Tíminn - 10.07.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.07.1970, Blaðsíða 16
 FSstudagor 10. fíúK 19». Bréf frá Uppsölum - Sjá bls. 8 Fann gamlan danskan tú skildíng SJ—miðvikudag. Á föstudaginn rakst Helgi Kristjánsson, verkstjóri í Hrað frystihúsi Ólafsvíkur, á gaml- an danskan túskilding, er hann var að rista bökur skammt frá bænum Fróðá ekki langt frá kauptúninu. Mynt bc-si er nokkuð slitin, en bó má vei greina máð skjaldarmerki sem virðist ver tvö F og rómver-ik ir fimm. Hinum megin á tveggja skildingapeningnum er Ijón með öxi. Ártalið er 1702, sem kemur ekki heim við FV. bví bað ár var Frið- rik IV. konungur í Danmörku. Stafirnir 0 og 2 í ártalinu eru nokkuð ógreinilegir svo hugs- anlegt er, að um annað ártal sé að ræða. Eins rómverska fimmið nokkuð óglöggt svo ef til , vill standa rómverskir IV. á peningnum. Bær hefur verið að Fróðá um aldir og um bessar slóðir eru fornar reiðgötur. Ólafsyík var einnig verzlunarstaður um aldir svo ekki er mjög kynlegt bó á bessum slóðum finnist menjar um viðskipti fyrri tíð. Myndin er af Helga með pen- inginn. ÖNNID DAG OG NÓTT VIÐ LOFTLEIDAHÓTEUD SB—Reykjavík, fimmtudag. Þegar verkfallið leystist loksins, var tekið til af fullum krafti að vinna upp tapaða tímann í við- byggingunni við Hótel Loftleiðir. Þar er nú verið að slá upp fyrir fyrstu hæðinni, en samkvæmt upp haflegri áætlun ætti verkið að vera einni hæð ofar. Erling Aspelund, hótelstjóri sagði blaðinu í dag, að fyrst um sinn yrði unnið á vöktum í bygg ingunni til að reyna að ná sem fyrst upp þessum glataða verk fallsmánuði. „Húsið verður að vera' fokhelt í september, til að hægt verði að vinna inni í vetur“, sagði Erling. Ef allt gengur vel, verður nýjs hótelálman opnuð 1. maí n. k. og þá bætast 111 gistiherbergi við þau 108 sem fyrir eru í hótelinu. Marg-r gestir eru þegar búnir að panta gistingu i nýju álmunni NÚ ER HÆGT AÐ LEIGJA SÉR TJÖLD SB—Reykjavík, fimmtudag. Fyrsta tjaldleiga, sem sögur fara af hérlendis tók til starfa nú fyrir helgina. Tveir ungir, fram takssamir menn, Einar Eiríksson og Magnús Gunnarsson, standa að fyrirtækinu, sem gengið hefur skínandi vel, það sem af er. Tjöld in afgreiða þeir í Gömlu gróðrar- stöðinni, Laufásvegi 74. Blaðið náði tali af Einari I dag og sagði hann að Magnús fé- lagi sinn hefði komið með þessa hugmynd frá Noregi. Þeir keyptu sér 10 tjöld, fimm manna og settu á stofn Tjaldleiguna. Einar sagði og, að enn sem komið væri, hefðu íslenzkir ferðalangar mest skipt við leiguna, en þó nokkrir erlendir ferðamenn. Þeir Einar og Magnús hafa lát- ið prenta auglýsingaspjöld og dreift þeim á ferðaskrifstofurnar og hótelin. Leigan á tjöldunum er 300 kr., fyrir fyrsta sólarhringinn, 200 fyrir þann næsta og síðan 100 fyrir hvern sólarhring t£L viðbót- ar. KÝR BORGAR- DOMARI Hinn 25. júní s. I. skipaði for- setl íslands, Stefán Má Stefánsson borgardómara við borgardómara- embættið í Reykjavík. Stefán Már er fæddur í Reykja vík 19. október 1938, sonur hjón anna Stefáns heitins Jakobssonar, múrarameistara frá Galtafelli og Guðrúnar Guðjónsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 og hóf laganám þá um haustið og lauk embættis prófi frá lagadeild Háskóla ís- lands vorið 1964. Hann starfaði fyrst sem fulltrúi bæjarfógeta í Kópavogi, en 1. des ember 1964 varð hann fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík. Hefur hann gegnt því starfi síðan. Stefán Már stundaði framhalds nám við Nordisk Institutt for Sjörett í Osló sumarið 1966 og við Háskólann í Hamborg vetur inn 1966—1967 og um stuttan tíma vorið 1969, á sama stað. Stefán Már er kvæntur Kristínu Ragnarsdóttur, tannlækni, og eiga þau 3 börm. ÁRODURSHERFERO FYRIR NOTKUN ORYGGISBELTAIBMDUM HAFIN Umferðarráð er nú að hefja áróðursherferð fyrir notkun örygg isbelta í bílum. Þótt slík öryggis tæki séu í yfir 3 þúsund bílum á landinu virðist sem ökumenn og farþegar noti þau ekki nema að mjög takmörkuðu leyti. Rannsókn