Tíminn - 07.08.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.08.1970, Blaðsíða 4
16 TÍMfN’N FÖSrcm-'VGrtíit 1. ágðst WW FULLT TUNGL Eftir P. G Wodehouse 57 — Nei, nei, alveg s.iálfsagt, ger ið það bara, það er allt í lagi. Gally sagði að samtalið mundi . ekki standa lengur en svo sem hálfa ínínútu. Tipton sagði: — Allt í lagi, allt í lagi, talið eins lengi og þið þurfið. Gally leiddi Bill lengra út á hiallann og mælti til hans lágri ! alvarlegri röddu: — Við erum nú komnir að al- varlegum úrslitum í þessu máli, ; það er tniög heppilegt að þú skul- ■ ir vera orðinn svona góður vin- . ur Plimsolls. — Nú þetta lítur út fyrir að : vera bezti náungi. — Já, ágætis ungmenni. Hann t var að vísu dálítið úfinn fyrst þeg ar ég hitti hann, en nú er hann orðinn lifandi eftirmynd Chets föðurbróður síns, sem var sá al- fr.iálslyndasti maður sem nokkru 1 sinni braut og bramlaði veitinga- ; staði. Svo er Plimsoll forríkúr. — Er hann það? — Stórríkur, og ég held að hon , tim falli vel við þig. — Já, mér fannst hann al- mennilegur. — Já, ég held að fyrstu áhrif | þín á hann hafi verið ágæt. og . nú er allt undir honum komið. — Hvernig þá? Nú var kominn ; heldur þungbúinn glampi á ein- i glymi hins æruverða Galahads. Hann sagði.: — Einmitt þegar Plimsoll kom út til okkar áðan var ég að byrja að segja þér frá óhappi, eins og , þú kannski mannst, þá ætlaði . Prue sér að fá peninga hjá Clar- ence bróður, til að lagfæra Mul- berry Tree krána, enda hefði það verið hægt á meðan hún lum- aði á hálsfestinni. Pru sagði þér frá festinni í bréfinu, eða hvað? — Já, já, og mér fannst hug- myndin bráð stnellin. — Það var hún líka, á meðan við höfðum festina i fórum okk- ar hefðum við getað sett öll skil- yrði og ráðið úrslitum, en til allr- ar ólukku, þá hef ég misst fest- ina. — Hvað þá? — Henm hefur verið stolið, ég fór rétt áðan upp í herbergið mitt, ti.l að ganga úr skugga um að festin væri örugg, en þá var hún bara horfin. — Ó, frænka. Gally hristi höf- uðið og sagði: — Frænka þín .skiptir engu máli, það er frænka Prues sem málið stendur og fellur með, auð- vitað getur vel verið að það sé ekki Hermione, sem hefur náð í festina, en hafi hún gert það, þá er úti um okkur, og þá er að- eins ein von eftir, við verðum að reyna að fá peningana hjá Plim- soll. — En það get ég ekki, við er- um alveg nýbúnir að kynnast. — Rétt er það, en honum er greinilega hlýtt til þín, ég minnsta kosti hafði þá tilfinningu að hann væri þér svo þakklátur fyrir að þú ert ekki draugúr að þér væri óhætt að biðja hann um hvað sem er, jafnvel hálft ríki hans. Hvað sem öllu líður bá er það hann sem við verðum að reyna að slá, um það er tening- unum þegar kastað, láttu mig um að t-ala, fjárinn hafi það, ég hef þó sannfært hina harðsviraðustu veðbókara, og borið hærri hluta í viðræðum við alla náunga í öll- um helztu krám, bæði í London og New York, svo mér ætti varla að mistakast núna, sagði Gally, og hann var eins hressilegur og Freddie, þegar honum tókst bezt upp að mæla með Donaldson hundakexi. — Segið mér kæri Plimsoll, eða