Tíminn - 01.08.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.08.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN FULLT TUNGL Effir P. G Wodehouse 53 torvelt afi bæta á hamingju Bills, en bó gerðist dálítið sem skyggði töluvert á gleði hans. Hann heyrði raddir margra manna, utan af ganginum, og hað varð til þess að hann þaut á fætur og stóð þarna allt í einu eins og stein- runninn og lagði við hlustir, enda reyndist skelfing hans ekki ástæðulaus, því þarna frammi * þekkti hann rödd frú Hermione, ( og þeirra kynni höfðu verið slik að eitt orð úr þeirri átt nægði til * þess að Bill fékk skjálfta, frúin * sagði: > —Ertu viss? — Bi-11 þekkti t ekki röddina sem svaraði, sem ekki var von, því enn hafði hon- um ekki veitzt sú ánægja að kynn ast Wedge hershöfðingja, sem svaraði: — Alveg viss góða mín, það var ekkert um að villast, hann reisti andstyggilegan stóran stiga upp við vegginn og þaut upp hann, þarna fyrir augunum á mér. ég skal sýna þér stigann komdu og sjáðu hann er þarna niðri. Nú varð þögn um stund, sem skiljanlega varð vegna þess að fóllkið hafði gengið út að einum gangargkigganum til að gæta að stiganum, svo sagði frú Hermione —I>etta er stórfurðulegt, ég sé stigann. — Hann bara klifraði upp fjár ans svalirnar. — Hann getur ebki hafa klifr- að niður aftur. —Hárrétt, og ef hann hefði farið niður stigann þá hefðum við mætt honum, þess vegna hlýtur þorparinn að leynast hérna í ein- hverju hei-berginu, ég ætla því að ieita í þeim öllum. — Ó, nei, Egbert. — E, hvers vegna ekki? ég er með skammbyssuna sem ég not- aði í hernum. — Nei, þú gætir særzt, bíddu þangað til Karl og Tómas koma, þeir ættu að vera komnir fyrir löngu. — Jæja, allt í lagi, ekkert ligg- ur á, þorparinn kemst hvort sem er ekki á brott, svo maður getur haft sína hentisemi. Ævinlega þegar hætta steðjar að fólki úr öllum áttum þá kem- ur að þvi að fórnarlambið finnur að ástandið er orðið óbærilegt, eins og dæmin sanna, enda kom þessi tilfinning nú yfir Bill, hann vissi ekki hvaða menn Karl og Tómas voru, en vér höfum kynnzt þeim fyrr, þegar þeir voru að bera inn í dagstofuna rjóma og sykur, þeir voru sem sé fyrsti og annar þjónn í kastalanum og voru á þessari stundu að hressa sig á tei og öðru góðgæti og höfðu held ur lítinn áhuga á því verkefni sem Beach var að fela þeim. þess um ágætu þjónum fannst þáð sem sé ekki í sínum verkahring að yf- irbuga innbrotsþjófa og það í miðri máltíð. En e ins og vér höfum áður sagt þá kannaðist Bill ekki við þessi nöfn, en honum varð ljóst að þessir menn voru væntanlegir og hann hafði enga löngun til að kynnast þeim, ekki svo að skilja að máður eins hugrakkur og sterk ur og Bill var óttaðist átök við hundrað Karla og Tómasa, frekar en þúsund hershöfðingja með byssu, nei! það sem fékk Bill til að hopa var eingöngu hugsun in um að standa a ndspænis frú Hermione, sú tilhugsun orkaði á hann eins og hann hefði sezt á kaktus. Það fyrsta sem Bill gerði var að læsa að sér, til að tefja fyrir innrásinni, að þvi loknu hraðaði hann sér út á svalirnar. Hershöfðinginn hafði ályktað að ekkert lægi á, því þorparinn ætti enga undankomuleið, Bill hefði líka verið fyrstur manna til að viðurkenna að missir stigans var alvarlegt áfall, en hann hefði ekki samþykkt að hann væri alveg um kringdur, það