Tíminn - 26.07.1970, Qupperneq 1

Tíminn - 26.07.1970, Qupperneq 1
SAMVtNNUBANKINN ÁVAXTAR MEÐ HÆSTU VÖXTUM SAMVINNUBANKINN Þessa mynd tók Ijósmyndari Tímans, Guðjón Einarsson í gær, at framkvæmdum við hinn nýja Suðurlandsveg, VeriS er nú aS leggja veg Lækjarbotnum yfir SandskeiS og verður hann tengdur við aðalvegarkerf ið í haust. Ef til vill verður lögð olíumöl á þennan nýja veg, en það er ekki ákveðið. ....... i ...... ... . .■, . .......................—.. .............. VERDLAG fl KlSILGUR HÆKKAR Kísiliðjan styrktaraðili að Landvernd og styrkir vatnarannsóknir í Mývatni. EB-Reykjavík, laugardag. Aðalfundur Kisiliðjunnar h. f. var haldinn að Reynihlíð við Mý- vatn 23. júní s.l. og kom m.a. fram að næsta ár mun kísilgúrverk- smiðjan hafa afköst umfram nú- verandi eftirspurn, en góðar vonir eru um hæfilega aukningu á henni, þannig að hin aukna afkasta geta vegna stækkunar verksmiðj unuar verði fullnýtt á skömmum tíma. Sú eina tcgund síunargúrs, sem verksmiðjan hefur framleitt einvörðungu, verður áfram aðal- framleiðsluvara Kísiliðjunnar, en jafnframt verður stefnt að fjöl- breyttari framleiðslu til eflingar markaðsaðstöðu félagsins. Hafa tilraunir þegar verið gerðar um framleiðslu á 4 nýjum tegundum, sem prófaðar verða á markaðnum nú á næstunni. Hefur verðlag á kísilgúr verið hagstaett og farið heldur hækk- andi þaö' sem af er þessu ári. Einnijr mun þátttaka íslands EFTA hafa bætt aðstöðu Kísil iðjunnar í þeim aðildarlönduni bandalagsins, sem hafa innflutn- ingstoll á kísilgúr, og skiptir Bret land þar mestu máli. Þá kom fram á aðalfundinum, að Kísiliðjan hefur ákveðið að styrkja rannsóknir á vatnafræði Mývatns, sem gerðar verða nú á næstunni, og einnig að gerast styrktaraðili að náttúruverndar- samtökunum Landvernd, er stofn uð voru á s.l. ári. í fyrra var hafizt handa um fyrirhugaða stækkun verksmiðj- unnar í 22—24 þús. lesta ársaf- köst. Var unnt að ráðast í þessar framkvæmdir svo snemma vegna þeirra vörugæða, sem haldið hef- ur verið uppi frá fyrstu byrjun. Er framkvæmdunum nú að mestu leyti lokið, og voru stækkunar- mannvirkin tengd við tæki fyrsta áfanga í lok marzmánaðar s.l. — Frágangur mannvirkjanna er all- ur hinn vandaðasti, og hafa þau reynzt með ágætum við vinnsluna. Hefur verksm. þegar náð 21 þús. lesta ársafköstucn í rekstri, og standa vonir til, að endunlega verði farið fram úr því afkasta- marki, sem sett var við stækkun- ina. ( Heildarkostnaðurinn við stækk un verksmiðjunnar var áætlaður 2,3 milljónir dollara. Mun sú áætl- ud standast fullkomlega, og er nú gert ráð fyrir, að endanlegur kostnaður verði um 22 millj. kr. lægri en ráðgert hafði verið. Þar af eru 9 milljónir króna vegna byggingar vöruskemmu á Húsavík, sem frestað verður að svo stöddu, en annað hefur spar azt í framkvæmd. Þar til grund vallar liggur aðallega hin stór- bætta nýting, sem náðst hefur í mannvirkjum fyrsta áfanga. Hef ur reynzt nægilegt, að kaupa tvo þurrkara við stækkunina í stað þriggja, sem ráðgerðir voru. Verð ur því fé, sem sparazt hefur á kostnaðaráætlun, væntanlega var ið til tækja í þurrvinnsludeild verksmiðjunnar, sem ætlað er að tryggja frekari afkastagetu henn ar. Það er verkfræðideild Johns- Manville, sem hefur annazt hönn un stækkunarmannvirkjanna og einnig haft yfirstjórn framkvæmda á staðnum í samráði við fram- kvæmdastjóra