Tíminn - 22.09.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.09.1970, Blaðsíða 6
18 TÍMINN KMÐJUDAGUR 22. september 197®. Höil sumarlamlsins og íbúar hennar. uppreisnargjarnt og uppá- sumar- landsins Sumir eiga sér sumarhallir austur við Álftavatn, Þingvalla vatn eða á öðrum þeim stöð- um, sem ilmgrös náttúrunnar blémstra og gott er að hvíla lúna limi og þreyttan heila, eftir stritið við að velta sín- um milljónum og finna þeim réttan farveg fram hjá stigan- um sem ýmsum þykir alltof hár. — Aðrir una sér undir suðrænum himni á Costa del Sol og öðlast þar útsýn til framandi landa. — Einhverjir eru svo þeir, sem hvorugt þetta hlutskipti hljóta, eiga «ér ekkert sumarland annað en malbiikaða almenningsgötu, og svitna sumarleyfisdagana yfir sínum húsgrunni. Upp með Vatnsveituvegm- um, ofan við Elliðaárstíflu, stóð í sumar ofurlítiil gulur vinnuskúr með grænu þaki og gluggahlerum. Þarna, þar sem ys bongar- innar er fjarlægur ómur og snertingin við sjoppumenning una aðeins stopult kvöldgam- an, hafa níu drengir, sem á þessu sumri vaxa til hins lög- helga sjálfræðis, unnið að vega gerð í níu vikur. — Þessi veg- ur er tengiliður milli borgar- innar og „Kardimommubæjar- ins“ þar sem þeir hestfæru geyma sína gæðinga. Vonandi verður hann nú eitthvað betri umferðar en áður. Innan fárra ára eru þessir ungu menn, sem nú eru að Ijúka sínu vegabétastarfi þetta sumar, vaxnir að viti og þekk- ingu og setja sinn svip á lífið í landinu. — Og ef til vill vilja þeir nú þegar hafa nokk- urn rétt til íhlutunar um þá (heimsmynd, sem innan skamms verður þeirra. Ásgeir Tómasson, sonur hjónanna Tómasar Bjarnason- ar og Sigríðar Sigfúsdóttur, yngstur í hópi sex systkina. Hann er síðhærður án þess að því hátterni hans fylgi úfinn lubbabragur. —• Hverniig ungt fólk iklæð- ist og hagar hársnyrtingu fer sjálfsagt eftir smekk hvers og eins, og giarnan einnig til að vekja á sér athygli. Mörgum þeim e'tlri finnst unigt fólk tektasamt. Eg er sáttur við mína jafnaldra að flestu leyti öðru en eiturlyfjaneyzlu, sem því miður er ekki óþekkt hér. Ég hef. iokið landsprófi og er nú innritaður í verzlunar- skólann. Efcki þó vegna þess að ég hafi sérstakana áhuga á störfum á því sviði öðru fremur. En mér finnst ég muni ráða við námið og ætti þá að geta öðlazt þekkingu, sem gagn er að í framtíðinni á viðari vettvangi. Ég er ekkert óánægður með skólann eins og ég hef kynnzt honum og geri mér nú orðið grein fyrir þvf að starf hans er í mína þágu fyrst og fremst, og mér ber að haga námi mínu í samræmi við það. Með almenna vinou finnst mér þetta gegna öðru máli, þar lít ég svo á að vinna mín sé ein- göngu í þágu þess sem ég vinn hjá. Sjálfsagt verður ekki á móti því mælt, að ýmislegt mætti betur fara í skipulagi skólanna og námsefnisvali. Til dæmis finnst mér að tíðarandinn nú kalli á meiri uppfræðslu í kyn- kynferðismálum unglingum til handa, svo viðhorf þeirra verði ekki óheilbrigð og valdi síður árekstrum. — Jú, fólk á mínum aldri notar bæði tóbak og áfengi. sumt í rífcum mæli. í upphafi er þetta sjálfsagt sprottið af fikti eða þá að vilja vera eins og aðrir ef til vill eitthváð