Morgunblaðið - 08.11.2005, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
„BARNABÓKAÚTGÁFA Eddu tekur mið af því að
við rekum bókaklúbb fyrir börn sem er aldurskiptur
þannig að bækurnar eru sniðnar fyrir börn allt frá
fárra mánaða aldri og fram á unglingsár,“ segir Sig-
þrúður Gunnarsdóttir útgáfustjóri barnabóka Eddu
útgáfu.
„Útgáfan verður af þessum sökum mjög fjöl-
breytt og við erum langstærsti útgefandi barnabóka
hér á landi. Við leggjum okkur auð vitað fram um að
veita breidd á báða vegu með því að gefa út hvoru
tveggja bókmenntalega vandaðar bækur, bæði ís-
lenskar og þýddar, en einnig tökum við þátt í alþjóð-
legum útgáfum í samstarfi við Disney og fleiri út-
gáfurisa og markmið okkar er að ná til allra krakka
og tryggja að þau lesi bækur. Þannig má sjá hlið við
hlið í nýútkomnum kynningarbæklingi okkar, Völu-
spá endurorta fyrir börn af Þórarni Eldjárn með
myndum Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur og Vegi
og villigötur, völundarhús gegnum mannkynsöguna
sem er mjög fróðleg en um leið ólíkt léttari lesning
en Völuspá Þórarins, þó hún sé bráðfyndin eins og
hans er von og vísa.“
Ákveðnar bækur
fyrir ákveðinn aldur
Sigþrúður segir að það einkenni á útgáfunni öðru
fremur í ár vera áhersla á bækur með fræðilegu
ívafi. Enginn skyldi þó halda að bækurnar væru
eitthvað tyrfnari fyrir bragðið og því til staðfest-
ingar bendir Sigþrúður á bókina Risaeðlutíminn eft-
ir Ingibjörgu Briem og Maribel Gonzalez Sigurjóns.
„Þetta er í fyrsta sinn sem út kemur alíslensk bók
um risaeðlur sem sýnir að við erum að fikra okkur
inn á nýja og mjög skemmtilega braut. Ekkert væri
nefnilega auðveldara en að gefa út þýdda bók um
risaeðlur en með þessu tölum við beint til íslenskra
barna, og tengjum viðfangsefnið þeim veruleika
sem þau þekkja. Þarna eru t.d. myndir af risaeðlum
í Austurstræti sem kveikir allt aðrar hugmyndir í
kolli barnanna.“
Í kynningarbæklingi um barnabókaútgáfuna er
bókunum skipt eftir aldri en þó segir Sigþrúður að
erfitt sé að ákveða nákvæmlega fyrir hvaða aldur
bækurnar séu.
„Góð bók er fyrir alla sem vilja og skilja. Oft er
sagt að bækur séu fyrir „börn á öllum aldri“ og það
er oftast alveg rétt en það er lítil leiðbeining í því
fyrir fullorðna fólkið sem kemur í bókabúðina á Þor-
láksmessu og vill fá skýrar leiðbeiningar um hvaða
bók hentar 10 ára strák. Okkur er því bæði ljúft og
skylt að skilgreina bækurnar með aldursmerk-
ingum en erum um leið fyrst til að viðurkenna að
þær standist alls ekki alltaf. Í eina tíð var gjarnan
sett á bókakápur „fyrir stúlkur 7–11 ára.“ Þetta er
nú alveg hætt að sjást en við reynum samt að gefa
fólki grófa hugmynd um hvaða aldri tilteknar bæk-
ur henti fremur en öðrum.“
Verðið þið vör við mun á því hvaða bækur eru
keyptar til gjafa fyrir jólin og svo hvaða bækur
börnin eru sjálf að sækja sér á bókasöfnin á öðrum
árstímum?
„Það er örugglega einhver munur þarna á en
hann er þó minni en mætti ímynda sér. Sumar
barnabækur höfða sterkt til hinna fullorðnu, oft
vegna þess að þeir vilja gjarnan að börnin kynnist
ákveðnu efni eða bara þessari tilteknu bók.
