Tíminn - 12.08.1970, Page 5

Tíminn - 12.08.1970, Page 5
'SKBVIKUDAGUR 12. ágúsl 1970. TIMINN 5 MEÐ MORGUN IKAFFINU I X \ t t j i t i > i *’ / i ( t l t Tveir rithöfundar hittust á förn'um vegi. — Hvað ert þú að aðhafast þessa dagana? — Ég er að skrifa endur- miimingar mínar. — J-æja, það vill líklega elcki svo vel til, að þú sért kominn að þeim degi, secn þú fékkst lánaðan -hundraðkall hjá mér? — Við eigum margt sameig- bilegt. Þér skrifið bækur en ég les bækur. — Er rafmagnsheilinn bilað ur? Nú þá verð ég víst að vinna eftirvinnu í kvöld. Frá setuliðsárunum í Nor- egi: Nokkrir þýzkir hermenn bön’kuðu uppá hjá norskri bóndakonu og báöu hana að lána sér borð (Ein Tisch) kon- an skildi þá ekki, en hélt þó að hún gerði það, þyí hún svar- áði brosandi: — Farið bara bak við hlöð- una, þar getið þið gert það, sem ykkur sýnist. Læri'ð af páfagauknum- End- m'takið aðeins, það sem þér heyrið, en búið ekki til sögu úr því. Dómarinn: — Þér eruð ákærður fyrir að hafa brotizt inn í bankaútibúið hérna á horninu. Ákærði: — Það er algjör misskilningur. Ég átti leið framhjá og rann til á banana- hýði og datt á rúðúna, svo hún brotnaði. Ég vildi auðvitað ekki hlaupa frá ábyrgðinni svo ég skreið inn um gluggann til að skilja eftir nafn og heim- ilisfang mitt. Ég leitaði í skúff unum að blaði og blýanti og í einni þeirra lágu lyklarnir að peningaskápnum. Þá datt mér í hug, að vissara væri, að setja miðann í peningskáp- inn, til þess, að þvottakonan henti honum ekki í ógáti, en einmitt þegar ég var búinn að opna skápinn, kom lögreglan og trufláði mig. Þetta er sann leikurinn hreinn og beinn, herra dómari. eim komnar frá járnsmiðnum? Bindindisfrömuðurinn var að halda ræðu um skaðsemí tóbaks. Að endingu sagði hann: — munið, að í kjölfar tóbaks- notkunarinnar fylgir oft drykkjuskapur og samneyti •við vafasamt kvenfólk. — Þá stóð einn áheryanda upp og sagði: — Hvar fæst þetta tóbak, herra prófeesor? DENNI DÆMALAUSI „Híbachí" — það er í svo- leiðis, sem japauskir kúrekar elda matinn sinn. t t Clara Hedwin tók sig upp um daginn og flaug að heiman frá sér, Stokkhólmi, og ti," Gauta- börgar. Að vísu er þetta ekkert merkileg flugferð í sjálfu sér, svona álíka og að skreppa frá Reykjavík til Akureyrar, en samt fannst bæði forráðamönn- um SAS og Clöru sjálfri til- efni til að gera dálítið veður út af ferðinni og kalla ljósmynd- ara á vettvang. Þannig stóð nefnilega á, að Clara,'sem er 102 ára, er elzti farþegi SAS til þessa, og auk þess var þetta í fyrsta sinn á ævinni, sem hún ferðaðist flug- Ieiðis. — En ábyggilega ekki mín síðasta flugferð, sagði sú gamla, — því að ég skemmti mér alveg konunglega, og svo verð ég auðvitað að komast aftur heim ti? Stokkhólms. Tilefni ferðarinnar var að heilsa upp á yngsta barna- barna-barnabarnið, sem sést með henni á myn.dínni, og hún hafði aldrei séð áður. ★ Mitt í frumskógum Suöur- Ameríku, milli landamæra Columbíu og Venezuela, liggur ríki, sem ýmist er kalLað „Græna Helvíti'ð“ eða „Lýðveldi hinna fordæmdu“- Þetta dular- ful.'a ríki getur hvorki státað af ríkisfána né ákveðnum landa mærum, og það er hvergi merkt inn á kort. Þarna búa rösklega 20.000 manneskjur í vesælum timbur- kofum, og „forseti" þeirra er eftirlýstur morðingi. íbúarnir eiga það allir sammerkt að hafa fiúið heimkynni sín til að kom- ast undan refsingu fyrir afbrot sfn, og þeir eru víðsvegar að úr heiminum. Hersveitir frá Columbíu, Venezuela og Brasilíu gerðu hverja ti.'raunina á fætur ann- arri til að ráða niðurlögum lagabrjótanna, en árangurslaust. Um helmingur allra hermanna sem sendir voru á staðinn, féllu ýmist fyrir byssukúlum hinna fordæmdu eða hurfu sporlaust í myrkviðum frumskógarins. Ár- um saman fóru mennirnir sem þarna búa rænandi og