Tíminn - 21.11.1970, Side 9

Tíminn - 21.11.1970, Side 9
LAUGARDAGUR 21. nóvember 1970. TIMINN 9 —tpmfmi—| Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Kramtevæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábj. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjóraar- skrifstofuT 1 Edduhúsinu, símar 18300 —18306. Skrifstofur Bankastrætí 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuði, mnanlands — ,í lausasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf. Vítaverður ráð- herraúrskurður Það er illa komið, þegar sjálfur núverandi forsætis- ráðherra, og fyrrum dómsmálaráðherra, ómerkir freklega starfsreglur og opinberar eftirlitsstofnanir sem æðsti gæzlumaður laga og réttar í landinu, til að þagga niður og slétta yfir misferli, sem átt hefur sér stað í ríkiskerf- inu að dómi ríkisendurskoðunar, fjármálaráðuneytis og hinna sérstöku trúnaðarmanna Alþingis, yfirskoðunar- manna ríkisreikninga! Þá má segja að tólfunum sé kast- að. Hér er ekki ofmælt, því þetta eru staðreyndir, sem nú liggja á borðinu í svonefndu húsameistaramáli. Fjár- málaráðuneytið hefur meira að segja talið sig knúið til að lýsa því yfir, að úrskurður Jóhanns Hafstein í þessu máli sé algert einsdæmi og hættulegt fordæmi! Úrskurður ríkisendurskoðunar í þessu máli gekk þó ekki lengra en svo, að farið var fram á, að þrír starfs- menn endurgreiddu talsverðar fúlgur, sem endurskoðun- in taldi, að þeir hefðu ranglega dregið sér. Hér var því ekki um að ræða að dæma og refsa mönnum fyrir mis- ferli í opinberu starfi eða svipta þá embætti, þótt það þyki sjálfsagt þegar Jón en ekki séra Jón á í hlut. Jóhann Hafstein, sem þá var dómsmálaráðherra, fókku. húsameistaramálið til umsagnar og úrskurðar í vor. Hann gerði sér lítið fyrir og ákvað, að starfsmennirnir skyldu ekkert endurgreiða og jafnaði reikninga þeirra við embættið einfaldlega með því að úrskurða þeim greiðsl- ur fyrir eftirvinnu mörg ár aftur í tímann, nægilega langt aftur til að skuldir þeirra sléttuðust alveg! Hér var um slíka bíræfni og vítaverða meðferð á opin- beru fé að ræða, að fjármálaráðuneytið þvoði hendur sínar bréflega og lagði áherzlu á, að dómsmálaráðherra einn bæri ábyrgð á umræddum launaúrskurðum, ríkis- endurskoðunin hefði ekki veitt samþykki fyrir þeirri málsmeðferð og benti réttilega á, að það gæti leitt til ósamræmis að úrskurða mjög háar aukalaunagreiðslur án samráðs við launadeild fjármálaráðuneytisins, en það er sú stofnun, sem hefur með alla launamálaúrskurði í ríkiskerfinu að gera og öll mál af þvi tagi verða til hennar að ganga. Þessi launamáladeild ráðuneytisins er því í rauninni í lausu lofti eftir hina vítaverðu ákvörðun forsætisráðherra. grein fyrir úrskurðinum Einar Ágústsson gerði þetta mál að sérstöku umtals- efni, þegar ríkisreikningurinn var til meðferðar í efri deild fyrir nokkru, og krafðist svara frá fjármálaráðherra um það, hver réttarstaða launamáladeildar raunverulega væri? Engin svör hafa borizt við þeirri spurningu, en hún var ítrekuð af Halldóri E. Sigurðssyni við umræðu um málið í neðri deild í fyrradag en án árangurs. Hér er þó fyrst og fremst um mál Jóhanns Hafsteins, forsætis- ráðherra, að ræða og þingmenn eiga ekki að láta hann Komast upp með það, að ríkisreikningurinn 1968 verði endanlega afgreiddur frá Alþingi, án Þess að forsætisráð- herra geri Alþingi grein fyrir ákvörðun sinni. Geri hann það ekki, fær sú fullyrðing byr undir vængi, að ísland sé þjóðfélag, þar sem smáþjófarnir einir eru sekir, en vinum forsætisráðherrans sé allt leyfilegt, enda hafnir yfir lög og reglur. Var einhver