Völuspáin þeirra Þórarins og Kristínar er greini-
lega vinsæl og er mikið keypt. Þar vilja foreldrarnir
og ömmurnar og afarnir kannski að börnin kynnist
bókmenntaarfinum okkar og það er auðvitað hið
besta mál. Það er svo mikilvægt að fullorðnir bendi
börnum á bækur sem þeim dettur ekki í hug að
opna sjálf en kunna að hafa ofsalega gaman af. En
fylgnin milli þess sem selst vel og þess sem börnin
vilja lesa er engu að síður glettilega mikil og það
sjáum við best á Bókaverðlaunum barnanna sem
börnin veita sjálf. Og þau hljóta oft metnaðarfullar
og miklar bækur. Börn í dag sem lesa mikið eru
ekkert öðruvísi en bókaormar hafa alltaf verið; þau
ráða einfaldlega við næstum allt.“
Segja sögur með myndum
Myndlýsingar verða sífellt mikilvægari hluti af
bókum fyrir yngri börnin og það er greinilegt að út-
gefendur leggja sig fram um að gera barnabækur
sem best úr garði. Frumsamdar íslenskar barna-
bækur með vönduðum myndlýsingum eru ekki ódýr
framleiðsla og markaðurinn er ekki stór.
„Við eigum orðið dágóðan hóp af fólki sem kann
þá list að segja sögu með myndum. Þetta er þróun
sem er tiltölulega nýtilkomin en þó erum við í dag
að gefa út bækur sem standast fyllilega samanburð
við það besta sem gefið er út erlendis af sama tagi.
Og þróunin hefur einnig orðið sú að markaðurinn
fyrir bækurnar okkar er að stækka. Það verður æ
algengara að íslenskir barnabókahöfundar séu
gefnir út erlendis, ýmist í þýðingum eða hreinlega
samtímis í mörgum löndum einsog gerðist í fyrra
með verðlaunabók Áslaugar Jónsdóttur, Nei, sagði
litla skrímslið.
Í ár erum við með eina bók sem er samstarfsverk-
efni á milli þriggja landa. Það er bókin Dýr sem
Halldór Baldursson myndskreytir og Finnlands-
sænski höfundurinn Tove Appelgren skrifar text-
ann. Þarna erum við farin að skipuleggja og leiða
fjölþjóðaprent sem er kærkomin breyting frá því
sem verið hefur. Þannig komast íslenskir listamenn
með annan fótinn út í hinn stóra heim sem gerir út-
gáfuna miklu raunhæfari því það liggur gríðarleg
vinna að baki svona myndskreyttum barnabókum
sem íslenski markaðurinn stendur því miður sjaldn-
ast almennilega undir.“
Sigþrúður segir að hugsun útgefenda og lista-
mannanna hafi gerbreyst gagnvart samspili mynd-
lýsinga og texta barnabóka. Áður hafi þetta gjarnan
verið þannig að textinn hafi verið aðalatriðið og
myndirnar verið á stangli í bókinni, sem eins konar
myndræn staðfesting á innihaldi textans. „Og text-
inn var alltaf á undan myndunum. Nú er kunnáttan
Góðar, skemmtilegar
„Það er ekki óalgengt að myndirnar verði til um leið og textinn,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, útgáfustjóri barnab
Vafasamar leðurblökur á knæpu í sögunni Dýr eftir Halld
Víkingar og hetjur, átök og hefndir. Úr Vetrarvígi eftir
Emblu Ýr Bárudóttur og Ingólf Örn Björgvinsson.
Eftir Hávar Sigurjónsson
havar@mbl.is
Græna húsið hef-
ur sent frá sér
skáldsöguna
Feigðarflan eftir
Rúnar H. Vign-
isson.