ruplandi úr einum stað í annan, og a,1s staðar vöktu þeir ótta og reiði. Þeir stálu mat vopnum og yfir- leitt öllu, sem þeir töldu sig geta notað, og þeir víluðu ekki fyrir sér að drepa eigendur, ef þeim var veitt hin minnsta mót- spyrna. Að lokum sáu viðkomandi yfirvöld sér ekki antiað fært en lofa að hætta öllum af skipt- um af glæpamönnunum gegn því, að þeir ,’étu af ránsferðum sínum- Sá samningur hefur haldizt til þessa, og sérfræðing- ar fullyrða, að svo muni verða í framtíðinni, því íbúarnir séu dauðadæmdir og verði innan fárra ára allir horfnir af sjónar- sviðinu. Loftslag þarna er sagt lífshættulegt, enginn maður ★ þolir það í heL'an-mannsaldur. Það er mjög gufumettað, og hitinn getur farið allt upp í 65 gráður á Celcíus, enda er það svo, að íbúatalan fer stöð- ugt lækkandi og afbrotamenn eru hættir að leita þangað, því vistin þar er í rauninni ekkert annað en illþolanlegur gálga- frestur. ★ Vilji maður verða milli á stuttum tíma (og hver vill það ekki?) er ráðið að gerast klám- myndaframleiðandi í Ameríku. Kvikmyndatökumaðurinn Aíex de Renzy þarf að minnsta kosti Davíð og Charles (sá til vinstri á myndinni) eru vinir. Það mætti næstum segja að þeir væru bræður, í vissum skilningi, þvi að þeir leika sér saman, borða og sofa saman, og þeir hafa meira að segja fundið upp i sameiningu eigið tungumál, sem þeir nota sin á milli og enginn annar skilur. Foreldrar Davíðs, sem reka dýragarð í Englandi, fundu litla simpansungann suður í ekki að sjá eftir krónunum, sem hann eyddi í ómerkilega klám- mynd, tekna í Danmörku í fyrra. Hún kostaði hann að vrsu nokkur hundruð þúsund, sem hann fékk að láni hjá vini sía- um, en hefur þegar fært hon- um sem svarar sextíu miilj. ísl. kr. í aðra hönd og von er á meiru, því að eftirspurn eftir mynd þessari er gífurlega mikil. í New York og Los Angeles gengur myndin undir nafninu „Gagnrýni í Danmörku — ný tilraun", en annars etaðar heit- ir hún „Klámið í Danmörbu“ eða einfaldlega „KIám“. Til að blekkja kvikmyada- eftirlitið er myndin sögð vera „fræSslumynd" um danskt þjóð líf, og í henni eru nokkrar götu- senur, þar sem rætt er við veg- farendur um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta hefur ber- sýnilega haft tilætluð áhrif, því þótt nokkrum sinaum hafi stað ið til að banna hana, vegna ein- dreginna tilmæla lögreglunnar, hefur aldrei orðið af þvi. Klámfarganið breiðist nú ört út í Bandaríkjunum og Alex de Benzy er einn af framámönnum í bransanum. Hann hefur reynt sitt af hverju til fjáröflunar, háskólanám í dýrafræði, sem var þó þegar til kom vonlaws leið til miiljónasöfnunar, nm tíma var hann kennari í flug- herautn og þar á eftir spilavit- isrekandi, en það var ekki fyrr en hann datt niður á klám- framleiðsluna, að hann fór að græða. Og nú lifir hann í vellystimg- um í mijljónavillu og lætur sér ekki nægja færri en tvær kon- ur. Að vísu er hacin hvorugri giftur, en báðar eiga þær von á erfingja. Auk þess á hann svo auðvitað bæði dollaragrín og lystisnekkju, og vaxandi áhugi á framleiðslu hans, sem ekki takmarkast lengur við hina arðbæru „þjóðlífsmynd", virð- ist benda til þess, að hann þurfi ekki að iíða skort í fram- tíðinni. Svo er dönsku „lista- fólki fyrir að þakka. Og mikið hljóta Danir að vera upp með sér af svo góðri landkynningra! Afríku, þar sem hana hírðist á baki dauðrar móður sinnar, og auðvitað tóku þau hann með sér heim. Þeir vinirnir eru nú orðnir svo samrýmdir, að hvor- ugur má af hinum sjá, og það eina sem skyggir á gleði fjöl- skyldunnar er sú staðreynd, að fyrr en varir verður Charles orðinn gríðarstór og getur jafti vel orðið hættulegur cnönnum, svo óhjákvæmilegt verSar flð loka hann inni í búri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.