Tíminn - 27.11.1970, Síða 2

Tíminn - 27.11.1970, Síða 2
2 TÍMINN FÖSTUDAGUR 27. nóvember 1970 FLUGBJÖRGUNARSVEITIN 20 ÁRA: HEFUR TEKIÐ ÞÁTT í LEITUM í ÖLLUM LANDSFJÓRÐUNGUM KJ-Reykjavík, fimmtudag. Á morgun, föstudaginn 27. nóv. á Flugbjörgunarsveitin í Reykja- vik 20 ára afmæli, en sveitin var stofnuS í nóvember 1950, en undan fari stofnunar sveitarinnar var leitar- og björgunarstarfið við Geysisslysið á Vatnajökli. f tilefni af þessum tímamótum hjá Flugbjörgunarsveitjnni, boð- aði hún blaðamenn á sinn fund, þar sem skýrt var frá starfsemi og uppbyggingu sveitarinnar. Eft ir Geysisbjörgunina komu 25 menn saman 24. nóvember 1950 og ræddu um stofnun flugbjörgun arsveitar ,og stofndagur varð síð- an 27. nóvember. Markmið sveit- arinnar hefur frá upphafi verið að leita að týndum fiugvéluim, koma til aðstoðar ef flugslys verða og annars staðar, þar sem tæki og útbúnaður sveitarinnar hentar. Þjálfun félaga var fyrst sam- eiginleg, en síðar var sveitinni skipt í fjóra flokka, sem hver sér um þjálfun sinna manna, auk bess eni sameiginlegar æfingar í hverjum flokki cru 10 — 20 menn, og eru þeir ætíð reiðu- búnir að fara til leitar á nóttu sem degi. Sveitin hefur sent 10 Myndin var tekin af flestum stjórnarmönnum Flugbjörg unarsveitarinnar fyrlr fraiman aðalstöövarnar viö Naut- hólsvík á Reykjavikurflugvelli. Á myndinni eru f.v. Mag nús Þórarinsson gjaldkeri, Gunnar Jóhannesson, Sigurö- ur M. Þorsteinsson formaður, Siguröur Waage varaformaður, Haukur Hallgrimsson, Árni Edwinsson spjald- ¥.26] KSNVERSKAR MðNDLUKÖKUR 200 g hveltl 1 tsk. lyftiduft 100 g sykur 160 g smjðr 1 egg 1—2 msk. vatn Vz dl smátt saxaðar mendlur V* tsk. möndluolía Skraut: 1 eggjarauSa, 1 msk. vatn, möndlur. Blandið hvelti og lyftiduftl saman, skerið smjörlð saman við, bætið sykrl, eggi, vatni, möndlum og möndluollu I og hnoðlð deigið. Kæl- ið það vel. Mótið deigið I fingurþykkar lengjur, skerið þær l 2—3 cm bita og mótið kúlur úr bitunum og raðið á vel smurða plötu, hafið gott bll á milli. Þrýstið kðkunum niður með handar- Jaðrlnum, þannlg að þær verði y2— % cm þykkar. Penslið 'kökurnar með éggjarauðu (blandaðri vatni) og þrýstið afhýddri möndlu á hverja. Bakið í efstu eða næst efstu rim ( 180°C heitum ofni f 20—30 mín. SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN skrárrifari og Péfur Þorleifsson. menn á björgunarnámskeið til Noregs, þar sem sumir xeirra voru þegar gerðir að flokksstjórum, sökum góðrar þjálfunar 02 kurin- áttu í björgunarstörfum. Flugbjörgunarsveitin á nú orð- ið nokkuð góðan tækjakost og út- búnað, og «ná þar nefna tvo snjó- bíla, og þrjá fjallabíla, sem að vísu eru komnir nokkuð til ára sinna hvað árgerð snertir, eða frá 1958, en hafa reynzt vel, og nú síðast í Biáfjallaleitinni. Innan sveitarinnar starfar sérstök bíla- <'deild, undir forystu Hauks Hall- grímssonar ,og á hverjum mánu- degi allt árið um kring, koma bíladeildarmenn og vinna að við- haldi og viðgerðum á bifreiðakosti félagsins. Þá er starfandi sérstök deild — fjarskiptadeild — undir forystu Gunnars Jóhannessonar, og sér deildin um viðhald fjarskipta- tækja og smíðar jafnframt ný fjarskiptatæki. Fallhlífadefldin er yngst deild- anna innan sveitarinnar, en hún var stofnuð 1966, og í henni eru tíu menn og forustumaður er Ei- ríkur Kristinsson. Forráðamenn sveitarinnar sögðu að stöðugt væru að koma fram ný og ný tæki til björgunarstarfa og búnaður fyrir björgunarmenn, en í því sambandi hentaði ekki alltaf hér það sem erlent væri, og einkum væri það fatnaðurinn, sem ekki hentaði alltaf, en marg sannað væri, að fatnaður úr ís- lenzkri ull væri það bezta, og sem tæki öllu öðru fram. Konurnar í kvennadeild Flugbjörgunarsveit arinnar eru nú langt komnar með að prjóna lamhúshettur úr Ála- fosslopa á alla sveitina, og þar sannar ís,\ ullina enn ágæti sitt. Á Akureyri er starfandi sjálf- stæð Flugbjörgunarsveit, en sveit irnar á Hellu, Skógum og í Vík starfa á tengslum við Reykja- vfkursveitina. Flugbjörgunarsveitin hefur tek ið þátt í leitum og björgunarstarfi í öllum landsfjórðungum, auk þess sem sveitin tók þátt í björg- unarleiðangri til Grænlands