Tíminn - 14.06.1970, Síða 5

Tíminn - 14.06.1970, Síða 5
SUNNUDAGUR 14. júní 1970. TÍMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFIIIU — Þegar þú ert kominn í borgarstjórnina, viltu þá ekki •reyna að útijega vini mínum vinnu hjá borginni? — Hvað gerir hann? — Ekkert! — Það er fínt! Þá þurfum eklki að setja hann inn í starf. — Hugsa sér, hvað þetta hefur verið óþægilegt í gamla daga, þegar maður þurfti líka að halda við pilsin. Frú Smith: — Viljið þér gjöra svo vel að vigta þennan pakka fyrir mig. Slátrarinn: — Já, hann er nákvæmlega eitt og háift kiló. Frú Smith: Takkv-Þetta eru beinin úr tveggja kílóa steik- inni, sem þér selduð mér fyrir helgina. Fín frú kom inn í ávaxta verzlun • með kjölturakkann sinn. Seppi fór að skoða eplin, án þess að húsmóðir hans tæki eftir því. Verzlunarmaðurinn vakti athygli frúarinnar á þvi, að hundurinn var farinn að sleikja eplin. Þá varð frúnni að orði: — Uss, Fídó, þetta máttu ekki. Þau eru óhrein. Presturinn við fangann, sem er rétt setztur í rafmagnsstól- inn: — Er nokkuð, sem ég get gert fyrir yður? — Já, haldið í hóndina á imér! Á lítinn veitingastað komu fyrir skömmu fcveir herramenh og báðu um uxahalasúpu. Þeir borðuðu og spurðu síðan, hvað súpan kostaði. — 100 krónur á mann, svar- aði þjónninn. — Það er sannarlega okur- verð, sagði annar gesturinn. —Já, líklega, svaraði þjónn inn og yppti bxlum. — En þið verðið líka að muna, að það fer heill uxi í hvert sinn. — Þjónn. það stendur kavíar á matseðlinum. Hvað er það? — Það eru egg styrjunnar. — Jæja, þá ætla ég að fá tvö stykki liðsoðin, takk. — Þjónn, viljið þér gjöra svo vel, að loka dyrunum- — Er trekkur á yður, herra? — Nei, en þetta er í þriðja sinn ,sem buffið fýkur niður á gólf. pabbi. Má ég eiga hann? DENNI Eddi ségist geta borðað riieiri ís cn ég, ætlarðu að láta hann DÆAAAlA U S I sl6PPa iueð svoleiðis mont? Óneitanlega er hann dável vaxinn, hann Kalli krónprins, eða kannski hann hafi bara dregið inn magánn ’ og þariið bfjóstkassann á meðan ljós- myndarinn var þarna að.þvæl- ast fyrir honum. Myndirí er ann Zsa Zsa Gabor sagði um dag- inn í viðtali við brezkan blaða- mann: „Ég get staðizt allar freistingar, nema hjónaband. Þegar ég var 14 ára var ég þeg ar tekin að óttast að ég myndi pipra, enginn myndi lúta svo lágt að biðja min. Ég giftist ars tekin þegar drottningin skrapp með alla fjölskylduna til Ástralíu í frí, og tii að líta eftir að allt væri í lagi hjá þess um þegnum sínum hinum meg in á hnattkúlunni. þegar ég var fimmtán og hálfs árs, tyrkneskum diplómat. Og allt frá því það var, hef ég orð- ið svo hrifin og ánægð, þegar maður, sem ég hrífst af, hefur beðið mín, að ég get ekki annað en játazt honum. Þegar maður- ;nn ber upp bónorðið, heillast ég gjörsamlega, gleymi að Jiugsa um hvernig hjónabandið verði hugsanlega, gleymi öllu, gleymi jafnvel að ég er þegar gift! Ég segi bara JÁ þegar í stað . Ég elska hjónaband, mér finnst allt stórkostlegt við þau, allt frá hjónavígslunni til skiln aðarins. Við allar hjónavígslur sem ég hef komið nærri, hef ég brostið í grát, sérstaklega við mínar eigin. Karlmenn gráta ekki þegar þeir kvænast^ þeir gráta frekar þegar þeir skilja. Ég hef nú verið gift fimm sinn- um og sé ekki eftir einu einasta hjóriabandanna. Ég er mjög hrifin af öllum mönnunum mín um, en kona er karlmianni nauð synleg. í fyrsta lagi þarf karl- maður einhvern til að annast þvotta, matseld og þ.h. eða a.m.k. eínhvern til að senda þvottinn í þvottahws og panba matinn á hótéli. Nú og svo er konan víst óhjákvæmilegt áhald í kynferðislífi karlmannsins . .“ Nú er verið að gera fyratu myntina, sem skreyifct verður vangasvip Oharles de Geulie, heyshöfðingja. Þó að myntin sé gerð í París, er hún ekki frönsk, heldur verð- ur hún sett í umferð í Afríku- ríkinu Chad, en de Gaulle veitti Chadbúum sjálfstæði árið 1960. Stöðumælasektir hafa nýlega verið hækkaðár í Frakklandi öllu, og er því lofað, að það gjald sem innheimtist við hækk un þessa, verði öllu varið til að bæta samgöngukerfi borganna, þannig að fleiri sjái sér fært að komast leiðar sirinar í stræt- isvögnum ogg sporvögnum. Haf in er mikil áróöursherferð fyrir því að menn eigi að skilja bí!a sína eftir heima, en aka í al- menningsvögnum til vinnunnar. f til vill' á þessi kettlingur eftir að læra það einn '”!|ðan veðurdag, að þannig hcgða kctt jr sér ekki. Að leyía mús að lepja mjólkina með sér og leika sér svo við hana á eftir! Mamma hans á örugglega eftir að kcana honum sitt af hverju þcssum. Ef köttur er á heimili yðar, sýnið honum þá ekki þessa mynd, hún gæti komiö honum úr jafnvægi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.