sem hershöfðing- inn hafði gleymt að reikna með, var sú driffjöður sem þorparar fengu við þá hugsun eina að standa andspænis eiginkonu hans, slík tilhugsun var mönnum sann- kölluð uppörvun, áhrifin verða eins og af eldingu, enda má segja að því hafi bókstaflega lostið nið ur i Bill að á veggjum allra húsa væru niðurföll frá rennum, sem menn gætu rennt sér niður eftir, andartaki síðar hafði Bill líka komið auga á pípu, en honum leizt ekki á þégar hann sá að iiún var að minnsta kosti í tólf feta fjarlægð frá honum. Fyrir æft fjöl leikahúsfólk hefði svona stökk sjálfsagt verið barnaleikur einn, svoleiðis náungi hefði sjálfsagt hneigt sig fyrir áhorf- endum, kinkað kollí til kunningj- anna á fremstu bekkjunum, dust- að rykið af fálmurunum og stokk ið þennan spöl af fullkomnu kæru leysi. Bill datt aftur á móti ekki í hug að hann gæti þetta. hann þekkti eigin takmarkanir. Hann hafðj'séð fimleikamenn fljúga i gegnum loftið. eins og ekkert væri en sá maður hafði áreiðan- lega haft margra ára þjálfun, þar sem Bill var algjör byrjandi. Og sem hann nú stóð þarna og velti fyr ir sér hvað gera skyldi, þá sá hann allt í einu að ekki var öll von úti því á veggnum var mjó sylla og þar sem Blandingskastali var ævaforn þá hafði töluvert af vafn ingsviði fest rætur á syllunni, og maður setn þarf að komast af svölum og ná til næsta niðurfalls rörs getur haft mikið gagn af syllu og vafningsviði. En það sem fékk Bill til að hika var hvort hann væri maður.til að gera þetta. Þessi gróður leit út fyrir að vera sterkur, greinarnar voru gildar og samanflæktar o^g litu út fyrir að þola þunga hans, en maður getur þó aldrei treyst vafningsviði, hann getur litið nógu vel út og svo svíkur hann þegar mest á ríð ur og Bill var eins farið og Fredd ie, báðir þráðu örugga samvinnu og það var atriði sem þeir vildu mega trysta. Það var líka auðséð að ef þessi vafningsviður sveik, þá var öllu iokið, þá hentist maður beint niður á grasflötina og hún leit út fyrir að vera hörð og laus við allt fjaðurmagn. Bill sá sjálf- an sig hendast upp tvisvar þrisv- ar sinnum og liggja síðan lífvana þarna niðri. Bill var enn að velta fyrir sér hvað hann ætti að gera þegar hann heyrði konurödd, sem greinilega ver orðin æst, konan sagði: Dyrnar eru læstar, þér verðið að brjótast inri Karl. Og í sömu andrá varð Bill ljóst að maður getur hlotið verri örlög en að liggja dauður á grasflöt, enda klifraði hann samstundis yfir svalariðið og steig út á syllúna. í sama mund skauzt Tipton Plim- soil fram hjá flokknum á gang- inum, hann var eins snarboruleg- ur eins og kanína sem skýzt inn í holuna sína, þegar hann vatt sér inn í herbergið sitt. Tipton sett- izt í stói og varpaði öndinni létti •lega, eins og "maðúr sem er kom- inn á leiðarenaa, að vísu var hann dálítið móður því hann hafði þotið upp stigann á met- tíma, ef einhver hefði verið við- staddur hefði sá hinn sami séð LATJGARHAGUR 1. ágwé^lQP.Q. að jakkinn hans fór illa öðru! megin, eins og maðurinn væri allt í einu kominn með stærðar æxli' vinstra megin. Um það leyti sem’ Bill var búinn að heyra allt, sem1 hann kærði sig uffl að heyra, um^ Karla, Tómasa og byssur og var' kominn út á svalirnar og farinn' að svipast um eftir vatnsrörum, þá var Tipton að yfirgefa íbúð- hins æruverða Galahads, á