Tíminn - 13.09.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.09.1970, Blaðsíða 2
 ' ! r* | , • r t - f f " •' i • , r i' i ' r’ i* r t TIMINN SUNNUDAGUR 13. september 197« MTTUR KIRKJUNNAR ....... ............. ............ ............- :... TRÚ - GUÐSTRAUST Það er alltaf mikið rætt um trú og mikill misskilningur, sem þar keonur fram á mörg- œn sviSum, ekki sizt, þegar trú og trúarbrögðum er algiör lega ruglað saman. En það mætti seigja, að þar væri far- ið að, eins og sá. sem ekki gerir mun á innihaldi og um- húðum. Trúin er innihaldið, trúarbrögðin mismunandi um- búðir. Og vissulega getur inni haldið verið dýrmætt, jafnvel gimsteinar og gull, þótt um- búðirnar séu ekki annað en gljáandi pappírshismi. Trú samkvæmt boðskap Jesú Krists er bæði framkvæmd og traust, ótakmarkað traust, eins og traust barns, sem treystir góðum foreldrum. Hann veit af öllu hjarta, að hvað sem gerzt hefur eða get- ur gerzt, er þó til einn stáður, þar sem hann mun alltaf mæta skilnimgi og fyrirgefningu. Hugsum okkur líkinguna um týnda soninn og reynum að taka hana eins og hún er sögð án allra guðfræðilegra grufl- ana. Annars eru sögur og líking- ar Jesú orðnar fólki svo inn- lifaðar eftir vissri forskrifto g í vissum umbúðum. að það gæti gert alla sljóa fyrir hinu upprunalega og eðlilega í frá- sögn og hljómi. Aldirnar hafa umvafið orð Jesú í þessar endalausu guð- fræðiumbúðir, sem voru hon- um þó svo fjarri, og sjálfsagt var það oft í góðum tilgangi HEIMSFRÆGAR LJÓSASAMLOKUR 6 og 12 v. 7” og 5%”. Mishverf H-framljós. Viðurkennd vestur-þýzk tegund. BlLAPERUR, fjðlbreytt Orval. Heildsala — Smásala. Sendum gegn póstkröfu um land allt. SMYRILL Armúla 7. — Simi 84450. gert, en mætti samt orða um þetta guðfræðislím af mörgum: „Til þess að skafa það allt saman af er ævin áð helmingi gengin“. Það má telja sérkenni á kenningum og framsetningu Krists, að hann vandar ek-ki um, gagnrýnir ekki. Hann tek ur dæmi sín beint úr hvers- dagslífinu og segir frá eins og það er, án þess að dæma sjálf ur um sögupersónurnar. Það ætlar hann áheyrendum. Það þarf næstum nauðgun til að pressa afturhvarfshistor íu út úr frásögninni um nauð stadda piltinn í framandi landi, sem í neyð sinni ákveð ur að fara nú heim til for- eldra, þar sem hann veit. að er indælt að vera. Það er hvorki talað um nokk urt afturhvarf eða breytingu af sonarins hálfu eða nofckurt skilyrði eða aðfinnslur af föð- urins hálfu. Það stendur ekki eitt ein- asta orð um, að maður eigi að vera svona og svona eða gera svona og svona til að njóta sælunnar og verða fyrir gefið. Þar stendur aðeins þetta, og það er enn meira hrífandi í frásögninni, ef hún er umbúð- arlaus og af því það liggur svo ljúft og eðlilega fyrir: „Og faðirinn þekkir son sinn, meðan hann er ennþá langt í burtu og hann hleyp- ur á móti honum, fellur um háis honum og kyssir hann“. Œ WMM !,5Kr^Kf:i iíi ■-fÉiíTirwniMT ELDAVELAR ÞVOTTAVÉLAR FRYSTIKISTUR KÆLÍ5KÁPAR '0- ISAFIBÐI Raftækjaverzlunln Póllinn hA- ÖNUNDARFJÖRÐUR Amór Árnoson, VöSlum. DÝRAFJÖRÐUR 6onnar Guðmundsson. Hofi. PATREKSFJÖRÐUR Valgeir Jónsson, rafvm. Kaupfélag KróksfjacBar. KRÓKSFJARÐARNES BÚÐARDALUR Elnar Stefénsson, rafvm. ' STYKKISHÓLMUR Haraldur Gislason, rafvm. ÓLAFSVlK Tórnas Guðmundsson, rafvm. AKRANES Jón Frfman.,sson. rafvm. REYKJAVlK (Aðalumboð:) Rafiðjan h/f„ Vesturgötu 11. Raftoiíi h/f„ Kirkjustræti 8. KEFLAVIK Verzlunin Stapafell h/f. RAUFARHÖFN Kaupfélag N.