Tíminn - 26.07.1970, Síða 8

Tíminn - 26.07.1970, Síða 8
TÍMINN SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 197« ÍSLAND, SEM FERÐAMANNALAND Frá Húsafelli í BorgarfirSi Loksins kom góða veðrið Síðustu daga hefur veður verið mjög gott og fagurt og er veður blíðan öllum kærkomin, enda hlýir sólardagar ekki verið marg ir fram til þessa. Fleiri erlend ir ferðamenn munu heimsækja landið á þessu sumri en nokkru sinni fyrr, og virðast þeir flestir ánægðir með dvölina hér, þótt ýmsir þeirra hafi reyndar lent í köldu og rysjóttu veðri. Eng- inn vafi er á því, að ísland á mikla framtíð fyrir sér sem ferðamannaland O'g móttaka ferðamanna og fjölþætt þjónustu starfsemi sem henni eru sam- fara munu verða gildir þættir í bjóðartekjum okkar á næstu ára tugum, ef rétt verður á málum haldið. , Það er engum vafa undirorp- ið, að eftir því sem mengun og önnur vandkvæði þéttbýlisland anna þrengja meira að, eftir því verður það þýðingarmeiri þátt ur í viðhorfum manna í hvaða umhverfi þeir eiga kost á að lifa. Það verður með öðrum orð- um metinn sífellt ríkari og ríkari þáttur í lífskjörum manna, hvaða umhverfis þeir eiga kost á að njóta. Þetta þýðir, að þau lönd, sem eru vel sett j þessu •tilliti hafa að öðru jöfnu betri lífskjör að bjóða en hin, sem ekki hafa þessa aðstöðu. Þjóðarauður Með þetta í huga má fullyrða, að hreint loft, ómengað vatn og sérkennilegt og fagurt lands- lag muni framvegis verða meðal sterkustu þátta í þjóðarauði ís- iendinga. Fólk úr öðrum lönd um tnun flykkjast til þeirra landa sem vel eru í sveit sett og búin eru framangreindum kostum, þótt ólík séu að náttúru og veðurfari. í slíkum löndum verður sífellt meira og meira annríki við að taka á móti er- lendum gestum og cnóttaka gesta verður í þeim löndum sifellt stærri og stærri þáttur í þjóð arbúskapnum. Þannig mun þáð verða á íslandi, ef skynsamJega verður að farið. Margt er í ferðamálum eigum við margt óunnið og okkur mun ekki tak- ast að nýta þá stórkostlegu mögu leika, sem við höfum til að auka tekjur okkar af móttöku ferða manna, nema skipulega sé að málum unnið og reynt áð tryggja ^em bezt fyrirfram, að það tak- markaða fjármagn, sem við höf jm til umráða nýtist sem bezt og engin vanhugsuð spor verði stigin. Vandinn mesti Vandinn mesti í íslenzkum ferða málum er sá, að ferðamanna- straumurinn er langmestur þrjá sumarmánuði á ári og úti á landi varla nema 6—7 vikur. Af þessum sökum verður nýting hótelrýmis að sjáifsögðu léleg, rekstur gistihúsa erfiður og hótelgisting dýr, enda _ hefur áhugi erlendra manna á hótel- byg.gingum hér dofnað mjög, er þeir hafa kynnt sér aðstæður héx á íauéi og hafa t. ð. bæði Sheratonhringurinn og Pan- Am-flugfélagið hætt við ráða- gerðir um hótelbyggingar hér á landi. í skýrslu, sem prófessor Ejler Alkjær j Kaupmannahöfn, forstöðumaður „Stofnunar sam- gangna, ferðamáia og héraðs- áherzla á að hverasvæðin seu nýtt sem heilsulindjr, komið verði upp góðri aðstöðu til vetrar íþrótta og silungsveiða, reynt verði eftir mætti að flýtja ráð- stefnur, sem hér eru haldnar af aða.lferðamannatímanum, en bó jafnframt um leið reynt að fá hingað fleirj alþjóðaráðstefnur með góðri fyrirgreiðslu á þægi- legum tíma árs, til að bæta nýt- ingu hótelrýmis og tryggja rekst ur gistihúsa jafnframt því sem herbergi skólafólks á vetrum séu eftir föngum nýtt sem gistiher- bergi á sumrin. Próféssor Alkjær telur að tryggur rekstrar grungvöllur og raunveruleg þörf fyrir nýjar hótelbyggingar komi fyrst, begar tekizt hafi að auka ferðamannastrauminn utan há- annatímans. 