Tíminn - 27.11.1970, Qupperneq 6
8
TIMINN
FÖSTUDAGUR 27. nóvember 1970
MWGFBÉnm
Frumvarp Ágústs Þorvaldssonar og Þórarins Þórarinssonar:
mmm verði á fót
ÁFENGISVARNARSJÓÐI
— 3% af hagnaði ÁTVR renni í sjóðinn.
Þórarinn Þórarinsson og Ágúst
?‘orvaldsson lögðu í gær fyrir Al-
liingi lagafrumvarp um stofnun
áfeugisvarnasjóðs er hafi það hlut
,’crk að styrkja áfengisvarnir,
'ræðslu um skaðsemi áfengis og
bindindisstarf, einkum meðal ungs
ólks. — Þá er lagf til að sjóðurinn
negi styrkja önnur æskulýðssam-
tök en bindindisfélög, annist þau
starfsemi, sem vinnur gegn áfeng-
isnautn, og hindri áfengisneyzlu á
samkomum sínum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
ÁTVR greiði sjóðnum árfcga fram-
lag er nemur 3% af hagnaði henn-
ar af áfengissölu næsta ár á und-
an. — Ckal áfengisvarnaráð rík-
isins stjórna sjóðnum og ákveða,
hvernig verja eigi tekjum hans.
Kostnaðurinn við störf áfengis-
varnaráðunautar, áfengisvarna-
'áðs og áfengisvarnanefndar skal
n-eiddur úr áfengisvarnasjóði. —
Að lokum er lagt til, að reikningar
ijóðsins verði birtir opinberlega.
í greinargerð með tillögunni seg
r svo:
,,Það er kunnara en segja þurfi,
að áfemgisneyzla fer nú mjög vax-
andi í .’andinu, einkum meðal ungs
ólks. Óþarfi á að vera að ræða
það, hve mikil hætta er á ferðum.
Margar ástæður valda því að
sjálfsögðu, að áfengisneyzlan eykst.
Tvímælalaust er þó, að ríkisvald-
ið á ekki minnstu sökina. Dregið
hefur verið úr hömium gego á-
fengissölu, t.d. með fjö.’gun vín-
söluhúsa.
Um það má vitanlega deila, hve
heppilegar séu strangar áfengis-
íömlur eða hvort unnt sé að fram-
kvæma þær, nreðan aðrar reglur
gilda í nágrannalöndum okkar.
Hitt er hins vegar augljóst, að
það er hættulegt, eins og líka er
komið á daginn, að slaka á höml-
unucn án þess að gera jafnhliða
ráðstafanir til að vega á móti,
t.d. með aukinni fræðslu og
bindindisstarfi.
Ahrifamesta vopnið gegn áfehgis
neyzlumni er tvímælalaust eindreg
ið og vakandi almenningsálit, er
byggir afstöðu sína á hleypidóma-
/ausum forsendum og glöggum rök-
um. Það er skylda ríkisvaldsins að
efla og styrkja slíkt almennings-
álit með aukinni bindindisfræðslu
og auknu bindindisstarfi. Alveg
sérstaklega er áríðandi, að slíkt
álit skapist meðal hinnar uppvax-
andi kynslóðar.
Fé hefur skort
Þetta var Þ'óst beirri nefnd sem
| -nn að uindirbúningi áfengislag-
| anna frá 1954, en hana skipuðu:
Gústaf A. Jónasson ráðuneytisstjóri
Brynleifur Tobíasson áfengisvama
ráðunautur, Jóhann G. MÖller for-
stjóri, Ó.’afur Jóhannesson prófess-
or og Pétur Daníelsson hótelstjóri.
Nefmdin lagði til, að nokkuð yrði
dregið úr ýmsum áfengishömlum,
m.a. í sambandi við veitingahús,
en það kæmi svo á móti, að bind-
indisfræðsla yrði stórlega aukin og
nægilegt fjármagn tryggt til þeirr-
ar starfsemi. í frv. nefndarimnar
var lagt tu', að stofnaður skyldi sér-
stakur áfengisvarnasjóður, er
styrkti áfengisvarnir, bindindis-
fræðslu og bindindisútbreiðslu, og
skyldu árlega renma í hamn 3% af
hagnaði áfengisverzlunar ríkisins.
Illu heilli fel.’di Alþingi þetta á-
kvæði úr frv. nefndarinnar. Niður-
staðan við afgreiðslu áfengislag-,
anna frá 1954 varð því sú, að
dregið var úr áfengishömlum, en
bindindisfræðsla skyldi aukin, en
ekki tryggt neitt fjármagn til að
tryggja hana. ÁJkvæði áfengislag-
anna frá 1954, um bindindis-
fræðslu í skólum og aðra bind-
indisstarfsemi, hafa því að
mestu orðið dauður bókstafur. Féð
til starfseminnar hefur skort.
