Tíminn - 07.08.1970, Qupperneq 5

Tíminn - 07.08.1970, Qupperneq 5
ættl því að fara saman gaman og spenna, ef ekki er farið út fyríí mörkin og í hreina deilu. Fyrsti þátturinn hefst kl. 21,10 á föstu dagskvöld í næstu viku. „Ofurhugar11 verða síðan annað hvort föstudagskvöld a.m.k. fyrst um sinn. GÓÐAR KVIKMYNDIR Kvikmyndir eða biómyndir sjónvarpsins eru með betra móti þessa stundina, bæði þær tvær eem þegar hafa verið sýndar og þær sem væntanlegar eru á næst unni. Á Iaugardaginn var þannig sýnd hin þekkta kvifcmynd Rebel with out a Cause nieð James Dean, eem enn heidur gildi sínu þrátt fyrir breyttar þjóðfélagsaðstæður — en þessi kvikmynd er 15 ára gömul. Á miðvikudaginn var sýnd pólsk kvifcmynd, Awatar, all sfcemmtileg gamanmynd, sem hyggð er á sögu eftir Theofil Gautier. Á laugardaginn kemur verður sýnd brezk kvikmynd með Jaek Hawkins, Fanginn, og næsta laug ardag önnur brezk kvikmynd, I óvinahöli, með Jose Ferrer, Tra- vor Howard og Dora Bryan í aðal hlutverkum. En á næsta miðvikudag hefst athyglisverðasta kvifcmyndin, nefnilega Barnæska mín, sem byggð er á hinni þekktu sjálfs- ævisögu Maxíms Gorki. Kvifcmynd þessi var gerð á árunum 1938— 40 — eða nokkru eftir andlát hins þekkta rithöfundar — og er í þrem ur þáttum, sem hver um sig er um einn og hálfur klukkutími að lengd. Þessar þrjár kvikmyndir verða sýndar með hálfsmánaðar miili- bili, sú fyrsta nú á miðvikudag inn kl. 21. Næsta mynd verður síðan sýnd 26. ágúst og sú þriðja 0. september. RICHARD BOONE- ÞÁTTURINN Sjónvarpsleikritin hafa verið mjög misjöfn í íslenzka sjónvarp inu, og stundum gönnil deliuverk. Á sunnudaginn var hins vegar sýnt leikrit í bandariska sjón- varpsþættinum „The Richard iBoone Show“, og var það með betri sjónvarpsleikritum, sem sýnd hafa verið hér. Er vonaridi að sjónvarpið haldi áfram að sýna Boone-leikrit a.m.k. annan hvorn sunnudag eða svo. Af öðru efni sjónvarpsins undan farna daga ber sérstaklega að nefna þátt hljómsveitar Magnúsar Ingimarssonar, sem tókst mjög vel. EINÞÁTTUNGUR EFTIR SEAN 0‘CASEY Á sunnudaginn kl. 21,25 flytur sjónvarpið einþáttunginn „Eitt pund á borðið“ eftir írska rithöf undinn og leikritaskáldið Sean 0‘ Casey. Er þátturinn fluttur af nemendum, sem brautskráðust úr leiklistarskóla Þjóðieikhússins í vor. Óskar Ingimarsson þýddi verkið, Brynja Benediktsdóttir er leikstjóri, en leikarar eru Ingunn Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Jónas R. Sigfússon, Sigrún Val- bergsdóttir og Randver Þorláks- son. Einþáttungurinn tekur ca. 25 mínútur. FINNSKT SJÓNVARPSLEIKRIT Á mánudaginn verður fluttur fyrri hluti finnsks sjónvarpsleik- rits, sem nefnist „Fyrir augliti hafsins" og er byggt á sögu eftir Arvid Mörne. Hefst það fci. 20,40. Síðari hluti leikritsins verður fluttur næsta mánudag þar á eft- ir, 17. ágúst. Anna K. Bryn júlfsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.