Tíminn - 11.09.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.09.1970, Blaðsíða 10
10 TÍMINN FÖSTUDAGUR 11. september 1970 Framsóknarfélag Garða- og Bessa- staðahrepps Heldur félagsfund í Garðatúni n. k. föstudagslcvöld kl. 20. Dag- skrá: 1. Skoðanakönnun. 2. Vetrar- starfið. 3. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. — Stjórnin. Skoðanakönnun í Reykjaneskjördæmi 26.-27. september Frestur til að setja menn á fram boðslista fyrir skoðanakönnunina er til 15 septembor. Skoðanakörm- un fer fram helgina 26.—27. sept- ember. Yfirkjörstjórn tilkynnir síðan hversu marga daga sjálf skoðana- könnunin stendur, hvar kjörstaðir verða og fleiri framkvæmdaatriði varðandi skoðanakönnunina. Verð- ur nánar sagt frá þeim atriðum í blaðinu síðar. Verkir, þreyta í baki ? DOSI belfin hafa eytt þraufum margra. ReyniS þau. R EMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12 - Siml 16510 Vinna Vantar einn mann, sem er bifvélavirki, eSa sem er vanur akstri og viðgerSum. Hefi húsnæði fyrir fá- mennan. Meðmæli óskast send á B.S.Í., Reykjavík, sími 22300. Ólafur. ENSKIR RAFGEYMAR fyrirliggjandi LONDON BATTERY j Lárus Ingimarsson, j beildverzlun Vitastlg 8 a Siml L6205 i Héraðsmót Fram- sóknarmanna á Bolungarvík Héraðsmót Framsóknarmanna í ísafjarðarsýslu verður haldið í Bolungarvík laugardaginn 12. sept ember og hefst kl. 9 síðdegis. Ræður flytja Steingrímur Her- mannsson og Halldór Kristjáns- son. Skemmtiatriði annast Jör- undur GuðmUndsson og Jón Krist jánsson- Hljómsveit Ásgríms Sig- urðssonar og Kolbrún leika. Steingrímur Halldór Kjósarsýsla Framsóknarfélögin í Kjósar- sýslu halda almennam félagsfund að Fólkvangi, laugardaginn 12. september k.\ 2 e.h. Guðmundur Guðmundsson, erindreki kemur á fundinn. Umræður verða um skoðanaköninun. Stjórnirnar. Prófkjör Framhald af bls. 16. framsóknarfélags þess byggðar- lags, sem þeir eru staddir í og fá vottorð hjá honum, sem fylgja skal atkvæði viðkomandi kjósenda. Sýnishorn aí kjörseðli með nöfn- um þeirra 10 manna, sem boðnir hafa verið fram í skoðanaköitnun- ina, verður birt í Tímanum á laug ardag, og geta þeir, sem kjósa úti á landi notað það sýnishorn sem kjörseðil, eða ritað nöfnin á sér- stakt blað. Skal atkvæðaseðillinn settur í sérstakt lokað umslag, sem sí'ðan skal sett í annað umslag ásamt uppl. um kjósandann (þ.e. nafn, fæðingadag og ár og lög- heimili) og vottorð félagsfor- manns. Atkvæði skal síðan sent til „Uppstillingamefndar, Hring- braut 30, Reykjavík“. Athugið, að kjósa verður sex nöfn, hvorki færri né fleiri. Ann- ars er atkvæðaseðillinn ógildur. Kal Framhald af bls. 1 anförnum árum á kali og kalþoli jurta. Um varnir gegn kali segir hann: „Hér að framan hef ég drepið á ýmsa þá þætti, sem ég tel stuðla að kali. Hef ég reynt að sýna fram á hvaða þekking hefur áunn- izt við rannsóknir og athuganir á kali síðustu ára og hvernig saman- burður á ræktunaraðferðum og misjafnri meðferð túna hefur leitt í Ijós, að þekkjanlegar ræktunar- og líffræðilegar orsakir eru fyrir því, að tún kelur mismikið, enda þótt tjónið megi vitanlega fyrst Innilegar þakkir fyrir samúS og vlnarhug vlS andlát og jarSarför Guðrúnar Gestsdóttur, StóragerSI 19 Fyrir hönd vandamanna Ásdís Eystelnsdóttir, og fremst rekja til veðurfræði- legra áhrifa. Þessi þekking veitir okkur ýmsa möguleika til þess að leita úrbóta á vandamálinu. Viðbrögð okkar eru af þremur þáttum spunnin. 