Tíminn - 07.08.1970, Page 2

Tíminn - 07.08.1970, Page 2
BERGUR SIGURBJÖRNSSON • TIMINN FÖSTUDAGUR 7. ágúst 1970 Erindi flutt á aðalfundi Sambands íslenzkra rafveitna - Síðari hluti Raforkumál á Austurlandí Orkumarkaður og orkuöflun á Austurlandi. Almennur orkumarkaður á Austurlaudi er ekki stér í dag. Hann <fellur ekki undir kenn- inguna um „hagkvæmni stærð arinnar", ef það er þá einhver fyrirvaralaus kenning. Engu að síður er hann staðreynd, sem ekki verður fram hjá geng ið. Og það situr illa á kotríki eins og okkar að býsnast yfir anæð útlima sinna. Á væntan- legu orkuveitusvæði Lagarfoss- virkjunar ern nú um 2000 heimilisveitur og 200—300 stærri notendur (félagsheim- ffi, skólar, iþróttahús, sund- laugar og fyrirtæki) Rjaforkusala Austurlands- ▼eitu hefur verið 18—20 gwh. sáðustu árin. Þessa orkusölu mætti a. m. k. tvöfalda eða brefalda á stuttum tíma, ef fyrir hendi væri orkuveita, sem gæti framleitt og selt orku ta upphitunar húsa á verði, sem væri sambærilegt við JBfnunarverð á olíu. Vegrr á Austurlandi risa yfirleitt efcki undir nafni og ■ eiga langt í land að ná gæð- m }>eirra vega, sem nú eru ekki taldir fullnægja út frá ECöfuðborgarsvæðinu og varan- legar hraðbrautir eiga að leysa af hólmi. Ómælt og ótalið er það tjón, sem þjóðfélagið tekur sér á herðar í viðhaldi þessa akleiða kerfis á Austurlandi fyrir þá sök, að stórir og þungir olíu- fljutningabílar brölta um það þvert og endilangt vetur, sum- zr, vor, og haust í __ bleytum, ófærð og forræði. Ómælt er einnig það tjón og þau óþæg- indi, sem menn verða að þola bótalaust begar olíu vantar. Það sýnist heldur lítil vizka fólgin í öllu bessu puði, þar sem flutningslínur varmaorku á þv>í svæði, sem olíuflutning- arnir valda hvað mestu tjóni, eru þegar til og því aúðvelt að spara fátæku þjóðarbúi milljónir, ef orkuveitan væri til, sem selt gæti orkuna á sambærilegu verði við jöfnun- arverð á olíu, þó svo að þetta jörnunarverð sé að sjálfsögðu enginn raunhæfur mælikvarði. Jöfnunarverð er sem sé eng in töfraformúla, sem merki það, að raunverulegur kostn- aður gufi einfaldlega upp og sé ekki til lengur. Það kostar þjóðfélagið sínar 10—20 krón- ur að flytja olíulítra á af- skekkta sveitabæi og þó e. t. v. meira, þegar tjón á vegum og tækjum er allt talið hvað sem jöfnunarverðið segir. Nú sýna síðustu útreikning- ar og áætlanir minnstu Lagar- fossvirkjunar, að sé reiknað með bví að hún verði fullnýtt þannig, að öll afgangsorka sé nýtt til varmaöflunar frá fyrsta starfsári virkjunar, er unnt að selja þessa orku á verði sem er vel sambærilegt við jöfn- unarverð á olíu og hlutfalls- lega hagstæðara fyrir veituna. en það verð. sem talið er hag- stætt þegar erlendir aðilar eiga í hlut. Þessari staðreynd er svarað með því, að barna sé ekki reiknað með þeim stofnkostn- aði, sem sé því samfara fyrir notendur að skipta um hita- kerfi frá olíu til raforku. í þvi efni skýzt mönnum, þótt skýrir séu, yfir þá staðreynd, að 70—80% af ölium olíukvndi tækjum á orkuveitusvæ'. vænt anlegrar Lagarfossvirkjunar eru jafn gömul eða eldri en Grímsávirkjun og því komið að því, að þau þarf að endur- nýja. Endurnýjun þessara tækja er sízt ódýrari en breyting á kerfi frá olíu til rafmagns, þannig að þessi hlið málsins þarf ekki að standa sjálfsögð- um framförum fyrir þrifum. Samband sveitarfélaga j Austurlandskjördæmi hefur, svo sem við