eldri. Múgsefjun er sterkt vald, efcki sízt á þessu aldurs- skeiði. — En áhrifavaldurmn gæti einnig verið úr xöðum þeirra reglusömu. Ég álít að ungt fólk á aldr- inum 16—16 ára, sé naumast fært um að taka bindandi ákyarðanir, sem það síðar í líf- inu yrði að standa við. — Kirkja og kristindómur. Kirkjan. Hún verður ekki fyrir mikilli ásókn af ungu fólki. Þeir eldri, sem sækja kirkju eru þar óáreittir. En ég hef lesið talsvert í biblíunni að eigin frumkvæði. Annars er lestur mín helzta tómstunda- iðja. Börkur Sigurðsson. er yngst ur þessara ungu manna, en þó greinilega leggjalengstur. Hann hefur ekki ennþá náð þeim eftirsóknarverða sjálf- ræðisaldri, sem svo mörgum er takmark. Hann sleppur líka við skyldusparnaðinn og lætur lítið eftir sér hafa. Þó hef ég komizt að raun um, að honum er annað hugleiknara en lík- amlegt erfiði, og einnig það, að margur mundi hafa verið fús til að skipta við hann á eðlisfræðieinbunn að loknu prófi í vor. Gunnar Theódór er sonur Gunnars Theódórssonar hús- gagnaarkitekts og Jóhönnu Magnúsdóttur. Hann hefur lok ið landsprófi og hyggst stunda nám í menntaskóla og stefna með því að verkfræði. — Ég er skáti og hef mik- inn áhuga á þeim félagsskap, sem veitir mér aðstöðu til úti- lífs og margs konar samstarfs við aðra unglinga. Ég viður- kenni þó að það eitt að vera skáti í orði dugar skamrnt til að halda áhrifagjörnum ungl- ingum frá óreglu t.d. áfengis og tóbaksnautn, sem nú er orð in mjög almenn og fjöldinn getur stundað átölulaust, ef ekki kemur til meiri háttar uppþota. Þá er ekki hægt ann- að en viðurkenna það að ungl- ingar á gelgjuskeiði hugsa fæstir sjálfstætt, og dragast oft ! að þeim sem stofna til múgæs- inga án þess að gera sér grein fyrir hvert takmarkið er. Ég er ekki ánægður með \ þjóðfélagið eins og það er, sízt skólann. Hann fullnægir ekki þeim kröfum um náms- efni og víðsýni í starfsháttum, sem æskufólk nútímans gerir Ikröfu til. SjáLfræði. — Ef til vill gera unglingar sér betur grein fyr- ir þeim réttindum, sem það veitír eftir orðanna hljóðan, en skyldunum, er því fcunna að fylgja. Gylfi Ámason: — Já, pabbi er sjómaður, Árni Guðmundsson og er nú á Brettingi frá Vopnafirði. Mamma er Sigurrós Ólafsdótt- ir og mun geta rakið ætt sína til Eyjólfs Eyjajarls, því móð- urmóðir mín — amma — er Ólína Pétursdóttir systir Ingi- bjargar á Reykjum. En ég get nú líka eftir bókum rakið æft mína til Haraldar hárfagra. Ég hef lokið landsprófi og f haust liggur leiðin í Hamra- hlíðarskóla. Þetta geri ég í því augnamiði að eignast fjár- muni. Til þess á sú þekking sem ég öðlast að hjálpa mér. Ég er tílbúinn að leggja hart að mér til þess að verða efna- lega sjálfstæður. Ég veit að langt nám er engin sérstök rósabraut, en ég vinn á sumr- in og foreldrarnir hjálpa mér. Hvar sem ég vinn, þá vinn ég fyrir sjálfan mig, því það kaup, sem mér er greitt er minn hagnaður og framfærslu- eyrir. Eftír því hef ég tekið að vinna á vegum þess opinbera er oft lakar af hendi leyst en hjá einkaaðilum. Mér sýnist RAFKERTI GLÓÐAR- KERTI OTVARPS- ÞÉTTAR ALLSK. S M Y R I L L Ármúla 7 Sími 84450.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.