Tíminn - 13.11.1970, Síða 1

Tíminn - 13.11.1970, Síða 1
*r * * * ■* * * * * * * * „ . ^ :* S&fBéS&bet/aMtéJUath* A~£ * ' ---------------------------*- r i'Zfn" » rKTöiiKrtnuM * "T5Í FRySTISKÁPAR * * * * f * * * Vmnuveitendur til Alþingis: launþegar greiði um 223 millj. EJ—Reykjavík, fimmtudag. Blaðinu hefur borizt bréf, sem Vinnuveitendasamband íslands hefur sent fjárhagsnefnd neðri deildar Alþingis vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um verðstöðv- un. Er þar lagt til, að launaskatt- ur sá, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, verði lagður til helminga á launþega og vinnuveitendur, þannig að launþegar greiði þann tíma sem verðstöðvunin á að gilda um 123 milljónir króna í launaskatt! í bréfinu er bent á, að sam- kvæmt frumvarpinu eigi atvinnu- rekendur að greiða sérstakan launaskatt á tímabilinu frá 1. des. 1970 til 31. ágúst 1971, sem nemi 1.5% af greiddum launum. Segir, að þessi skattur sé um 245 millj- ónir króna á þeim 3 ársfjórðung- um, sem verðstövuninni er ætlað að standa sam'kvæmt frumvarp- inu, þ. e. kr. 327 milljónir á árs- grundvelli. „Vér leyfum oss að gera til- lögu um, að þessum sérstaka ' launaskatti verið skipt á launa- greiðendur og launþega, þannig að 0.75% komi í hvors hlut“, segir í bréfinu. Um launaskattinn segir annars, að hann verði „afar tilfinnanleg- ur fyrir allar atvinnugreinar lands- manna“. Og einnig: „Skattur þessi, þar sem óleyfilegt er að láta hann koma fram í verðlagi, kemur af- ar mismunandi niður á hinar ýmsu atvinnugreinar eftir því hve kaup greiðslur eru mikill hluti af rekst urskostnaði fyrirtæfcja. Útflutningsatvinnuvegirnir verða af augljósum ástæðum að taka Framhald á bls. 11 FRAMSÚKNARFLOKKURINN STYÐUR VERDSTðÐVUN EN ER ANDVÍGUR BREYTINGUM A KJARASAMNINGUM VERÐHÆKKAIMIR Á MATVÖRUM EJ—Reykjavík, miðvikudag. Mjög verulegar verðhækkan- ir hafa orðið á ýmsum helztu nauðsynjavörum almennings frá því í sumar. Blaðið hefur fengið samanburð á verði ým- issa algengustu matvara ann- ars vegar í jún{ síðastliðnum og hins vegar í október, og kemur þar í ljós, að verð- hækkunin á þessu tímabili er allt upp í tæp 25%. Af þeim vörum, sem þlaðið hefur afl-að sér upplýsinga um verð á, er það strásykur sem hefur hækkað mest, en 2ja kílóa poki hefur hækkað úr 32.20 í 40.10, eða um 24.5%. Ýmsar aðrar algengar mat- vörur hafa hækkað sem hér segir: Hveiti (5 lbs.) úr 55.70 í 59.40 eða um 6.6%. Rúsínur (7 oz.) úr 31.10 í 33.30 eða um 7%. Biandaðir ávextir úr 86.40 í 95.30 eða um 10.3%. Grænar baunir (hálfdós) úr 22.40 í 26.20 eða um 17%, Marmelaði (435 gr ) úr 39.70 í 42.40 eða um 6.8%. Bl. ávaxta sulta (300 gr.) úr 46.40 í 47.80 eða um 3%. Fiskibollur (stór dós) úr 47 í 52.40 eða um 11.5%. Tekex úr 26.80 j 29.60 eða um 10.4%. Kremkex (Frón 400 gr.) úir 53.40 í 58.90 eða um 10.2%. Margvíslegustu matvörur hafa hækkað um 5—7% á þessu tímabili. Þá hafa landbúnaðarvörur ýmiss konar hækkað um 17— 22% á þessu sama tímabili. Þetta sýnir hversu gífurleg- ar verðhækkaniir hafa orðið á nauðsynlegustu matvörum al- mennings að undanförnu. ALSTRIÐ NÆSTU ÁR Mikil offramleiðsla á áli leiðir af sér verðstríð og undirboð EJ—Reykjavik, fimmtudag. Álframleiðslan á erfiða fram- tíð fyrir höndum. Á næsta ári verða mörg ný álver tilbúin til framleiðslu, og þetta mun leiða til offramleiðslu og allsherjar verðstyrjaldar. Ástandið árið 1971 verður örugglega kreppástand i áliðnaðinum, segir dr. Arthur Wiederkehr, í Ziirich, formaður samtaka málmbræðsluvera í Evr- ópu, í viðtali við málgagn norska alþýðusambandsins, Fri Fagbeveg- else. Framhald á bls. 2 ,Flúormengunar skýrslan" komin: Flúormagn í gróðri er nú meira en áður hefur mælzt Ofullnægjandi upplýsingar í fréttatilkynningu iðnaðarmálaráðuneytisins OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Iðnaðarráðuneytið sendi i dag frá sér fréttatilkynningu um niðurstöður nefndar