að tala um Suður- Ameríku? — TK Jóhann Hafstein geri CARL COHEN prófessor við Michiganháskóla: Grundvallaratriði lýðræöis er lifandi þátttaka þegnanna Lýðræðið getur verið ófullkomið, þótt kosningaréttur sé almennur NÚ Á DÖGUM tala stjórn- tnálamenn oft um „lýðræði, sem allir taka þátt í“, en þetta hugtak getur verið blekkjandi. Það gefur til dæmis í skyn, að til sé lýðræði, sem sucnir taka þátt í en aðrir ekki. Nú er hluttaka þegna samfélags- ins í sinni eigin stjórn kjarni og imdirstaða lýðræðisins. Sér hver ríkisstjórn, sem kennir sig við lýðræði, en þegnarnir eiga ekiki allir hlutdeild að, er ann- að hvort misheppnuð eða fals- stjórn. Vilji einhver kjósandi kom- ast að raun um, hvort lýðræðið sé raunveralegt eða ekki, á hann ekki að hlusta á rök- leiðslur leiðtoganna, heldur a'ð kanna, hvernig ákvarðanir eru teknar. Eru þegnarnir beinir eða óbeinir þátttakendur í mót un þeirrar stefnu, sem stjórn- völdin fylgja? Ef svo er búa þeir við lýðræði, hversu rnis- heppnuð, sem stefnan kann að vera, en sé svo ekki, búa þeir ekki við lýðræði, hversu skyn- samleg og ágæt, sem' stefhan reyniisþj-'^' 1 SANNLEIKURINN er sá, að flestir stjórnmálaleiðtogar kenna sig við lýðræði, en ástunda það eikki allir eða fylgja því fram. Ástundun lýð- ræðis og stjórn í samræmi við það, krefst mikils, gagnkvæms trausts þegna og leiðtoga. Þetta traust ríkir ekki sérlega víða. Fæstar þjóðir í Mið- og Suður- Ameríku vita til dæmis hvað lýðræði er eins og nú stendur. Svonefnd „alþýðulýðveldi“ víða um lönd leggja ekkert raun- verulegt vald i headur þegna sinna. Lýðræði er engu meira í Kína undir stjórn Maos, en það var undir stjórn Ciang Kai sheks, — en Mao var einmitt fyrir skömmu valinn „æðsti foringi þjóðarinnar allrar og hersins". f Afganistan og Iadó- nesíu ríkir „lýðræði undir leið sögn“, en leiðsögnin er miklu fyrirferðarmeiri en lýðræðið. Lýðræði hefur ekki ríkt á Spáni eða I Portúgal áratug- um saman og ekki í Grikklandi í mörg ár. íbúar margra ný- frjálsra lýðvelda 1 Afríku eru ekki undir það búnir eða færir um að taka þátt í þeim stjórn- arháttum, sem lýðræði krefst. f Suður-Afríku og Rhodesíu er því beinlínis varizt kerfis- bundið, að meginþorri íbúanna hafi áhrif. Við Bandaríkja- menn erum í bandalagi við Suður-Vietnam og Suður-Kór- eu, en auðmýkjandi er að fala um þessi ríki sem lýðræðis- ríki. ÞEGAR að því kemur að kveða upp dóm um lýðræðið í okkar heimalandi, Bandaríkj- unum, læt ég lesendur mína um það. Eru 16gin samin og þeim framfylgt af embættis- mönnum, sem kjörnir eru með heiðarlegum hætti? Eða eru að verki annarleg öfl eða hulið auðvald, sem starfar undir fölsku yfirskyni lýðræðis? Spurningin snýst ekki um það, hvort almenningur er sammála forsetanum eða þinginu um hinar eða þessar ákvarðanir hverju sinni, heldur hitt, hvort fólkið fái sínu framgengt þeg ar til lengdar lætur, ráði úr- slitum með öðrum orðum sagt. Mistökin, sem þarf að forð- ast, er að rugla saman raun- verulegri niðurstöðu og hug- sjónalegum aðferðum. Lýðræð- ið er aðferð til ákvarðana. hugsjónaleg aðferð ,en friður, réttlæti, yelmegun og þess háttar eru markmið, sem ekki snerta það beint. Vert er að velta þeirri spumingu fyrir sér, hvort lýðræði sé rétta aðferð- in til að ná æskilegum mark- miðum þegar til lengdar lætur, en lýðræðissinninn þarf sjaldn ast nokkuð að óttast í því sam- bandi. BERUM til dæmis saman Stjórnir Kúbu óg’índlands. Und ir stjórn Fidels Castro hefur miðað verulega til aukins efna hagsleg' 'ifnaðar og almennr- ar kunnáLu í .'estri. og hefur líf meginþorra Kúbubúa á bann veg öðlazt annan og