Tíminn - 12.07.1970, Síða 2
r
TfMINN
SUNNUDAGUR 12. júM 197«.
Prýðilegur árangur
Guðmundar
Þegar þessar línur eru ritaðar
er mjöR farið að síga á seinni
Wuta" skákmótsins í Caracas og
hefur Guðmundur Sigurjónsson
staðið fyrir sínu, eins og vænta
mátti. Hefur hann hlotið 8 vinn-
inga af 14 mögulegum, eða lið-
lega 57 prósent, sem telja verður
mjög sómasamlegan árangur í
svo sterku móti. Allar erfiðustu
skákirnar eru nú að baki og hef-
ur Guðmundur því góða mögu-
leika á að laga vinningshlutfall
sitt í þremur síðustu umferðun-
um
Mótið í Caracas er örugglega
sterkasta skákmót. sem Guðmund-
ur hefur tekið þátt í fram til
þessa og er því fróðlegt að gera
sér grein fyrir árangri hans í ein
stökum atriðum. Gegn stórmeist-
urunum hefur hann hlotið 3Í4
vinning af 9 mögulegum eða tæp
39 prósent. Hann vinnur Barcza,
gerir jafntefli við Stein, Ivkov,
Uhlman, Parma og O’Kelly, en
tapar fyrir Kavalek, Panno og
Benkö. Alþjóðlegu meisturunum
hefur hann sýnt litla miskunn og
aðeins leyft eitt jafntefli. Þeir
Addison og Ciocalteca hafa báðir
orðið að lúta í lægra haldi fyrir
Guðmundi, en heimsmeistari ungl
inga, Karpov, fengið jafnteflið.
Þetta gerir 2V2 vinning af 3 eða
liðlega 83 prósent. Þá hefur Guð-
mundur unnið tvo titillausa
Venezúelamenn, þá Slussar og
Villaroel. f síðustu þremur um-
ferðunum teflir Guðmundur svo
við Cuellar og Yepes, sem báðir
eru alþjóðlegir meistarar og
Caro, sem er titillaus.
Samkvæmt reglum FIDE cull-
nægir mót þetta þeim kröfum,
sem gerðar eru til alþjóðlegra
móta af styrkleikagráðu la. í
slíku móti er unnt að verða sér
úti um alþjóðlegan meistaratitil í
einni atrennu og er þá gert ráð
fyrir, að viðkomandi hljóti 35
prósent vinninga gegn stórmeist-
urunum, 55 prósent gegn alþjóð-
legum meisturum og 75 prósent
gegn titillausum. Samkvæmt þessu
virðist Guðmundi nægja 1 vinn-
Guðmundur Sigurjónsson
ingur til viðbótar til að hljóta
titilinn í einni atrennu og ætti
honum varla að reynast það erf-
itt. Hitt er svo annað mál, að
Guðmundur á, þegar að vera
búinn að tryggja sér titilinn á
grundvelli fyrri afreka, svo að
slakari útkoma ætti ekki að koma
að sök.
Hér heima hlýtur athygli
©
Enn sem fyrr
Mallorka
London
ódýrustu og beztu
utanlandsferðimar
Leiguflug beint til
London á heimleið
>
í.
i
ferðaskrifstofa banbastræti 7
símar 16400 1207fij>
Brottför annan hvero mið-
vikudag.
Vikulega í ágúst og sept.
15—17 dagar.
Verð frá kr. 11.800,00.
manna fyrst og fremst að beinast
að gengi Guðmundar í þessu móti,
en hitt getur ekki hafa farið fram
hjá neinum, hversu tékkneski stór
meistarinn Kavalek hefur staðið
sig framúrskarandi vel. Hann er
nú í efsta sæti með 12 vinninga,
sem er óvenjulega hátt vinnings-
hlutfall í svo sterku móti, og er
óhætt að fullyrða, að slíkum ár-
angri hefur hann aldrei náð áð-
ur. Ætti honum ekki að vgrða
skotaskuld úr því að halda efsta
sætinu í mótinu.
Úr því að ég fór að minnast
á Kavalek, þá er ekki úr vegi að
þirta hér skák. sem tefld var á
mótinu í Lugano í ár. Skákinni
lyktar með jafntefli, en hún er
engu að síður skemmtileg og fróð
leg.
Lugano 1970.
' Hv.: Kavalel:
Sv.: Friðrik. Sikileyjarvörn.
1. e4, c5
2. Rf3, Rc6
3. d4, cxd4
4. Rxd4, e6
5. Rb5.
(Með þessum leik hyggst hvitur
mynda sér sterka miðborðsstöðu
og takmarka athafnafrelsi svörtu
mannanna.)
5. —, d6
6. c4, Rf6
i. Rlc3, a6
8. Ra3, Be7
y. Be2, 0—0
10. 0—0, b6
11. Be3, Bb7
(Svarta staðan er þröng en traust,
og í henni býr dulinn kraftur,
sem leysa má úr læðingi við hent
ugt tækifæri.)
12. Hcl
(Hér hefur einnig verið reynt
12. Db3, 12. Dd2 og 12. f3. Ekki
treysti ég mér til að dæma um
það, hver þessara leikja er bezt-
ur.)
12. —. Hb8
(Ekki minnist ég hess, að hafa
séð þessum leik beitt áður í þess-
ari stöðu, enda eðlilegra að leika
12.—, Hc8 eða —, He8. Á b8 er
hróknum- m.a. ætlað hað hlutverk
að vernda svarta peðið á b6.)