1. Hvernig má koma í veg fyrir kal? 2. Hvernig á að /meðhöndla kalnar sléttur? 3. Hvað má rækta til fóðurs í stað þess ,sem áætlað var að feng- ist af hinu kalna landi? Val túnstæða. Leitazt skal við að beina rækt- un að þeim hlutum landsins, þar sem kaltjóna gætir minnst. Rækta skal framur myldinn og sendinn jarðveg en leirkenndan jarðveg og mýrlendi, þar sem því verður við komið. Yfirborð. Hugsanlegt er að taka upp nýja gerð af beðasléttum, það er breið- ar ávalar skákir, til þess að yfir- borðsvatn eigi greiðan aðgang til afrennslis. Varast ber að skilja eftir skurða ruðninga á útjöðrum sléttunnar. Raki. Þýðingarmikið er að hafa ræs- ingu góða, sem tekur fljótt við vatni úr jarðveginum og þurrkar hann ört. Þurrum jarðvegi er síð- ur hætt við kali. Hér ættu því lok ræsi og kílræsi að koma að góð- um notum, svo og ýmis hugsan- leg niðurföll í sléttum. Jarðvinnsla og áburður. Kornastærð og holurými má ef til vill ekki raska um of með of mikilli jarðvinnslu. Og áburðar- gjöf þarf að miða við þol jarta jafnt og uppskeruaukningu þeirra. Því verður að stilla köfnunarefnis- gjöf í hóf miðað við steinefni. Sáning og gróðurfar. Leitazt skal við að sá grasteg- undum, sem eru harðgei-ðar jafnt oa uppskerumiklar. Sláttur og beit. Eðlilegt virðist að hlífa jurtun- um við seinum slætti og mikilli haustbeit, vegna þess að hvort tveggja virðist heldur auka kal- hættu og einnig rýra uppskeru ár- ið eftir. Þetta atriði tel ég þó vafa samt að leggja mikla áherzlu á, þar sem sú staðhæfing er studd alltof fáum athugunum. Viðvíkjandi öðru atriðinu í með- ferð túna, þ. e. hvernig á að með höndla kalnar sléttur skal þetta tekið fram, Ráðleggja mætti að fara yfir holklakabletti með létt- um valta snemma á vorin þar sem um rótarslit er að ræða. Rétt er að slá þann gróður snemma og oft, sem kemur upp úr kalskellum þótt hann kunnl að vera gisinn og lítill heyfengurinn. Örvar það renglu- myndun þeirra grastegunda, sem lifað hafa kalið, og varnar þvi, að illgresi, sem er mikill vágestur í kalskellum, nái að fella fræ. Endurvinnsla. sáning Séu kalskellur stórar og gróð- urlausar er ekkert annað ráð en að rífa þær upp. hvort heldur er með smáherfi eða plógi og sá i þær harðgerðu grasfræi að nýju. Viðvíkjandi þriðja atriðinu, það er fóðuröflun kalsumarið, eru ýmis ráð til úrbóta, eins og mönn um eru kunnug, en að rækta skal einærar jurtir tii skyndifóðuröfl- unar. eru rýgresi, hafrar, bygg og káltegundir vænlegastar til upp- bóta fyrir það. sem á vantar af r' 5ri sökum kaltjóns. Nauðsyn á auknum kal- rannsóknum. Hér hef ég rætt lauslega nokk ur ráð til varnar o? úrbóta kali. Vandamálið er þó langt frá því að vera auðvelt