Tíminn - 10.07.1970, Blaðsíða 14
14
TIMINN
FÖSTUDAGUR 10. júlí 1970.
(---------------------------\
NORRÆNT SAMSTARF í FRAMKVÆMD
Munið sænsku kaffikynninguna 1 Norræna húsinu
í dag, föstudag 10. júlí kl. 14.00—22.00.
Munið ókeypis gestahappdrættið. Dregið er
kl. 15.00 — 17,00 — 19,00 — 21,00. ,
Munið skemmtikvöldið.
Sjón er sögu ríkari.
® ÚTBOÐf
Tilboð óskast í lagfæringu á umhverfi hitaveitu-
geyma á Öskjuhlíð, svo og byggingu hitaveitu-
stobks á sama stað. Útboðsgögn eru afhent í skrif-
stofu vorri gegn 1000,00 skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
22. júlí n.k. kl. 11,00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
ÞAKKARÁVARP
til Bæhreppinga í Strandasýslu.
Kæru sveitungar! Þegar ég nú læt af. oddvita- og
sveitarstjórnarstörfum, þakka ég ykkur heils hugar
ánægjulegt samstarf og traust á liðnum árum.
Innilegar þakkir fyrir höfðinglega minningargjöf.
Þá vil ég og tjá sveitarstjórninni hugheilar þakkir fyrir
þann óvænta sóma, mér sýndan, með kjöri heiðurs-
borgara Bæjarhrepps.
Það er mín heitasta ósk, að ykkur öllum og sveitar-
félagi okkar, megi sem hezt farnast á komandi árum.
Sæmundur Guðjónsson.
Þóra Loftsdóttir,
Grafarbakka, Hrunamannahreppi,
verSur iarðsungin frá Hrunakirkiu, laugardaginn 11. júlí kl. 3
sfðdegi*.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Helgi B. Þorkelsson,
klæðskerl,
andaðlst 8. |úll s. I.
Guðrfður Sigurbjörnsdóttir,
Kjartan Helgason,
Elnar Helgason,
Baldur Helgason.
NORRÆNT SAMSTARF í FRAMKVÆMD
Sænskt kvöld 10. júlí 1970, á sýningunni „Norrænt
samstarf í framkvæmd“ í Norræna húsinu.
DAGSKRÁ:
1. Tríó Carls Billich leikur: Syrpu af sænskum
lögum „Tonema*.
2. Sólveig Björling syngur:
J.A. Josephson:
Sjung, sjung, du underbara sáng
Jeg vet en dejlig rosa (þjóðlag)
Kristallen den fina (þjóðlag)
Tura Rangström:
Vinden och trádet.
Den enda stunden
Birger Sjöberg:
Den första gang jag ság dig
3. Ræða — Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhús-
stjóri, form. Sænsk-íslenzka félagsins.
4. Tríóið leikur lög eftir Bellmann.
5. Kvikmyndasýning.
Kynnir er á þjóðbúningi.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Á VÍÐAVANGI
Framhald af bls. 3.
ingu, og því er atvinnuleysi
meðal skólafólks miklu mcira
en fram kemur í liinni opin-
beru atvinnuleysisskráningu.
Ályktanir leiðarahöfundar-
ins um „kraftaverkiS“ sýna
ljóslega, að málefnavog hans
er ekki íslenzk og augun er-
lend í íslenzku höfði. Á fs-
landi á það ekki að vera neitt
kraftaverk að láta fólk hafa
nóg að starfa í júlí. Landið
og lífið þar er þeirrar náttúru,
og samanburður við árstíðajafn
Grein Dr. Focke
Framhald af bls. 9
Ég vona, að mér hafi tek-
izt með þessum orðum aö
skýra hvar við erum á vegi
stödd 1970 og hvaða breyting-
ar hafa orðið síðan 1953.
Það, sem gerðist fyrir sautján
árum, getur tæpast orðið ann-
að og meira en ljósgeisli, sem
lýsir fram á veginn. En at-
burðirnir 1953 minna okkur ó-
tvírætt á, að býzka þjóðin
heldur áfróm að vera til, jafn-
vel þó að hún verði að búa
í tveimur. aðskildum ríkium.
Við erum að vinna í anda
þeirra, sem uppreisnina gerðu
árið 1953. þegar við leitumst
við að koma á bættri sambúð
þýzku rjkjanna tveggja og
auka tengsl fólksins. sem bar
býr. Þarna er aðeins um að
ræða hluta af Evrópu og við
miðum stefnu okkar og að-
gerðir við framtíða rmynd okk
ar af henni sem heild.
ari lönd er út j hött. Síðan
atvinuuleysisskráning hófst hef
ur aldrei verið svo bágborið
ástand hér á landi, að þúsund
manns hafi verið atvinnulaus-
ir í júní.
En Vísir er trúr þeirri mygl
uðu íhaldskenningu, að pínulít-
ið eða „hæfilegt“ atvinnuleysi
sé nauðsynlegt í íhaldsfrum-
skógi þeim, sem gefið er glæsi
nafnið „frjáls samkeppni“, og
ber líklega að skilja þetta svo,
að það gullna mundangshóf
ríki einmitt núna. Aðrir hafa
aðra skoðun og telja slíkt
„hæfilegt“ atvinnuleysi smán-
arblett á hverju siðuðu þjóð-
félagi, sem eigi að stjórna eft-
ir fyrsta boðorði félagshyggj-
unnar, að hver vinnufús hönd
hafi verk að vinna, og at-
vinnuleysi, hve lítið sem það
er, sé smánarlegasta sóun
verðmæta, sem til sé. — AK.