mátti búast, ein- beitt kröftum sínum að því að fá breytingar á orkumálum Austurlands og Lagarfoss virkj aðan. Hinn 14. maí 1968 var orku málaráðherra sent erindi um Lagarfossvirkjun og bent á, að ástæða væri til að kanna, hvort ekki væri til önnur og ódýrari byrjunarleið Lagarfoss virkjunar en sú, sem til þess tíma hafði verið reiknað með. Hinn 21. maí sama ár er orku- málaráðherra sent annað er- indi um notkun raforku til varmaöflunar á Austurlandi tíundaðar þær röksemdir um sparnað og betri nýtingu á fjármagni en nú er um að ræða, sem áður er greint frá, og stækkun á orkumarkaði. 10. aktóber sama ár er orku málaráðherra send drög að raf orkuáætlun Austurlands og eindregnar óskir aðalfundar sambandsins um virkjun Lagar foss. Þá er þess einnig farið . á leit við Rafmagnsstjóra rjk isins, að hann láti kanna nýjar byrjunarleiðir Lagarfossvirkj- unar. Hinn 10. maí 1969 er orku- málaráðherra enn sent erindi og óskir um Lagarfossvirkjun, byggt á lauslegum upplýsing- um um nýjar byrjunarleiðir við þá virkjun, og drög að áætlun um notkun raforku til varmaöflunar. 23. september sama ár eru orkumálaráðherra send ný drög að rafvæðingaráætlun Austurlands og óskir um 5—6 Mw. rennslisvirkjun í Lagsr- fossi hið bráðasta. Auk þessa var á sama tíma oft rætt við ráðherra og aðra áhrifamenn um þessi mál, og m. á. gekk 20—30 manna nefnd á vegum Sambands sveitarfélaga í Aust urlandskjördæmi, skipuð sveit arstjórnarmönnum. þingmönn- um o. fl. á fund ráðherra til að ræða þessi mál við hann. Loks er Rafmagsveitum rík isins o. fl. skrifað bréf þann 11. maí s.l., þar sem fram er borið það fágæta tilboð í sögu Islenzkra raforkumála. að sam bandið býðst til að selja fyrir- fram alla næturorku og aðra afgangsorku frá 5—6 Mw. Lag arfossvirkjun, ef það geti órð ið til að flýta því, að ákvörð- un verði tekin um þessa virkj un, eða eins og segir í lok bréfsiná: 1. Mundi það geta flýtt fyr- ir ákvörðun um Lagarfossvirkj un, ef Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi ábyrgð ist sölu á, eða seldi fyrirfram allt nætur- og afgangasraf- magn frá j—6 Mw, virkjun? 2. Hvaða markaðsverðj á þessari orku mætti reikna með við sölustarfsemi? 3. Hvenær mætti vænta inn- setningar virkjunar ef fyrir lægi að sala á allri nætur- og afgangsorku væri tryggð frá fyrsta starfsdegi virkjunar? —O— Ég sagði áðan, að ef hinir mörgu í þjóðfélagi færu bein línis að níðast á hinum fáu, sjálfum sér til hagsbóta, þá mundi það vafasamt fyrir þá sjálfa, hvað þá þjóðarheild- ina. Með þessu átti ég við m. a. að því er þessi mál verð ar, að þegar fátæklegir fjár- magns- og lánamöguleikar þjóð arinnar til orkuframleiðslu eru fyrst og fremst og aftur og aftur notaðir til að tryggja höfuðborgarsvæðinu sem ódýr asta orku og þar með beztu mögulega aðstöðu til atvinnu legra- og efnahagslegra fram- fara, hlyti afleiðingin að verða Bergur Sigurbjörnsson. óhóflegt og fjarstæðukennt verð á þessari lífsnauðsyn á öðrum landssvæðum, og ónýtt ir möguleikar til orkufram- lei'ðslu þar, sifellt dýrari í framkvæmd og óhagstæðari, því lengur sem drægist að nýta þá. Ég átti einnig við það m. a„ að nú hafa um 95% af heild- aráætlun um rafvæðingu lands ins verið framkvæmd frá sam- veitu. Aðeins um 5% þjóðar- innar hafa enn ekki fengið raf magn frá samveitu, — þeir, sem vegna legu heimila sinna búa við þau skilyrði, að heim- taug til