Tíminn - 01.08.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.08.1970, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 1. ágúst 1970. 1 Útgefandi: FRAMSÚKNARFLOKRURINN Pramlcvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. IUtstjórar., Þórarlnn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjóraar- skrifstofur 1 Edduhúsinu simai 18300—18306 Skrifstofui Bankastræti ? — Afgreiðslusimj 12323 Auglýslngaslmi 19523 Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — í lausasölu kr, 10,00 eint. Prentsm. Edda bf. Játning Nordals í grein eftir Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóra með meiru, í síðasta hefti Fjármálatíðinda, birtist athyglis- verð játning á ófremdarástandinu, skipulagsleysinu og handahófinu í útlánum bankakerfisins. En það er einmitt þetta skipulagsleysi og handahóf í útlánum bankakerfis- ins, bæði til fjárfestingar og reksturs, sem Framsóknar- menn hafa deilt harðast á í sambandi við umræður um efnahagsmál á undanförnum árum, og meginatriðið í efnahagsstefnu Framsóknarflokksins er meiri stjórn á fjárfestingu og útlánum, þannig að fjármagninu verði beint til þarfa, sem forgang eiga að hafa og það látið sitja í fyrirrúmi, sem þjóðarheildinni ríður mest á að komizt í framkvæmd og mestum hagvexti mun skila. Til að tryggja það þurfi að koma til betra skipulag á bankakerfinu. Málgögn og málsvarar stjórnarflokkanna hafa farið hinum verstu orðum um þessa stefnu, en allur almenn- ingur er farinn að sjá, að þetta handahóf í lána -og fjárfestingarmálum hefur verið eitt helzta meinið í efna- hagsmálum á íslandi undanfarinn áratug og nú er svo komið, að jafnvel sjálfur viðreisnarpáfinn er farinn að gera opinberar játningar og telur nauðsynlegt, „að þessi mál verði tekin til gagngerðrar endurskoðunár“!! pg þáð er sami maðurinn og lagði línurnar og varið hefur þetta kerfi í nafni visindanna í heilan áratug. í grein sinni segir Jóhannes Nordal m.a.: „Reynslan hefur sýnt að þessu kerfi fylgja ýmsir annmarkar. Sveifiur í afkomu einstakra framleiSslu- greina, ekki sízt sjávarútvegsins, hafa valdið tilsvarandi breytingum á kröfum um útlán frá einstökum bönkum. Oft hafa slíkar kröfur reynzt umfram útlánagetu við- komandi banka, svo að þeir hafa lent í greiðsluerfið- leikum, á meðan aðrir bankar hafa haft rúmt um útláns- fé, sem þeir hafa beint til þarfa, sem minni forgang hefðu átt að hafa". Bankakerflð \ í 10 ár hefur stefna ríkisstjórnar og bankayfirvalda verið sú, að fjölga bönkum og þenja út bankakerfið. Á þessa stefnu hefur verið deilt, en gagnrýnendum jafnan svarað því einu, að þeir væru gamaldags afturhálds- menn, sem ekki skildu þarfir nútímaþióðfélags. Nú eftir að hafa varið þessa stefnu l 10 ár kemur svo Jóhannes Nordal, eins og ekkert hafi í skorizt, með þá „nýju“ speki í áðurnefndri grein í Fjármálatíðindum, „að rétt sé að athuga og vinna að samruna bankastofn- ana hér á landi í stærri og sterkari heildir. Er lítill vafi á því, að unnt væri að bæta þjónustu bankanna við atvinnuvegina og tryggja meiri hreyfanleika fjármagns, ef hér væru þrir eða fjórir viðskiptabankar í stað þeirra sex, sem nú eru starfandi. Er rétt að minna á, að í öllum nágrannalöndum íslendinga ér tilhneiging til þess, að bankar sameinist í stærri einingar, en þó þannig, að tryggð sé eðlileg samkeppni og aðhald " í