Flugvélar
Framhald af bls. 1
út á móts við aðsetur Essó á vell-
inum, og þar voru hreyflarnir
stöðvaðir. Starfsmenn á vellinutn
fylgdust með vélinni. bæði Banda
ríkjamenn _ við flotastöðvarbygg-
inguna, og fslendingar við flugstöð
ina. Er véiin hafðj stöðvað hreyfl
ana. gengu íslendingarnir \ átt-
ina að henni, en er komið var í
námunda við hana, brá svo und-
arlega við, að ’allir nema íslenzku
blaðamennirnir, sem þarna voru,
fengu að koma nálægt henni. Tveir
íslenzkir lögregluþjónar stugguðu
íslenzku blaðamönnunum frá, og
lenti lögregluþjónn og blaðamað-
ur í smávegis handalögmáli.
Fékkst engin skýring á því, hvers
vegna blaðamennirnir fengu ekki
að koma nálægt vélinni, en hing-
að til hafa þeir fengið að fara að
flugvélum sem koma þarna á
stæðið, við flugstöðina, og rúss-
nesku flugmennirnir höfðu ekkert
á móti því.
Flestir Rússanna biðu í
vélinni í tvo og hálfan tíma.
Starfsmenn flugvallarins hófust
síðan handa við að setja elds-
neyti á vélina, en nokkrir af áhöfn
inni komu út úr vélinni. Aðeins
þrír af 17 sem um borð voru,
fóru inn í flugstöðina. Voru það
flugstjórinn, Cherkachin að nafni,
flugleiðsögumaðurinn og aðstoðar
flugmaðurinn. Allt menn um
fimmtugt, og flugstjórinn bar þess
greinilega merki í andlitinu, að
hann hefur einhvern tímann kom
izt í hann krappann, enda mun
hann vera frægur orrustuflugmað
ur.
Flugstjóri sagðist ekki tala
ensku, en með aðstoð Rússa sem
talaði ensku, fengust þær upplýs
ingar, að þeir hefðu farið frá
Moskvu á fögrum sumardegi í
morgun. í Riga millilentu þeir, og
flugu síðan á fjórum tímum til
Keflavíkur, en þeir sögðu sterk-
an mótvind hafa verið á leiðinni.
Rússarnir stigðu að þeim hefði
opnast nýr heimur, en þeir flugu
yfir íslenzku jöklana í um 21
þúsund feta hæð. Þeir sögðust
eiga fyrir höndum 21 kluKkustund
ar flug til Lima í Perú ,og að-
spurðir sögðu þeir, að verið gæti,
að þeir hefðu lengri viðdvöl í
bakaleiðinni. Um borð í vélinni
sögðu þeir vera sjúkrabíl, lyf,
læknis- og hjúkranargögn. Mun
ætlunin, að allar vélarnar 65
flytji búnað og hjúkrunarfólk í
heilt sjúkrahús í Líma.
Eftir tveggja og húlfs tíma við-
dvöl á vellinum, héldu Rússarnir
brott. Sögðu þeir þá, að þetta
væri einskonar reynsluflug, til að
kynnast aðstæðum á hinum ýmsu
flugvöllum, sem þeir þurfa að
lenda á, í þessu langa og mikla
flutningaflugi.
Það sama var uppi á teningn-
um við brottförina, og viS kom-
una, að íslenzku blaðamennirnir
máttu ekki koma nálægt sovézku
flutningaflugvélinni CCCP-Í1908,
þrátt fyrir að flugstjórinn var
búinn að fyrra bragði, að stinga
upp á því, að tekin yrði mynd
af honum við vélina.
Strax og flugvélin var farin
í loftið, var aflétt tálmunum á
umferð innan vallarins, en ef tíu
vélar eiga að lenda þar næstu
daga, má búast við að setja verði
á aukavaktir, til þess að íslenzkir
blaðamenn komizt nú ekki aærri
sovézku vélunum.
Á morgun eiga tvær vélar að
koma, en óráðið mun um frekari
viðkomur.
Málverkasýning
Framhald af bls. 3
júlí. Til sýnis verða um 30 mál-
verk, þar af mörg frá: Veiðivötn
um og 10 höggmyndir. Við opnun
sýningarinnar, mun listamaðurinn
lesa úr eigin verkum, sömuleiðis
verða flutt tvö tónverk eftir
hann, af Kirkjukór Akraness.
Einnig verða til sýnis tvö teppi,
gerð af konu listamannsins, Bar-
böru Árnason.
Sýningin verður opin um helg
ar frá kl. 2—10 e. h., en virka
daga frá kl. 6—10 e. h. Sýning
unni lýkur sunnudaginn 19. júlí.
Málverkin verða öll til sölu.
JÓN E. RAGNARSSON
LÖGMAÐUR
Lögmannsskrifstofa,
Laugavegi 3. Sími 17200.
-----------------------i