neðstu ’ hæðinni. Allt atferii Tiptons var flóttalegt, að vísu Ieit hann ekki alveg út eins og umkringt veiði-' dýr, en þó var greinilegt áð hann átti þá ósk heitasa að vekja enga athygli og fá að vera einn. Tip-Í ton hafði sem sé verið að sækja' pelann sinn, sem hann hafði ver , ið svo fávís að láta af hendi, þó i hann hefði getað sagt sér sjálfur í að sá tími myndi koma að hannj þyrfti á innihaldi hans að halda ; og þáð illilega. Og bað var ein-j mitt vegna þess að hann var meði þennan pela innanklæða að hann; hafði hlaupið svona hratt framhjá; hópnum i ganginum, ef öðruvísi; hefði staðið á fyrir Tipton, hefðii hann áreiðanlega numið stáðar r og spurt hvað væri á seýði, þvi að' þarna á ganginum voru saman- 't komin frú Hermione, Wedge hers [ höfðingi, br.vtinn Beach og tveir' þjÓDar, en hann þorði ekki að, hætta á neitt vegna .hræðslu við . spurningar út af því sem hann • var með innanklæða, sem sást svo greinilega. Hann var því ’ meira en feginn að öll athygli * fólksins beindist að næstu dyrtim ’ við herbergið hans, enda komst hann framhjá án þess að nokkur! tæki eftir honum. Tipton komst í örugga höfn inn til sín, þar dró ! hann upp pelann og horfði á hann bæði af ástúð og tilhlökkun, að vísu leit hann enn út eins og hundeltur hjörtur, en þó eins og hjörtur sem ætlar að fara að svala þorsta sínum. Hann sleikti út um, allt útlit Tiptons var gjör breytt frá því hann var síðast í sviðsljósinu. Hann var algjörlega búign að vinna bug á skapillsk- unni sem hafði gripið hann þegar hann þreif festina af Veroniku og er laugardagur 1. ágúst — Bandadagur Tungl í hásuðri kl, 13.05 Árdegisháflæði í Rvík kl. 6.07 HEILSU GÆZLA~ siökkviliði i'.irrnhi1 -"Iðlr Sjúkrahifreið i Hafnarflrði síma 51336 fyr vkja'Tk >B KOpavog síml 11106 Slvsavarðstofan i Borgarspltalanuir er opln allan sólarhrlngtnn 40 elns mrtttaka slasaðra Stml 8121L Krtpavoas-Aprtteli »a Keflavibnr itnASf.t ost on'- virk« daga ki 9—19 langardaga ki »—14 helgi daga kl 13—16 Atmennai upplýsingæ um rælcn* DiónusLU 1 oorgmn-' aru eetnaj símsvara læknaféla"1 Rerkiavtk ur. slml 18888 Fi garhr ’ • Krtpavoei HLÍðarvegl 40 simi 42P44 Fópavogs-apótek og .teflav’kur apótek era opu nrka taga kl —19 taugardaga kl Ö—14. aeigi daga fcl 16-16 Apóteb HafnarfiarOa: ei opið aiia ***•»"*. fri £j. jiu—11 * lauvar dögum fcl 9—2 og a summidögum og öðrum helgidögum er opifi i.á kl 2—4 Tannlæknavakl er ’ Hei.suvernd arstöfiinni (þai »em slysavarð stofan var) og er oplri laugardag? og sunnudaga fcl 5—6 e h Símt 22411 Kvöld- og helgarvörzfu apóteka í Reykjavík vikuna 1.—7. ágúst annast Reykjavíkur Apótek og Borgar Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 1. ágúst og 2. ágúst annast Guðjón Klemenz- son. Næturvörzlu í Keflavík 3. og 4. ágúst annast Kjartan Ólafsson. KIRKJAN Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns. llallgrímskirkja Messa kl. 11. Ræðuefni: Hví er fagnaðarerindið boðað sjúkum. Dr. Jakob Jónsson. Langholtsprcstakall Engin messa vegna lagfæringa í kirkjusal. Séra Siguiiður Haukur Guðjónsson. Neskirkja. Messa fe.'Iur niður.' Háteigskirkja. Lesmes-sa kl. :0 f.h. Daglegar kvöldbænir í kirkjnnni kl 6,30 Séra Arngrímur Jónsson. . STOT ÍNQAR Skipadcild S.