meiri til- gang en það hafði ó valdatíð Batista. Þingræðið í Indlandi hefur aftur á móti oft reynzt fálm- andi og ófullnægjandi og ?kki náð tökum á þeim mikla vanda, sem það þurfti að ráða fram úr. En á því leikur enginn vafi ,að það endurspegli á rétt an hátt þá fjölmennu, ósam- stæðu þjóð, sem þingmennin- ir eru fulltrúar fyrir. Lýðræði og kommúnismi eru ekki einfaldlega andstæður, eins og oft er gert ráð fyrir, en ekki samstæður heldur. Ann að er grundvallarkenning um aðferðir, sem nokkrir kommún istar aðhyllast en margir ekki, hitt er samfella markmiða, sem sumir lýðræðissinnar stefna að en margir ekki. Því verður aldrei svarað samkvæmt kenn- ingu, heldur eftir athugunum staðreyndanna í samfélaginu, hvort þessi markmið (eða önn- ur markmið samfélagsins, ef því er að skipta), erj frjálst val þegnanna í samfélaginu, sem þeirra eiga að njóta. í FYRSTA lagi verðum við að kanna hverjir mega taka þátt og hverjir eru í raun og sannleika þátttakendur Séu ákveðnar stjórnmálaskoðanir bannaðar í þjóðfélaginu, eins og í Kína kommúnista, eða ákveðnar stjórnmálaflokkar, eins og í Suður-Vietnam, eða öll stjómarandstaða bönnuð eins og i Egyptalandi, sjáum við greinilega, að lýðræði er ekki rækt. Séu þegnar kyn- þáttaminnihluta eða menning- arlega minnihluta ofsóttir eða hindraðir á annan hátt í við- leitni sinni til þátttöku, er lýðræðið efcki rétt skilið. Lýð- ræðið er ófullkomið, jafnvel þó að kosningaréttur sé al- mennur, ef stórir hópar, sem annars hafa leyfi til þátttöku, sneiða hjá henni vegna þving- ana eða vanrækslu. Þarna kem- ur breidd lýðræðisins til, og hún er mjög mikilvæg. f ÖÐRU lagi verður að kanna, hve djúpt þátttafcan stendur, jafnvel þó að hún sé breið á yfirborðinu. Hve áköf og alger er hluttaka þeirra, sem hana rækja? Hve mikillar fræðslu nýtur þátttak- andinn? Að hve miklu leyti er hann á valdi blaða, sem stjórn arvöld landsins ráða yfir, eða útvarps í einkaeign? Sumar ríkisstjómir segja frá því, að 99 af hundraði þegnanna taki þátt í kosningum, en prósentan er aðeins ein hliðin á málinu. Það er einnigumjög mikilvægt, hvers eðlis þátttakan er, og á þessu sviði eru flest þjóðleg lýðræðisríki að mun ófullkomn ari en formælendur þeirra vilja láta í veðri vafca. í ÞRIÐJA lagi þurfum við að komast að þvi, hvort um sé að ræða einhverja mála- flokka, þar sem almenningur fái aldrei raunvemleg tæki- færi til að koma vilja sínum fram. í sumum vanþróuðu ríkj anna, sem aðhyllast lýðræði, leyfist aldrei að ákvarðanir í vissum málaflokkum séu tekn ar fyrir opnum tjöldum, t.d. umbætur á yfirráðum lands. f föðurlandi okkar virðist svo sem ýmis stefnuatriði í her- málum, sem þó varða alla mifclu, sleppti oft undan ákvörð unum og valdi fulltrúa almean- ings. Þarna er komið að lang- drægni lýðræðisins, en hana er oft erfiðast að meta í reynd. ÞJÓÐLEGT lýðræði hinna ýmsu ríkja er ávallt ófullkom- ið og ákaflega misöflugt i þeim efnum, sem vikið var að hér að framan. Eigi að dæma um framfcvæmd einstaks samfélags þarf auðvitað að athuga stjórn arskrána og lögin, uppbyggingu stjórnmálaflokkanna og rétt lætið, sem gildir í fulltrúaval- inu, — en mikilvægast e- þó að gera sér grein fyrir, hvað fram fer í raun og vera. Stjórn málastofnanir geta þjónað lýð- ræðinu, en þær tryggja það ekki eða skapa. Grundvaliarat- riðið er lifandi þátttaka þegn- anna, ekki farvegirnir, sem hún fellur í við framkvæmdma. Við erum oft blekktir í þessu efni. stundum að þvi er varðar afrek og aðferðir annaiTa — en stundum einnig að því er varðar okkur sjálfa.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.