Tíminn - 21.11.1970, Qupperneq 6

Tíminn - 21.11.1970, Qupperneq 6
LAUGARDAGUR 21. nóvember 1970 i TIMINN mm ........... Verðlaunahafar í ritgerðasamkeppni Æskunnar og LofHeiða i tilefni 25 ára afmælis SÞ, Jóna Karen Jónsdóttir og Guðmundur G. Guðmundsson, heimsóttu nýlega aðalstöðvar SÞ, en verðlaun þeirra voru ferð til New York. Myndin var tekin við það tækifæri, er verðlaunahafar sátu milli Hannesar Jónssonar (t. v.), fastafulltrúa ísiands hjá SÞ, og ívars Guðmundssonar, forstjóra upplýsingas krifstofu SÞ. Félag íslenzkra sérkennara stofnað Finruntudaginn 29. október 8.1. var stofnað í Reykjavík „Félag íslenzkra sérkennara". Markmið félagsins er ■ skilgreint á þess.a leið í lögairi þess: að vinna að alhliða framförum í uppeldi og kennslu afbrigðilegra barna og unglinga, að vinna að réttinda- og kjara- málum sérkennara, að vinna að bættri menntun sér- kennara. Markmiði sínu hyggst félagið ná: tneð upplýsingastarfsemi á opin- berum vettvangi, með fundah'ölducn og námskeið- um fyrir félagsmena, með samvinnu við innlend kenn- arasamtök og sacntök opinberra starfsmanna, með samvinnu við erlend sérkenn arafélög. Aðild að félaginu er heimil: þeim, sem lokið hafa viðurkenndu sérnámi í kennslu og uppeldi af- brigðilegra barna og unglinga, og aukaaðild er heimil þeim, sem starfa að kennslu og uppeldi af- brigðilegra barna og unglinga án prófs í sérgreininni, og þeim, sem stunda sérnám í kennslu og upp- eldi afbrigðilegra barna og ung- linga. Stjórn félagsins skipa: Þorsteinn Sigurðsson, formaður. Magnús Magnússon, varaformaður Þóra Kristinsdóttir, . gjaldkeri. Ragna Freyja Karlsdótti^, ^itar^^taría fCjeld„,bréfrita'EÍ^ Ambassador Mexiko Nýskipaður ambassador Mexikó, dr. Vicente Sánehez-Gavito, af- henti í dag forseta fslands trúnað- arbréf sitt í sfcrifstofu forseta í Alþingishúsinu að viðstöddum ut- anríkisráðherra. Síðdegis þá am- bassadorinn heimboð forsetahjón- anna að Bessastöðum ásamt nofckr um fleiri gestum. Reykjavík, 10. nóv. 1970. Skrifstofa forseta fslands. Björgunar- og sjóslysasaga íslands ÞRAUTGÚÐIR Á RAUNASTUNO Bókaútgáfan Hraundrangi hef- ur sent á markað Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúð- víksson, blaðamann, en hanh er einnig höfundur fyrsta bindis í sama bókaflokki, er kom út á s.l. ári. Annað bindi spannar árin 1935—1941, að báðum árum með- tðldum. í bókinni er fjöldi sögu- legra ljóscnynda. f formálsorðum bókarinnar seg- ir höfundur m. a. að með þessu ritverki sé fyrst og fremst ætlun- in að reyna að safna á einn stað þeim upplýsingum, sem enn eru fyrir hendi um bjarganir og slys- farir frá því að Slysavarnafélagið var stofnað, og reyna á þann hátt að bjarga frá gleymsku unnum af- rekum þeirra sem að björgunarað- gerðam hafa staðið, svo og geyma sögu þeirrli er urðu að lúta f lægra haldi í baráttunni við óblíð nátt- wruöfl eða urðu fórnarlömb átaka atyrj al d arþ j óðann a. Við heimildasöfnun var víða leitað fanga og fjölmargir ein- staklingar veittu aðstoð og fyrir- greiðslu. Leitað var til margra þeirra er við sögu koma í atburð- um þeim er bókin lýsir og enn- fremur veittu formenn slysavarna deilda og björgunarsveita víðs vegar um landið ómetanlega að- stoð, en til flestra þeirra var leit- að. Þá var stuðzt við sjóréttar- próf, þar sem þau voru fyrir