Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.10.1970, Blaðsíða 3
JpjlSTUDAGUR 30. október 1970 Ályktun aðalfundar FUF á Akureyri: Þaö samrýmist ekki meginstefnu Framsóknar- flokksins að vinna með íhaldsöflunum Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri fagn- ar þeim árangri er náðst hefur imeð prófkjörum. Þótt fram- kvæmd þeirra sé ennþá á þroskastigi, gefa þau þó ótvírætt til kynna vilja hins almenna kjósenda um val frambjóðenda sinna og ræður nú sá vilji valinu, en eigi fámennur hópur manna. Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri álykt- ar, að það samrýmist eigi meginstefnu Framsóknarflokksins að vinna með íhaldsöflunum í landinu. Fundurinn telur það megin- hlutverk Framsóknarflokksins að hafa forystu fyrir vinstri öfl- um þjóðfélagsins og beri honum að vinna samkvæmt því eftir næstu Alþingiskosningar. Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri lýsir yfir stuðningi við þá stefnu ungra framsóknarmanna, að vanda- mál þjóðfélagsins verði að leysa með félagslegri samstöðu. Fund- urinn leggur áherzlu á að tef þessi fámenna þjóð á að geta lifað efnahags- og menningarlega sjálfstæðu lífi í landinu, verður sterk samstaða til að koma. Jafnframt því, að verða að nýta möguleika og vera ávallt á verði til sköpunar verðmæta, þá verða fslending- ar ætíð að standa traustan vörð um sjálfa sig, eigi þeir að geta verið þeir sjálfir um framtíð. hagsmunahópa. Hjá öðrum floMtnum ríkir skilningsleysi á þörfum alþýðu en hjá hinum á þörfum atvinnuveganna, en að sjálfsögðu eiga þarfir al- þýðu og atvinnuveganna að haldast í hendur. Innlend at- vinnufyrirtæki eiga að eflast, jafnt einkafyrirtæki og hluta- félög sem Samvinnufyrirtæki og fyrirtæki í eigu opinberra aðila, en jafnframt skal tryggja alþýðu meiri velmegun, aukna menntun og tækifæri til þrosk andi félagsstarfs- því fleiri sjálfstæðir einstaklingar til orðs og æðis, því öflugri verð ur manngildishugsjón samfé- lagsins. Stjórnmálabaráttan á að ein kennast meira af víðsýni og hófsemi, og þvj eiga flokkar eins og Framsóknarflokkurinn, sem mótaður er af róttækri stefnu og jafnaðarstefnu, mik ilvægu hlutverki að gegna, og án Framsóknarflokksins væru vinstrimenn algjörlega áhrifa- lausir. í nútímanum er enginn raunverulegur munur á rót- tækri stefnu, með hugsjónir eins og samvinnufélög, almenna fræðslu og almennt félagsstarf og jafnaðarstefnu, sem trúir á öfluga og samhenta verkalýðs hreyfingu í baráttu fyrir þjóð félagi, sem ber hag allra þjóð félagsþegna fyrir bx-jósti. f innsta eðli sínu er jafnaðar- stefnan andvíg þvi að einstök verkalýðsfélög eða hagsmuna- hópar innan vei'kalýðshreyfing arinnar berjist hvert fyrir sig og notfæri sér séraðstöðu sína, en láti sig Iitlu skipta hvernig t.d. ófaglærðum verka mönnum vegnar í baráttunni. Nauðsynlegt er að verkalýðsfé- lögin samræmi kröfur sínar og berjist eitt fyrir öll og öll fyrir eitt, svo tekjubilið verði aldrei óeðlilega breitt á milli þeirra ~em mest eiga og minnst fá. Framsóknarflokkurinn, sem lýðræðislega uppbyggður og án sterks miðstjórnarvalds, á að vinna á grundvelli uppruna legr^ manngildishugsjóna rót- tækrar vinsfcrihreyfingar og æskan á að sjá um það, að hann dotti ekki á verðinum og gera flokkinn að betri og vaxandi vinstri flokki, flokki sem byggir hugmyndir sínar á arfi kristinsdóms og arfi hinna mörgu framsæknu hugsuða og brautryðjenda, sem báru hag lítilmagnans fyrir brjósti. Flokkurinn á að vera opinn fyrir nýjum viðhorfum og hug myndum, sem skapast með breyttum tímum. Flokkurinn á að vera svarinn andstæðingur þeirra ógeðfelldu eðlisþátta kapitalísks hagkerfis. sem skapa sálarlaust, óábyrgt. siðlaust og stjórnlaust frumskógarsam- félag, en tileinka sér þá þætti kerfisins, sem fóstra frjálsa og heilbrigða hugsun. sem ekki þolir hömlur í leit sinni að meiri fullkomnun og betra samfélagi. TÍMINN Stjórn FUF á Akureyri: F. v. Jón, Björn, Þórður, Hakon Eiríksson, Hákon H., Ingvar, Jakob. Aðalfundur FUF á Akureyri: Þörf er stóraukinnar málefnalegrar umræðu Þann 8. október s.I. komu| félagar ungra framsóknar-| manna á Akureyri saman til| aðaifundar. Var þátttaka aðj fundinum góð. í skýrslu stjórnar kom meðal