Tíminn - 27.11.1970, Side 11

Tíminn - 27.11.1970, Side 11
FÖST*J»AGUR 27. nóvember 1970 TÍMINN 11 Frumvarp um útf lutnings miðstöð fyrir iðnaðinn EB—Reykjavík, fimmtudag. Frumvarp til laga um stofnun Útflutningsmiðstöffivar iffinaffiarins var í dag láfct fyrir Alþingi. — Á hlutverk stofnunarinnar affi vera það, affi efla útflutning íslenzkra iffinaðarvara og veita margvislega fyrirgreiffislu. Stofnendur hennar eiga að vera Samband íslenzkra samvinnufélaga, Félag íslenzkra iffinrekenda, Landssamband iðnað- armanna og viðskipta- og iðnað- arráffiuneytið fyrir hönd íslenzka rikisins. Lagt er til að Útflutnings miðstöðin eiga að vera sjálfstæð stofnun, með sjálfstæðan fjárhag og reikningshaid. í frumvarpinu er lagt til, að Útflutningsmiðstöðin efli útflutn- ing íslenzkra iðnaðarvara og veiti honram fyiriingreiðslu, með því m.a.: 1. Að kynna íslenzikan iðnvarn- ing á erlenduim vettvangi, með þátttöku í vörusýniagum og á ann- an hátt og veita upplýsingar um útflutninigsiðnað á íslandi. 2. Að framkvæma markaðsat- huganir erlendis fyrir iðnfyrirtæki á íslandi og annast upplýsingamiðl- un varðandi markaðshorfur og annað, sem útflutningssölu varc'ar. 3. Að leiðbeina iðnfyrirtækjum um útflutning og söluaðgerðir á erlendum mörkuðum. 4. Að skipnleggja sameiginlega útflutningsstarfsemi iðnfyrirtækia og greiða fyrir samvinnu þeirra í milli- 5. Að veikja athygli iðnfyrir- tækja á útflutningsmöguleikum og veita hvatningu um hagnýtingu á þetau 6. Að annast milligöngu um sölu á iðnaðarvörum til útlanda og stofnun viðskiptasambanda varðandi íslenzkar iðnaðarvörur. Þá er lagt til að stjóm Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar skipi sex menn valdir til 4 ára í senn. Skulu tveir þeirra tilnefndir af Félagi ísl. iðnrekenda, en Lands- samband iðnaðarmanna. Samband ísl. samvinnufélaga, viðskipta- ráðherra og iðnaðarráo'herra til- nefna einn mann hver. Jafnmargir varamenn skulu tilnefndir á sama hátt. Tilnefningar skulu berast iðn aðarráðuneytinu, en iðnaðarráð- herra skipar formann og varafor- mann úr hópi aðalmanna eftir til- nefningu Félags íslenzkra iðnrek- enda, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stjórn Útflutningsmiðstöövar iðnaðarins ræður framkvæmda- stjóra og starfsfólk til stofnunar- innar, til ákveðins tírna. Kostnaður við rekstur Utflutn- ingsmiðstöðvarinnar á að greið- ast fyrst um sinn af árlegri fjár- veitingu ríkissjóðs og framlagi annarra stofnenda. Auk þess skal stofnuninni vera heimilt að krefj- ast þóknunar af þeim aðilum, sem hún veitir þjónustu. Á útflutn- ingsmiðstöc/in að vera undanþeg- in opinberum gjöldum og sköttum til ríkissjóðs og sveitarsjóða. Að lokum segir í frumvarpinu að nákvæmari ákvæði um starf- semi útflutningsmiðstöðvarinnar síkulu sett í stofnskrá, sem ráð- herra staðfestir. f athugasemdum við frumvarp- ið segir frá því, að iðnaðarráðu- neytið hafi undanfarin 'ár kannað heppilegt fyrirkomulag útflutn- ingsmiðstöðvar. Hefur ráðuneytið sérstaklega kynnt sér skipan mála á þessu svióí í Noregi og Dan- mörku. Þá segir að á þessu tímabili hafi ýmsar ráðstafanir verið gerð- ar á þessu sviði, sem veitt hafa reynslu og leiðbeiningu um það. hvert eigi að stefna um alihliða lausn málsins. S.l. vor taldi ráðuneytið tíma- bært að hefjast handa um að þeg- ar yrði kannaðir til hlítar mögu- leikar og hagkvæmni þess, aö‘ koma á fót útflutningsmiðstöð. Átti