viðfangs, sumpart af tæknilegum ástæðum eða fjár- hagslegum, sumpart vegna þess að ráðstafanir til kalvarna vinna gagn stætt au'kningu á uppskerj (svo sem val gróskumikilla suðrænna grastegunda og mikil notkun köfn- unarefnisáburðar) og ekki sízt vegna þess að enn skortir okkur mikið á að vita til hlítar orsakir kals svo og ráð til varnar og úr- bóta. Okkur ber því nauðsyn til að efla rannsóknir á þessu sviði. Alþjóðasamtök Framhald af bls. 3. NATIONAL, Evanston, 111., sjá um sölu þeirra í öllum löndum utan Bandaríkjanna. Umboðs- menn hérlendis eru Ingólfur Árnason h.f. Verksmiðjan býr nú einnig til stærri ísvélar, svo sem 5,8 og 10 smálesta (afköst á sólarhring). eÞssar stærri vélar eru þannig byggðar, að þjöppurnar geta ver ið í vélarrúmi, stjórntækin og sjálfvirkir öryggisrofar í brú, en frystihólkarnir í lestarrúmi. Við þetta sparast mikið rúm og þann ig tekur frystingin aðeins 1—1 Va rúmmetra í lest þegar um 5 smál. ísvél er að ræða, en 8 og 10 smál. vélar hlutfallslega meira. Allar eru vélargerðirnar full- komlega sjálfvirkar og frysta ís- inn úr óblönduðum sjó. Á VÍÐAVANGI Tlioroddsen, hæstarréttardóm- ari, yrði skipa'ður í embætti dómsmálaráðherra. í gær bætt- ust nokkrir lögfræðingar í hóp þeirra, sem undirrituðu áskoninina, og var hún aflient forsætisráðherra í gær.“ Hér skortir ekkert á nákvæm an fréttaflutning, eins og allir sjá. Önnur blöð eru að nefna ákveðnar tölur, svo sem 60, en Mbl. beitir háþróaðri reikn- ingstækni. eins konar bók- stafarcikningi, eða öllu frem- ur mengjareikningi, til þess að komast að hárréttri niður- stöðu, þar eru fundarmenn „nokkrir Iögfræðingar“, og „hluti fundarmanna" undirrit- aði áskorunina, og síðan bætt- ust „nokkrir lögfræðingar“ í hópinn eftir fundinn. Dæmi Mbl. er því: X ~ Y + X = Gunnar Thoroddsen dómsmálaráðherra. Og nú eru Sjálfstæðismenn byrjaðir að reikna dæmi Mbl. Fyrra X er fundarmenn, „nokkrir lögfræðingar”, Y er sá hluti, sem út gekk, seinna X þeir, sem bættust við á eft- ir. — AK Fræðsluskrifstofur Framhald af bls. 1 sem dvelja verða vi® skólanám fjarri heimili sínu.“ Þá var fjallað í ályktun um rekstrarkostnað skóla, og segi rþar eftirfarandi: „Landsþingið leggur áherzlu á nauðsyn þess, að nú þegar verði sett reglugerð um rekstrarkostnað skóla skv. 1. nr. 49/1967, þar sem skírt sé kveðið á um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfé- laga. Landsþingi® leggur sérstaka áherz.'u á. að ríkissjóður greiði eðlilegar kennslukostnað að fullu, þótt fámenni einstakra byggðar- laga hafi í för með sér óhagstæða deildaskiptingu Einnig telur lands þingið fráleitt, að kennsluafslátt- ur skólastjóra skuli skerða rétt sveitarfélaga til kennslulauna úr ríkissjóði, svo og að ríkið greiði ekki að hálfu sjálfsagða heilbrigð- sb.iónustu, eins og tannlækningar.'1 Á þingimi var staðfest sú álykt- un stjórnar sambandsins, að gera Karl Kristjánsson að heiðursfé- laga þess í viðurbenningarskyni fyrir margþætt störf hans að sveitarstjórnarmálum um hálfrar aldar skeið. I dag fór fram stjórnarkjör, og