hendi, skýrslur Slysavarnafélags íslands og prentaðar heimildir í bókum, tímaritum og dagblöðucn. Höfundur færir Slysavarnafé- lagi íslands sérstakar þakkir fyrir samstarf Og fyrirgreiðslu, jafnt hinum almenna félagsmanni sem forystumönnum þess, og hvetur fólk sem býr yfir frásögnum af björgunum og sjóslysum bæði fyr- ir og eftir stofnun Slysavarnafé- lagsins að hafa samband við út- gáfuna, ennfremur lýsir hann eft- ir sögulegum ljósmyndum varð- andi sama efni. Þrautgóðir á raunastund — ann að bindi -— er sett í Prentstofu G Benediktssonar. prentað I Prent- smiðjunni Viðey og bundið í Bók- bindaranum h.f. Kápumynd gerði Jokob V. Hafstein. ÖKUMAÐURINN kominn út Umferðarráð hefur gefið út 3. tbl. af Ökumanninum, fræðsluriti fyrir bifreiðastjóra. Aðalefni Ökumannsins fjallar að þessu sinni um undirbúning bif- reiðarinnar fyrir veturinn og eru í ritinu talin upp þau atriði sem bifreiðaeigandinn þarf að yfir- fara í því sambandi. Þá má nefna grein um ábyrgð- artryggingar eftir Runólf Ó. Þor- geirsson og ber hún yfirskriftina „Slys, tjón, tryggingar“. Ökumað- urinn er gefinn út í 50 þús. eintök- um og sjá bifreiðatryggingafélög- in um dreifingu ritsins. Nýr læknaprófessor Forseti fslands hefur, að tillögu menntamálaráðheira, skipað Hannes Blöndal, lækni, prófessor í líffærafræði í læknadeild Há- skóla íslands frá 1. desember 1970 að teljá. Menntamálar áðun eytið, 12. nóvember 1970. Nýborg auglýst til niðurrifs KJ—Reykjavík, föstudag. Nýborg við Skúlagötu hefur verið auglýst til niðurrifs, og verður ákveðið í næstu viku hver fær það hlutverk að rífa þetta gamla og mairgumtalaða hús. Afengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins á lóðina, sem Nýborg stend- ur á, og ekki er vitað hvernig henni verður ráðstafað ÁGÚST Á H0FI leysir frá skjóðunni og segir frá fólki og fénaSi í öllum iandsfjóróungum Andrés Krisfjánsson, ritstjóri, reiddi fram. Bókaútgáfan Öm og Örlygur h.f. hefur sent á markað bókina Ágúst á Hofi. Hér er ekki um ævisögu að ræða í venjulegum skilningi, heldur bregður Ágúst upp svip byijum héraðs síns og ekki lét hann landsmálin alveg fram hjá sér fara. Ágúst hefur sagt að bókin sé ekki um sig, heldur um annað myndum af fólki og fénaði, sem, fólk, og eru það orð að sönnu. hann hefur kynnzt á langri ævi, Ágúst Jónsson, áður bóndi á Hofi í Vatnsdal, er mörgum kunnur og kann frá mörgu að segja eftir langa og Viðburðaríka ævi. Hann kynntist bændum og búaliði, og á í skjóðu sinni fjöl- breyttara safn mjnninga heldur en almennt gerist. Ágúst er stálminn- ugur, skemmtinn og kíminn og segir í bók sinni óteljandi sögur af atvikum og orðaskiptum við háa sem lága. Ágúst á Hofi var um hálfa öld gangnaforingi á víðáttucnestu af- réttum landsins, þar sem bændur tveggja landsfjórðunga leiddu sam an hesta sína í eiginlegum og óeig inlegum skilningi. Hann stóð fram arlega í flokki í pólitískum svipti- Á heitu sumri eftir Halldór Sigurðsson. Bók um æsku í uppreisn, konuna og kynsprenginguna, æsku í ástum og bilið milli kynslóðanna. Bókaútgáfan Örn og Örlygur h.f. hefur nýlega sent á markað bók- ina Á Heitu sumri, sem höfundur- inn' lætur gerast í Reykjavík, en á í raun réttri alla veröldina að vettvangi. Bókin fjallar um þau miklu átök og óeirðabylgju, sem hvarvetna verður vart, jafnt í