildur gullsmíða- nemi segir frá, en hún verður kona hans, barnsmóðir og stuðningsmað- ur, ekki síst þegar hann reynir að leggja út á þyrnum stráða braut listarinnar, fyrst með kvikmynda- handriti byggðu á Eglu og síðar með skáldsögunni Eldmessunni. Er þar kominn annar þekktur titill sem eins og Höfuðlausn bendir til þess að hér gerist örlagaríkir atburðir. Þetta er sviptingatími í þjóðlífinu og breytingar örar, eins og sést á því að Jakob tekur þátt í frægri reið Danakonungs austur fyrir fjall 1907 en örfáum árum síðar eru farar- skjótarnir aðrir og Jakob orðinn leigubílstjóri á götum Reykjavíkur. Í millitíðinni lærir hann til smiðs en ræð- ur sig svo í vinnu við áðurnefnda kvik- myndagerð, sem er hér eitt meginteikn þess nútíma er heldur innreið sína með nýj- um hreyfanleika ein- staklinganna. Jakob flúði æskustöðvar sín- ar, þar sem hann sætti harðræði, en flýtur nú eins og korktappi í flaumi tækifæra. Ein vinkona hans segir hann lifa „spennandi lífi“ en raunin er að það ristir grunnt og speglast það beinlínis í frásögn Jak- obs, sem ber keim af áferðarsléttri blaðagrein – en blaðamennska er eitt margra starfa sem Jakob próf- ar. Ef fjalla ætti um þessa bók sem kvikmynd (sem er að vissu leyti við hæfi), þá mætti tilnefna hana til verðlauna fyrir persónur í aukahlut- verkum, þ.e. fyrir Mugg (sem þó mætti útfæra örlítið nánar) og sér- staklega fyrir Ásthildi. Við kom- umst í snertingu við Ásthildi í fal- legri blábyrjun verksins en það er lítil tilfinningaleg dýpt eða innri dramatík í verkinu fyrr en hún stíg- ur aftur inn í söguna. Jakob er „góður drengur“, eins og Muggur segir, en daufur karakter og nær ekki því vægi sem felast þarf í aðal- persónu. Kaldhæðnin hagar því svo að það er listamaðurinn Muggur sem gefur Jakobi þetta ráð: „Haltu þig frá listum alla þína ævi og undu glaður við þitt“, en hinsvegar dreg- ur Ásthildur hann á dýpi sem er honum kannski ofviða. Hún dýrkar Hamsun, ekki síst skáldsöguna Sult, en sjálfur tekur Jakob stefnu á söguhetjuna í Sulti og virðist stundum vita af því að hann er að stæla þá persónu. Dostojevskí er einnig skammt undan. Og hörmungar láta ekki bíða lengi eftir sér. Þær dynja á Ásthildi og þar með á allri fjölskyldunni. Jakob stenst ekki álagið en hamast við að ljúka skáldsögu sinni, og hér sem oftar er listsköpunin í senn þjáning, leit og sæla – fórn og egó- flipp. List Ólafs Gunnarssonar kem- ur hinsvegar gleggst fram í því hvernig Ásthildur stenst á sinn hátt þær hremmingar sem hún lendir í, þótt það sé „alltaf eldur“ í húsi hennar og Jakob fjarri. Þó að í verkinu skorti á rými til drama- tískrar framvindu og fléttu, þá nær sagan sér á strik í lífstjáningu hinn- ar feigu konu. Svona er komist að orði í einu þeirra hugrenningabrota sem ættuð eru úr „útlegð“ hennar: „En ég get skapað þótt ég sé orðin hrum fyrir aldur fram. Og læst inni í líkama mínum bregð ég mér út á víðavang eins og ekkert sé. Ég get gert allt í huganum þótt ég sé ósjálfbjarga og rúmliggjandi. Veðr- ið og vindarnir eru á mínu valdi og ég breyti óveðursskýinu í arnager. Aldrei fyrr hef ég séð annan eins sæg af konungi fuglanna.“ Ásthildi finnst hún líka sogast inn í heiminn sem Hamsun skapar í Sulti, kannski vegna þess að hún veit að þar er Jakob á vissan hátt í sinni útlegð. Í sögulok tekur Jakob aftur til við að skrifa af krafti og fyllist sóttkenndri vissu um að nú standi hvert orð á hárréttum stað. Hefur Jakob loks ort þá tjáningu sem til þurfti og þarmeð leyst höfuð sitt, eða hefur hann kannski glatað því; er hann orðinn gaga? Leitað höfuðlausnar BÆKUR Skáldsaga Höfuðlausn Höfundur: Ólafur Gunnarsson 194 bls. JPV-útgáfa 2005 Ástráður Eysteinsson Ólafur Gunnarsson JÓN Kalman hefur þegar getið sér gott orð fyrir skáldsögur sínar og hafa tvær þeirra verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Nú sendir hann frá sér skáld- sögu sem ber þennan skáldlega titil: Sumarljós, og svo kemur nóttin. Í þessari glænýju sögu leiðir Jón les- andann inn í fjölbreyttan sagnaheim sinn og heldur honum þar föngnum allt til síðustu blaðsíðu. Hið nýstárlega við Sumarljós er að höfundurinn velur sér að lýsa lífi íbúa smáþorps á landsbyggðinni. Sagan hefur enga aðalpersónu eða -persón- ur heldur er hér á ferð hópsaga sem miðar að því að gefa sannfærandi mynd af þorpssamfélaginu og þá jafn- framt að vera nokkurs konar sneið- mynd eða þverskurður af mannlegu samfélagi. Gefur þá augaleið að marg- ar persónur eru kynntar til sögunnar en lesandi fær ekki nema lítið brot af lífi