má ég kannski kalla yður Tipt- on? sagði Gally. — Auðvitað megið þér það, eða öllu heldur Tippy, og þér líka Bill, sagði Tipton, Ijúfmannlega. — Takk fyrir Tippy, sagði Bill. — Ekkert að þakka, mín er ánægjan, sagði Tipton. Hinn æruverði Galahad beindi einglyrninu sínu að Tipton, Gally Ijómaði allur, hann var svo glað- ur yfir allri þessari vinsemd, sem honum fannst lofa góðu og það svona strax í upphafi. Hann sagði: — Mig langaði til að spyrja þig, kæri Tippy minn, hvort þú hafir nokkurntíma hugsað um nú- tíma stefnur og sjónarmið? Tipt- on hafði aldrei heyrt um slíkt rætt hvað þá meira, hann sagði því: — Ég verð nú að svara því neitandi, ég hef haft í svo mörgu að snúast. — Þegar ég tala um nútíma stefnur, þá á ég við skemmtana- lífið, það er alveg stórfurðulegt hvemig smekkur fólks hefur breytzt, síðan ég var á þínum aldri. — Það getur þú bölvað þér upp á, sagði Tipton, hann botnaði ekki neitt í þessu en var þó hinn kurteisasti. — Til dæmis var það svoleiðis þegar ég var ungur, að ef mann langaði til að fá sér í glas, þá gekk maður bara nfður göturn og fór inn á næstu krá. — Og það var nú heldur ekki svo afleitt, sagði Tipton. — Alveg rétt, en sjáðu nú hvernig bíllinn hefur breytt þess-u, nú vilja allir njóta útiver- unnar, þegar nútímamaðurinn verður þyrstur, þá hrifsar hann næstu stúlku, dembir henni inn í bíl, og ekur út í buskann, í staðinn fyrir að hálfkafna inni á einihverri illa þefjandi kránni í London, fá pörin sér hressingu á einhverjum grasbala, þar sem heilnæmt sveitaloftið leikur um þau úti fyrir einhverri kránni rétt hjá Oxford. — Oxford? — Já, Oxford. — Af hverju sérstaklega Ox- ford? spurði Tipton. — Vegna þess að þangað liggur nútíma straumurinn, Oxford er stutt frá London, og þar er mað- ur alveg laus við London moll- una. Maður sem á krá einhvers staðar í nágrenni Oxford er sann- arlega öfundsverður. — Já, ég býst við því. sagði Tipton. — Eins og til dæmis Bill. — Bill? — Já, Bill. — Þessi Bill? — Já, einmitt, hann á fallega krá, rétt hjá Oxford, og ég hef verið að segja honum, að ef hann færir út kvíarnar og breytir kránni í ferðamanna skemmtistað eins og þið hafið í Ameriku, með öllum nýtízku útbúnaði, þá á hann gullnámu, og ég geri ráð fyrir að þú sért mér sammála. — Vissulega. — Já, ég bjóst við því, ef þessi staður er réttilega skipulagður þá getur þetta orðið reglulega ævin- týraheimur, hjá Bill. —• Ég skyldi nú halda það. — Kráin er á einhverjum allra fegursta stað í einu hinu yndis- legasta héraði á Englandi. Fólk mundi koma um langan veg bara til að njóta útsýnisins. Svo verð- ur auðvitað að hafa úrvals vín, tennisvelii, djasshljómsveit, fyrsta flokks mat, fullkomna þjónustu, ' -láta snæða úti þegar veðrið er , gott og inni í hlýlegri borðstofu, ■ með harðviðarþiljum þegar rign- , ir, ef svona væri farið að þá væri hægt að draga að sér ferðamenn eins og málma með segulstáii. — Er borðstofan með fögrum ; harðviðarþyljucn? — Ekki enn, ég ætlaði einmitt að fara að minnast á það, kráin heitir „Muiberry Tree krá“, og til þess að koma henni