austri secn vestri. Jafnframt er hér á ferðinni magnþrungin ástar saga, sem án efa verður mikið rædd manna á meðal. Frásagnarhætti höfundar má líkja við frásögn blaðamanns, sem staddur er mitt í hringiðu stór- atburða. Hann lýsir viðbrögðum æskufólksins, hugsjónahita og uppreisnartilraunum, ásamt við- brögðum þeirra sem eldri eru og fást verða við „vandamálið" Á HEITU SUMRI er fyrsta is- lenzka bókina, sem fjallar um hin nýju viðhorf, þar sem æskufólk gerir uppreisn gegn ríkjandi þjóð féla'gsástandi, og krefst breytinga og byltinga. Sjötta bók Jakobs Jónassonar. Þar sem elfan ómar FB—Reykjavík, miðvikudag. Þar sem elfan ómar, nefnist bók | eftir Jakob Jónsson, sem nýkom- draugar læddust um myrkraskot. Afi á Steinastöðum er eftir- minnileg persóna, sem fulltrúi in er út hjá ísafoldarprentsmiðju. | hinna traustu bænda meðan gefin Þetta er skáldsaga, og sjötta bók höfundar. Áður hafa komið út eft. ir hann bækurnar: Börn framtiðar- innar (1945), Ógróin spor (1952), Myndin, sem hvarf (1959), Myllu- steinninn (1963) og Kona, sem kunni að þegja (1965). Á bókarkápunni stendur m.a.: Hér segir Örn Skaftason, yngri, frá seskuárum sínum á Steina- sföðum og lýsir á skemmtilegan hátt hinu fastmótaða heimilis- lífi, þar Og sveitunga sinna, trúar- lífi þess og Iífsviðhorfucn. Álfar byggðu hóla, huldufólk kletta og loforð voru betri en skriflegur samningur og orð húsbændanna voru lög, sem enginn heimilisfast- ur mátti brjóta „Skáldsaga þessi mun vekja verðskuldaða athygli allra. sem góðum bókum unna. Ungt fólk, sem oa eldri kynslóðin. mun lesa hana af áhuga og ber margt til þess, atburðaröðin er hröð þjóð- lífslýsingar sögunnar vekia eftir- væntinau og knýja lesandann til ucnhugsunar um fsland á aldar- morgni.“ Bókin er 280 blaðsíður Agúst á Hofi leysir frá skjóð- unni er sett í prentstofu G. Bene diktssonar, prentuð í prentsmiðj- unni Viðey og bundin í Bókbindar- anucn h.f. Björg Þorsteinsdóttfr Hlaut viðurkenningu á alþjóðlegri grafíksýningu í ágúst s.L var haldin alþjóð- leg sýning á grafískri list, „Festi- val international de la Gravure" í Entrevaux í Suður-FrakklandL Meðal þeirra þátttakenda, er við- urkenningu hlutu, var einn íslend- ingur, Björg Þorsteinsdóttir, en viðurkenninguna hlaut hún fyrir þrjár myndir (aquatintur), sem hún sendi á sýninguna. Fyrir þessa viðurkenningu mun Björg njóta auglýsiaga í 500 sér- hæfðum söfnum (Galeries), en þar af eru 171 í Frafcklandi, og einnig meðal 500 einkasafnara víðs vegar um heim. Þær myndir Bjargar, er viðurkenningu hlutu, eru nú á öðrum sýningum, sem haldnar eru í ýmsum borgum Frabklands. Frá félaginu íslenzk grafífc. Hlaut mann- réttindastyrk SÞ Björn Þ. Guðmundsson, fulltrúi borgardómara í Reykjavík, hefur hlotið mannréttindastyrk Samein- uðu þjóðanna Styrkurinn er mið- aður við tveggja mánaða nám í Bandaríkjunucn við athugun á gerð og framkvæmd laga, er snerta mannréttindi. Mannréttindastyrkir Sameinuðu þjóðanna eru veittir árlega, fyrst og fremst starfandi embættismönn um eða fræðimönnum, svo sem lögfr'áeðingum, félagsfræðmgum o fl., sem í störfum slnum rast við mannréttindi Árið 1969 veittu Sameinuðu þjóðirnar 46 slíka styrki. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík 19. nóvember 1970.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.