Tíminn - 13.11.1970, Síða 3

Tíminn - 13.11.1970, Síða 3
WÖSTUDAGUR 13. nóvember 1970 RAFMAGNS- TRUFLANIR Á AKUREYRI SB—Reykjavík, íimmtudag. Nokkrar rafmagnstruflanir hafa ! verið á Akureyri í dag vegna veð- urs, en þar er nú norðan snjókoma en lítið frost, þannig að snjórinn hleðst á línumar. Rafmagnið hefur farið fjórum sinnum af öllum Akureyrarbæ í dag, hálftíma fengst. Mun það vera vegna samsláttar á línunum austan ; frá Laxárvirkjun, en þær eru orðn | ar slakar vegna þungans af krap- inu, sem á þær hefur hlaðizt í dag. Talsverður snjór er kominn á Akureyri og eru götur allar mjög hálar. Keöjubrefa- málin að kom- ast á ákæru- stig OÓ—Reykjavrk, fiimmtudag. Keðjubréfamálin svokölluðu eru pmi í raamsókn hjá saksóknara rík- isins. Er enginn dómur í þessum má3nm failittn enn, en gefin hefur verið út ákæra í einu máli og tvö keðjumál eru rétt komin á ákæru- stig. Verða þessi mál bráðlega send dómstólum til meðferðar. Munu falla dómar í málunum einhvern- tírna á næstu vikum. ICRON 6ÝÐUR FÉLAGSMðNN UM AFSLÁTT FB-Reykjavík, fimmtudag. KRON býður nú félagsmönn um sínum í þriðja sinn afslátt á vörum, sem keyptar era gegn sérstökum afsláttarkort- um, sem félagsmenn fá af- hent. Hér er um að ræða 10% afslátt á vöram í hvaða KRON verzlun sem er, þó er undan- skilið afslætti dilkakjöt í heil- um o2 hálfum skrokkum, og aðeins er veittur 5% afsláttur af stærri heimilistækjum gegn staðgreiðslu. Afsláttur þessi gildir til 25. nóv. næstk. Á þriðja þúsund félagsmenn í KRON hafa þegar sótt af- sláttarmiða sína. Fær hver maður þrjú kort. Mikill fjöldi manna hefur gerzt félagi í KRON í sambandi við þennan afslátt, en hann var í fyrsta sinn veittur um þetta léyti í fyrra, í annað sinn var hann veittur í maí í vor, og nam hann þá samtals 1 milljón kr. Að þessu sinni hafa á þriðja hundrað nýir félagar gengið í KRON, og er það töluverð aukning. TÍMINN Sjónvarps- og útvarpsdagskráin fylgir blaðinu í dag. Er því ekki úr vegi að birta þessa mynd af Jónasi Jóns- syni, því að hann kemur fram í sjónvarpinu nú á sunnu dagskvöldið, og syngur ásamt Þuríði Sigurðardóttur lög eftir Burt Bacharach í útsetningu Magnúsar Ingimarssonar. Jónas var áður söngvari Náttúru, en er nú verzl- unarstjóri tízkuverzlunarinnar Adam hér í borg. SOVÉZKT SKIP FÉKK Á SIG SJÓ OG LEIT- AÐI VARS INN! Á JÖKULFJÖRÐUM OÓ—Reykjavík, fimmtudag. 8 þúsund lesta sovézkt vöru- flutningaskip fékk á sig sjó í gærkvöldi út af Vestfjörðum. Kastaðist farmurinn til í lest- um skipsins og hallaðist það mjög. Skipinu var siglt inn á einn af Jökulfjörðum og þar hafa skipverjar unnið i dag að því að umstafla farminum og rétta skipið við. Fer það út aft- ur um miðnætti í nótt. Skipið er á Mð frá Montreal í Kanada til Murmansk. Heitir það' Navaiún; Skipstjórinn hafði samband, við skipadeild SÍS, sem sér um afgreiðslu sovézkra skipa hér á landi. Erfitt var að skilja skipstjórann. en hann kvað skipið ekki hafa skemmzt. en nauðsyn væri á að komast í var til að umhlaða skipið Ekki var beðið um aðstoð skipa. Skipstjóri á enskum togara sem kom til ísafjarðar í morg un sagðist hafa orðið var víð sovézka skipið, og