125 þús. erlendir ferðamenn 1980 (Með skynsamlegum aðgerðum sé unnt að auka fe.rðamanna- strauminn um 5% á ári næstu tvö árin, um 10% á ári næstu þrjú árin þar á eftir og um 1S% á ári þar næstu 5 ár, þann- ig að ferðamannafjöldinn verði kominn í 125 þúsund á ári eftir 10 ár fyrir utan far- þega skeonmtiferðaskipa, sem hingað koma, en Alkjær áætlar að þeir verði uim 16 þúsund á árinu 1980. Alkjær telur að þessir 125 þúsund ferðamenn, sem hingað geti komið 1980 eyði um 10 milljónum dollara á nú- gildandi gengi, en ferfalt hærri upphæð komi í hlut flutninga- aðila. Á síðasta ári urðu tekjur af erlendum ferðamönnum 3.6 milljónir dollara. Það er enginn vafi á því. að tvö atriði munu vega þyngst í því meginverkefni að lengja hinn árlega ferðamannatíme hér á landi. Annars vegar er bað að fá hingað fjölmennar ráðstefn ur utan aðal annatímans og hins vegar að koma hér upp góðri að- stöðu til vetraríþróttaiðkana. Ráðstefnuhús Til að taka á móti fjölmenn okkur fullkomið husnæði með öllum þeim tækjum og aðstöðu er slíkar ráðstefnur kreifjast. Samtök veitinga- og gistihúsa- eigenda lögðu í vor áherzlu á. 1 komið yrði upp miðstöð, sem hefði forgöngu um að auglýsa ísland út á við, sem heppilegan vettvang fyrir ráðstefnur og dvöl utan háannatímans. Töldu samtökin, að slík miðstöð ætti einnig að vera upplýsinga- og fyrirgreiðsluaðili gagnvart þeim, sem vilja halda ráðstefnur hér á landi. Töldu þeir þetta tilvalið verkefni fyrir Ferðamálaráð. Skortur á hentugu húsnæði haml ar þó gegn því að hingað geti komið stærri ráðstefnur. Má það því ekki dragast of lengi að upp verði komið fullkomnu húsnæði af þessu tagi. Fyrlr daufum eyrum Á Albingi 1968 flutti einn af varabingmönnum Framsóknar- flokksins tillögu til þingsályktun ar um alþjóðlegt ráðstefnu hús í Reykjavík, við mjög daufar und irtektir þingmanna. Var þar lagt til að ríkisstjórnin beitti sér fyrir þvi að kannaðir yrðu mögu leikar á áð reist yrði í Reykja vík ráðstefnuhús af fullkomn- ustu gerð og leitað samráðs os samvinnu við innlenda os er- lenda aðila. Leiddi slík könnun til þess að vænlegt þætti að reisa slíkt hús í þvj augnamiði að auka tekjur íslenzkra aðila af ferðamannaþjónustu, skyldi ríkisstjórnin hafa forystu um að mynda samtök um bygginsn hússins og ^kstur. í greinargerð með þessari til- lögu sagði flutningsmaður m. a.: umræðum þeim. sem orðið hafa um framtíðarhorfur í at- vinnumálum þjóðarinnar á næstu áratugum. hefur mikilvæg at- vinnugrein. sem telja rná að gæti átt sér mikia og b.iarta framtið á íslandi, ef rétt væri á málum haldið, legið mjög í 'láginni, þegar rætt hefur verið um þá möguleika, sem fyrir hendi eru til að skapa atvinnu handa þeim mikla fjölda, sem bætist við mannaflann á vinnu piarkaðinn á komandi tímum. Þessi atvinnugrein er ferða- mannaþjónusta og sú fjölbreyti Iegá -þjónustustarfsemi, sem '^-TheánWylgh*. Ástæðurhar til þéss, að bessi mál hafa legið svo-mjög í bagnargildi, geta vart verið aðrar en bær, að skiiningur á möguleikum bessarar atvinnu- greinar sé næsta lítill meðal ráðandi afla í bióðfélaginu. Menn hafi enn vantrú á, að við getum unnið stórvirki á þessu sviði. Enginn vafi er samt á því, að skilningur á nauðsyn þess að gera ísland að ferða- mannalandi hefur farið vaxandi með ári hverju, og hefur lög- gjafinn m. a. sýnt það í verki, þótt þau framfaraspor hafi verið æði stutt. Þau eru þó spor í rétta átt. Þá er rétt að geta þess, að fyrir hv. Alþingi iiggur nú tillaga til þingsályfetunar um þriggja ára áætlun um eflingu ferðamannaþjónustu hér á iandj, og sýnir það, að meðal hluta al- þingismanna hefur sú skoðun þá fest rætur, að betur þurfi að þessum málum að standa, ef duga skal. Vonandi samþykkir hv. Alþingi umrædda tillögu, og gæti sú tiílaga, sem hér er flutt í hv. efri dejld, þá orðið liður í þeirri áætlun, sem