Tíminn - 21.11.1970, Qupperneq 8

Tíminn - 21.11.1970, Qupperneq 8
TIMINN LAUGAKDAGUR 21. nóvember 1970 Haukur Sigurðsson, kennari: Er menntun sama og lífsþægindi? Miðvi'kudaginn 4. nóvember birtist grein í Tímanum í þætt. inum: Umhugsauarefni. Höf- undur er Andrés Kristjánsson, ritstjóri. 1 þessari grein ræðir Andrés um menntun, réttindi til starfa og laun starfsmanna eftir menntun. Rekur sig eitt þar á annars horn, og langar mig til að fjalla nokkrum orð- um um skoðanir ritstjórans. í upphafi greinarinnar telur Andrés að menn tneð mismikla menntun vinni sömu störf. En aðeins aftar í greininni er hann kominn á þá skoðun að mennt- an sé þjálfun hæfileika og 'óflun þekkingar. — Hvernig fer þetta tvesnnt saman? Vinnur starfsmaður, sem hefur þjálfað hæfileika sína og aflað sér þekkingar til starfs, sömu vinnu og ócnenntaður starfs- maður? Þá álítur ritstjórinn að ein- staklingurinn leggi ekki fram hæfilelka og gáfur, ef hann menntar sig og eigi því ekki laun fyrir slíkt skilið. Að vísu iiefur hann- ekki valið sér gáf- ur og hæfileika í upphafi ævi sinnar. en þessa eiginleika rækt ar hann og þroskar í námi Eða eigum við að sætta okkm við að hæfileikarnir séu fram- lag guðs og þar nemi hugsun- in staðar? Þá er hann þeirrar skoðunar, að hið. opinbera eitt leggi fram fjánmuni til tnennt unar. Það eína, sem námsmað- uirnn leggi fram sé tími, en allir, sem eitthvað verulegt nám hafa stundað, vita gerla hversu fjárfrekt það er og veldur tnörgum námsmönnum á síðustu árum þeim erfiðleik- um að þeir verða að hverfa frá námi. Þó virðist Andrés ekki eiga við forréttindi bama ríkra foreldra, þegar hann tel- ur að námsmaðurinn njóti náð- ar og forréttinda fram yfir al- menning. Varla þó forréttinda gáfna sinna, annars væri ný merking kotnin í orðið forrétt- indi, sem fram til þessa hefur táknað þjóðfélagslegan rétt ein hvers fram yfir aðra. Þá er það ekki lengur náð að njóta menntunar, heldur almenn rétt indi, sem menn geta notið, ef hæfileikar og fjármunir eru nægir. Þá telur Andrés að þekking- in sé einkaeign hins tnenntaða manns, lífsauður, sem komi honum fyrst og fremst að not- um. En þekkingin er miklu meira. Hún er líka sameign samfélagsins. sem hefur miðl- að henni. Hún er uppspretta þióðarauðs og framfara. og hin síðustu ár hafa menn betur gert sér grein fyrir því en áður að þekkingin er arðbær aota fiárestingin Nokkru aftar i greinni er menntunin orðin frjálst val, en ekki náð. Náð og frjálst va) eru andstæður, sem ekki sam rýmast. Þá greinir ritstjórinn milli tvennskonar þæginda. efnalegra • hæginda. og andlegra þæginda. Sá, sem mennti sig. afli sér andlegra þæginda, en ekki efnalegra þæginda. og því beri þjóðfélaginu ekki skylda til að launa slíkt. Hér ketnur aftur fram þessi þröngi, úrelti skilningur á orðinu menntun, eins og áður er minnzt á, og jafnframt er ekk- ert gert úr þeim erfiðleikum, sem námsmaðurinn þarf að sigra á menntabrautinni. Eftir hverju á þá að launa þegnana? Ritstjórinn er þeirrar skoðunar að treg eftirspurn eftir starfi eigi þar að ráða úrslitum. Nú getur lítil aðsókn að störfum verið vegna þess að þau eru illa launuð. En af hverju er starf illa launað? í sumum tilvikum vegna þess að það er litils virði fyrir þjóð- félagið, en þó miklu oftar af því að það er ranglega metið. Þetta er kjarni málsins. Starfs laun eiga að mestu að fara eftir því, hversu langs undir- búnings starfið krefst og hvert gildi það hefur fyrir þjóðfélag ið. En ritstjórinn virðist ekki álíta að starfsundirbúningur eigi að ráða launutm. Til hvers ætti slíkt þjóðfélag þá að sér- mennta þegna sína? Og hvers eiga þeir að gjalda, sem afla sér menntunar? Þessi skoðun ritstjórans grundvallast í þeirri glapsýn að menntunin sé ein- ungis fyrir einstaklinginn en ekki samfélagið. Þá segir ritstjórinn að launa miinur . gigi ifliklu v frfiþ?ur„að # fara eftir getu, ábyrgð. og.. erfiði starfs en mennf.vm.,,,E)n „ er ekki geta manns til vanda- ‘ sams