í almenni- legt lag þarf auðvitað fé. ; — Vissulega, það er ekki hægt i að færa út kvíarnar án þess að j hafa peninga. — Ég þarf bara að loka augun- * um, og það var einmitt það sem ! Gally gerði, og svo bætti hann ! við, og þá sé ég krána eins og j hún verður þegar aHar þessar v umbætur eru komnar f kring, við ökum út af þjóðveginum, við öfc- um í gegn um skrúðgarð sem er ■ eins og ævintýraheimur. aliur j skreyttur með mislitum lufctum. — Með gosbrunni í miðjuoni, sagði Tipton. — Auðvitað, sagði Galiy. ; — Gosbrunnurinn verður lýst- • ur með mislitum ljósum. — Já, einmitt með mislitum'! Ijósum, eins og þú segir, ég er svo ánægður hversu vel þú skil- ur þetta, kæri Tippy minn, ég 5 vissi alltaf að þú mp ndir hafa áhuga á þessu. —• Jæja vissurðu það. en hvar vorum við? — Við vorum fcomnir að gos- brunninum, til hasgri eru víðáttu- miklir skrúðgarðar með alls kyns ■ litríkum blónrum, tíl vinstri eru tignarleg dularfuH tré, í gegn um lim þeirra sjáum við glitta f skfn- andi silfur. — Gerum við það, hvemig, stendur á því? spurði Tipton. — Sundlaugin, auðvitað, sagði 1 Gally. — Er sundlaug þarna? — Hún verður þar, þegar við ! höfum fengið peningana. Tiptcwi • hugsaði sig um, svo sagði bann. -J — Ég mundi hafa útbúnað tíl; að mynda öldugaog. er föstudagur 7. ágúst — Donafus Árdegisháflæði i Rvík kl. 9.46. Tungl í hásuðri kl. 17.12. HEILSUGÆZLA Slökkviliði v<krahi,’-<''ðir Sjúkrabifretð l Hafnarflrðl stma 5132& fyr. vk)3”ík >B KOpavog simi 111 «l> Slysavarílsiofan i Borgarspltalannnt er opln allar sólarhrlnglnn alV eins móttaka slasaflra Slml 8121*- Kópavogs-ApOteb ob KeflavUror Apótek erc optn vlrka (iaBa kl 9—IV taugarrtaga fcl »—14 helBa ilaga fcL 13—ló Almennar uppiýsingai um læfcn* Ojönus^v. i oorginn: srt, aetnat símsvara læknaféiaef Keykiavlá ur, sirnl 18888 Fi garhe i Kópavogi Hlíðarvegi 40. stm) *2P<M Fópavogs-apótek op lieflavtfcur apótek eru opir vlrka laga ci —19 tiaugardaga kl 9—14. aelgi daga kL '13-—16. Apótek Hafnarfjarðar er opið aiU. vlrka daga £r* kL 9—7 é Laugai dögum fci 9—2 og 6 sunnudögum og öðrum helgidögum er opið u-á fcl 2—4. Tannlæknavaki er ' Heusuvernd arstöðinnl (þai sem slysavarð stofan var) og er opin laugardag® og sunnudaga fcL S—6 e. h. Sími 22411 Kvöld- og helgarvörzht apóteka 1 Reykjavík vikuna 1.—7. ágúst annast Reykjavíkur Apótek og Borgar Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 7. ágúst annast Kjartan Ólafsson. FÉLAGSLlF Ferðafélagsferðir Ferðir ttm næstu helgi. 1. Þórsmörk (á laugardag) 2. Landmannalaugar — Eldgjá — Veiðivötn (föstudagskvöld) 3. Hrafntinnusker (með Land- mannaiaugaferð) 4. Þórisjökull eða Ök (á sunnu- dagsmorgun kl. 9,30) Sumarleyfisferðir. 10. — 17. ágúst Brúaröræfi — Snæfell. 