kjörin stjórn sambandsins næstu fjögur árin. Aðalmenn voru kjörn- ir Páll Líndal, horgarfögmaður, formaður. Ólafur G. Eimarsson, sveitarstjóri, Ölvir Karlsson, odd- viti, Bjarni Einarsson, bæjarstjóri og Gyifi ísaksson, bæjarstjóri. Varamenn voru kjörnir Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri, Björg- vin Sighvatsson, bæjarfulltrúi, Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjar- stjóri, Pál’ Diðriksson, oddviti og Þórður Benediktsson, hreppsnefnd armaður. Fasteignaskattar Framhald af bls. 16. gildandi útsvarstiga er nauðsyn- legt að gera aðrar hreytingar á álagningu útsvara, er leiði til rétt látari skattlagningar. Stefna ber að því, að reglum um vaxtafrá- drátt einstaklinga verið breytt þannig, að hann nái aðeins til veðlána vegna íbúðabygginga, þ. e. a. s. veðdeildarlána, lífeyrissjóðs lána og annarra Miðstæðra lána. Svo og vaxta vegna atvinnurekstr- ar. Allur annar. vaxtafrádráttur verði afnuminn í áfömgum á vissu árabili. Reglur uim frádrátt vegna atvinnutekna giftra kvenna verði endurskoðunar með það fyrir aug um að gera þær réttlátari með tilliti til skattlagningar allra ein- staklinga, án tillits til kyns og hjú skaparstöðu. Þó ber að hafa í huga sérstakar aðstæður, þar sem árs- tíðarbundin þátttaka giftra kvenna í framleiðslustörfum er almenn og nauðsynleg vegna atvinnuhátta." Handrit Framhald af bls. 1. var á íslandi, að handritin kæmu aftur til landsins, var öllum kirkju klukkum landsins hringt. Að þessu sinni verður íagnað enn á ný. Þetta er nefnilega heimsviðhurð- ur. Ali’sstaðar í heimiwuim eru styrjaldir og ófriðuir. Danmörk er eitt þeirra fáu ríkja í heiminum, sem geta sýnt fordæmi um fórn- ariund til þess að skapa gott sam- band milli tveggja ríkja. Við höf- um áður fyrr fairið iíla með ís- land. Nú höfum við tækifæri til að bæta fyrir þetta. Það mtm vekja athyg.fl um allan heim. Begtrup lagði einnig áherzlu á, að Danir ættu aið halda fast við réttindi sín, en Islendingar hafi lofað dönskum vísindaimönnum for gangsirétt við rannsóknir á hand- ritunum hér heima. Begtrtíj var í Kaupmannahöfn meðan á heimsókn forseta íslands dóð, og hún segir í viðtalinu, að það hafi verið góð heimsókn. Bend ir hún sérstaklega á þýðingu þess, að forsetinn lagði blómsveig að kistu Kristjáns konungs X í dóm- kirkjunni í HróarskeMu. Sá at- burður hafi verið þýðingarmikið tákn um bætta sambúð Islands og Danmerkur. Liðsforingjarnir Framhald af bls. 1 hafi óskað eftir lausn með sæmd úr sjóhernum, og að þeir hafi á- stæðu til að æt.’a, að sú ósk verði tekin til greina. Er augljóst, a® á meðan þeir eru undir heraga, geta þeir engu við þetta bætt. Hins vegar virðist augljóst af öllum málavöxtum, að hér er að- eins um aðra aðferð yfirmanna á Keflavíkurflugvel.'i til að losna við fimmmenninganna, og reyndar auðveldari aðfer®, en sú fyrri, því mál þetta hefur farið þannig í meðförum yfirmanna á Keflavíkur flugvel.’i, að erfitt hefði reynzt fyrir þá að komast út úr því skammlaust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.