Tíminn - 12.08.1970, Síða 9

Tíminn - 12.08.1970, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. ágúst 1970. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNAKFLOKKURINN Pramfevæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjómar- skrifstofur I Edduhúsinu. simar 18300—18306 Skrifstofur Banikastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur síml 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuðl. innanlands — f lausasöiu kr. 10,00 eint Prentsm Edda hi i Lánamál iðnaðarins ; og Efta-vörurnar J Hinar erlendu iðnaSarvörur, sem njóta tollalækkun- ; ar, samkvæmt EFTA-samningnum, eru nú óðum að koma ; á markaðinn. Enn er ekki fullreynt á, hvernig íslenzkur t iðnaður stenzt þá auknu samkeppni, sem af þessu hlýzt. i Mikilvægt er, að stjórnarvöldin geri sér far um að fylgj- ; ast vel með því, og láti ekkert það ógert, sem með eðli- , legum hætti getur styrkt samkeppnishæfni íslenzkra ; iðnfyrirtækja. * Það er þegar ljóst, að í mörgum tilfellum styrkir það/- mjög samkeppnisaðstöðu erlendu varanna, að framleið- v endur þeirra geta látið fylgja þeim lengri og hagstæðari ' greiðslufresti en innlendum framleiðendum er yfirleitt • unnt að veita. Þetta verður vitanlega til þess, að verzlanir ; freistast frekar til að hafa hinar erlendu vörur meira á ' boðstólum en hinar innlendu. , Því var lofað af stjórnarvöldunum, þegar ísland gekk í EFTA, að ráðstafanir yrðu gerðar til þess að auka < rekstrarlán til iðnfyrirtækja, svo að þau stæðu ekki lakar erlendum keppinautum að þessu leyti. Þetta hefur ekki * verið efnt. Iðnaðarfyrirtækin hafa ekki fengið aukin rekstrarlán, svo að heitið geti, enda þótt kauphækkanirn- ' ar í sumar auki verulega lánsþörfina. Þessu til viðbótar ' kemur nú, að Seðlabankinn gengur ríkt eftir því, að , viðskiptabankarnir auki ekki útlán sín og mun hann : ætlast til, að það gangi ekki síður yfir iðnfyrirtæki en aðra aðila. Verði engin breyting á þessu, getur það haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir iðnaðinn næstu misserin. Þess verður því að krefjast, að ríkisstjórnin efni það fyrirheit sitt tafarlaust, að iðnaðarfyrirtækjunum verði • séð fyrir nægu rekstrarfé, svo að þau þurfi ekki að fara halloka fyrir erlendum keppinautum af þeim ástæðum. Að öðnim kosti vofir yfir samdráttur í iðnaðinum, sem . fljótt gæti reynzt hið alvarlegasta vandamál. Atvinnuhorfur Það eru ánægjuleg tíðindi, að atvinnuleysi hefur farið verulega minnkandi undanfarnar vikur og má nú heita sáralítið. Yfirleitt virðist þvi spáð, að þetta muni haldast fram á haustið. Hins vegar eru horfur hvergi nærri taldar eins góðar, þegar kemur fram á vetur. T.d. ríkir sá uggur meðal byggingariðnaðarmanna, að skort- ' ur geti orðið á verkefnum, þegar kemur fram á haustið. Þetta er mál, sem ríkisvaldið verður að gefa fullar gætur, þótt atvinnuástandið sé sæmilegt þessa stundina. Ríkisvaldið verður að vera tilbúið með ráðstafanir, ef atvinnuhorfur versna að nýju. Það má ekki koma fyrir, að hér skapist að nýju svipað atvinnuleysi eins og tvo undanfarna vetur. Ástæðan til þess að dregið hefur úr atvinnuleysinu er fyrst og fremst sú, að aflabrögð hafa verið sæmileg og verð Áækkandi á útflutningsvörum. fslendingar þekkja það af raun, að þetta getur breytzt Þess verða menn líka að vera minnugir. að atvinnu- ástandið gæti fljótt breytzt, ef tekin yrði upp sam- dráttarstefna í útlánum tii atvinnuveganna, eins og ýmsa háttsetta stjórnarsinna mun dreyma um. Menn mega ekki verða glámskyggnir vegna stundargengis’ Þ.