Tíminn - 26.07.1970, Side 3

Tíminn - 26.07.1970, Side 3
SHWNimAGUR 26. JÚLÍ 1970 TÍMINN 3 SUMARLEYFI - HEIMSFLÓTTI „Út vil ég, út vil ég undralangt, upp yfir fjöllin háu“. Það finna margir útþrá í brjósti á sumrin. Um helgar streyma bílarnir út úr bæn- um, fullir af glöðu fólki, sem hlakkar til að njóta, þótt ekki sé nema nokkurra klukku- stunda frjálst i faðmi fjalla og sveita. Og flugvélarnar, sem flytja fólk til annarra landa á ör- skotsstundu, eru flestar einnig þéttsetnar ferðaglöðum mann- eskjum, sem flýja þreytandi skylduna, um sinn. Út, út að njóta sólar og sumars, sjá ný and!it, heyra tramandi raddir, eignast nýia: hugmyndir, njóta nvrra áhrifa. finna nýjan kraft. Frí — leyfi frá siiti og striti — frá hversdagsleikanum. Frá hversdagsleikanum! En hvað er þá hversdagsleikinn’ Er fríið ekki hluti af hon- um? Rökfræðilega er það ekki annað — en sem tilbreyting og nautn er það nánast heisns- flótti. Ferðalag, heimsókn i annan heim, annað umhverfi í nokkr- ar klukkustundir, viku eða hálfan mánuð eftir atvikum. Óskuldbundinn, skyldulaus tími, þar sem reglur hversdags leikans eru numdar úr gildi eða breyta um forteikn, þar gildir annað viðhorf, annað veðurfar, ef svo mætti segja. ^lest verður býsna óraunveru- legt, meðal fólks, sem bros- andi birtisl á tjaldi þessa óraunveruleika, þessarar para- dísar og á það eina takmark að því er virðist. að gjöra þessa paradís svo fullkomna, sem frekast er unnt. En veruleiki, hvað er það þá? Ja, það verður nú raunar býsna margt og allt eftir því, sem það er tekið af hverjum og einum. Og á margvislegan hátt mætum við stálköldum veruleikanum eftir þroska og kröftum. Og öll reynum við að flýja versta hluta veruleikans, þann hluta sem tengdur er fátækt og neyð, hungri, kúgun, kvöl og dauða. Og gjarnan mætti kalla það heimsflótta á sinn hátt. En sumarfríið er nánast flótti fra skyldu og hversdagsleika og þeim lífsleiða, sem það getur valdið, að ógleymdu samt öllu sem það getur veitt. En einu ættum við þá ekki að gleyma, að á heimsflótta sumarleyfisins, sem við getum notað sem daga í paradís. eru alltaf margir, sem verða að skapa þessa paradís. Daksvið hennar, tjöld og alla þjónustu. Og þau skyldustörf eru síz: minni hversdagsleiki. slit og strit og þrældómur en okkar erfiði og starf, sem leyfis njót um hverju sinni. Og það gæti verið öðrum hreinasta helvíti. sem veitir okkur mér eða þér sólskins- stundir sumarleyfisins. Stundum er litið á trúar- brögð, meira að segja guðs- þjónustur kirkjunnar, sem flótta frá hversdagslífinu. Og satt að segja er það engin fjarstæða. Samt eru t.úarbrögð harla margvísleg og misjöfn. Það yrði erfitt, ef ekki ómögulegt, að sníða öllum trúarbrögðum sama form. En flest trúarbrögð hafa samt að markmiði að gjöra til veruna, hversdagsleikann þol- anlegri, tryggja á einn eða annan hátt, að hið góða, fagra og sanna fái að njóta sin, og allir fái á einhvern hátt að njóta þessara æðstu gjafa lífs- ins bæði fyrir og eftir líkams- dauðann, svo notað sé orðalaa kirkjunnar. Þau — það er að segja trú- arbrögðin — opna þannig eitt- hvert hlið, styðja á einhvern ventil í tilverunni, svo að hægt sé að flýja um lengri eða skemmri tíma og finna