lagt hefur verið til að gerð verði. Mestur arður miðað við fjárfestingu Hin ævintýralega þróun flug- tækninnar hin síðari ár hefur gert það að verkum, að með hverju árinu sem líður verður auðveldara og ódýrara að kom ast landa og heimsálfa milli. Ferðalög landa milli eru orðinn ákveðinn og sívaxandi þáttur sjálfsagðra lífskjara í hinum bet ur megandi rjkjum. Fullyrt er af þeim. sem gerst eiga að vita i bessum efnum. að farþegafjöldi i áætlunarflugi muni þrefaldast á næstu sjö árum og fjórfaldast á næstu 10 árum. Þótt okkur tækist ekki að beina hingað tii lands nema litlu broti af þessari miklu og skjótu auknjngu ferða mannastraumsins, mundi þar samt verða um geysilegar fúlg ur að ræða, sem rynnu 1 okkar þjóðarbú. Það er talið, að ferða mannaþjónusta sé sú atvinnu- grein, sem langmestum arði skili miðað við fjárfestingu. Ráðstefnum fjölgar Hér er vikið að aðeins einum þætti, sem gæti haft miMa býð ingu til að hraða heppilegri þró un þessara mála hér á landi. Það er, að stofnað verði hér til aðstöðu til að halda á fslandi ráðstefnur og fundi, sem árlega er efnt til j þúsundatali víðs vegar um heim. Stærsti hluti þessarra ráðstefna og þær fjöl mennustu eru sóttar af mönnum frá Ameríku og Evrópu. ísland er áttvíst á tvennar álfustrend ur, og flugsamgöngur við landið eru nú þegar mjög góðar frá Bandaríkjum Norðiur-Ameríku og Evrópu. fslenzku flugfélögin, Flugfélag íslands og Loftleiðir, hafa þar forustu, en einnig fljúga hingað vélar Pan Ameri ean og SAS og á næstunni hefst áætlunarflug BEA hingað. Á síðari árum hefur fjöldi alþjóð legra ráðstefna og fundir og ráð stefnur alþjóðlegra stórfyrir- tækja í Ameríku og E-vrópu mjög farið í vöxt. ísland stendur um þjóðbraut þvera í Atlantshafi, og hingað er stutt að fara til ráðstefnuhalds, bæði frá Amer- íku óg Evrópu, og Loftleiðir bjóða t.d . upp á lægstu fargjöld milli fsland og Amerifeu, sem í boði eru. fsland er „,nýtt“ ferðamannaland, sem marga langar að sækja heim, ekki sízt þá, sem mikið sækja alþjóða ráðstefnur og fundi og búnir ern að heimsækja flesta hluta heims byggðarinnar. Hér er friðsamt og næði gott til fundarhalda, miklir möguleikar til útiveru og náttúruskoðunar og margs konar íþrótta. Loftslag er hér þægi- legt allajafna, þótt östöðugt sé á stundum. Jafnvett kuldinn og snjórinn er eftirsóknarverður í augum margra Suðurlandabúa, sem margir hverjir hafa aldrei séð eða kynnzt þeim náttúru fyrirbærum, nema í frásögnum og myndum. Fólk sækist venju lega mest eftir því, sem það hefur ekki tækifæri til að njóta í heimkynnum sínum. Við sækj um sólina og góða veðrið til Suðurlanda, en Suðurlandabúar koma hingað til að kynnast hví sevintýri að snerta snjó. Þá er einnig á bað að llta, að það er ekki vansalaust, þegar ísland tefeur bátt í æ fjölþættari alþjóðasamvinnu og þarf að standa fyrir mörgum ráðstefn um af þeim sökum, að hér skuli ékíki vera fyrir hendi hentugt húsnæði til ráðstefnuhalds. Sú stefna að ryðja húsnæði Háskóla Islands í hvert skipti sem á okk- ur reynir í þessum efniun, fær ekki staðizt. Fjölmennar innlend ar samkomur, eins og t. d. þing stjórnmálaflokka og fjöldasam taka launþega, eiga heldur í ekk ert heppilegt húsnæði að venda með sínar samkomur. Stórborgirnar verða æ óheppi- legri vettvangur til ráðstefnu- halds vegna vegalengda í borg unum, hættu á uppbotum og sífellt erfiðari og tíðari umferð arhnúta. Ýmsir hugkvæmir að- ilar hafa gert sér grein fyrir þessu, og nú færist bað í vöxt, að hétel eru reist með það í Framhald á bls. 14. nda“ i Dan.... um Samcinuou i 4 ! fj3) b'ióntaalfeióðaráðstefnum hér með - cóma.eowiIqmim Vico+.+i clrnrfir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.