Þ. ERLENT YFIRJ.IT Jarring nýtur fuiis trausts bæði Araba og ísraelsmanna Það mun hjálpa til að greiða fyrir lausn deilunnar. Gunnar Jarring AF ÞEIM Norðurlandabúum, sem ég hefi haft aðstöðu til að fylgjast með á þingum Sam einuðu þjóðanna, fianst mér engin geðþekkari og komast nær því að vera hinn fullkomni diplómat en Gunnar Jarring, en hann var aðalfulltrúi Svía hjá Sameinuðu þjóðunum á ár- unum 1956—58. Hann var hæg- ur og hljóðlátur í framgöagu en jafnframt hlýr og viðfeld- inn, hlustaði manna bezt, var yfirleitt ekki orðmargur, hafði einstakt lag á að vekja tiltrú og traust. Hann lét ekki bera mik * ið á sér og ýtti sér aldrei fram, en auðfundið var samt, að hann naut mikils álits, sem óx því meira, sem menn kynntust hon um betur. í sjón er Jarring virðulegur . maður, ekki sérlega fríður, há- vaxinn og ber sig vel, en mesta athygli vekur hin hæverska og hógværa framganga hans. ÞAÐ VAR tilviljun ein, sem réði því, að Jarring gekk í utan ríkisþjónustuna. Að menntun er hann málfræðingur os er með meiri málagörpum, sem nú eru uppi. Hann er vel fær í 12 tungumálum, en skilur og talar sex mál til viðbótar. Hann gegndi herskyldu ucn það leyti er Finnar og Rússar háðu vetrarstríðið árið 1939—1940, og leitaði þá á náðir Svía, rússneskur flóttamaður frá Mið-Asíu, sem ekki gat talað nema tyrknesku. Jarring hafði þá nýlokið málanámi og haft tyrknesku og arabisku sem að- almál. Hann var fenginn til að túlka og tókst það að sjálf- sögðu vel. Þetta barst utanríkis ráðuneytinu til eyrna. en það var þá að leita eftir manni, sem talaði tyrknesku, en slík- an mann vantaði að sendi- ráði Svía í Ankara. Jarring tók boðinu, þegar honum var boðin þessi staða. Ætlun hans mun ekki hafa verið að ílengj- ast í utanríkisþjónustunni, heldur að nota þetta tækifæri tii að æfast betur í tyrknesku Niðurstaðan varð hins vegar sú, að hann hefur verið í ut.ar- ríkisþjónustunni æ síðan, því að yfirmenn hans hafa ekki viljað missa hann, heldur fa'ií honum stbðugl þýðingarmeir störf. Að uppruna er Jarring bóndasonur frá Suður-Svíþjóð, fæddur 1907. Hann heldur enn tryggð við heimabyggð sína og dvelur þar oft í leyfum. Upp- runalegt ættarnafn hans er Jönsson, en hann tók upp Jarr ing-nafnið, þegar hann stund- aði málanám við háskólann í Lundi, Jönsson er álíka algengt í Svíþjóð og Jóasson á íslandi. FRA ANKARA lá leið Jarrings á vegum utanríkis ráðuneytisins til írans, síðan til Ethiopíu, Indlands og aftur til írans. Á árunum 1951—56 var hann yfirmaður pólitísku deildarinnar í sænska utanríkis ráðuneytinu og þótti þá koma vel í ljós, hve góður samniaga maður hann var. Undén, sem þá var utanríkisráðherra, fékk mikið álit á honum og gerði hann því að aðalfulltrúa Svis hjá Sameinuðu þjóðunum 1956 —58. Þá varð hann sendiherra Svía i Washington, en síðar sendiherra í Moskvu og gegnir hann þvf starfi enn. Álit það, sem Jarring vann sér hjá Sameinuðu þjóðunum má ráða af því, að honum var m.a. falið að vinna að sáttum í Kashmírdeilunni. Það tókst honum ekki. Pakistan féllst á tillögum hans, en Indland ekki. Greinargerð sú, secn haan samdi um málið, þegar hann lét af starfi, þótti frábærlega góð. í HINNI frægu ályktun. sem Öryggisráðið gerði um deilu ísraels oe Arabaríkjanna i nóv 1967 var framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna m.a. falið að tilnefna sérstakan fulltrúa er ynni að sáttum milli deilu- aðila. Vafasamt er, að sam- komulag hefði náðst um þetta atriði ályktunarinnar, ef U Thant hefði ekki látið það kvisast áður, að hana myndi, ef til kæmi, fela Jarrinn þetta starf. Þótt Gyðingar og Arabar væru þá ósammála um allt, gátu þeir samt sætt sig við að Jarring yrði sáttasemjari. Hann hafði unnið sér traust beggja, ei hann var aðalfull- trúi Svia hjá Sameinuðu þjóð- unum. Hann hófst fljótt handa um sáttaumleitanir og var næstu mánuðina á sífelldum ferðalögum milli höfuðborga Arabalandanna og ísraels og tii höfuðstöðva Sameinuðu þjóð- anna í New York. Sagan segir, að hann se nú búinn að fara í meira en 130 flugferðir vegna þessa starfs Hingað til hafa aðilar ekki viljað fallast á bein ar viðræður og hefur því Jarring orðið að ræða við hvern þeirra sérstaklega. Fyrir meira en ári tilkynnti Jarring, að þýðingarlaust væri að halda þessu sta»fi áfram fyrr en stórveldin hefðu orðið sam mála um að stuðla að ákveð- inni lausr. Margt bendir til, að sá grundvöllur sé nú fenginn. og því hefur U Thant gefið Jarring fyrirmæii um að hefja sáttaumleitanir að nýju. Þótt Jarring hafi litlu fengið áorkað | til þessa, hefur honum þó orðið I Framhald á bls. 14. *

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.