Tíminn - 11.09.1970, Síða 7
* ! ’ '
1 v v *r *r/r)*iT*yt'/-rjt/v r t>rrn n n rrrrrrn r,rr,'r*rrn rr*rtffT; ’y; v. ; v't ,'r ?r ;r /
FÖSTUDAGUR 11, september 197®.
TIMINN
Útgefandt: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Kristján Benediiktsson. Rdtstjórar: Þórarinn
Þórarinason (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsmgastjóri: Stemgrímur Gíslason. Riitstjómar-
sfcrifstofur i Edduhúsinu, sfniiar 18300—18306. Skrifstofur
Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523.
Aðrar sfcrifstofur sími 18300. ÁskriftargjaW kr. 165,00 á mánuði,
innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf.
Öngþveitisstefna
ingólfs og Gylfa
Alþýðublaðið heldur uppi furðulegum skrifum um
landbúnaðarmál um þessar mundir. Það lætur eins og
Framsóknarflokkurinn hafi ráðið landbúnaðarstefnunni
undanfarinn áratug og beri Framsóknarmenn því megin
ábyrgð á því öngþveiti, sem þar hefur skapazt og fólgið
er í versnandi kjörum bænda og aukinni skuldasöfnun
þeirra annars vegar og í minnkandi sölu landbúnaðar-
vara á innlendum markaði hins vegar.
Ótrúlegt er, að ritstjóri Alþýðublaðsins sé svo út á
þekju, að honum sé ekki ljóst, að það eru 12 ár síðan
Framsóknarflokkurinn mótaði landbúnaðarstefnuna.
Framsóknarflokkurinn fór úr stjóm haustið 1958, og
síðan hefur verið fylgt allt annarri landbúnaðarstefnu,
sem þeir Ingólfur Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason hafa
mótað í sameiningu. Þótt Ingólfur Jónsson hafi verið
landbúnaðarráðherra, hefur hann ekki aðhafzt neitt,
nema hann hafi áður fengið fullt samþykki samstarfs-
flokksins. Það er því jafn vonlaust fyrir Gylfa að ætla
að kenna Ingólfi einum um öngþveitið, og ætla að kenna
Framsóknarflokknum um stefnu, sem hann hefur ekki
átt neinn þátt í að móta, heldur gagnrýnt harðlega við
flest tækifæri. Alþýðublaðið getur ekki með neinu móti
lósað Gylfa undan ábyrgðixmi. Hér er um sameiginlega
ábyrgð hans og Ingólfs Jónssonar að ræða.
Framsóknarflokkurinn fylgdi þeirri meginstefnu í
landbúnaðarmálum að halda rekstrarkostnaðinum sem
mest niðri, og koma þannig í veg fyrir miklar verð-
hækkanir, sem leiddu til víxlhækkana á framfærslu-
vísitölunni. Þess vegna lagði hann áherzlu á löng lán,
lága vexti og að rekstrarvörur landbúnaðarins væru
undanþegnar söluskatti. Stefna Ingólfs og Gylfa hefur
verið fólgin í því að láta rekstrarkostnaðinn hækka
viðspyrnulaust, en bæta bændum það upp með stór-
felldum verkhækkunum, sem hafa leitt til víxlhækk-
ana á vísitölunni og hækkandi útflutningsbótum. —
Þess vegna hafa þeir stytt lánin, hækkað vextina og
lagt 11 % söluskatt á allar rekstrarvörur landbúnaðar-
ins, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Það er þessi
stefna þeirra Ingólfs og Gylfa, sem hefur skapað
öngþveitið í landbúnaðarmálunum.
Bót verður ekki ráðin á þessu öngþveiti, nema horfið
verði frá stefnu þeirra Ingólfs og Gylfa og tekin upp
ný landbúnaðarstefna, er sé í samræmi við þá stefnu,
sem Framsóknarflokkurinn fylgdi. en að sjálfsögðu verði
þó tekið fullt tillit til þeirra breyttu aðstæðna, sem orðið
hafa síðasta áratuginn.
■ I
Útilokun frá menntun
Alþýðublaðið birtir í gær viðtal við skólastjóra á Vest-
fjörðum. Skólastjórinn segir þar, að haldi fram sem horfi,
verði böm í dreifbýlinu útilokuð frá því að leggja stund
á nokkurt framhaldsnám, verklegt eða bóklegt, vegna
þess, að þau komi til með að sko-rta mikið á þá undir-
stöðumenntun, sem til slíks framhaldsnáms er krafizt.