hverrar og einnar. Þetta hefur það í för með sér að lesandinn fær mörg ólík sögubrot upp í hendurnar, skyggnst er inn í líf persónanna á ög- urstund og þeim fylgt eftir skamman tíma í einu. Að lestri loknum kann því lesandi að spyrja: hvað stendur eig- inlega upp úr í þessari sögu? Hvað er eftirminnilegast? Eru það sinnaskipti stjörnufræðingsins, alger kúvending forstjórans sem snýr baki við lífs- gæðakapphlaupinu og snýr sér að stjörnunum og alheiminum, því sem raunverulega skiptir máli í hinni skömmu tilveru mannsins hér á jörð? Eða hin sorglegu atvik í lífi drengsins Jónasar sem missir foreldra sína, móður sína kornungur úr krabba- meini og föður sinn á unglingsárum á jafnvel enn sorglegri hátt? Margar fleiri eftirminnilegar persónur eru rissaðar upp í skáldsögunni. Gaman- semin er einnig til staðar í grátbros- legri frásögn af Áka lögfræðingi sem er fráskilinn og einmana og leiðist út í drykkju á nýstofnuðu veit- ingahúsi staðarins. Þessi aðferð að hafa margar persón- ur hefur líka sína kosti. Að sögu lokinni hefur Jón dregið upp heildarmynd í sögu- brotum af ólíkum persónum. Hér er lýst veruleika sveita- þorpsins, sumir fara burt og freista gæf- unnar í útlöndum en koma aftur eins og Matthías Pétursson. Salka Valka fjallar einnig um þorpið með ógleym- anlegum hætti. Sjóarinn Steinþór fer burt oftar en einu sinni en kemur ávallt aftur og reynir að ganga í augu Sölku segist vera nýr og betri maður. Matthías kemur aftur og tekur upp þráðinn að nýju með hinni kynþokka- fullu Elísabetu sem allir karlmenn þorpsins girnast. Fleiri persónur mætti nefna en það er heildarmyndin sem skiptir máli, ekki örlög einstakra persóna. Jóni Kalman tekst að draga upp mynd af samfélagi sem er okkar samfélag í dag. Örlög persónanna koma lesandanum við og það er ein- mitt nostursemi höfundarins við smátriðin sem er helsti styrkur hans. Lesandinn lifir sig inn í líf persón- anna, þótt dvalið sé stutt við þær tekst höfundi að gera þær áhugaverð- ar og sannfærandi. Í framhaldi af þessu er forvitnilegt að skoða sjónarhorn sögunnar. Höf- Þorpið og stjörnurnar BÆKUR Skáldsaga Sumarljós, og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson. 214 bls. Bjartur 2005. Guðbjörn Sigurmundsson undur notar á köflum 1. persónu fleir- tölu fornafnið við. Það skapar nálægð við lesandann, höfundur rabbar við hann ef svo má að orði komast. Með þessum hætti er ákveðinni hlutlægni náð, söguhöfundur talar hér nokkuð skýrt til les- andans um ástand manns- ins í heiminum og textinn verður oftar en ekki ljóð- rænn og upphafinn. Í frá- sögnum af lífi einstakra persóna er oftast notuð 3. persónufrásögn en stund- um er skyggnst í huga persónanna. Frásagnar- aðferð Jóns gengur full- komlega upp, hann kann- ar bæði ytri og innri heim mannsins í skáldsögu sinni, huglægni og hlut- lægni haldast í hendur. Að öllu samanlögðu er Sumarljós, og svo kemur nóttin vel heppnuð skáldsaga. Hún er einstaklega vel skrifuð, stíllinn er stundum upphafinn, ljóðrænn og skáldlegur í besta lagi. En á köflum er hann einnig hversdagslegur og lýsir daglegu lífi alþýðufólks á beinskeytt- an og umbúðalausan hátt. Í þessari sögu er fátt dregið undan, frásögnin er hispurslaus og blátt áfram, getur einnig verið vægðarlaus á köflum. Jón Kalman dregur upp sannfærandi mynd af veruleika þorpsins, en sagan hefur jafnframt mun víðari skírskot- un og fjallar um veruleik nútíma- mannsins, vonir hans og vonbrigði, langanir og drauma. Það er einmitt helsti styrkur þessarar skáldsögu að benda lesandanum á að líta öðru hverju upp úr daglegu amstri og íhuga líf alheimsins. Eða eins og írski skáldsnillingurinn Oscar Wilde orðaði það: „Við erum öll í ræsinu en sum okkar líta þó upp til stjarnanna.“ Jón Kalman Stefánsson DIMMA hefur gefið út Ljóð eftir Að- alstein Ásberg Sigurðsson. Um er að ræða úrval ljóða, en tónskreytt geisla- plata með lestri skálds- ins fylgir með. Sig- urður Flosa- son hefur samið tónlist við ljóðin og leikur á bassaklarinett, bassaflautu og altsaxófón. Ljóðin í bókinni eru val- in úr þremur áður útkomnum ljóða- bókum Aðalsteins Ásbergs; Jarð- ljóðum, Draumkvæðum og Eyðibýlum. Áður hefur Dimma gefið út í sömu ritröð úrvalsljóð Gyrðis Elíassonar með tónskreytingum Kristins Árna- sonar og úrvalsljóð Ingibjargar Har- aldsdóttur með tónskreytingum Tóm- asar R. Einarssonar. Ljóð er 24 bls. auk geislaplötunnar. Friðrik Snær Friðriksson sá um útlits- hönnun. Viðmiðunarverð er 2.280 kr. Ljóð og tónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.