hvíld, gleði, frið eða kraft eftir at- vikum. Og til þessa eru ýmsar leið- ir og margvísleg hjálpartæki ef svo mætti segja bæði hvers- dagsleg og dularfull, orð, söngvar, bænir, tónlist, svo eitthvað sé nefnt. Sumir líkja þessu við heimsflótta þann og brotthlaup frá hversdagsleik- anum, sem kemur fram í áfeng isnautn og eiturlyfjaneyzlu. En ástand og afleiðingar eru þó ekki saman berandi. En er það þá heimsflótti að koma i kirkjuna á sunnudög- um og hátíðastundum? Að vissu leyti er hægt að Mta þannig á. Þar er þó flutt- ur sá boðskapur, að í raun og veru sé hversdagsleikinn með öllu sínu striti og streði von- brigðum og vandamálum ekki eins bölvaður og vel mætti ætla og flestum finnst að minnsta kosti stundum. Og meira að segja er stund- um fullyrt að við munum að lokum fá launað einhvern veg- inn allt. sem vel var gjört. Er þá kristin dómur heims- flótti? Er allt tal um sælu og frið og fyrirgefningu og laun hins góða aðe;ns falleg orð til að friða hrellda sál? Kristur leitaði friðar og frið aðra stunda úti í náttúrunni og innan dyra með lærisvein- um og vinum. En hann gerði það ekki til að flýja, heldur til að safna kröftum til að njóta sín enn betur í ysi og önnum hversdagsleikans. hvort sem var við störf á sjó eða landi, veizlufasnað. eða hug- leiðingar. Hann safnaði kröft- um til að geta enn betur not- ið sín við að oera ljósið inn í skugga hversdagsleikans. Og fyrirgefning hans er ekki svæf ill til að sofna á svefni kæru- leysins, heldur hvatning til að gæta sín gegn freistingum og til að eiga enn meiri kraft til að sigrast á hinu illa. En síðast en ekki sízt til að kenna að fyrirgefa og skapa þannig mildi og frið í kring- um sig í friðleysi hversdags- ieikans. Það er því enginr támi til heimsflótta. Og jafnvel sumar- fríið getur orðið náðargjöf til að safna kröftum, sólskini og friði í sína eigin vitund ag bera með sér birtuna i gráan hversdagsleika virkra daga. FER ÐA-OG SPORTVÖRUR Tjaldhimnar, plast Tjaldmænistengur Tjaldhamrar Tjaldöskubakkar Tjaldfatakrókar Svefnpokar Tjaldborð, stólar Garðstólar Tjaldspeglar Tjaldrúm Tjaldfatakrókar Gassuðutæki Gasbrennar Gaskútar Gasluktir Ferðapottasett Ferðakatlar HEILDSÖLUBIRCÐIR INNFLUTNINGSDEILD Feröafólk - Ferðafólk Heitur matur i trádeginu og á kvöldm. Grill-réttir — kaffi og smurt brauð allan daginn Staðarskáli, Hrútafirði. FRAMNESVEGI 17 SfMli 122« Allt handunnið bókband Einnig band á bók- haldsbókum og möppum. Gestabækur framleiddar eftir pöntunum. Ökukennsla - æfingatímar Cortina Upplýsingar t síma 23487 kl. 12—13. og eftir kl. 8 á kvöldin virka daga. Ingvar Björnsson. Landkynning- arferðir til Gullfoss og Geysis alla daga — Ödýrar ferðir. Til Laugarvatns alla daga, frá Bifreiðastöð íslands, simi 22300 Ólafur Ketilsson. Gdbjíin Stvkkársson HJfSTAkÉTTARLÖGMAÐUk AUSTUMSTIUai t SlHI 19354 EIÍNÞÁ DSfCU " 06 BRA6ÐHEIRA BRETTT ÚTLIT BETRA KAFFI ViS höfum ekki aðeins breytt útliti kaffipakkans heldur einnig mölun kaffisins. Ó. Johnson og Kaaber kaffið er nú fínmalaðra og drýgra. Þannig viljum við tryggja húsmóðurinni enn betra kaffi. NÝ KVÖRN + NÝR POKI = BETRA OG DRÝGRA RÍÓ KAFFI: 0.J0HNS9H U &KAABEBHE 4

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.