annars fram, að helztu viðfangs- efni félagsins liðið stai-fstímabil hefðu verið xíndirbúningur og fram kvæmd prófkjöra fyrir bæjarstjórn ar og Alþingiskosningar, svo og starfsemi fyrir bæjarstjórnarkosn ingar vorið 1970. Félagið hefur eins og eðlilegt er, haldið uppi funda og umræðustarfsemi. Þó hefur sú leið verið farin undan farið, að byggja starfsemi þess mikið til upp í samstarfi við eldri félagsmenn á staðnum, þar sem hefur þá gefizt kostur á að féTag ar á ýmsum aldri og reynslustigi leiddu saman sjónarmið sín. Þá var tekið fyrir það málefni, er telja máfcti aðalmálefni fund arins, en þar var framtíðarvett- vangur og starf félagsins. Urðu um það miklar umræður og reynd ist mikill áhugi vera á eflingu starfsins. Telja félagar áð stór auk innar málefnalegrar umræðu sé þörf varðandi þjóðfélagsmál, al- menningur verði að vera virkari og taka ákveðnari afstöðu til mála, svo sem nauðsynlegt er og sjálf sagt í lýðræðisþjóðfélagi. Telja félagar að þetta sé stórt hlutverk stjórnmálafélagss'kapar ungra manna. Er umræðum um framtíðarstarf semina lauk, vættu fundarmenn kverkar sínar með kaffisopa, en er hann hafði runnið niður, var lögð fram ályktun fundarins og hófust þá á ný miklar umræður un» innihald hennar. Eftir umræðuv var ályktunin samþykkt samhljóða til birtingar. Verður eigi annað sagt, en að fundur þessi hafi tekizt mjög vel og sé þeim er að * honum stóðu hvatning til áfi-amhaidandi starf semi og baráttu fyrir málefnum ungra Framsóknarmanna. Núverandi stjórn skipa: Hákon Eiríksson, formaður, Þórður Ingi marsson, Jón Hensley. Hákon Há- konarson, Ingvar Baldursson, Jakob Þórðarson og Björn Inga- son. Þórð'ur Ingimarsson, ritari. FUF Á AKUREYRI UM EFLINGU FLOKKSSTARFS- INS í KJÖRDÆMINU Aðalfundur Félags ungra fram- sóknarmanna á Akureyri skorar á stjórn kjördæmissambands Norð urlandskjördæmis eystra svo og félaga og stuðningsmenn flokks- ins að haldið verði uppi. sem víð- tækastri og öflugastri starfsemi i kjördæminu. Stuðlað verði að því að flokkurinn geti haldið opinni skrifstofu a Akureyri og að félags líf verði stóraukið. Fundurinn leggur áherzlu á aukin samskipti yngri félaganna við samherja sína annars staðar á landinu og einkan lega við forystu Sambands ungra framsóknarmanna. Telur fundur- inn nauðsyn á að félagai kynnist og að félögin úti um landið verði að vera í beinum tengslum við forystuna, bannig að beix er fjær höfuðstöðvunum búa. fylgist með þvi hvað sé á döfinni á hverjum tíma og fái aðstöðu til að taka þátt í heildarstarfinu. Annað væri eigi samkvæmt þeirri stefnu, er i Samband ungra framsóknarmanna og Framsóknarflokkui'inn beit% sér fyrir. Aðalfundur Félags ungra fram- sóknarmanna á Akureyri gerir þá kröfu að meginhluti ágóða af happ drætti flokksins í kjördæminu renni til stai'fseminnar bar, en sé eigi fluttur suður til Reykjavíkur til höfuðstöðvanna. Telur fundur inn að þessi krafa sé aðeins > samræmi við stefnu Framsóknar flokksins um jafnvægi í byggð landsins. T framhaidi af því vill fundurinn benda á. að Akureyri er langstærsti þéttbýlisk.iarni land# ins utan Reykjavikursvæðisins Á Akureyri * flokkurinn vaxandi fylgi að fagna og eru góðir mögu leikar á að svo verði í ríkara mæli með auknum vexti bæjar ins. Stór hluti kjördæmisins er sveitir, en j sveitum landsins hef 1 ur aðaifylgi Framsóknarflokksins i verið til skamms tíma. Staðreynd in er sú, að eigi verður haldið uppi neinni starfsemi án fjár- muna og vill fundurinn telja að það verði aðeins styrkur fyrir fjokkinn sem heild að haldið sé uppi öflugri starfsemi í Norður landskiördæmi eystra Aðalfundur Félags ungra fram- sóknarmanna á Akureyri leggur áherzlu á að málgagn Framsóknar flokksins á Akureyri „Dagur“ verði gert að meira baráttublaði fyrir málstað flokksins en verið hefur. Telur fundurinn nauðsyn- legt að félagarnir sjálfir leggi stóraukna hönd á ológinn varð- andi sköpun bteðsips og verði blað ið þannig meiri umræðuvettvang ur en verið hefur. Telur fundur inn eðlilegt og nauðsynlegt að Félag ungra framsóknarmanna fái fulltrúa i stjórn blaðsins og að stjórnin starfi meira að málefn um þess en raun ber vitni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.