Vissulega eru þessi ummæli skólastjórans rétt. Þau
samrýmast hins vegar illa hóli Alþýðublaðsins um Gylfa
Þ. Gíslason sem kennslumálaráðherra. Að sjálfsögðu
ber enginn meiri ábyrgð á framangreindu hörmungar-
ástandi en maðurinn, sem búinn er að fara með stjóm
kennslumálanna í samfleytt 14 ár. Þ.Þ.
DAVID BONAVIA, THE TIMES:
Konur skipa mun lægri sess
en karlar í Sovétríkjunum
Rússnesk blöð eru fáorð urn réttindabaráttu kvenna vestan hafs
BLÖÐ í Sovétríkjun'jm hafa
flutt stattar og heldur kulda-
legar fregnir af bvenfrelsis-
hreyfingunni í Bandaríkjunum,
enda þótt Sovétmenn stySji yfir
leitt allar „frelsishreyfingar"
í auðvaldsríkj unum. Vitaskuld
halda Sovétmenn fram. að kon-
ur njéti hjá þeim fulls jafn-
réttis á við karlmenn. Þeir geta
tilnefnt konur við ýmis störf,
sem karlmenn einir gegna á
Vestarlöndum — (geimfarar,
skipstjórar o.fl.) — auk þess
sem þeir geta vitnað til starfa
kvenna meðan á styrjöldinni
stóð.
Þegar nánar er að gáð er
munurinn minni en hann virð-
ist við fyrstu sýn. Konur í
Sovétríkjunum ná eftirlauna-
aldri fimm árurn áður en karl-
menn og er með þvi viður-
kennt, að þær séu ek'ki eins
hraustar líkamlega.
SKYLT er samkvæmt lögum
að veita konum leyfi frá störf-
um um meðgöngutímann og
eru þær af þeim sökum síður
eítirsóknarverðar til starfa en
karlar. Þetta hefur þó ekki eins
mikil áhrif og ætla mætti í
þeim hluta Rússlands, sem til-
heyrir Evrópu, þar sem börn
eru fá í flestum fjölskyldum
og auk þess er skortur á vinnu
afli.
Viðurkennt hefur verið í
blöðum, að konum reynist held-
ur erfiðara en karlmönnum að
komast til starfa í æðri stofn-
unum, þar sem nokkur hætta
þykir á, að þær hverfi frá
störfum til að giftast.
Afstaðan til jafnréttis kynj-
anna í Rússlandi mótast þó
einkum af gamalli hefð, sem
enn er við líði, þrátt fyrir
sósíalistastjórn í fimmtíu ár.
Félagsleg og efnahagsleg sér-
kenni Sovétríkjanna ráða einn-
ig miklu í þessu efni.
ÞEGAR rætt er um jafnrétti
kvenna í Sovétrikjunum yfir-
leitt, verður að hafa í huga,
að það er einungis nokkur
hluti ríkjanna, sem tilheyrir
Evrópu. Enn er afstaða manna
í Azarbaidjan og Tadjikistan
gamaldags og afturhaldssöm að
þvi leyti, að konur verða að
hegða sér með sérstökum hætti
ef þær viija ekki spilla gifting-
armöguleikum sínum.
Vitaskuld hafa allar konur
kosningarétt í Sovétríkjunum.
En í augum Breta til dæmis
skiptir þetta ákaflega litlu máli
vegna þess, að ekki verður val-
ið milli frambjóðenda. En fullt
j:afnrétti gildir að því leyti, að
atkvæði konu er nákvæmlega
jafh þungt á metunum og at-
kvæði karlmanna.
SAMKVÆMT kenningunni
geta konur tekið að sér hvaða
stöðu sem er, svo fremi að
þær hafi menntun til að gegna
henni. Yfirleitt er þó sá hátt-
ur á í framkvæmd, að konur
gegna einkum þeim störfum,
þar sem þær koma fram sem
einstaklingar eða sérfræðingar,
ea starfa síður að skipulagn-
FURTSEVA
— Eina konan, sem á sæti i
stjórn Sovétríkjanna.
ingu eða stjórn. Mjög margt
menntaðra kvenna starfar sem
læknar, kennarar, lögfræðing-
ar, rithöfundar og leikarar. eða
að rannsóknum.
Enda þótt konur séu í meiri-
hluta í lækna -og kennarastétt
eru karlmenn fremur valdir til
hinna æðstu starfa. Karlmenn
gegna störfum sem heilbrigðis-
og menntamálaráðherrar og
eru konur þó í miklum meiri-
hluta meðal undirmanna
þeirra.
Ráðherrar í Sovétríkjunum
eru 96 að tölu, en Furtseva,'
kennslumálaráðherra er eina
konan í þeim hópi. Engin kona
á sæti í æðsta ráðinu og mjög
fáar í miðstjórn flokksins. Karl
menn eru einnig í miklum
meirihluta í hernum, öryggis-
þjónustunni, við útbreiðslustörf
og í utanríkisþjónustunni.