ir sýna að koma má í veg fyrir 8 af hverum 10 alvarlegum umferð arslysum með því að nota öryggis belti og sést glöggt af þessum tölum hve mikilsverð beltin eru til öryggis fyrir bilstjóra og far- þega. Er því full ástæða til að brýna fyrir ökumönnum að nota beltin og láta farþega gera slíkt hið sama og að þeir sem ekki hafa þessi öryggistæki í bílum sínum fái sér iu hið fyrsta og noti þau. I ársbyrjun 1969 tóku gildi lög um, aö i öllu fólks- og sendibif- reiðum, sem skráðar eru í fyrsta sinn hér á landi eftir þann tíma, skuli vera öryggisbelti fyrir öku- mann og farþega í framsæti. Tal ið er, að nú séu yfir þrjú þúsund bifreiðar búnar öryggisbeltum hér á landi, en hinsvegar er reynslan sú, að beltin eru mjög litið notuð af ökumönnum og farþegum Um- ferðarráð hefir þvi ákveðið að hfifja træðslustarf um gildi örygg isbelta og hefur fræðslustarfið tvíþættan tilgang. 1. Að hvetja þá ökumenn og farþega, sem hafa öryggisbelti, til að nota þau og 2. að hvetja bifreiðaeigendur. sem ekki hafa öryggisbelti í bifreiðum sínum til þess að setja þau í bifreiðir sínar og nota þau. Öryggisbelti, sem hangir ónot- að í bifreiðinni, gerir ekkert gagn, en fullsannað er með ítarlegum rannsóknum, sem framkvæmdar hafa verið, að öryggisbelti hafa mikla þýðingu fyrir umferðarör- yggi'ð. Viðurkennt öryggisbelti á að þola átak sem nemur um þrem tonnum, eða samsvarandi þvi átaki, sem verður, ef bif- reið er ekið með 60 km hraða á steinvegg. Niðurstöðum erlendra rannsókna ber flestum saman um, að koma mætti í veg fyrir átta af hverjum tíu meiriháttar meiðsi um og fjögur af hverjum tíu minniháttar meiðslum á ökumöan um og farþegum, sem lenda í um ferðarslysum á ári hverju, væru öryggisbelti notuð. Sumir ökumenn nota öryggis- belti eingöngu i akstri á þjóð- vegum, en það er ekki síður ástæða til að hvetja ökumena og farþega til að hafa beltin spennt í innanjjæjarakstri en í þjóðvega akstri, því Staðreyndin er sú, að tveir þriðju hlutar allra utnferðar slysa venða í akstri í þéttbýli. Ein algengasta tegund umferð arslysa í þéttbýli er aftanáakstur, og þá er ekki óalgengt, að öku maður og farþegar í framsæti skelli á framrúðu eða mælaborði. Þá sýnir reynslan, að þeir öku- menn ,sem nota öryggisbelti njóta meiri öryggistilfinningar við akst ur, og verða ekki eins þreyttir í langferðum. Til þess að minna á gildi örygg isbelta hefur Umferðarráð dreift veggspjöldum viða um landið. Bæklingur um öryggisbelti hefur verið sendur öllum, er fest hafa kaup á nýrri bifreið eftir 1. janúar 1969. Efni Ökumannsins, fræðslu rits fyrir bifreiðastjóra, sem dreift er til allra bifreiðaeigenda í landinu, fjallar að mestu um öryggisbelti. 8 stór skilti verða næstu daga sett upp við þjóðvegi, auk þess sem efni umferðarþátta í útvarpi á næstunni verðttr aðal lega um öryggisbelti. e-- - - ——■—-—■—-—. Sumarferð Fram- sóknarféiaganna í Reykjavík 1970 Fararstjóri: Einar Ágústsson, alVingsmaður. Ekið verðu. um Hellisheiði, stanzað á Kambabrún. ef veð- ur er gott, annars í Hveragerði. Þaðan um Selfoss, austur yfir Þ.jórsá. austur Holt og upp Landsveit í Galtalækjarskóg og matazt bar. Síðan ekið að eldstöðvum Heklu og bær skoð aðar. Þa er farið um Þjórsárbrú hjá Búrfelli ^ur Þiórsárdal. að Skálholti Þaðar, er ekið upp hjá Mosfelli að ^augar- ( vatm. en frá Laugarvatni um Laugardalsvelli og stanzað þar. Þá er ekið um Gjábakkahraun til Þingvalla og síðan til Reykjavíkur. (Sennilega verð ur stanzað víðar, en hér hef- ur verið rakið, ef veður verð ur gott). Farseðlar eru seldir á Hring braut 30. símar 24480 og 16066. Einnig í afgreiðslu Tímans. Bankastræti 7. sími 12323. Far seðlarnir kosta fcr 400.00. Fvr- ir börn innan 10 ára kr. 250.00. Nesti þurfa menn að taka með sér. Nai.ðsynlegt er, að þátttak- endur taki farseðla sína sem 1 allra fyrst, því að torvelt get- ur orðið að fá bfla, nema sam ið sé um bá með nokkuri'a daga fvrirvara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.