lokin minnir Jóhannes Nordal svo menn á, hver stefnan hafi verið í þessum málum á undanförnum árum •un leið og bann hveíur menn til að gleyma því strax og segist vona, að þess sé „að vænta. að menn séu ekki um of bundnir fortíðinni“. Fjölgun bankanna var nefni- lega gerð til þess að Seðlabankastjórinn gæti unnið að því að fækka þeim. — TK. TÍMINN William Rogers utanríkisráðh. og ráðgjafa Nixons greinir á Sagt er7 að utanríkisráðherrann hafi verið andvígur árásinni á Kambó- díu og telji horfur á friði í Vietnam ekki hafa aukizt. Ljóst er og, að samkomulag verður ekki nema báðir aðilar breyti afstöðu sinni. NIXON forseti hefur að und- anförnu átt í erfiðleikum með stríðsreksturinn í Vietnam, en um miðjan júlí virtist svo sem , honum ætlaði að veitast erfitt að hafa hemil á ummælum að- stoðarmanna sinna um friðar- horfurnar. Þegar Nixon tók við völdum lýsti hann yfir, að hann væri heldur hlynntur ágreiningi meðal stjórnarvald- anna. Honum hefur orðið að von sinni í þessu efni. eins og hvað skýrast kom í ljós um daginn, þegar William P. Rog- ers utanríkisráðherra lýsti í ] einkasamtölum andstöðu sinni h við innrás Bandaríkjamanna í ICambodiu. Þó keyrði sýnilega um þver- þak þegar Rogers utanríkis- ráðharra kom heim úr för sinni til Asíu og reyndist á öndverð um meiði við það álit ríkis- stjórnarinnar, að innrásin í Camþodíu hefði að líkindum greitt fyrir samkomulagshorf- um í friðarviðræðunum í París. Þegar hér var komið þótti starfs mönnum Hvíta hússins tíma- bært að beina utanríkisráð- herranum á rétta braut að nýju. Nixon forseti og Henry A. Kissinger, ráðgjafi hans í utan- ríkismálum, hafa um nokkurra vikna skeið lýst batnandi horf- um í friðarviðræðunum í París vegna sigra Bandaríkjamanna | og Suður-Víetnama í Cambodíu. I Rétt fyrir miðjan júlí lýsti | Rogers utanríkisráðherra því f yfir við þlaðamann. sem var að ræða við hann, að hann teldi líkur á friði því miður engu meiri en þær hefðu verið fyrir ári, og hann óttaðist, að átökin í Víetnam kynnu að réna, en krauma þó í það óend- anlega. — „hvorki bein styrj- öld né öruggur friður". ÁGREININGUR hefur einnig orðið ura annað efni, eða átök in í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Forsetinn og Kiss inger hafa farið sterkum orð um um hættuna, sem stafaði af framsókn Sovétmanna, en Rogers utanríkisráðherra hefur fyrst og fremst reynt að koma á vopnahléi og endurnýjuðum samkomulagsumleitunum. Sennilega er ágreiningurinn hvergi nærri eins mikill og hann virðist í fljótu bragði. Mismunandi áherzluatriði lýsa öllu fremur annarri manngerð, öðrum hugsanagangi og við- horfum en ágreiningi um stefnu. Rogers er fornvinur forsetans, en viðvaningur í utanríkismál um. Kissinger er aftur á móti kænn og þrautþjálfaður í hugs- un, en nýgræðingur i fylgdar- liði Nixons. Nixon er búinn að gegna for- setastörfum í hálft annað ár og á þeim tíma hefur Kissing- er reynzt orka meira til breyt- inga á viðhorfuin forsetans ti) utanríkismála en Rogers utan- ríkisráðherra. Kissinger setur viðhald valdajafnvægisins í al- þjóðamálum ofar öllu og það WILLIAM ROGERS utanriklsráðherra Bandaríkjanna HENRY A. KISSINGER, ráðgjafi Nixons I utanrikismálum viðhorf hans hefur átt betri samleið með kaldastríðs-sjónar. miðum forsetans en einlæg hneigð Rogers til samkomulags og aðhalds í alþjóðamálum. „HORFURNAR (á friðarsamn- ingum í Víetnam) eru síður en svo bjartar næstu mánuði“. sagði Rogers um daginn og var dapur í bragði. „Þó hygg ég. áð horfurnar séu enn góðar þegar tii lengdar lætur. Ég ætti raunar ekki að segja „góð- ar“, þar sem þær hafa ekki tekið veruiegum breytingum". Hann mannáði sig upp í að bæta við, að innrásins í Cam- bodíu stuðlaði óbeint að betri samkomulagshorfum í París. en þó var eins og hugur fylgdi ekki máli. Svartsýni Rogers um skeið stafaði fyrst og fremst af þeirri skoðun hans, að Hanoi-menn yrðu tregir til lipurðar í samn ingum í París fyrst eftir að þeir-hefðu lotið í lægra haldi á vígvöllunum. (Sumir hern- aðarsérfræðingar benda raun- ar á, að óvinirnir kunni að vera að draga að sér lið til árása í norðurhluta Suður-Víetnam. og tilgangurinn sé auðvitað að ná að nýju hinu sá.'ræna frum- kvæði). Roger utanríkisráðherra taldj einnig að innrásins í Cambodíu hefði átt sinn þátt í að auka áhrif hinna herskáu Kína-komm únista á valdhafana í Hanoi á kostnað Moskvumanna. Skoðanir Rogers á samkomu- lagshorfum eru í raun og veru ekki andstæðar skoðunum starfs manna Hvíta hússins. Forset- inn og Kissinger kviðu því báð ir áður en innrásin í Cam- bodíu hófst, að hún kynni að binda endi á friðarumleitan- irnar í París, Rogers valdi hins vegar þann kost að láta grun sinn opinberlega í Ijós að inn- rásinni lokinni, í stað þess alft þegja urn hann til þess að styggja ekki stríðsþreytta bandaríska kjósendur. LÍKUR á árangri samkomulags umleitananna í París í haust eru næsta litlar, nema því að- eins að valdhafarnir í Washing ton og Saigon breyti skilmál um sínum allverulega, og enn sem komið er verður ekki séð, ao þeir hafi það i hyggju. Eigi að binda endi á það þrátefli, sem nú hefur staðið í París í heilt ár, þarf annar hvor að- ilinn að breyta afstöðu sinni til beggja meginþátta málsins: 1, í hermálunum verða Bandaríkjamenn annað hvorf að láta að kröfum Hanoi- manna um brottflutning her- afla Bandaríkjamanna og tíma setja hann, eða Hanoi-menn að fallast á að semja í kyrrþey um gagnkvæman brottflutning erlendra herafla. 2. í stjórnmálum verða Banda ríkjamenn annað hvort að hefja leynilega samninga við sendimenn kommúnista um imyndun sam«teypustjórnar í ISuður-Víetnam í stað ríkis- (Stjórnarinnar, sém nú situr í iSaigon, eða Hanoi-menn og Vietcong-menn að milda stjórn málakröfur sínar og hefja bein ar viðræður við fulltrúa Sai- gon-st j órnarinnar. MEIRI líkur virðast til ein- hverrar undanlátssemi og við- ræðna á stjórnmálasviðinu. Áður en Rogers utanríkisráð- herra lagði af stað til Asíu gaf hann í skyn, að hann lang aði til að koma með einhverj- um hætti á viðræðum við Viet cong um valdahlutföllin í Víet nam að styrjöldinni lokinni. Þegar hann kom heim úr ferða- Iaginu gaf hann til kynna í blaðaviðtali, að Saigon-stjórnin hefði ekki áhuga á neinum breytingum öðrum en þeim, sem yrðu að aktöðnum kosn- ingum. Nokkra athygli vakti sú frétt. sem barst frá Nýju Delhi,. að Rússar kynnu að vera að reyna að brjótast fram hjá þráteflinu í París með því að koma á nýrri alþjóðaráð- stefnu um Indókína. Rogers staðfesti ekki þenna orðróm og sagði alvarlegur í Kragði, að hann vildi umfram aút „forðast að vek.ia falskar von- ir um árangur af friðarviðrœð unum“. - ' ■ ■-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.