Það er af þessum ástæðum, sem
hér er tekin upp tillaga nefndar-
innar, sem undirbjó áfengislögin
1954, um stofnun sérstaks áfengis-
varnasjóðs. Ef farið hefði verið
eftir þessari tillögu nefndarinnar
hefði áfengisvarnasjóður haft um
15 miilj. kr. til ráðstöfunar á s.l.
ári, eða um 10 mi.lj. kr. meira en
þá var veitt úr ríkissjóði til bind
indisstarfsemi. Þessi fjárráð áfeng-
isvarnasjóðs mundu sízt vera of
mikil, þar sem honum er ekki að-
eims ætlað að styrkja hina beinu
bindindisfræðslu og bindindisstarf-
semi, heldur einnig ýmsa æsku-
lýðsstarfsemi, sem vinnur gegn á-
fengisrt'autn.
Það má öllum vera ljóst, að ekki
má horfa aðgerðalaust á hima vax-
andi áfengisneyzlu í .’andinu og hið
mikla böl, sem af henni hlýzt. Það
verður að hefja raunhæfa sókn
gegn þessum háska. Slíkt verður
gert með aukinni bimdindisfræðslu
og auknu bindindisstarfi. Þess
vegna ætti aö mega vænta þess, að
tillttgunni ucn áfengisvarnasjóð
verði nú vel tekið.“
Þingsályktunartillaga framsóknarmanna:
Rannsókn á mismun fiskverðs
hérlendis og í Noregi
Þingsályktunartillaga þess efnis,
að ríkisstjórnin láti rannsaka í
samráði við fulltrúa fiskseljenda
og fiskkaupenda, í hverju mismun
urinn á fiskverði hér og í Noregi
liggur, var í gær lögð fram á
Alþingi. Flutningsmenn tillögunn-
ar cru fjórir þingmenn Framsókn
arflokksins, þeir Jón Skaftason,
Helgi Bergs, Björn Pálsson og
Ingvar Gíslason. f tillögunni er
iagt til, að rannsókuin beinist að:
a) samanhurði á aðstöðu ís-
lenzks fiskiðnaðar við hlnn
norska, að því er tekur til opin-
berra álaga, ríkisstyrkja, tækni-
þróunar, lánakjara og lánsmögu-
ieika .markaðsaðstöðu o.fl.
b) mati á gæðum vinnsluhráefnis
íslenzks og norsks fiskiðnaðar.
í greinargerðinai með tillög-
unni er gerður samanburður á
fiskverði í þessum tveirn löndum.
Kemur fram að fiskverð í Noregi
er yfirleitt meir en helmingi
nærra á hinum ýmsu fisktegund
im en það er hér á landi (Sjá
samanburðinn á öðrum stað hér
á síðunni).
Enn fremur segir í greinargerð
inni: „Fiskverð hefur lengi verið
deiluefni á íslandi og verður vafa
lítið svo framvegis. Fiskseljendur
hafa talið sig fá of lítið fyrir
aflann, en fiskkaupendur telja sig
oft greiða umfracn getu.
Þessi andstæðu sjónarmið hafa
birzt greinilega við verðákvarð-
anir í yfirnefnd Verðlagsráðs
sjávarútvegsins, þar sem sjaldn-
ast hefur náðst samkomulag milli
fulltrúa fiskseljenda og fiskkaup
enda og verðlagsákvörðunin
byggzt á afstöða hins hlutlausa
oddamanns, sem ýmist hefur
greitt atkvæði með fulltrúum
fiskseljenda eða fiskkaupenda.
Ekkert vafamál er, að bæta
þarf nú kjör sjómanna verulega,
til samræmis við kjarabætur laun
þega í landi. Telja sumir 20—
25% fiskverðshækkan nauðsyn-
lega í því skyni. En þolir greiðslu
geta útvegsmanna og fiskkaup-
enda það?
Oísaverðbólgan, sem hér hefur
flætt yfir að undanförnu, hefur
ekki sízt skilið eftir spor í af-
komugrundvelli sjávarútvegsins.
Þannig hefur olíukostnaður flot-
ans hækkað á einu ári um 30—
40%, viðhaldskostnaður um 40%,
kauptrygging um 22%, og stór-
auknar eru iðgjaldagreiðslur í líf-
eyrissjóði. Hæbkun fiskverðs til
þess að mæta þessum rekstrar-
kostnaðarhækkunum bátanna eru
enn langt á eftir o? sitt sýnist
hverjum um fjárhagsgetu fisk-
kaupenda til þess að mæta þess-
um rekstrarkostnaðarhækkunum
með hærra fiskverði. Ljóst er, að
fái sjómenn ekki tilsvarandi kjara
bætur og launþegar í landi hafa
fengið, þá verður flotinn ekki
mannaður.
