Tíminn - 30.10.1970, Side 4

Tíminn - 30.10.1970, Side 4
16 TIMINN FÖSTUDAGUR 30. október 1970 Sebastien Japrisot: Kona, bíll, gleraugu og byssa 29 út viSvörun, og fyrstir að fá hana votru þeir, sem vöktuðu á Ato- route du Nord og veginum kring- um Marseille. Þeir mundu hafa rekið augun í Thunderbirdinn. Hann dró að sér athygli. Þeir mundu grípa hann gl'óðvolgan á veginum til Cassis. Klukkutími, það nægði. ef allt gengi samkvæmt áætlun. Hann hætti á þetta í þeirri vissu, að Dany Lango mundi ekki fara í l'ögregluna, ekki strax að minnsta kosti. Sagan, sem hún bvældi upp- úr sér í matsalnum í gærkvöldi, var tómt bull nema stúlkan hefði eitthvað á samvizkunni. Þegar einhver lemstrar á manni hönd- ina, kvartar maður undan því við lögiregluna. Hann settist í bílinn, móður af hlaupum, stakk lyklinum í kveikjulásinn og ræsti vélina taf- arlaust. Hún htyrði áreiðanlega ekki til hans gegnum trjáþykknið og gnurrið í engisprettunum. Hann beygði í krappt U og sök- um þess, hve bíllinn var langur, ók hann í ræsi báðum megin vegarins. Hann rámaði í svarta töskuna. í henni var ekkert nýti- legt, en hún gæti tálmað stúlk- unni för. Hann náði í töskuna, opnaði hana og fleygði henni út- úr bílnum. Fötin lágu eins og hrá- viðui um kantinn. Hann rak augu í blágræna Skufsu, buxurnar. sem hún klæddist í gærkvöldi. Hann var bandóður fáviti. Hann skaut úr bílnum, tók upp buxurnar, vatt þær í vöndul og var að því kom- inn að setja þær aftur í töskuna, þegar hann stirðnaði allur. Hún stóð þarna. Hann hafði ekki heyrt til hennar. Þá sá hann, að þetta var aðeins hvítur mússulínkjóll- inn, sem blakti á greinum. Hann þeytti frá sér buxunum, settist undir stýri og ók í burt. Klukkan í mælaborðinu sýndi hálffimm. Fyrir ári hafði hann stolið hérna Citreen um sama leyti. Þá tók hann klukkutíma og korter að aka til Cassis og hverfa innj skúrinn hjá Stóra-Palla, kunningja hans frá Metz. Thunder birdinn var kraftmeiri en Citroen, og hann mundi ekki villast á leiðinni, eins og í fj'rra. Þetta yrði flýtisauki uppá fimm til tíu mínútur. Þegar hann sveigði inná bjóð- brautina, óskaði hann sér ti! nam- ingju að hafa ekki mætt einum einasta bíl á hliðarveginum, þar sem hann skildi við Dany. Tveim- ur kílómetrum sunnar lá annar vegur til Miramas, góður, breiður og fjölfarinn. Hún mætti ganga djriúgan spöl, hún Fjóraugnafrök- en. Veslings Fjóraugnafröken. Hann hafði ekki fengið af sér að klæða hana úr, hvað þá að berja hana. Eftir símt-'lið við Stóra-Palla hafði hann ycriS sann færður uro. nS hann yrði að gera það, en hann gat það ekki. þegar til kom. Hann fyrirleit allar konur. Þær voru ekkert nema ágirnd og sérplægni, svíðings- legar skepnur. Þær, sem voru gæddar ögn af þynnku og hrein- skilni, heyrðu þó til undantekn- ingar frá þessari reglu Stundum hafði honum meira að segja fallið vel við Dany Longo. En hann varð að gleyma Dany (Marie Virginie) Longo. Hann hafði verið henni greiðugur, og þar með basta. Síðastliðið sumar hafði Stóri- Palli borgað honum þúsund franka fyrir Citroenbílinn. Áðan hafði hann rætt um þrjú þúsund franka fyrir Thunderbirdinn, en hann heimtaði líka eið út á, að þetta væri ekki bíll, sem Phillippe hefði hnuplað af stæði, og stúlk- an væri treg að fara í lögregluna. Hann væri fús að auka bílaeign Afríkusvertingja, en þó með þvíj skilyrði, að hann ætti ekki neitt á hættu. Philippe var sammála. Þegar hann beygði í áttina tiT Cassis, ók hann fram á nokkra lögregluþjóna við Pas-de-Be!le -Fille, en þeir skiptu sér ekki af honum. Klukkan var tuttug mín- útr fyrir fimm. Hann v.ar orðinn vongóður um að ná skipinu á fjórtánda og vera þá auðmaður, lausnari óta! meyja og fyrsta- klassa-gassi eins og allir hinir. Tæpum stundarfjórðungi síðar höfðu vonir hans brosiið. Thunder birdinn stóð á hafnarbakkanum, og yfir gnæfði skuggmynd