27 — 30, ágúst Norður fyrir Hafs- j’ökul. Ferðafélag Islands, Öldugötu 3 Símar 19533 og 11798. FI. LO ÁÆTLANIR Loftleiðir h.f. Snon’i Þorfinnsson er væntan- legur frá New York kl. 7.30. Fer til Luxemborgar kl. 0.15 Er vænt- anlegur ti: baka frá Luxemborg kl. 18.00. Fer til New York kl. 19.00. Eiríkur rauði er væntanlegur. frá New Vork kl 9.00. Fer til Luxemborgai ki. 9.45. Er vænt- anlegur til baka frá Luxemborg kl. 18.00. Fer til New York kl. 19.00. Guðríður Þorbjamardóttír er væntanleg frá New York kl. 10.30. Fer til Luxemborgar kl. 11.30. Er væntanleg til baka frá Lux- emiborg kl. 2.15.. Fer til New York kl. 3.10. Flugfélag fslands h.f. Milllandaflug. Gullfaxi fór til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8.30 í morg un og er væntanlegur aftur til Keflavíkur kl. 18.15 í kvöld. Vél- in fer til Lundúna kl. 23.59 í kvöld og er væntanleg aftur til Keflavíkur kl. 6.20 í fyrramálið. Gullfax' fer til Lundúna kl. 8.00 í fyrramálið og til Kaup- mannahafnar kl. 16.15 á morgun. DC-6B vél félagsins fer til Lund ána kl. 7.00 í fyrracnálið. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir) til Vest- mannaeyja (2 ferðir) til Patreks- fjarðar, ísafjarðar, Egilsstaða og Húsavíkur. Á morgun er áætlað að fljúga tii Akureyrar (3 ferðir) til Vest- mannaeyja (2 ferðir) til Horna- fjarðar, ísafjarðar. Sauðárkróks og til Egilsstaða (2 ferðir). SÖFN OG SÝNINGAR GENGISSKRÁNING brffaskipti fslenzka dýrasafnið verðui opið daglega 1 Breiðfirð- mgabúð, Skólavðrðustig 6B fcl. 10—22. Isl dýrasafnið STGLINGAR M.s. Arnarfell er á Akureyri. Ms. Jökulfell fór 4. þ.m. frá New Bedford til Reykjavíkur. M.s. Dísarfell væntanlegt til Reyðar- fjarðar í dag. M.s. Litlafell fer frá Akureyri í dag til Reykjavíkur. M.s. Helgafell fór. 4. þ.m. frá Svenborg til Reykjavíkur. M.s. Stapafeli væntanlegt til Reykja- víkur í dag. M.s. Mælifell fór í gær til La Spezia til Saint Louis Du Rohne. M.s. Una fer í dag frá Esbjerg til Bremerhaven. M.s. Frost er í Keflavík. 1 Bandar. doBjar 87,90 88,10 1 Sterlingspund 210,20 210,70 1 Kanadadollar 85,49 85,69 100 Dansikar kr. 1.171,80 1.174,46 100 Norskar kr. 1.230,60 1.233,40 100 Sænskar kr. 1.697,74 1.701,60 100 Finnsk börk 2.109,42 2.114,20 100 Franskir fr. 1.592,90 1.596,50 100 Belg. frankar 177,10 177,50 100 Svlssn. frankar 2.046,20 2.050Æ6 100 Gyllini 2.438,70 2.444,20 100 V.-þýzk mörk 2.421,08 2.426,50 100 Urur 13,96 14,00; 100 Austurr. sch. 340,57 341,35; 100 Escudos 307,00 307,70' 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reikningskrónur — Vöruskiptalönd 99,86 lOOyM, 1 Reikningsdollar * Vöruskiptalönd 87,90 ess» 1 Reikningspund — Vörusldipitalönd 210,95 ZBbjSS Davide D’Agata via Basile n 38 95124-Catania á Italíu óskar eftir að ■'ignast hér pennavin. Hann safnar póstkortum, frímerkjuiii, dægurlagaplötum og mynt, og víll skipta á þessum hlutum Helzt vill hann skrifast á við stúlku- Lárétt: 1) Drengur. 5) Tré. 7. Jag. 9) Mann 11) Nes. 12) Röð. 13) Hraða. 15) Nart. 16) Kona. 18) Bátur. Krossgáta Nr. 597 Lóðrétt: 1) Gabbar. 2) Regl ur. 3) Öfug rö@. 4) Hærra. 6) Skjár. 8) Æð. 10) Svif. 14) For. 15) Tók. 17) Efcii. Ráðning á gátu nr. 596: Lárétt: 1 Ófelía. 5) Lás. 7) Rut. 9) Son. 11) Æl. 12) Bý. 13) Slá. 15) Kot. 16) Mjó. 18) Lakkar. Lóðrétt: 1) Óhræsi. 2) Elt. 3) Lá. 4) Iss. 6) Hnýtir. 8) Ull. 10) OBO. 14) Áma. 15) Kók. 17) JK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.