þeirra kostar að með- altali fleiri krónur á heimilis- veitu en til þeirra, sem þegar hafa orðið aðnjótandi þessa grundvallarþáttar menningar- lífs fyrir sameiginlegt félags- legt átak þjóðarinnar. Hlutverk og framlag þéirra, sem síðastir urðu aðnjótandi árangursins af þessu félags- lega átaki, eða hafa ekki enn orðið það, er að sjálfsögðu verst og mest, skortur á því, sem er orðið öðrum algjör lífs nauðsyn, svo algjör, að margir þeirra fá ekki skilið, hvernig fól'k fer að því að lifa án þess að hafa rafmagn. Engu að síð- ur er nú. þegar 5% af rafvæð ingaráætlun landsins eru eftir, farið -að telja þær krónur sér á parti. sem þarf til að ljúka þessu ætlunarverki, eins og það væri sérstakt verk en ekki hluti af heild, þar sem hagstæð asti hluti heildarverksins var eðlilega látinn sitja í fyrir- rúmi. Það hefur einnig komið fyr- ir, að þeir sem eru í síðasfca áfanga þessa sameiginlega fé- laglega átaks. hafa orðið að greiða ýmsa kostnaðarliði auka lega. sem hinir, sem nutu for- gangsréttarins þurftu ekki að greiða Svo hugsvitssamleg getur mismununin í þjóðfé- laginu orðið. 3. Stórvirkjun á Austurlandi. Að undanförnu hafa orðið þó nokkrar umræður og blaða- skrif um stórvirkjun á Aust- urlandi, eða það, sem kalla mætti risavirkjun á íslenzkan mælikvarða. Skýjaborgir eru í sjálfu sér skemmtilegt og for- vitnilegt viðfangsefni, í senn lífsnauðsyn frjóum huga og snerting við veruleika fram- tíðar. En skýjaborgir ern aldrei læknisdómar á þeim mistök- um, sem orðið hafa, heldur vont deyfilyf við mjög slæm- um höfuðverk. Sú draumsýn, sem menn sjá nú í hillingum, um stórvirkjun fallvatna á Austurlandi, verð- ur að skoðast af sjálfsögðu raunsæi frá ' öllum hliðum, einnig meðan hún er uppi í skýjunum? Annað væri merki um óafsakanlegan bárndóm. Stórvirkjun á Austurlandi, af þeirri stærðargráðu, sem tæpt hefur verið á, 8 milljarð ar kwh., er óviðkomandi al- mennum orkumarka'ði á Aust- urlandi næstu áratugi, þar sem hinn almenni orkumarkaður á Austurlandi skiptir þetta risa- fyrirtæki naumast nokkru máli. Hann verður lengj enn minni en minnstu eðlileg orkutöp þesskonar fyrirtækis. Viðskiptaaðstaða okkar ís- lenlinga til að ráðast í slíka framkvæmd í dag er ákaflega einföld og skýr: Við þurfum að kaupa erlent fjármagn til að byggja fyrirtækið á hæsta heimsmarkaðsverði, en selja framleiðsluna (orkuna) erlend- um aðilum undir heimsmarkaðs verði. Hvatinn að slíkum viðskipt- um, er óttinn við að raforku- framleiðsla með kjarnorku verði senn ódýrari en með virkjun fallvatna. Óttinn hefur aldrei reynzt góður eða farsæll ráðgjafi, fslendinigar hafa nokkra reynsln af undirbo'ðum á er- lendum mörkuðum með útflutn ingsafurðir sínar. Sú reynsla kallaði á lögjöf að kröfu útflutn ingsatvinnuveganna til að koma í veg fyrir slíka efnahagspóli- tík. Við þá löggjöf búum við enn. Oklcur er tjáð, að auðlind okkar í virkjanlegum fallvötn um mælist j 27 milljörðum kwh. á ári. Þegar þessir 27 ‘ milljarðar kwh. væru komnir á markað, væri þessi auðlind tæmd að umtalsverðum frekari möguleikum. Við hljótum að játa þeim einföldu sannindum, að eftir daga okkar sem nú lifum, taka við umsýslan mála í landinu okkur hæfari, lærðari og þrosk aðri menn, til að ráða farsæl- lega fram úr nýtingu auðlinda landsins, hvað þá fullnýtingu þeirra, Það er meira en hæpi'ð að fullyrða það í dag, að þess ir menn þurfi að standa