Skáldið Egill
Grímsson hefur
tekið ákvörðun
um að stytta sér
aldur. Framkvæmdin vefst þó fyrir
honum og í leit að stund og stað
ferðast hann á tveimur sólarhringum
um líf sitt, land og íslenska samtíma-
menningu. Yfir öllu vokir kynleg feigð,
eins og sveitir jafnt sem sjávarpláss
riði til falls, og á köflum er engu líkara
en íslenska þjóðin sé vegalaus eftir
valdatöku jeppakynslóðarinnar. Um
þetta hrikalega landslag, sem þó er
fullt af litríku fólki og spaugilegum
uppákomum, ferðast lesandinn með
laskaðan áttavita söguhetjunnar sér
til halds og trausts. Rúnar H. Vign-
isson hefur hér skrifað gráglettna
sögu um grafalvarlegt málefni. En á
meðan lesandinn veltir fyrir sér hvort
hann eigi að hlæja eða gráta með per-
sónum sögunnar er eins víst að með
honum vakni ýmsar spurningar um
drifkraft manneskjunnar, um böndin á
milli okkar og um sjálfa lífsgleðina.
Bókin er tileinkuð öllum þeim sem
ekki eiga jeppa.
Feigðarflan er sjötta skáldverk Rún-
ars H. Vignissonar, rithöfundar og
þýðanda. Bókin Nautnastuldur, sem
einnig fjallar um Egil Grímsson, var til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna á sínum tíma.
Bókin er 201 bls.
Kápu hannaði Finnur Malmquist.
Leiðbeinandi verð 3.550 kr.
Nýjar bækur
Útkall útgáfufélag
hefur sent frá sér
bókina Útkall –
hernaðarleynd-
armál í Viðey eft-
ir Óttar Sveins-
son. Í bókinni er
sagt frá einni
allra stærstu
björgun Íslands-
sögunnar þegar lítil hersveit undir
stjórn íslenska skipstjórans Einars
Sigurðssonar kom hátt í tvö hundruð
aðframkomnum sjóliðum til bjargar
eftir að stolt kanadíska flotans,
tundurspillirinn Skeena, strandaði
við Viðey í foráttuveðri 25. október
1944. Hér varpa einstakar frásagnir
Kanadamanna og Íslendinga nýju
ljósi á björgunar- og hermálasögu Ís-
lands með lýsingu á einum örlagrík-
asta atburði stríðsins hér á landi.
Hulunni svipt af hernaðarleyndarmál-
inu.
Bókin er 216 bls.
Höfundur: Óttar Sveinsson
Verð 4.490 kr.
Reykjavíkurakademían hefur gefið út
níundu atviksbókina en hún nefnist
Marshall McLuhan: Miðill <---> Áhrif
<---> Merking og inniheldur fimm
þýddar greinar eft-
ir McLuhan sem
var einn af áhrifa-
mestu fjölmiðla-
fræðingum síð-
ustu aldar.
Þröstur Helgason
er ritstjóri bók-
arinnar og ritar ýt-
arlegan inngang
um McLuhan, hug-
myndir hans og
áhrif.
„Marshall McLuhan er maðurinn
sem hélt því fram að stafrófið væri
merkilegasta uppfinning mannsins og
prentið hefði hrundið af stað þeim
ósköpum sem áttu eftir að dynja yfir
mannkyn í formi vísinda, tækni, fjöl-
miðla, einstaklingshyggju, þjóðern-
ishyggju, ríkisbákns og kommúnisma
og kapítalisma o.s.frv. o.s.frv. Hann
hélt því fram að prentið hefði gengið
af ættbálkasamfélaginu dauðu í hin-
um vestræna heimi en rafvæðingin
hefði endurvakið það í heimsþorpi
samskiptabyltingarinnar. Hann hélt
því fram að merkilegustu skilaboð
fjölmiðlanna væru þeir sjálfir, inntak
þeirra og efni skipti sáralitlu máli fyrir
sögulega framvindu en áhrif hinnar
nýju tækni á skynjun mannsins og
umhverfi skipti sköpum,“ segir meðal
annars í innganginum.