Tíminn - 12.07.1970, Page 16

Tíminn - 12.07.1970, Page 16
I Sumwdagvr 12. jútí T970. Lesið um Miu Farrow bls. 6 og 7 Þessi mynd var tekin í fyrrakvöld og er frá leik lslendinga og Færeyinga í handknattleik, en eins og skýrt hefur verið frá, sigruðu íslendingar með nokkrum yfirburðum. — Á myndinni sést Ólafur Jónsson skora. Tímamynd Gunnar) ÍÞRÖTTAHÁTÍÐ ISÍ ER LOKIÐ Alf-Reykjavík. — í gær, laugardag, lauk Íþróttahátíð ÍSÍ, sem staðið hefur yfir óslitið í eina viku. Þátttakend ur í hátíðarhöldunum munu hafa verið á fimmta þúsund talsins, þar á meðal fjölmarg ir útlendingar. STÓRFELLD KARTÖFLURÆKT ER HAFIN I STADARSVEIT SJ—Ólafsvík, laugardag. í fyrra hófst kartöflurækt í stór um stíl í Staðarsveit á Snæfells nesi. Er henni haldið áfram í sum ar og nú er einnig að hefjast þar mikil rófurækt. Orlofsför hafnfirzkra kvenna FB—Reykjavík, laugardag. Hafnfirzkar konur munu dvelj- ast að Laugarskóla í Sælingsdal í Dalasýslu dagana 31. júlí til 10. ágúst næst komandi. Orlofs- nefndir Reykjavíkur, Hafnarfjarð ar og Kópavogs hafa í nokkur ár haft samvinnu um rekstur orlofs- heimilis að Laugum í Sælingsdal. Hefur aðsókn alltaf verið mjög mikil og konur haft bæði gagn og gaman að þessari dvöl. Ein skemmtiferð er farin um dvalartím ann, annað hvort fyrir Klofning eða að Reykhólum. Hafa skóla- stjórahjónin að Laugum, Kristín Tómasdóttir og Einar Kristjáns- son, verið fararstjórar. og flutt afburðaskemmtilega og fróðlega leiðarlýsingu. Allar konur. sem veita hemili forstöðu án launa- greiðslu fyrir það starf, eiga rétt til orlofs, upplýsingar um ferðina mánudaginn 13. júlí, á skrifstofu verkakvennafélagsins, Alþýðuhús- inu, Hafnarfirði kl. 20.30. Þrír ungir menn standa aið fé lagsræktuninni á kartöflum, þeir Helgi Sigurmonsson, Görðum, Guð mundur Þorgrímsson, Staðarstað og Ragnar Jónsson, Brautarholti. í fyrra settu þeir niður 5 lestir af kartöfluútsæði og hr.fa í sumar aukið magnið af útsafði íil -muna. 1 byrjun keyptu þeir vélar íyrir 140 þúsund. Uppskera var góð í fyrra en þó erfiðleikum bundin því taka varð megni® af henni upp með höndum vegr.a bleytu. Hefði það ekki tekiz': nema fyrir hjálp barna og unglinga í sveiíinni, sem fengu fjórðunj uppskerunnar að I launum. Einn félagsræktenda! kvaðst fyrir skömmu vera svart- j sýnn á uppskeru í haust, en illa gekk að setja niður í vor vegna kulda og bleytu. í gær lauk landskeppni fslend- inga og íra í sundi, en vegna þess hve blaðið fer snemma í prentun, er ekki hægt að skýra frá úrslit- um keppninnar. Eftir fyrri dag keppninnar höfðu íslendingar tryggt sér 11 stiga forskot, 71 stig gegn 60 stigum íra, en í blað inu í gær, var ranglega frá því skýrt, að 9 stig skildu á milli eftir fyrri dag keppninnar. Hátíðarslit fóru fram á Laugar dalsvellinum síðdegis í gær — og FramnaiO * bls 14 Nýr bæjarstjóri í Kópavogi OÓ—Reykjavík, laugardag. Björgvin Sæmundsson hefur verið kjörinn bæjarstjóri í Kópa vogi. Mun hann taka við því starfi 1. ágúst n.k., en Björgvin hefur verið bæjarstjóri á Akranesi s.l. 8 ár, en áður var hann bæjarverk fræðingur