13. Dd2(?)
(Þessi leikur gerir svarti strax
kleift a'ð losa um stöðu sína.
Skárra virðist 13. f3. sem svartur
( mundi væntanlega hafa svarað
" mcð —, He8.)
13. —. Re5
14. f3
(Hvítur gat reynt að halda mið-
borði svarts í skefjum með bví
að leika 14. Dd4, en þá kemur
greinilega í ljós einn kostur 12.
leiks svarts, —, Hb8. Svartur,get
ur nú einfaldlega leikið 14. —.
Reg4 og eftir 15. Dxb6, DxD 16.
BxB, Bc6 stæði hann vel. Jafn-
vel 16. —, Bxe4 kemur til greina.)
14. —, d5
15. cxd5
(15. Bf4 missir marks vegna —,
Rxc4 16. Rxc4, dxc4 o. s. frv.)
15. —, exd5
16. Bf4
(Hvíti tekst ekki að finna betra
aframhald. Þannig mundi t. d.
16. exd5 beinlínis leiða til verri
stöðu fyrir hann eftir —, b5 17.
Rabl, b4 ásamt 18. —, Rxd5, sama
máli gegnir um 16. Rxd5, Bxd5
17. exd5, Rxd5.)
16. —, Rg6!
(Þcnnan leik hafði svartur í huga,
er hann lék 14. —, d5. Annar
möguleiki var 16. —, Be5+ 17.
Khl, He8 18. Hcdl. Staðan er
mjög flókin og sennilega hvítj í
hag.)
17. Bxb8, Dxbh
18. Rxd5-
(Hvítur gerir sér ljósa grein fyr
ir því, hversu staðan er -hættuleg
og reynir ekki að tefla til vinn-
ings. Þannig mundi t. d. 18. f4
skapa svarti stórhættuleg færi
eftir —, dxe4.)
18. —, Bxd5,
19. exd5, Bd6
20. g3
(Hvítur gerir sig ánægðan með
jafntefli, enda væri áframhaldið
20. f4, Bxf4 21. Hxf4, Rxf4 mjög
tvíeggjað.)
20. —, Bxg3
21. hxg3, Dxg3+
22. Khl, Dh4t
23. Kgl, Rf4
24. Bxa6! Rh3t
25. Kg2
(Hér kom 25. Khl varla til greina
‘vegna 25. —, Rh5!) Svartur hugs
aði sig nú um í 40 mínútur, en
tókst ekki að finna neina afger-
andi vinningsleið. Hann bauð hvf
jafntefli, sem hvítur að sjálf-
sögðu þáði.
Staðan er mjög skemmtileg og
væri fróðlegt að vita, hvort ein
hvers staðar leynist í henni vinn
ingsmöguleiki fyrir svart.
F.Ó.
VELJUM
runM
ATVINNA
U.M.F. Skallagrímur í Borgarnesi, óskar að ráða
starfsmann. Starfið er fyrst og fremst fólgið í
rekstri samkomuhúss og störfum í sambandi við
íþróttastarfsemi félagsins. Æskilegt er að viðkom-
andi hafi einhverja reynslu í þeim störfum. —
Umsóknarfrestur er til 25. júlí, og skal umsókn-
um skilað til Gísla V. Halldórssonar, sími 93-7177
eða Konráðs Andréssonar, sími 93-7155, sem veita
nánari upplýsingar, eftir kl. 19,00 á kvöldin.
U.M.F. Skallagrímur.
Hestamót
Hestamannafélagið Geysir auglýsir hestamót á
Rangárbökkum, sunnudaginn 19. júlí kl. 2 e.h.
Keppt verður í eftirtöldum greinum: gæðinga-
keppni, skeiði, stökki 250 m. — 350 m. — og
800 m. — I. verðlaun í skeiði og 800 m. eru
kr. 8.000,00.' Sérstök vallarmetsverðlaun.
Auk þessa er unghrossasýning, sérstök hópreið
barna og naglaboðreið.
Tilkynning um þatttöku berist Magnúsi Finnboga-
syni, Lágafelli, fyrir miðvikudaginn 15. júlí.
Dansað í Hvoli, Hvolsvelli, laugardagskvöld. —
Ævintýri og Björgvin Halldórsson skemmta. —
Á sunnudagskvöld skemmtir tríó Þorsteins Guð-
mundssonar.
Stjórnin.
OFNA
(H)
VELJUM ÍSLENZKT
iSLENZKAN IÐNAÐ
Risalúða í
höfninni í
Hólminum
SJ—Fimmtudag.
Undanfama daga hefur ein
heljarmikil lúða sézt inni á
höfninni i Stykkishólmi. Kem
ur hún alveg upp að bryggjun
um og hafa bæjarbúar lagt fyr
ir hana lóð. en fiskurinn hefur
haft vit á að líta ekkj við
slíkum gildrum, enda nóg æti í
höfninni. Fróðir menn telja lúð
una yfir 100 pund að þyngd þótt
erfitt sé að segja til um slíkt
í einni sjónhending.
Á sumrin veiðist lúða rétt
fyrir utan Stykkishólm, en ekki
eru dæmi til að hún komi svona
nærri landi. Skreppa bæjarbú
ar gjarnan út til lúðuveiða í
góðu veðri-
Þá hefur sami selkópurinn
verið árviss gestur í Stykkis
hólmshöfn undanfarin sumur
og er hann friðhelgur. Hann
hefur einnig sézt undanfarna
daga. Hver veit nema iúða
þessi „haldi honum selslsap“
næstu sumrin?
L --------------------------------------~--------------