Fiskverðið ræður mestu um
kjör sjómanna, því að kaup þeirra
miðast við það. Hafa sjómenn og
útvegsmenn iðulega gagnrýnt
langtum lægra fiskverð hérlendis
en t.d. í Noregi.”
FISKVERÐIÐ í NQREGI
OG Á ÍSLANDI
Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar um rannsókn á físk-
verði á íslandi og í Noregi, sem gerð er grein fyrir á öðrum stað
hér á síðunni öfíuðu sér upplýsinga um fiskverð hérlendis og í
Noregi og eru þær upplýsingar birtar í greinargerð með tillöguuni.
Eftir beim upplýsingum lítur dæmið þannig út:
Noregur
Lágmarksverð verðlagstímabilið 19/10 1970 til 24/1 1971. Inni-
falið í verðinu eru 20 norskir aurar pr. kg í rflrisstyrk (stimuler-
ingstillegg) og 10 norskir aurar pr. kg í ríkisstyrk (vanskelig-
hetstillegg), þ.e. stuðningur við fiskimenn til úthalds á erfiðum
útgerðartímabilum:
pr. kg n. kr.
Nýr þorskur yfír 58 cm í frystingu. Söltun o.þ.h. 1.65
a. Nýr þorskur 43—58 cm í frystingu 1.55
b. Nýr þorskur 43—58 cm í salt 1.45
Ný ýsa í frystingu v 1.75
Ef reiknað er með 12 ísl. kr. til hagræðis í 1 norskri kr., sést, að
fiskverðið norska, með ríkisstyrk talið, er á þessum fisktegundum
frá ísi. kr. 17.40 pr. kg í 21.00 kr. pr. kg.
I.
n.
iii.
ísland
Gildandi lágmarksverð nú:
pr.kgkr.
I. a. Nýr þorskur yfir 57 cm slægður með haus (1. fl.) 7,70
b. Nýr þorskur yfir 57 cm óslægður með haus (1. fl.) 6.35
II. a. Nýr þorskur yfir 57 cm slægður með haus (2. fL) 6.40
b. Nýr þorskur yfir 57 cm óslægður með haus (2. fl.) 5.30
III. a, Ný ýsa yfir 50 cm slægð með haus (1. flokkur) 9.05
b. Ný ýsa yfir 50 cm óslægð með haus (1. flokkur) 7.50
IV. a. Ný ýsa yfir 50 cm slægð með haus (2. flokkur) 7.55
b. Ný ýsa yfir 50 cm óslægð með haus (2. flokknr) 6.25
Síðan segja flutningsmemi:
„Af þessum samanburði sést, að fískverðsmunurinn hér og í
• Noregi er mjög mikill. Sá mismunur er vafalaust af mörgum og
mismunandi ástæðum, sem rannsóknin á að gefa upplýsingar um,
svo að hægt sé að bera fiskverðið saman í þessum tveim Iöndum
á sambæriiegum grundvelli. Að því miðar tillagan".
Aðstoð íslands við
2. umræða um lagafrumvarpið I
um aðstoð fslands við þróunar-
löndin var í gær í efri deild, en'
eins og áður hefur verið skýrt
frá í Tímanum er ákvæði frum-
varpsins það að komið verði á
fót, hérlendis opinberri stofnun
er annist framkvæmd aðstoðar við
þróunarlöndin. Fjallaði Ólafur
Björnsson um efni frumvarpsins
en auk hans tók Einar Ágústsson
til máls.
Einar sagði m.a.
að fyliilega kæmu
til greina aðrar
leiðir í samr
bandi við aðstoð
íslendinga viö
þróunarlöndin,
en sú að koma
hér á fót fká-
greindri stofnun.
Um það væri
rætt að verja 1% af árlegum
þjóðartekjum okkar til aðstoðar,
við þróunarlöndin. Væru það um
Fraenhald á bls. 11.
Umræöur um
verðstöðvun
Fram haldiið var í neðri deild í
gær 1. umræðu um bingsáiyktun-
artillögu Alþýðubandalagsmanna
um rannsókn á aödraganda verð-
stöðvunarinnar, og var það eina
málið sem hæfft var að taka fyrir
Fracnhald á bls. 11.
TEKUR SÆTI
Á ALÞINGI
Halldór Kristjánsson á
Kirkjubóli, 1. varaþingmað
ur Framsóknarflokksins í
Vestfjarðakjördæmi, tók
í gær sæti á Alþingi, í stað
Bjarna Guðbjörnssonar,
sem verða mun frá þing-
störfum um tíma.