Tíminn - 13.11.1970, Síða 9

Tíminn - 13.11.1970, Síða 9
NjSTUDAGUR 13. nóvember 1970 ÍÞRÓTTIR TIMINN FH var betri aðilinn — en ungu mennirnir, sem Fram leyfði a3 spreyta sig, lofa góðu. — FH sigraði í leiknum í gær- kvöldi með tveggja marka mun, 21:19. - ■ Alf-Reykjavík. — FH sigra'ði Fram í gærkvöldi, 21:19. Enda þótt aðeins tvö mörk skildu á milli liðanna, lék enginn vafi á því, að FH var betra liðið í þess- ari viðureign. Samt þurfa Fram- arar ekki að vera mjög óhressir, því að þeir tefldu ungu mönnun- wm fram í gærkvöldi og hvíldu bæði Ingólf og Sigurð Einarsson, auk þess, sem bæ'ði Sigurbergur og Arnar vom forfallaðir. E.t.v. hefði FH unnið stærri sigur, ef liðið hefði leikið frjáls- an handknattleik, því að veilurn- ar í Fram-vörninni voru margar. En FH-ingar kusu að prufukeyra leikaðferðir, sem þeir munu að öllum líkindum nota í vetur, og var rétt hjá þeim að nota þennan lei'k t-il þess, alveg eins og það var rétt hjá Fram að gefa ungu piltunum tækifæri. Örn Hallsteinsson átti sérlega góðan leik í gærkvöldi, en hann skoraði 6 mörk fyrir FH. Einnig áttu Kristján Stefánsson og Ólafur Einarsson ágætan leik, en Geir, enda þótt góður væri, tók lífinu heldur með ró. Hjá Fram vakti Pálmi Pálma- son mesta athygli, fyrir utan ný- liðann, Guðjón Marteinsson, vinstri handar skyttu. Eini „öldungur- inn“ í liðinu að þessu sinni, Guð- jón Jónsson, átti aftoragðsleik. í stuttu máli gekk leikurinn þannig fyrir sig, að Fram náði forustu í byrjun, en FH jafnaði um miðjan hálfleikinn og hafði eitt mark yfir í hálfleik, 11:10. Hafði FH forustu allan tímann í síðari hálfleik, þó að stundum væri munurinn ekki mikill, t.d. þegar 3 mínútur voru eftir, en þá stóðu leikar 19:18 FH í vil. Lokatölur leiksins urðu 21:19, eins og fyrr segir, os voru það sanngjörn úrslit. Áhorfendur voru um 1100 talsins. Bþróttafréttamenn fijótari en dómarar íþróttafréttamenn fengu meiri keppni í pokahlaupinu gegn hand knattleiksdómurum, en þeir höfðu átt von á. Munaði sáralitlu, að dómurum tækist að sigra hið vel- æfða lið íþróttafréttamanna, en þó fór svo, að fréttamenn báru sigur úr býtum. Munaði mestu um, að Ómar Ragnarsson, fyrirliði þeirra, átti góðan endasprett, svo og, a'ð sá, sem tók endasprettinn fyrir dómara, Björn Kristjánsson, hrasaði, aðeins 2 metrum frá markinu. Var þá ekki að sökum að spyrja. Ómar flaug fram úr og tryggði fséttaipönnum sigurinni Örn Hallsteinsson sýndi góðan leik í gærkvöldi og skoraði 6 mörk fyrir FH Glímu- námskeið Víkverja Ungmennafélagið Víkverji gengst fyrir glímunámskeiði fyrir byrjendur 12 til 20 ára og hefst það í kvöld, föstudaginn 13. nóv- ember í íþróttahúsi Jóns Þorsteins sonar að Lindargötu 7. Ungmennafélagar utan Reykja- víkur eru velkomnir á glímuæf- ingar félagsins. Kennt verður á mánudögum og föstudögum kl. 19—20. Kennarair verða Kjartan Bergmann Guðjónsson, Kristján Andrésson og Ingvi Guðmunds- son. Þessi mynd var tekin á æfingu hjá Víkverjum. 9 Fara með skipi í dag, ef fiug bregzt Alf — Reykjavík. — Að öll- \ um líkindum verður úr úrslita-,1 leik bikarkeppninnar í knatt- spyrnu á morgun. Vestmanna- eyingar ætla að hafa góðan vara á og koma til lands me® . skipi í dag, ef ekki verður flugveður. , Fékk íþróttasíðan þessar upp lýsingar hjá Jóni Magnússyni, formanni mótanefndar KSÍ, en þá höfðu Eyjamenn tilkynnt honum um þetta. Jón sagði, að ieikurinn færi fram á Mela- vellinum á morgun og hæfist; klukkan 13,30. Noregur vann 13 : 11 Noregur og Svíþjóð léku lands- leik í handknattleik í gærkvöldi. Lauk honum með sigri Norðmanna 13:11, en í hálfleik var staðan 8:4, Norðmönnum í vU. Leiknum, sem fram fór í Osló, var sjónvarp að beint. Hermann leikur með Val á sunnu- daginn klp—Reykjavík. Eins og áður hefur komið fram í fréttum, töpuðu Akurnesingar milli 100 og 200 þúsund krónum á þátttöku sinni í Borgakeppni Evrópu, og vinna þeir nú að því að losa sig úr skuldasúpunni með margskonar leikjum og skemmtunum. Ráðgert er, að um næstu helgi fari fram leikur á milli lA og Vals á Akranesi, en verið getur að þeisn leik verði frestað um eina viku, vegn>a bikarúrslitaleiksins. Hermann Gunnarsson mun þá að öllum líkindum leika með Val, en hann er nú fluttur frá Akur- eyri og til Reykjavíkur aftur, og hefur tilkynnt félagaskipti bæði í handknattleik og knattspyrnu. Mun hann leika knattspyrnu með sínum fyrri félögum í Vaf aftur. Þeir, sem hafa fengiS heimsenda miða, vinsam- iegast geri skil sem allra fyrst til , skrifstofunnar Hringbraut 30, eSa á af- greiðslu Tímans, Banka- stræti 7. — Miðar einnig seldir á ofangreindum stöðum. Verðkr.l00,00 Dregíó 23. Desember 1970 tt ?í^Vív>'< VlHNWeAR: 1 Húnvagn SPRITE 400 tM.Oflt-.OO Z. ~ Iré Votodeaa SÍS — 108.0004» 0. SBjÓvteíS YAÍAAHA $1.480 — «4100,00 <- VcíntrtefO 81 íyrír tvo — «008.00 S. Ííúf JOn Slnt»n«en — STOOS.OO 8, KOímíi Uftff Hoslailci S(afns«on — 30.060,00 1. S»t«nev«l 81NGER — 23.000.00 8. BeaclbWtttvtóHSlíRA -- 20 0004» 9. Myittteva — 10.000,00 10-25. rtSiKlutietlVitSN. to.^ðOSvort — g?.S0O,O« 2S-S0. Mytwavétar, kt. 2SOO hvef — 6Í.SOO.OO Sf-100. JtHaSaktif.kr.iOOOlwer — 100000,00- * e M-LS kf. 700.0004» YUpptýt4r«ar é Skrítetolu frantfýkeírtteiatsfete, Htinebtsut 30. sfctt) 244S3.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.