Tíminn - 07.08.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.08.1970, Blaðsíða 8
 FSstudagur 7. ágúst 1970. Þannig fara Svíar að — Sjá bls. 6 Lögreglusföð í Árbæjarhverfi OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Lögreglustöð fyrir Árbæjar- og Breiðholtshverfi verður tekin í notkun í haust. Verið er að inn- rétta húsnæði þessarar nýju lög- rogfustöðvar, sem reyndar er í eigu Áfengis og tóbaksverzluuar ' rikuins. Er húsið inni á lóð birgða i'gevmslunnar á Draghálsi og að hluta irinan ramtoyggðrar -girðing- ‘ar, sem verið er að reisa kring-um .áfengið. Dyr lögreglustöðvarinnar •eru utan girðingar. Með þessu eru .tvær flugur slegnar í einu höggi. ^Húsnæði er fengið yfir lögreglu- stöð fyrir svæðið og tryggt er að jöruggur vörður sé ávallt við ' birgðageymsluna. í þessari stöð verða áv-allt þrír menn á vakt, sagði Bjarki Elías- ison, yfirlögregluþjónn, í dag, og !hafa þeir bíl til umráða. Þeir lög- .reglumenn sem þarna starfa munu Framhald á bls. 18. Fremst á myndinni er húsiS sem lögreglustöSin í Árbæjarhverfi verSur í. Er stöSin rétt viS birgSageymslu ÁTVR, sem sést bak viS lögreglustöðvarhúsiS (Tímamynd G. E.) Þrífnaði við fiskverkunarhús við ábótavant OÓ-Reykjavfk, fimmtudpg. Þrifnaði umhveffLs fiskvinnslu- stöðvar við fiskihöfnina í vestan- verðri Reykjavíkurhöfn er ábóta- vant. Á fundi hafnarstjórnar í gær var lögð fram athugum vegna reglugerðar um eftiriit og mat á ferskum fiski, sem sett var í marz s.l. Þar er kveðið svo á að lóðir kringum fiskmóttöku og aðgerðarhús þurfi að rykbinda og halda hreinum og einnig eru fyrir mæli um a'ð flutningaleiðir, sem farið er með fisk um séu í þann- ig ástandi, að ekki sé hætta á að ryk og annar óþrifnaður komizt að fiskinum. Frestur til að fram- kvæma nauðsynlegar lagfæringar verður veittur til 20. marz 1971. Athugun -þá sem lögð var fyrir hafnarstjórn, gerði Han-nes J. Valdimarsson. Þar segir að vegir og bryggjur vesturhafnarinnar séu yfirleitt tneð varanlegu slit- la-gi, en þó séu vegakaflar, sem þurfi að rykbinda. Og er ý-msu öðru átoótavant. í skýrslunni segir: Um lóðir fyrirtækja í vestur höfn er það að segja, að þeim er það sammerkt að þær eru ófrágengnar, órykbundnar og yfir leitt illa hirtar. í Hraðfrystistöðinni er fiskmót- ta-ka í bráðabirgðaviðbyggingu (ósamþykktri). Aðkeyrsla er óryk bu-ndin og er þar ýmis óþrifnaður. Hjá B.Ú.R. er aðalfnóttaka beint út af Grandagarði, sem að vísu er þar slitvarinn, en ýmis óhrein indi hljóta þó að berast frá mik- illi umferð, seen er þar framhjá. í vesturhluta hússins er bráða- birgðamóttaka með líkum um- merkju-m og hjá Hraðfry.stistöð- inni. f verbúðum í vesturhöfn var ek-ki reiknað með fiskverkun, enda aðstaða þar e'kki góð. Þó j virðist öll aðstaða verri hjá Jóni hefur Sæbjörg komið sér upp Halldórssyni, vegna þrengsla. — sæmilegri og þrifalegri aðstöðu Ligg-ur þar oft fiskur úti óvarin-n í nokkrum verbúðum. Hins vegar I Framhald á bls 18 Daggjöld hækka FB-Reykjavík, fimmtudag. f lögbirtingarblaðinu, föstudag-. inn 7. ágúst, er auglýsing um dag- g.iöld á sjúkrahúsum, sem hækk- uð voru frá og með 1. júlí s.l. Það er daggjaldanefnd, sem ákveð ur daggjöld sjúkrahúsanna, og eru þau mjög misjöfn, eftir því á hvaða sjúkrahúsi er. Hæst eru daggjöidin á Landspítalanum, 2550 krónur, . og sama gjald á fæði-ngardeildinni, kven- sjúkdómadeild.. Áður vor-u dag- gjöld á Landspítalanum 2100 kr.,- svo hækkunin er um 21,4%. Á' Borgarsjúkrahúsinu í Fossvogi' eru daggjöld einnig 2550 krónur. Annars staðar eru þau mun lægri, en Landakotsspítalinn er næstur í röðinni með 1750 krónur. In-nifalin er í daggjöldum þess um, að því er segir í auglýsing- • unni, hvers konar þjónusta, sem sjúkrahú.q láta innlögðum sjúkl- ■ ingum í