þeirr- ar er rannsakar flúormengun frá Álverksmiðjunni. Hafa sýni verið tekin reglulega á hverju ári, síðast í sept. s.I. Eru sýn- in tekin á rúmlega 20 mismun. andi stöðum í 4—13 km. fjar- lægð frá verksmiðjunni og á tveim stöðum í 66 og 78 km. fjarlægð, þar sem eng;-a áhrifa gætir frá iðjurekstri. Niðurstöð ur nefndarinnar eru, að flúor- magn í gróðri sé nú meira en áður mældist, en þó verulega fyrir neðan þau magngildi, sem vitað er að valdið geti sýni- legum skemmdum á trjágróðri, eða flúorveiki í nautgripum, sem fóðraðir eru á venjulegan hátt. Nefndin hefur ekki að fullu lokið athugun á nýjustu sýnum úr jarðvegi, vatni og lofti, en niðurstöður þær, sem fengnar eru, benda til að flúor magn í jarðvegi og lofti sé svipað og áður fannst, en í vatnssýnum virðist það vera langt innan þeirra marka, sem talin eru æskile^ þegar drykkj arvatn er bætt með flúor. Sýni voru tekin áSur en ál- bræSslan hóf rekstur 1969 og eru því fyrir hendi sýnishorn tekin fyrir og eftir þann tíma. Er þetta mikilvægt samanburð- aratriði, því flúor er algengt efni í öllu-m jarðvegi, vatni og sjó. Við samanburð sinn hefur nefndin skipt skoðunar.stöðun- um f fjögur fjarlægðarbelti, þ.e. 1. belti 3,9—1,3 -km. (t.d. Hafnarfjörður), 2. belti 5,2— 6,1 km. (t.d. Setberg), 3. belti 7,7—12,3 km. (t.d. Vífilsstaðir, Reykjavík, Vatnsleysa), og 4. belti 66—78 km. Jafnframt eru tekin sýni í rúmlega 1 km. fjarlægð frá álbræðsluncii, á því svæði, sem sérstaklega var fjallað um í álsamningnum frá 1966, en það var ætíð vitað, að gróður þar í hrauninu gæti orð ið fyrir skaðlegum áhrifum. Nokkur mismunandi sýni eru tekin til athugunar á hverjum stað. Telur nefndin það ótví- rætt samkvæmt erlendri reynslu, að greinileg vitneskja um mengunaráhrif fáist því aðeias, að stuðzt sé við meðal- talsgildi af allmörgum sýnis- homum innan sama svæðis. — Jafoframt verður að taka öll sýni með sömu aðferð. Nefndin hefur lokið athugun á -gróðursýnishornum. Er flúor- rnagn þeirra mælt í milljón- ustu hlutum þurrefnis (ppm). f tilkynningunni segir: „Hæsta gildi flúormagns í heyi í septembermánuði 1970 fannst á Vífilsstöðum og var 31,9 ppm, en meðaltalsmagn í sýnum af heyi og grasi í 1.—3. beliti var 14,7 ppm. Hæsta flúormagn í lauftrjám fannst í nokkrum birkitrjám í Reykjavík, 22,9 ppm, en í iauf Framhald á bls. 11 EB—Reykjavík, fimmtudag. Önnur umræða um verðstöðv- unarfrumvarp rikisstjórnarinnar fór fram í neðri deild í dag. Fjár- hagsnefnd hafði klofnað um frum varpið. Fulltrúar Framsóknar- flokksins í nefndinni. Þórarinn Þórarinsson og Vilhjálmur Hjálm arsson, skiluðu sérstöku áliti, þar sem mótuð var eftirfarandi af- staða Framsóknarflokksins: • Framsóknarflokkurinn styð ur verðstöðvun enda þótt hann álíti verðstöðvun hreint neyðarúr- ræði. • Framsóknarflokkutrinn styð ur einnig auknar fjölskyldubæt- ur og niðurgreiðslur á vöruverði. • Framsóknarflokkurinn er andvígur þeim ákvörðunum verð- stöðvunarfrumvarpsins. sem fela í sér breytingu á kjarasamningum verkalýðsfélaganna og atvinnurek enda, og telur mjög mikilvægt. að þau ákvæði séu felld úr frum- varpinu. Mun Framsóknarflokkur- inn greiða atkvæði gegn frumvarp- inu j heild, ef ekki verða felld úr því ákvæði, sem breyta kjara- samningunum. Ríkisstjórnin hefur í gildandi lögum, heimild til verð- stöðvunar og hefur þegar notað hana. Verðstöðvun getur því hald- izt þótt þetta frumvarp sé fellt. a Framsóknarflokkurinn er einnig andvígur ákvæðum frum- varpsins um sérstakan launaskatt, er sé greiddur af atvinnurekend- um, þar sem flokkurinn telur óeðlilegt að lagðiir séu á nýir sk-att ar meðan óvíst er um afgreiðslu fjárlaga. Komi í liós við afgreiðslu fjárlaga, að þörf sé nýrra tekna vegna aukinni fjölskyldubóta og niðurgreiðslu er Framsóknarflokk urinn reiðubúinn að eiga þátt í slíkum áformum. Sjá nánar frásögr á bls 6

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.