starfs að miklu leyti kom- in undir menntun hans? Og ábyrgð og erfiði verða ekki einangruð frá menntun. Allri tnenntun fylgir ábyrgð og ábyrgð starfsmanns vex í réttu hlutfalli við menntun hans, og flókið og erfitt starf krefst menntunar. Þá víkur ritstjórinn að kenn- urum. Kemur þar fram það gamla, úrelta og hættulega við- horf, að kennarar þurfi ekki að sérmennta sig, heldur geti skóli reynslunnar einn, verið þeim nægilegur. Einnig að al- menn þekkine og mannkostir nægi til starfsins að verulegu leyti. — Þessir eiginleikar nægðu til margra þýðingarmik- illa starfa fyrir iðnbyltingu, en ekki á síðari hluta 20. aldar. Þetta eru nauðsynlegir eigia- leikar allra starfsmanna, en vandasöm störf á okkar dögum krefjast auk þess sérmenntun- ar, sem reynsla og mannkostir geta aldrei leyst af hólmi. — Kennsla er sérhæft starf, sem krefst yfirgripsmikillar þekk- ingar í kennslugreinum, auk kennslutækni og þekkingar í sálar- og uppeldisfræðum. Og þróunin hlýtur að vera sú, að gera stöðugt meiri kröfur í þessum greinum í framtiðinni, í stað þess að draga úr þeim, en sú er tillaga ritstjórans, þegar hann segir að launa beri óenenntaðan, réttindalausan kennara, .jafnt fullmenntuðum kennara. Slík stefna myndi grafa un(jan ménntun kennara- stéttarihnar, óg þegnarnir sækt ust ekki eftir menntuninni væri hún svo lítils metin. Þá segir ritstjórinn: „Launa- munurinn er ekki aðeins mis- Haukur Sigurösson réttt, he-Mur er beinlínis verið að ganga á hlut barna og for- eldra. Hið opinbera stuðlar að því með launamisrétti að und- irmálsfólk veljist til kennslu- starfa“. Það verður sem sagt að vera launajöfnuður innan kennarastéttarinnar, svo að menn „með almennum mann- kostum og almennri þekkingu" fáist til kennslustarfa. Sam- kvæmt þessu á ekki að hvetja menn til náms með umbun í launum, kennarastéttin skal verða öimust allra stétta að starfskröftum, eina stétt menntamanna þar sem vegfar- andinn getur orðið fiillgildur starfskraftur. Öll grein Andrésar er skrif- uð um og handa horfnu þjóð- félagi. Fyrr á öldum var mennt un náðarbrauð fárra, menntun- in var lítt arðbær fyrir sam- félagið og var í rauninni einka mál einstaklingsins. Gildi sér- hæfiugar var óþekkt. En við lifum á gjörólíkum tímum. Gildi almennrar menntunar og sérmenntunar til ákveðinna starfa er mikið fyrir allt sam- félagið. Menntun kennara er þár engin undantekaihg. Og hörmulegt er til þess að vlta, að kennaramenntaður maðiu: skuli draga svo úr gildi kenn- aramentnunarinnar, sem fram kemur í grein hans. UMHUGSUNAREFNI Hve lengi á að óvirða kennara- menntun með vanmati kennarastarf s; Ég þakka Ilauki Sigurðssyni fyrir það, að hafa veitt at- hygli smágrein, sem ég ritaði tU umhugsunar um spurning- una: Á menntun að vera hluta- bréf í líísþægindafyrirtæki? Ég held, að við Haukur séum að mestu sammála, nema að vera kynni um eitt atriði. Að vísu nefnir Haukur ýmislegt fleira, scm hann mælir gegn, en þar cr í flestum tiIvíkuJn um að ræða afbökun orða minna, furðulegan úrlestur, sundurslit máls, eða mér eru gerð upp orð og merkingar. Kann ég harla flla við slíka menntasókn á hendur mér og nenni ekki að elta ólar við það allt, en skal nefna nokkur dæmi. Síðan skal ég minnast á það atriði, sem augljóst virð- ist, að við séum ekki sammála um. Hvar í upphafi greinar minn- ar segi ég „að menn með mis- mikla menntun vinnl sömu stðrf“? Orðin, sem Haukur virðist vitna til, eru þessi: „Margir viiðast telja eðlilegt, aff launamunur eftir menntun, jafnvel VH) SÖMU STÖRF, sé cðlilegur". Ég talaði hvergi mn, að menntaðir sem ómennt aðir YNNU sömu störf, eða sömu störf eins vcl, f þeim skilningi. sem hann gerir mér upp. Með þessu veltur fyrsti ásteitingarsteinninn. Hvergi í grein minni var þvi haldið fram, að þekking hins menntáða manns næri ekki annað og meira en einkaeign hans sjálfs, þótt hún sé það fyrst og fremst. Um það var alls ekki rætt í greininni. Mér er gerð upp þessi skoðun. Þá segir Haukur, að „náð og frjálst val séu andstæður, sem ekki samrýmist". Skrítinn full- yrðing það. Við getum vonandi orðið sammála um, að miklir, erfðir hæfileikar til náms séu „náð“, cn maðurinn á að sjálf- sögðu eftir sem áður frjálst val um það, hvort hann leggur í langskólamcnntun eða ekki. Það, sem á þessum homsteini er byggt, hrynur um sjálft sig- Hvar kemur fram í grein minni „það gamla, úrelta o? hættulega viðhorf, áð kennar- ar þurfi ekkl að sérraennta sig, heldur gcti skóli reynsl- uimar einn verið beim nægi- Iegur“. Þarna eru mér gersam- Iega gerð upp orð og þó enn fremur skoðun. Eina setning- in sé mikilvæg tQ kennslu- minni var þessi: „Gerum r4? fyrir því, að kennaramenntun In sé mikilvægt til kennslu starfa“. Á öðruin stað var líka vikið áð mikilvægi kennara- menntunar, og því einu bætt við til úrdráttar, að hún væri ekki einhlít. Svona má ekki umsnúa máli annarra manna, Haukur Sigurðsson, aUra sízt í nafni menntunar. Ég hef aldrei haldið því fram „að almenn þekking og mann- kostir nægi til starfsins (þ.e. kennarastarfsins) að verulegu Ieyti“. Sh'ka fullyrðingu er hvergi að finna í grein minni. Það er þvert á móti álit mitt, sem ég hélt að ekki hefði farið milli mála, að góð kennara- menntun er lífsnauðsynleg til starfsins, og að því þarf að keppa miklu fastar en gert er, að aðrir en kennaramenntað fólk sé ekki i opinberum .;enn arastöðum. Ég hafði einmitt í annarri grein hér í blaðinu skömmu áður bent á, hve brýnt væri að gera nýtt mat á kcnn arastarfinu til betri launa. til þess að því marki vrði náð. og kennaraskortinum útrýmt. En því miður er það sorg. leg staðreynd, að í heilum hér uðum fást varla aðrir til kennslustarfa en fólk sem ekki hefur kennaramenntun eða kennarapróf. Þetta er auðvitað tímabundið neyðarástand, en því niiður allt of langlíft. — Þarna hleypur margt gott fólk undir bagga, i forföUum, ef svo má segja, og það víkur eins og réttmætt er, þegar kennaramenntað fólk býðst til starfanna. í þessum neyðartil- fellum tel ég lífsnauðsynlegt að launa þann, sem hleypur í skarðið og leysir tímabundin vandræði, jafnt og kennara- menntaðan mann, sem ekki fæst. Það stafar af því, hve ég tel kennaramenntunina mikil- væga og starfið vandasamt. Sé engin völ á manni með kennara menntun, er það höfuðnauðs.vi að fá til starfsins íhlaupamanu, sem getur svo sem kostur er bætt upp skort sinn á kennara menntun með annarri menntun og miklum mannkostum. Með þvi að viðurkenna þetta er lögð áherzla á mikilvægi koun aramenntunarinnar til starfs- ins. skort hennar verður að reyna að bæta upp, en með nú- verandi viðliorfi er kennara- menntunin vanvirt og kennar;< starfið sjálft einnig. Kennarar ættu því að beita sér fyrir þvi að staðgengla- þeirra < nevðar tilfellum fengju sömu laun Þeir missa einskis við það »i> ieggja með þvi sérstaka á mikilvægi sérmeuntunar sinn ar og virðingu á kennarastarf- inu. En meginmáli skiptir, að þessar neyðarráðstafanir verði sem fyrst úr sögu, og kennara- menntað fólk fáist í allar kenn arastöður alls staðar á land- inu, og til þess að svo verði þarf að meta kennarastarfið betur og að líkindum láta fylgja sums staðar sérstakar staðaruppbætur. Eftir er svo óréttlætið, sem snýr að strjálbýlisfólkinu, sem búa verður við kennara áu kennaramenntunar. Það er ekki nóg að dæma það til hess, heldur leggur hið opinhera sitt lóð til þess með launamis- rétti, að í skarðið veljist fólk með minni hæfni en efni stæðu annars til. Menntunarmisrétti strjálbýlis og þéttbýlis er nóg, þótt þessu sé ekki bætt ofan á. Þessu neyðarástandi, kennara- skortinum. verður sem allra fyrst að Ijúka. og kennara- menntað fólk að fást í allar kennarastöður. en kennarar ættu ekki að bola það. að sér- menntun þeirra, starf og staða sé óvirt með núverandi ástandi. og beita sér fyrir því, að það fólk sem fengið er til að bjarga því. sem bjargað verður í tíma bundnum nevíiartilfellum fái Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.