té. Héraðsmót á Suðureyri Framsóknarmenn á Suðurejnú halda héraðsmót laugardaginn 15., ágúst, og hefst það kl. 9 síðdegis.. Dagskrá auglýst síðar. Lítur út fyrir uppskerubrest á kartöflum á Svaibarðsströnd Héraðsmót á Austurlandi Elnar Þórður Jón VALASKJÁLF: Sumarmót ungra Framsókn- armanna á Fljótsd-alshéraði verður í Valaskjálf laugardag- inn 15. ágúst og hefst kl. 9 síðdegis. Ræður og ávöirp flytja Einar Ágústsson varafor maður Framsóknarflokksins og Þórður Pálsson bóndi, Refstað. Skemmtiatriði annast Jörunh- ur Guðmundsson gamanleikari og Ríó tríóið. Hljómsveitin Húsavíkurhaukar leikur fyrir dansi. VOPNAFJORÐUR: Sumarmót ungra Framsókn- armanna á Fljótsdalshéraði verður á Vopnafirði sunnudag- inn 16. ágúst og hefst kl. 9 síðdegis. Ræður og ávörp flytja Ekiar Ágústsson vara- formaður Framsóknarflokksins, Þórður Pálsson bóndi, Refstað og Jón Kristjánsson verzlunar- stjóri. Skemmtiatriði annast Ríó-tríóið og Jörundur Guð- mundsson gamanleikari. Hljóm- sveit leikur fyrir dansi. SB—Reykjavík, fimmtudag Utlit er nú fyrir uppskerubrest á kartöflum á Svalbarðsströnd í haust. Sprettan hefur verið afar léleg fram að þessu og ef svona heldur áfram með veðurfarið, kemur lítið upp úr görðum kartöflubændanna. Kjartan Magnússon, bóndi á Mógili sagði í viðtafi við b’aðið í dag, að svipað kartöflumagn og venjulega hefði verið sett niður í vor og hvorki fyrr né síðar en venjulega. — Sprettan heíur hins vegar verið injög léleg, það sem af er, sagði Kjartan. Það hefur lítið rig-nt, líklega allt of I-ítið fyrir kartöfi'urnar. Ef ágústmánuður verður góður, getur rætzt úr þessu, það er sá tími og fram í miðjan september, sem mest velt- ur á. Ef grös standa uppi um miðj an september, verða þau tekin upp, hvað svo sem undir er, sagði I Kjartan að endingu. Bændur á Svalbarðsströnd hafa I nokkuð minnkað kartöflurækt sína seinni árin, aðallega rækta þeir Framhald á bls. 18. Mikil laxagengd er nú í öllum ám í Þistilfirði SB-Reykjavík, fimmtudag, | Óvenjumikil laxagéngd er nú \ í öllum ám í Þistilfirði og það; svo, að ekki er munað eftir öðru i eins síðustu 30 árin. Árnar, sem hér um ræðir eru Hafralónsá, Sandá, Hölkná og Svalbarðsá. — Mikil eftirspum er eftir veiði- leyfum í þessum ám, en Reykvík ingar hafa þær þegar á leigu.' Undanfarin ár hefur gönguseið um- verið sleppt í þessar ár og er nú árangur þess að koma í ljós, því sá lax, sem nú gengur í árn- ar, er nýr lax og auðþekktur. Fréttaritari Tímans gekk með-' fram Hafralónsá fyrir skömmu og, hugðist telja laxa er hann sæi. þar, en gafst fljótlega upp. f ein-' um hylnum sagðist hann gizka á,‘ að verið hefðu 60—80 laxar. Menn veiða þarna að meðaltali' 3—4 stykki á dag, á stöng. 3200 laxar í Kollafjarðarstöðina EB—Rcykjavík, fiinmtudag. — í dag tókuni við 70 laxa úr kistunni og erum við þá búnir að tclja um þrjú þúsund laxa úr henni. Það er nú aftur farið að lifua yfir göngunni í stöðiua, en 3—4 dagana á undan þessum gengu aðeins um 30 laxara í stöð ina á dag. Hins vegar gengu óður 120—130 laxara aö meðaltali á dag, allt frá bví Iaxinn fór fyrir alvöru að ganga upp í stöðina. Þetta hafði Sigurður Þórðar- son að segja blaðamanni Tímans i kvöld. hegar sá síðarnefndi leit- aði frétta hjá honum um hina miklu laxagöngu í Kollafjarðar- stöðina. Þá sagði Sigurður, að um 200 laxar væru nú í lóninu fyrir neðan kistuna. Nú er búið að taka 500 laxa til undaneldis þar í stöðinni, en þeir laxar eru 6—12 punda og sagði Sigurður, að ekki væru tekn- ir minni en 6 punda laxar til und- ancldis. Þá kvaðst Sigurður vera bjartsýnn á, að mikil laxagengd yrði j stöðina þennan mánuð, enda sá mánuður, secn laxagengdiþ hefur verið mest í stöðina undan- f-arin ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.