Kisiliðjunnar. Bald ur Líndal, efnaverkfræðingur, starf aði sem sérfræðiráðunautur við stækkunina, og Svavai Jónatans son, verkfræðingur lagði til inn- lenda verkfræðiaðstoð við hönnun og eftirlit með framkvæmdum. Af Framhald á bls. 14. Rússar höfðu tök á franska sendiherranum í Moskvu NTB New York, laugardag Tilraunir sovézku leyniþjónust- unnar til þess að neyða franska ambassadorinn, Maurice Dejean til samstarfs, leiddu til þess að hann var sviptur embætti sínu, og sam- starfsmaður framdi sjálfsmorð, segir í grein, sem bandaríska tíma ritið Readers Digest hefur birt. Grein þessi byggist á upplýsingum, sem fengnar eru hjá fyrrverandi starfsmanni leyniþjónustunnar sovézku, sem stuugið hefur af og sezt að erlendis. Rússinn segir, að ambassador- inn hafi aldrei, í þau átta ár, sem hann var í Sovétrikjunum, gefið neinar þær upplýsingar um Frakk land, sem ekki hefði verið heim- ilt að skýra frá hvort eð var. Hins vegar gat þáverandi forseti Frakk lands, de Gaulle ekki fyrirgefið ambassadornum, að hann hafði rát ið til leiðast og stofnað til náins sambands við sovézkan kvennjósn- aira. Dc Gaulle kallaði Dejean heim frá Sovétríkjunum, eftir að sovézki leyniþjónustumaðurinn hafði gefið upplýsingar sínar, og svipti hann embættinu. Þá var ekki skýrt frá ástæðum brottvikningar- Framhald á bls 14. Hefja járn- töku á Mýr- dalssandi EB—Reykjavík, laugaidag. Bergur Lárusson og félagar búa sig nú undir járntöku á Mýrdals sandi ,rétt austan við Hjörleifs- höfða. Hafa þeir síðustu daga ver ið að flytja tæki þangað austur og m. a. eru þar nú komnir tveir kranar og krabbi. Gera þeir fé- lagar ráð fýrir, að taka meira járn í sumar heldur en í fyrra, en þá munu þeir alls hafa tekið 1250 tonn. Eins og kunnugt er, kom allt þetta járn úr erlendu skipi er strandaði á Mýrdalssandi á stríðs árunum.- Var það fullhlaðið járni, og til þess að koma því á flot, varð að henda miklu af farmmum útbyrðis. Mun enn þá vera mikið af járni i sandinum austur þar. Tíminn kemur ekki út á þriðjudag vegna ferða lags starfsfólks. Næsta blað kemur út miðviku- daginn 29. júlí. NTB-London, laugardag í dag skipaiði Edward Heath, forsætisráðherra brezku ríkis- stjórnarinnar, Anthony Barber eftirmann Ian MacLeods heit- ins fjármálaráðherra. Barber hefur að undanförnu gegnt embætti markaðsmálaráðherra. Eftir helgina verður tilkvnnt, hver tekur við af Barber, sem aðalsamningamaður Breta um aðild að Efnahagsbandalaginu. Útnefning Barbers kom mönn um nokkuð á óvart í Bret.'andi. og i gær, föstudag, töldu mörg dagblaðanna þar fullvíst, að for sætisráðherrann hefði þegar tek ið ákvörðun um málið. En fyrr í vikunni voru Sir Keith Jos- eph og Reginald Maudling, ut- anríkisráðherra, taldir líkleg- astir ti: að hljóta embætti fjár- málaráðherra. Anthony Barber verður fimmtugur innan fárra daga. Hann er af miðstéttafólki kom- inn og ólst upp í Norður Eng- landi. Barber á tvo bræður og hefur annar látiö að sér kveða í bankamálum en hinn í blaða- mennsku. Barber er einn af aðalforystumönnum brezka í- haldsflokksins, og starf hans að stjórn skipu.'agsmála flokksins átti ekki sízt hlut í kosninga- sigrinum fyrir fimm vikum. I-Iann er álitinn einn af nánustu samstarfsmönnum Heaths, for- sætisráðherra. Stjórnmálaskýrendur telja Barber liklegan til að fara sín- Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.