í þeim sporum með sölu á raforku landsins þar sem nú stöndum vér. Með fullri virðingu fyrir ágæti og snilli okkar, sem nú lifum. verðum við að hafa þá reisn til að bera. að við leggj um þá spurningu fyrir okkur í alvöru, hvqrt við höfum nokk urn siðferðilegan rétt til að tæma þá auðlind. sem fall- vötn okkar eru, á stuttum tíma inn á sölumarkað, við þau við- skiptakjör. sem við nú eigum völ á. Við komumst heldur ekki hjá því að viðurkenna og gefa því verðskuldaðan gaum. að það byggjast mörg önnur mikil væg framtíðarverðmæti á fall vötnum okkar, en ódýr orka. Ef til vill meiri verðmæti í þröngbýlum heimi en öll orku verðmæti samanlögð. Þó má vafalaust með skynsemi og ráð vendni sameina alla þessa verð metasköpun til hámarks hagnað ar. En þá mega iíka engin ein- strengingsleg sérsjónarmið ráða gerðum okkar. Og einu höfuðatriði verður ekki lengur skotið á frest að gera sér grein fyrir, ef ekki á að hljótast alvarlegt tjón af. Mér vitanlega hefur engin tilraun verið gerð ennþá til að athuga það, hve miklu meiri arð íslendingar gætu fengið af hverri fjárfestri krónu, ef þeim fjármunum, sem fullvirkjun nýtanlegra fallvatna kostaði, væri varið til annarskonar fram leiðslu en orkuframleiðslu, t. d. til ræktunar á laxi, silungi og öðru góðfiski sem búgrein- um í sveltandi heimi. Meðan eitthvað þess háttar hefur ekki verið kannað, er ekki unnt að ræða þessi stórvirkjunar- mál af neinni skynsemi. Sam- anburðarrannsóknir eru algjör forsenda fyrir umræðum um þessi mál, hvað þá fram- kvæmdum. Ég áfellist ekki sérfræðinga fyrir það að koma fram með nýjar hugmyndir á sínu sér- sviði. Það er eðlilegt og æski- legt. En ég áfellist þá harðlega, ef þeir ætla, að engir mögu- leikar séu til í þjóðfélaginu til framþróunar, nema á þeirra eigin þrönga sérsviði og nota aðstöðu sína, aðstæður í þjóð- félaginu og áróðurstækni til að halda svo háskalegri kenn- ingu að bjóðinni. Ad öðru leyti er rótt að mínu áliti að taka opnum huga öllum nýjum hugmyndum, einn ig þeim. sem ekki virðast við hæfi þá stundina. Það er vissulega fagnaðar- efm fyrir Austfirðinga að fá vitneskju um að í fjór’ðungi þeirra séu fólgnir jafn stór- fengleguy framtíðarmöguleik- ar °s..nn sýnast bundnir við vatrísf'öll. þar. Það yljar þeim eins og öðrum að komast ein- hverntíma í sviðsljósið og. að loks skuli eitthvað umtaísvert. og stórfenglegt uppgötvast á Austurlandi annað en hverful síld, — svipull sjávarafli. — Um það er ekkert nema gott eitt að segja, og víst hljóta allir að vona, að þessir stór- fenglegu möguleikar verði hag nyttir þannig, að beztu manna' yfirsýn, að þeir verði Aust- nrðingum og þjóðinni allri til blessunar í framtíðinni. Lokaorð. Ég hef hér reynt að tíunda þau rök, sem Austfirðingar hafa lengi flutt og viljað flytja til fá bætt úr því ófremdar ástandi, sem ríkt hefur allt of lengi í raforkumálum Austur lands. Þetta ástand hefur fyrir þó nokkru kallað yfir okkur þá rökfræðilegu þversögn, að Lag arfoss megi virkja fyrir tapið á Austurlandsveitu. aðeins ör- fá ár fram í tímann. En ef nú. mót von Aust- firðinga. skyldi enn litið þeim augum á málstað þeirra, og málflutnine. að hann sé mark laus os að engu hafandi, nema þá til að hafa í flimtingum á skrjfstofum í Reykjavík, þá á ég að sjálfsögðu þar um eng- in orð. og læt því staðar num- ið að sinni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.