Tíminn - 07.08.1970, Qupperneq 4
£e tii Cií Ajcwtarp
Það hefur víst varla farið fram
hja nokkrum, að sjónvarpið okkar
er nú byrjað á nýjan leik eftir
rúmlega mánaðar hlé. Ég býzt
við, að margir hafi beðið sjón-
varpsins með óþreyju, en þó hygg
ég að fleiri hafi hugsað sem svo,
að bezt væri nú að sjónvarpið
væri í frii í svo sem mánuð í við-
bót, því yfir sumartímann hafa
margir takmarkaðan áhuga á að
eyða kvöldunum við að horfa á
sjónvarp, hversu góð sem dagskrá
in kann að vera.
Það var s. 1. laugardag, sem
sjónvarpið hóf að nýju útsending
ar, og hafa ýmsir nýir þæt.íir þeg
ar séð dagsins Ijós þessa fáu daga,
og aðrir eru væntanlegir á næst
unni.
ÓMERKILEGIR FRAMHALDS-
ÞÆTTIR, EÐA BARA SLÆM
BYRJUN?
Ekki get ég sagt, að byrjunin
hafi lofað góðu, um þá tvo fram
haldsþætti, sem þegar eru hafnir.
Annar þeirra nefnist „Aldrei
styggðaryrði" og er brezkur. Aðal
hlutverkið leikur gamall kunningi
okkar úr sjónvarpinu, Nyree
Dawn Porter, sem lék írenu í sögu
Forsyteættarinnar. Hér er þó um
harla ólík hlutverk að ræða. í
gamanþáttunum á hún að leika
fremur vitgranna eiginkonu og virð
ist gamanleikur ekki vera bezta
hlið Nyree Down Porter. Hún var
lítt sannfærandi og þátturinn í
hei'ld fremur ómerkilegur, þótt
hægt væri að hlæja að vitleysunni
á stöku stað.
Þótt þetta upphaf lofi ekki góðu,
þá skulum við vona, að byrjunin
hafi bara verið léleg og að skárri
þættir komi á eftir, en næsti þátt
ur verður s. iO.ut á sunn .daginn
kl. 20.25.
Hinn frainhaldsþattunnn, sem
hafinn er, nefnist Leynilögreglan
og er gerður eftir Dumas-skáld-
sögu, enda franskur. Var þessi
fyrsti þáttur vægast sagt leiðinleg
ur. Það fcann að eiga eðlilegar
orsakir í því, að í þessum fyxsta
þætti þurfti að setja áhorfendur
inn í ýmis atriði varðandi þann.
tíma, sem sagan gerist á, baksvið
hennar. Atburðarásin í næstu þátt
um ætti því að geta verið hrað
ari, og verður að vona að svo sé.
Annars er þátturinn einungis brúk
legur sem svefnmeðal.
NÝR ÞÁTTUR í NÆSTU
VIKU.
Eins og ég sagði áðan, þá eru
aðrir þættir væntanlegir í sjón-
varpinu á næstunni.
Á föstudag í næstu viku hefst
t.d. þátturinn „Skelegg skötuhjú“
Er þetta sagður brezkur sakamála-
myndaflokkur í léttum dúr, og
Lltla lúðrasveltin. Laugardag 15. égúst.