hefði það far ið inn á einhvern Jökulfjarða. Sagðist skipstjórinn á Navarin ekki þurfa á aðstoð að halda. Á Vestfjörðum var bylur í dag, en ekki mjög hvasst. í kvöld náði ísafjarðarradíó sam- bandi við sovézka skipið. Var þá allt í ,'agi um borð, og bjóst skipstjórinn við að leggja af stað til Murmansk um miðnætti. ^Illll!lllllllllllllllllllllilllllllillllllllllllllllil!lllllllll!lllllllllllllllll^ LOÐFÓÐRUÐ LD hlý, sterk og þægileg mec5 lambskinnsfódri. Stærdirá yngri sem eldri frá 28-46. ^imi BÉiEnia 3 Auka verður hráefnis- öflun frystihúsanna f fyrradag mælti Ólafur Jó- hannesson fyrir frumvarpi Framsóknarmanna uim ríkisút- gerð togara. Sagði hann, að ekki væri sæmandi I velferðar- þjóðfélagi að ekki væri búið við traust atvinnuöryggi. Spurn- ingin væri, hvaða ráðstafanir væru skjótvirkastar til að bæta atvinnuástandið í landinu. f fjölmörgum kaupstöðum, kaup- túnum og sjávarplássum er vinnsla sjávarafla undirstaða atvinnulífsins. Höfuðiatriði er því að allar fiskvinnslustöðvar séu nýttar sem bezt og fiskiðn- aður aukinn og efldur. Megin- forsenda þess er sú, að nægileg liráefnis sé aflað og að það geti verið tilfallandi nokkuð jafnt allt árið. Á þessu er víða mikill misbrestur. Margar fisk vinnslustöðvar í landinu hefur skort hráefni, einkum á vissum árstímum, og hafa þess vegna ekki skilað fullum afköstum og ekki veitt þá atvinnu og þann arð, sem ella hefði verið. Á þessu verður að ráða bót. Tryggja verður fiskvinnslu- stöðvunum nægilegt hráefni og sem jafnast með hráefnamiðl- un allt árið um kring. Að fylla í eyðurnar Togarar cru afkastamestu tæki til hráefnisöflunar og með útgerð hæfilega margra og vel búinna togara er bezt tryggt að hraðfrystihúsin hafi jafnan nægilegt verkefni. Sé treyst á veiðar minni skipa eingöngu er hætt við að meiri og minni eyð- ur verði í hráefnisöfluninni, rekstur fiskvinmslustöðvanna lakari og atvinna fólksins stop- ulli. Þar eiga togarar, sem sækja fjarlæg mið, og hráefnis miðlun að koma til og fylla í eyðumar. Núverandi eigendum togara virðist um tnegn að standa að nógu mikilli endurnýjun tog- araflotans. Þjóðfélagið verður því að skerast í Ieikinn og þyrfti fyrst að athuga kaup á togurum, sem gætu komið strax í gagnið. Ríkisútgerð til stuðn- ings einkaframtaki Framsóknarmenn eru engir sérstakir talsmenn ríkisrekst- urs. Þeir t.elia bvert á móti al- mennt heppilegra, að atvinnu- tækin séu rekin af einstakling- um og félögum þeirra, en þeg- ar þessa aðila brestur bolmagn ti) að <evsa úr iðkaHandi þört. verður þjóðfélagið að koma til hjálpar og forvstu. a.m.k. um sinn. Þannig er mi báttað mál- efnurn togavaútgerðarinnar og rekstri frystihúsanna. Lands- menn mega ekki við því að missa þessi fengsælu fram- leiðslutæki. scm sótt getá lengra til fanga en fiskibátar. Þá skulu menn og hafa í huga, að hér er i raun og veru um stiiflnine við eínkarekstuf >ð ræða og getu hans til að skapa atvinnu og greiða hærra kaup. Hér er hugsunin sú að styðja við bakið á fiskvinnslustöðvun- um. en bær ern vfirleitt í eigu einstaklinga og félaga þeirra. — TK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.