árið 1966. Kvennadeild Flugbjörgunarsveit arinnar var stofnuð 24. nóvember 1966, og í henni eru 46 konur, en formaður er frú Ásta Jónsdótt- ir. Fé hefur sveitin einkum feng- ið með gjtifum frá einstakling- um og t.d. komu hjón á dögun- (Tímamynd Gunnar) um með tíu þúsund krónur, sem þau sögðust gefa, vegna þess að þau gátu ekki tekið þátt í leitinni í Bláfjöllum. Þá fær sveitin styrk frá Loftleiðum. Flugfélagið flytur leitar- og björgunarmenn hvert á land sem er, ef svo ber undir, og einnig fær sveitin styrk frá ríki og borg. Fjáröflunardagur er svo síðasta laugardag í október ár hvert. Vorið 1968 fékk sveitin húsnæði á Reykjavfkurflugvelli, þar sem nú eru aðalstöðvar sveitarinnar. Þar er félagsheimili, birgðageymsl ur og bíla- og tækjageymsla. Er félagsheimilið í notkun fimm daga vikunnar, fyrir fundi og æfingar sveitarinnar. Stærstu sameiginlegu æfingar Flugbjörgunarsveitarinnar eru Hvítasunnuæfingin, en þá er ann að árið æft á Þingvöllum og hitt farió' á jökul, og á hverju sumri er svo æfing í Gígjökli, sem er skriðjökull er gengur norður úr Eyjafjallajökli. í stjórn sveitarinnar eru Sigurð- ur Þorsteinsson, formaður, Sigurð ur Waage varaformaður, Stefán Bjarnason, ritari, Magnús Þórar- insson gjaldkeri, Árni Edwinsson spjaldskrárritari, Haukur Hall- grímsson og Gunnar Jóhannesson. í varastjórn eru: Pétur Þorleifs- son, Árni Kjartansson og Ingvar Valdimarsson. Flugbjörgunarsveitin mun halda upp á afmælið í kvöld. Eyjamóri var vænni en sagt var Nokkurt ranghewni var í frétt- inni um mórrauða hrútinn úr Breiðafjarðareyjum sem við birt- um um daginn. Fallþungi hans var 46,8 kg. og gæra 12,9 kg. Hann gekk sem lamb í Rúffeyjum, en síðan að mestu í Akureyjum. Hann var svo gæfur þótt útigenginn væri, að, hægt var að ganga til hans og klappa honum strax og hann kom í hús eða aðhald. SKIPTINEMAR SAFNA FÉ TIL HJÁLPARSTARFS í PAKISTAN í dag, föstudaginn 27. nóvem- ber hefst almenn fjársöfnun á veg um skiptinemasamtaka þjótflcirkj- unnar, fyrir hjálparstarfsemi vegna flóðanna í Austur-Pakistan. Þessi söfnun er liður í samstarfi hjálparsamtaka í Danmörku, Þýzka landi og á íslandi. Þegar milljónir heimila farast, svo eícki sé minnzt á farsóttir, sem eru fastir förunautar flóöa, þarf vart að ítreka nauðsyn hjálpar- starfsemi sem þessarar. Því er hjálparbeiðni nú beint til þeirra, sem látið geta af hendi p.eninga- upphæð, hversu smáa sem hún er og sýna þannig hjálparlund. Leitað veröur til almennings næstu daga oe er þess vænzt, að sem flestir láti eitthvað af hendi rakna. -Fréttatilkynning frá Skipti- nemasambandi Þjóðkirkjunnar). FYRSTA STARFSÁRI MFA ER AÐ LJÚKA FB—Reykjavik, fimmtudag I gær var haldinn ársfundur Menningar- og fræðslusambands alþýðu, sem er fræðslustofnun Alþýðusambands íslands. Fundinn sóttu fulltrúar frá landssambönd- um, svæðasamböndum og mið- stjórn ASÍ. Rædd voru verkefnin, sem unnið hefur verið að á þessu fyrsta starfsári stofnunarinnar, sem nú er að líða, og verkefni, sem framundan eru. Stefán Ögmundsson, formaður stjórnar MFA flutti skýrslu stjórn ar um störfin á sl. ári, síðan flutti Sigurður E. Gu'ðmundsson ritari MFA fróðlegt erindi um fræðslu- starf verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndum. A eftir urðu mikl ar umræður um fræðslumál verka- lýðshreyfingarinnar hér á landi og næstu verkefni. Fyrsta nám- skeiðið á þessum vetri hefst 30. I nóvember. Myndin er af fundinum. Frá vinstri sitja Kristján Guðmunds- son, frá Alþýðusambandi r,uður- lands, Gunnar Guttormsson, hag- ræðingardeild ASt, Jökull Veigar Kjartansson frá Iðnemas band- inu, Hallgrímur Jakobsson frá Tónskóla Sigurveins, Guðmundur Sveinsson frá bréfaskóla SÍS og ASÍ, Hjörleifur Sigurðsson starfs- maður MFA, Baldur Óskursson Miðstjórn ASl, Sigurður Guð- muudsson ritari MFA, Stefán Ög mundsson formaður MFA, Óðinr Rögnvaldsson MFA, sem var fund arstjóri, Þórir Daníelgson verka mannasambandinu, Snorri Jón. t Má.'m- og skipasmiðasambandinu Grétar Þorsteinsson Samband: Bygsmgamanna, og Böðvar Pétur: son Landsambandi verzlunarmannc (Tímamynd G.E.'.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.