ÞETTA á einnig við um Vest
urlönd yfirleitt. í einu kemur
þó fram mikill munur. Til þess
er ætlazt í Rússlandi, að konur
vinni erfiðisvinnu, svo sem við
vegagerð og byggingar, ef þær
vilja vinna á annað borð og
hafa ekki menntun til annars.
Sennilega er ekkert við þetta
að athuga í sjálfu sér, en tæp-
ast verður þess vart í kröfu-
gerð hjá kvenfrelsishreyfingum
Vesturlanda.
Þegar birtar eru myndir af
konum við störf á búgörðum
eða við húsbyggingar í Rúss-
landi er oftast reynt að gera
hlutskipti þeirra sem glæsileg-
ast. Öllum er þó ljóst, að störf-
um þessum fylgir enginn töfra-
ljómi. Þau fara illa með hend-
ur og andlit og aflaga gjarna
líkamsvöxtinn. Fáum konum
er alveg sama um þetta. hvort
heldur er í Rússlandi eða á
Vesturlöndum.
ÖNNUR tegund óskemmti-
legra starfa kemur emkum í
hlut kvenna í Sovétríkjunum,
eða að standa andspænis óá-
nægðum almenningi sem tuli-
trúi þess skrifstofuvalds, sem
ebki hefur náð fullnægjandi
árangri. Oftast eru það konur,
sem standa fyrir svörum í verzl
unum og þurfa að segja við-
skiptavinunum, að ryksugur
séu t.d. ekki fáanlegar, og eins
er það þeirra hlutskipti á veit-
ingastððum að tilkynna, hvað
ekki sé fáanlegt.
f járnbrautarlestunum þurfa
konur oftast að standa and-
spænis farþegunum, sem ekki
fá sæti. í opinberum söfnum
segja konur gestum, hvað þeir
megi snerta og hvað ekki, svo
og hvaða leið þeir eigi að
halda. I opinberum skrifstofum
situr hópur kvenna, sem sýni-
lega leiðist. og er ætlað það
hlutverk að verja aðkomumönn
um leiðina til yfirmannsins,
sem venjulega er karknaður.
Ástæða til þessa er ef til vill
sú, að það er erfiðara að rök-
ræða við konu en karl. Karl-
menn stjórna og gera skyssum
ar, en hitt kernur í hlut kvenn
anna að fást við almenning,
sem orðið hefur fyrir vonbrigð
um. Ef til vill er þetta liður
í „frelsun" kvenna, en ef til
vill er það aðeins aldagömul
kænska karlkynsins, sem þarna
kemur fram.
EINNIG er staðreynd, að
rússneskir karlmenn era enn
minna hneigðir til hjálpar við
heimilisstörfin en brezkir karl
menci til dæmis. Rússnesk hús
hóðir verður því að standa
í biðröð við verzlanir að kvöld
inu, jafnvel þó að hún vinni
utan heimilis að deginum, og
hún verður einnig að annast
matseld o? hirðingu íbúðarinn
ar. Að þessu íoknu kann hún
að þurfa að sækja bónda sinn
í hóp drykkjufélaga hans.
Konur í Rússlandi neyta
áfengra drykkja, en miklu
sjaldnar en karlmenn. Afskipti
þeirra af flöskunni eru fyrst
og fremst í því fólgin að ná
henni frá eiginmanninum, sem
heldur dauðahaldi í hana.
Helzt er til léttis, hve hjúna-
skilnaðir eru auðveldir. Þar
þarf aðeins þriggja mánaða um
hugsunarfrest og lágt gjald.
Þetta er efalaust til blessunar
fyrir óhamingjusöm hjón, en
er börnum þeirra lítil bót.
Rússneskar konur ala í brjósti
svipaðar óskir um hjónaband
og brezkar konur til dæmis.
Hjónaskilnaður, sem gerður er
sérlega auðveldur, getur gjarna
leitt til þess, að hlutskipti kon
unnar verði sár einmanaleiki.
ÓJAFNRÆÐI kynjanna í
Sovétríkjunum kemur mest
fram í skorti á neyzluvörum,
sem er miklum mun tilfinnan-
legri fyrir konur en karla.
Þess ber að lokum að geta,
að konum í Rússlandi er ekki
heimilt, fremur en öðrum fé-
lagslegum hópum, að hafa
skipuleg samtök. heyja barat.tu
eða fara í kröfugöngur til að
leggja áherziu b réttarkröfur
sér til handa Þetta er svo al-
mennt vitað og viðurkennt, að
erfitt væri að finna rússnesna
konu, sem teldi til nokkurs
hluter að reyna slíkt.
yvivnrr) 'ii;