Í.S.: Arnarfell fór i gær frá Rvík ti! Norðurlandshafna. Jökulfell er i New Bedford. fer þaðan 4 þ m til Rvíkur. Disarfe'i fer í dag frþ Luþeck lil Svendborgar. Liilafell fer væntanlega í dag frá Rvík til Breiðafjai-ðarhafna. Helgafell fer væutan.'ega i dag frá Ventspils til Svendborgar og íslands. Stapafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Mælifell er í La Spezia, fer það- an til Saint Louis Du Rohne og ísfands. Bestik er í Kristiansund. Una er í Þorlákshöfn. Skipaútgcrð ríkisins: Hekla fer frá ísafirði í dag á norðurleið. Herjólfur fer frá Vest.mannaeyjum kl. 12.00 á há- degi í dag til Þorláþshafnar, það- an aftur kl. 17.00 til Vestmanna- eyja Á morgun (sunnudag) og mánudag verða ferðir á sömu tím- um mil.'i Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar, en kl. 21.00 á mánu- dagskvöld fer skipið frá Vest- mannaeyjum til Rvíkur. Herðu- breið er á Austfjarðahöfnum á nonðurleið. FLUGÁÆTLANIR Millilandaflug Guilfaxi fór til Lundúna jd- 08.00 í morgun. og er væntanlegur aftur til Keflavíkur kl. 14.15 í dag. Vél- in fcr til Kaupmannahafnar k.'. 15.15 í dag og er væntanleg þaðan aftur til Keflavíkur kl. 2305 í kvöld. ‘ DC-6B vél félagsins fór til Lundúna kl 07 00 í morgun og er væntanleg aftur tif Reykjavíkur kl. 17-50 í kvöld. Ferð Gullfaxa til Kaupmannai'afn ar sem fara átti aðfararnótt sunnn dagsins 2. ágúst, fel.'ur tiiður og fer DC-6B vél félagsins til Kaup- mannahafnar kl 23.00 í kvöld frá Reykjavík Innanlandsflug. I dag er áætlað að fljúg'a til Akur- eyrar (3 féi’ðiri til Vcsfmannacyja (2 fer'ðir) til Hornnfjarðar, ísa- fjarðar. Egi.'ssíaða o? Sauðárkróks Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir) til Vest- mannaeyja (2 ferðir) til ísafjarð- ar, Egilsstaða, Hornafjarðar og Fagurhólsmýrar. Flugfélag íslands h.f. bréfaskipti Davide D’Ágata via Basile n. 38 95124-Catania á ítalíu óskar eftir að eignast hér pennavin. Hann safnar póstkortum, frímerkjum, dægurlagaplötum og mynt, og vill skipta á þessum hlutum. Helzt vill hann skrifast á við stúlku. SÖFN OG SYNINGAR tslenzka dýrasafnifi verður opið daglegi t Breififirð- msabuð Skólavörðustte 6B kl 10—22 Isl dýrasafnið gengisskráning Nr. 88 — 22. júlí 1970 1 Bandar. dollar 1 Sterlingspund 1 Kanadadollar 100 Danskar kr. 100 Norskar kr. 100 Sænskar kr. 100 Finnsk börk 100 Franskir fr. 100 Belg. frantear 100 Svissn. frantear 100 Gyllini 100 V.-þýzk mörk 100 Lírur 100 Austurr. sch. 100 Escudos 100 Pesetar 87.90 88,10 210,20 210,70 84.90 85,10 1.171,80 1.174,46 1.230,60 1.233,40 1.694,30 1.698,16 2.109,42 2.114,20 1.592,90 1.596,50' 177,10 177,50' 2.043,34 2.048,00' 2.438,70 2.444,20' 2.421,08 2.426,50 ’ 13,96 14,00’ 340,57 341,35 • 307,50 308,20. 126,27 126,55; 99,86 100,14 87.90 88,10 ’ 100 Reikninigskrónur .- Vöruskiptalönd 1 Reikningsdoliar Vöruskiptalönd 1 Reikningspund — Vöruskiptalönd 210,95 211,45' Lárétt: 1 Seiður. 5 Fiskur. 7 Biblíumaður 9 Happ. 11 Beggja megin við S- 12 Reyta 13 Taut. 15 Þvottur. 16 Ai. 18 Hættulegur. Krossgáta Nr„ 593 Lóðrétt: 1 Karldýr. 2 Dauði. 3 550 4 Hár. 6 Brauð- 8 Maðk. 10 Fiska. 14 Draup. 15' Töf. 17 Öi^ast. Ráðning á gátu nr- 592: Lárétt: 1 Mumlar. 5 Jóð. 7 Kló. 9 Afl. 11 Ká. 12 Ró. 13' Ann. 15 Bít.. 16 Eir. 18 Efn-' aða. Lóðrétt: 1 Makkar. 2 Mjó. 3 Ló. 4 Aða.-6 Flótta. 8 Lán. 10 Frí. 14 Nef. 15 Bra. 17 In.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.