af Cap Canaille. Philippó studdi báðum höndum á bílinr. og reyndi eftir i megni að kasta ekki upp. Að! bragði hafði líf hans breytzt í j martröð, og hann var einn undir j heitri sólu, reiður og skelfdur. Hún tír.dj upp fötin og braut bau saman í svarta töskuna. Hún tók ekki hliðarveginn Hún gekk aftur uppá hæðina. tætti sundur öskjuna af ilskónum og breiddi úr henni á steininn, þar sem þau höfðu setið og þrætt. Hún náði í varalit og rissaði á pappann með hægri hendi: — í kvöla klukkan tíu hjá Canebiere tíu. Þetta götunafn var hið eina, sem hún þekkti í Marseille, en auk- reitis vissi hún núna, að fólkið þar laug eins og allir aðrir. Hún skorðaði pappann. Þetta var sosum tilgangslaust, en það sakaði ekki að lifa í voninni. Hann gæti snúið við og komið hingað, þegar hún væri farin. Sköm-mu seinna rakst hún á brautina, sem hún hafði eygt af hæðinni. Þarna var krökkt af bíl- um. Fyrstur til að nema staðar var hárauður Renault eða Simca. í honum sátu karl og kona, en afturí svaf lítið barn í burðar- körfu úr striga. Hún settist, við hliðina á körfinni og hafði tösk- una í fanginu. Þau létu hana úr hiá veitinga- skála við þjóðbrautina til Mar- seille. Hún reyndi að brosa, um leið og hún muldraði takk. Hún pantaði glas af vatni og sýndi bjóninum reikninginn frá mat- sölunni hjá Valence. Hún bað hann að hringja í númerið fyrir oig • í skálanum var enginn síma- klefi, og hún varð að tala í sheyrn ailra, sem inni sátu, og þeir lækknðu róminn og hlustuðu eftir hverju orði. Það hlaut að , vera íorstöðukonan, sem svaraði. Jú, hún mundi eftir ungfrúnni í hvíta kjólnum og piltinum, sem var með henni. Jú, hún mundi líka eftir því, að hann hafði farið í símann, þegar þau voru búin að borða. Hann hafði hringt til Cassis á Bouches-du-Rhone, en hún vissi ekki, hvað hafði orðið af miðanum með númerinu. Henni þætti það leitt. Dany lagði á og bað um skrá yfir Bouches-duRhone. Hún flett uppá Cassis, en fann hvergi númmer undir Filanteris. Samt var hún örugg , að hafa lesið „Cassissur-Mer", þegar hún stalst í veskið hans í morgun. Hana rámaði ekki í fleira, nema hvað nafnið var prentað á bréf- snepil. Henni datt í hug að blaða gegnum skrána alla, en hætti við það. Það væri einungis tímasóun. Hún spurði þjóninn, hvort ein- ©AUGLÝSINGASTOFAN Yokohama snjóhjólbarSar Flestar stærðir með eða án nagla HF STRANDVEGI49 VESTMANNAEYJUM BILAVER er föstudagur 30. okt. — Absalon Tungl í hásuðri kl. 13.18. Árdegisháflæði í Rvík kl. 6.12. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan i Borgarspítalan- um er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra Sími 81212. Kc; vogs Apótek og Keflavíkui Apótek ern opin virka daga k! 9—19, lansardaga kl 9—'4 helgidaga k: 13—15 Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyT ir Revkjavík og Kópavog. simi 11100 Sjúkrabifreið l Hafnarfirði. simi 51336. Almennar upplýsingar um lækna þjónustu 1 borginm eru gefnax símsvara Læknafélgs Reykiavik ur, sími 18888 Fæðingarheimilið i Kópavogl Hlíðarvegi 40 simi 42644 Tannlæknavakt br i Heilsuverndar stöðinni. þar sem Slysavarðs: an var, og ei opin laugardrg;. og sunnudaga kl. 5—6 e. h. Simi 22411. Apótek Hafnarfjarðar er opið alls virka daga frá k:. 9—7, 6 laug- ardögum kl. 9—2 og á suinnu- dögum og öðrum helgidögum er opið frá kl. 2—4. Kvöld- og helgarvörzlu í Apótekum Reýkjavíkur vikuna 24. okt til 30. okt. annast Reykjavíkur Apó- tek og Borgar-Apótek Næturvörzlu í Keflavík 30. 10. annast Kjartan Ólafsson. TRÚLCFUN Nýlega hafa opinberað trúlofun sína í Kaupmannahöfn Bóthildur Steinþórsdóttir, ljósmóðir frá Aki’anesi og Skúli Jóhannsson, stud. polyt. Álfheimum 72. STGIJNGAR Skipadeild S.f.S.: Arnarfell, er á Norðfirði, fer það- an til Rvíkur. Jökulfell fór 26. þ.m. frá Keflavík til New Bedford. Dísarfell væntanlegt til Lysekil á morgun fer þaðan til Ventspils og Svendborgar. Litlafell fór frá Bergen í gær til Purfleet. Helga- fell er í Leningrad, fer þaðan til Kotka og Riga. Stapafell fór frá Hafnarfirði í gær til Norðurlands- hafna. Mælifell átti að fara 28. þ.m. frá Glomfjprd til Norrköping. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Hornafirði á norður- leið. Herjólfur fer frá Vestmanna- eyjum kl. 21.00 í kvöld til Rvíkur Herðubreið fer frá Rvík kl. 24.00 í kvöld vestiur um land í hringferð. FLUOÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug. Gullfaxi fór til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 í morgun og er væntanlegur þaðan ; "tur til Keflavíkur kl. 18:15 í kvþld Gullfaxi fer til Lundúna kl. 08:00 í fyrramálið og til Kaupmanna- hafnar og Oslo kl. 15:15 á morgun. Innanlandsflug. I dag er áætlaö að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir) til Vestmannaeyja, Húsavíkur, ísafjarðar, Patreks- fjarðar, Egilsstaða og Sauðárkróks. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) til Vest- mannaeyja (2 ferðir) til Isafjarð- ar, Hornafjanðar og Egilsstaða. ^FLAGSLÍF____________________ Frá Guðspekifélaginu. Fundur í kvöld kl. 9 í húsi félags- ins. Mr. Geaffrey A. Barborka flytur erindi um H. P. Blaratsky og rit hennar The Secret Doctrina Erindið verður þýtt. Utanfélags- fólk velkomið. Kvenfélag Laugarnessóknar. Fundur verður haldinn mánudag- inn 2. nóv. í fundarsal kirkjunnar. Ásta Jónsdóttir segir ferðasögu og sýnir sk-uggamyndir.. Kaffi drykkja Stjórnin. ORÐSENDING _________________ Minningarspjölds Kópavogs- kirkju fást á eftirtöldum stöðum: Minn- ingabúðin Laugavegi 56. Blómið Austurstræti 18. Bókabúðim Veda Kópavogi. Pósthúsinu Kópavogi. Kópavogskirkju hjá kirkjuverði. MinningarspjöUl kirkju óháða safnaðarins fást á eftirtöldum stöðum: Björg Ólafsdóttir, Jaðri Brúr.aveg 1, sími 34465. Rannveig Einarsdóttur Suðurlandsbraut 95. sími 33798. Guðbjörgu Pálsdóttir Sogaveg 76. sími 81838. Stefári Arnason, Fálka götu 7, sími 14209. Bazar Systarafélagsins Alfa verður haldinn að Ignólfsstræti 19, 8. nóv. kl. 2. Kvenfélag Háteigssóknar heldur bazar 2. nóv Fé.'agskonur og aðrtr velunnarar félagsir.£ vilja styrkja hazarinD eru vinsam- legast beðnar að láta vita 1 síma 82959 eða 34114 Kvenfélag Hallgrímskirkju. Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk h -fj- ast aftur 22. þ.m. og verða fram- vegis á hverjum fimmtudegi, kl. 2—5 e.h. í félagsheimilinu. Pönt- unum veitt viðtaka í síma 16542. Greiisás**reet-'-iii, Viðta.’stimi prests er alla daga nema laugar- daga. kl 6—7, i safnaðarheimiL .u . Miðbæ. Si: 32950. Jónas GI ’.a- son. SÖFN OG SÝNINGAR fslenzka dýrasafnið opið 1—7. GENGISSKRÁNING Nr. 125 — 27. október 1970. 1 Bandar doRar 87,90 88,10 1 Sterlingspund 209,95 210,45 1 KanadadoHar 86,20 86,40 10C D-nskar kr 1.171,80 1.174,46 ÍOC -*'car kr. 1.230.00 1.233,40 100 Sænskar kr. 1.696,84 1.70,700 ÍO' F ■ k mörk 2.109,42 2.114,20 L00 Franskir fr. 1.592,90 1.596,50 100 Belgískir fr. 177,10 177,50 100 Svissn. fr. 2.030,50 2.035,16 iOO Gyllini 2.442,10 , 2.447,60 2.427,00 100 V-þýzk mör’- 2.421,5" 100 Linir 14,12 14,16 100 fi- -r. sch. 340,57 341,35 100 Escudos 306,70 307,40 100 Pesetar 126,55 100 Reikningskrónu r — "■"rnskintalö’ 99,86 ■'0,14 1 Rsikningsdollar — Vöruskiptalönd 1 Reikningsnund 87,90 88,10 Vöruskiptalönd --,95 211,-15 m~ 2 3 Tl H 6 7 * . wrm ‘ 12 13 14 ■ ■ jRKæp Lárétt: 1) Ymna 6) Dalur 10) Þófi 11) Utan 12) Virki 15) Kynið. Krossgáta Nr. 652 LóSrétt: 21 Fljótið 3) Þýfi 4) Karlfugl 5) Öldur 7) Fæða 8) Hlutir 9) Verkfæri 13) Sykruð 14) Fæði. Lausn á krossgátu No. 651: Lárétt: 1) Glata 6) Oampari 10) LL 11) Át 12) Vaknaði 15) Bloti. Lóðrétt: 2) Lóm 3) Tia 4) DCLVI 5) Ritið 7) Ala 8) Pan 9) Ráð 13) Kál 14) Att.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.