þar. Bæjarstjóraembættið var aug- lýst og sóttu þrír um það, og var Björgvin kjörinn á bæjarstjórnar- fundi með 5 atkvæðum. Hjálmar Ólafsson lætur nú af starfi bæjar- stjóra í Kópavogi, en hann hefur gegnt því starfi s.l. átta ár. Flestir Reykvíkingar hafa scnnilega tekið eftir því, að settir hafa verið upp vinnupall ar utan um Landakotskirkju. Pallarnir eru búnir að vera við kirkjuna í um tvo mán- uði og verða að líkindum fram á haust. En þá verður líka búið að gera við og end urbæta allt, sem aflaga hefur farið í veðrum og vindum þeirra rúmlega 40 ára, sem NY SIMASKRA KEMUR í HAUST FB-Reykjavík, laugardag. Miklar breytingar verða stöðugt á símanúmerum manna hér í höf úðborginni, og út um landsbyggð ina er sjálfvirkt símakerfi tekið í notkun með stuttu millibili í hinum ýmsu bæjum og þorpum. Af þessm leiðir, að mikil nauðsyn er á nýrri símaskrá, svo hún geti verið mönnum sá leiðarvísir, sem henni er ætlað að vera. Póst og símamálastjórnin hefur ætlað sér, að senda út nýja skrá á hverju ári, og er því væntanleg símaskrá í september eða október næst komandi Við hringdum í Hafstein Þor- steinsson skrifstofustjóra hjá Landsímanum og fengum þær upp lýsingar, að frestur til að senda inn breytingar varðandi síma- skrána hefði runnið út 1- júní síðast liðinn. Er nú unnið kapp samlega að því að undirbúa endur útkomu skrárinnar, og ætti hún að verða komin í hendur símnot enda með haustinu. Hafsteinn sagði, að mjög mikið væri um breytimgar. Fólk filytti mikið milli staiða í Reykjavík, enda rísa stöðugt upp ný og ný íbúðarhverfi. Þá má einnig geta þess, að verið er að stækka sjálf virku stöðina við Grensásveg, og bætast þar við 1000 ný símanúmer. Símaskráin verður í sama broti og hún er nú, en eitthvað mun hún verða meiri um sig, sem eðlilegt er, vegna aukn'ngarinnar. Fyrir nokkru kom út götu- og númeraskrá. Þessi skrá er seld þeim, sem þess óska, og eitthvað mun enn vera til af henni hjá símanum, þótt hún sé mjög vin- sæl, og seljist yfirleitt fljótt upp. Þessi götu- og númeraskrá er sér lega þægileg fyrir til dæmis fyrir tæki, en almenningur hefur ekki síður áhuga á henni, og kaupir hana, að sögn Hafsteins. Síáttur hafinn á stöku staö í Árnessýslu Stjas-Vorsabæ, laugardag. Hér hefur verið nokkuð kalt undanfarið og hefur grassprettan verið heldur léleg nú siðustu daga. Sláttur er hafinn á nokkrum baej um í neðanverðri Árnessýsla, es annars mun sláttur hér í sýslnuni ekki alment hefjast, fyrr en eftir miðjan mánuðinn. Héraðsmót í Austur-Húnavatnssýslu Héraðsmót Framsóknarmanna í Austur-Húnavatnssýslu, verður haldið að Húnaveri laugardaginn 18. júlí og hefst W. 21.00. — Nánar auglýst síðar. — Fram- sóknarfélögin. Landakotskirkja lagfærð liðin eru síðan kirkjan var reist. Viðgerð stendur sem sagt yfir á allri kirkjunni utan- dyra. Múrverk verður Iagað, gert við gluggana og þakið og turninn lagaður til. Þetta mun vera fyrsta stóra viðgerðin, sem gerð er á Landakotskirkju. Ekki verður gert við kirkjuna að innan að sinni. (Tímamynd Gunnar), I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.