-Þingeyinga. BLÖNDUÓSI , AKUREYRI _ Verzlunin Fróði h/f. Raftæknl ~ ln9vl R' Jíhannssom VOPNAFJÖRÐUR HÚSAVlK M Alexander Árnason, rafvm. Raftækjaverzlun Gríms & ÁmaJ EGILSSTAÐIR Verzlunarfélag Austurlands. umBODsmEnn fvrir IGNIS HEIIillLISTIEKI ESKIFJÖRÐUR Verzlun Elísar Guðnasonar. ÁRNESSÝSLA Kaupfélag Árnesinga. HÖFN, HORNAFIRÐI Verzlunin Kristall h/f. RANGÁRVALLASÝSLA Kaupfólag Rangæinga. VESTMANNAEYJAR Verzlun Haraldar Eiríkssonar. RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 REYKJAVlK SlMI 19294 RAFTORG V. AUSTURVÖLL REYKJAVlK SÍMI 26660 Hann getur ekki Jagt fögnuð sinn í fjötra yfir því, að dreng urinn hans, sem hann áleit týndan og kannski dáinn. er lifandi og á leiðinni heim. Hann lætur sem ástæður sonarins séu sér óviðkomandi en leggur umsvifaláust fyrir að undirbúa móttöfeumar með öll-u því bezta, sem húsið og heimilið hefur upp á að bjóða. „Svona er lífið“, gæti staðið undir þessari frásögn og svo möngum öðrum, hið eðlilega, óþvingaða viðhorf elsfeandi hjartna, sem Jesús mat ávallt mest. Þannig er trúin, sem hann talar um hið eðlilega og gagnkvæma traust milli föður og sonar, milli elskandi hjartna, heit heilög tilfinning frá hjarta til hjarta ekfei ein- hver formúla eftir þar tll gerð um forskriftum. formum og formúlum, játninguan, skoð- unum og siðum. Fyrir Jesú er ltfið svona og á að fá að vera svona, það er frelsið, sem hann boðar, frjáls hugsun, frjáls tilfinning, frjáls vilji í fullu trausti, fuUri trú á hið góða, mátt þess, sigrar þess. dýrð þess. Þannig er þegar skynsamur maður byggir hús sitt á brjargi, það er hamingju sína og vei- ferð á almœtti elskunnar í höndum Guðs. Og hann stenzt eða hús hans í stormi og regn flóði, sem tætir brott undir- stöður annarra húsa, sem ekfei voru á sliku bjargi byggð. Þannig hugsar hirðirinn, sem skilur hópinn sinn eftir til að leita að einni kind, sem vant ar, unz hann finnur hana og heldur þá vinum sínum dálitla veizlu, af því að hann er svo glaður yfir að trú hans var svarað. Og sé litið í aðra átt, með trúarhugtak Jesú Krists í huga, þá er annað einkenni hennar, að hún er óbifandi trú. hún gefst aldrei upp, ef hún ætlar sér eitthvað, samanber s'öguna um manninn, sem ætlaði að fara að sofa, og ætlaði ekki að láta noikkurt ónæði ná sér undan sænginni, en fór samt á fætur, þegar aftur og aftur var barið að dyrum, og ná- granninn, sem trúði því, að hann gæti lánað sér brauð, fékk það með frekjunni. Þetta er eitt af þeim frá- sögum. sem Jesús notar tii að brenna þá hugsun í hjörtu og hugi fylgjenda sinna, að aldrei skuli gefast upp f framkvæmd um trúar, heldur sýna óþreyt- andi þolgæði. Það sýnir líka sagan um kaldlynda dómarann, sem gafst upp fyrir áleitni efeki- unnar, sem vildi njóta réttar síns, og þá ekki síður sagan um ráðsmanninn fræga, sem keypti sér vináttu og hrós, meira að segja hrós húsbónd- ans, sem varð þó fyrir tapinu, þegar hann tefldi á tæpasta vaðið með skuldabréfin í stað þess að gefast upp. En ekkert af þessu fóUtí er neitt dyggðamynztur til eftir- breytni yfirleitt, enda ekki orði á það minnzt. Það sannar bara þá staðfestu í sínu um- hverfi og við sínar aðstæður, sem sönn og sterk trú þarf að geta sýnt, ef hún á að njóta sín tiJ sigurs í fram- kvæmd. Trúaður maður að skoðun Jesú, gefst aldrei upp við að framkvæma það, sem hann telur hafa gildi. heldur setur i það allan sinn kraft og allt, sem hann hefur að tapa. Þetta er einkenni trúar. Hvort umbúðirnar eru svo ka- þólska, lútherska, búddamust eri eða synagoga gerir minna til, frjáls trú er fyrir öllu — guðstrú á sigurs hins góða. Árelius Níelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.