iðn- aðanráðherra viðræðufund með fyr irsvarsmönnum iðnaðarins og við- skiptaráðuneytisins og hlaut mál- ið þar góðar undirtektir. í fram- haldi af því skipaði ráó'herra sér- staka samstarfsnefnd til að gera tillögur um stofnun útfluenings- miðstöðvar. Vann nefndin síðan að málinu og hélt síðasta fund sinn 2. nóvember. Er það einróma álit nefndarinnar að stofna beri útflutningsmiðstöð iðnaðarins á þeim grundvelli, sem þetta frum varp gerir ráð fyrir. Friðun Mývatns Framhald ai bls. 1 úruverndarráðs. — Hvers kyns jarðrask og efnistaka, sem kynni að raska hinum upprunalega svip landsins ,skal óheimilt á umrædd um svæðum án leyfis náttúru- verndarráðs. ---Breyting á hæð vatnsborðs og stöðuvatna á þessu svæði, svo og hvers kyns breyt- ingar eða truflanir á rennsli fall- vatna skulu óheimilar án sam- þykkis náttúruverndarráðs. í at- hugasemd við þetta ákvæði segir, að frá náttúrufræðilegu sjónar- miði sé svæðið sem um ræðir, svo einstakt í sinni röð, að höfuð- nauðsyn beri til að varðveita það um aldur og ævi í sinni uppruna legu mynd. Muni það aldrei- tak- ast, iiema nú þegar verði réistar skorður við því, að þar verði unn in náttúruspjöll, secn e'kki yrði unnt að bæta fyrir síðar. 2. Fyrrgreind ákvæði skulu þó hvorki taka til vatnasviðs Reykja kvíslar ofan Vestmannavatns — þó að undanskildu Másvatni og Máslæk — né vatnasviðs Mýrar- kvíslar ofan Núpseyrar. 3. f sambandi við afgreiðslu þeirra mála, sem um ræðir í fyrsta ákvæðinu, skal náttúru- verndarráð jafnan leita umsagn- ar hlutaðeigandi náttúruverndar- nefndar, sveitarstjórna pg sýslu- nefndar. Fallizt þessir aðilar ekki á úrskurð náttúraverndarráðs, skal menntamálaráðuneytið skera úr, hvort úrs'kurður ráðsins skuli ná fram að ganga. Nú ber aðili fram kröfu um skaðabætur vegna úrskurðar nátt- úraverndarráðs, og skal þá ráðið leita samþykkis menntamálaráð- herra um greiðslu bóta, ef sam- komulag næst ekki með öðrum hætti við kröfuhafa. 4. f samráði við sveitarstjórn Mývatnssveitar getur náttúru- verndarráð bannað umferð óvið- komandi manna um tiltekin svæði í sveitinni frá 1. maí til 1. október ár hvert. Einnig skal heimilt að takmarka ónauðsynlega umferð um vatnið á sama tímabili. — Einnig í sami;áði við sveitarstjórn Mývatnssveitar og veiðimálastjóra skal náttúruverndarráð leitast við að ná samkomulagi um takmörk- un og tilhögun netaveiða í Mý- vatni á tímabilinu frá 1. maí til 1. október. Um efnisatriði þessarar grein- ar, svo og fleira, er lýtur að vernd un fugls og fisks í Mývatnssveit, getur menntamálaráðuneytið, að fengnum tillögum náttúruverndar ráðs, sett nánari ákvæði með reglugerð, þar sem einnig skulu vera ákvæði um ráðstafanir til að koma í veg fyrir hugsanlega mengun vatns af völdum olíu' eða annarra skaðlegra efna. 5. Heimilt skal að þiggja fé frá erlendum aðilum, stofnunum eða samtökum, til að reisa og reka hina fyrirhuguðu rannsóknar stöð, enda verði stöðin undir ís- lenzkri stjórn, þótt hlutaðeigandi aðilar erlendir fái þar skilyrðis- bundna aðstöðu til rannsókna. Menntamálaráðuneytið skal i samráði við náttúruverndarráð, Náttúrjfræðistofnun íslands og Háskóla íslands, hafa forgöngu um að sem fyrst verði komið upp rannsóknarstöð við Mývatn, sem hafi það hlutverk með höndum, að vinna skipulega að almennum undirstöðurannsóknum á náttúru fari Mývatns og Laxár og aðliggj andi landsvæða. Skal fyrirkomu- lag væntanlegrar rannsóknarstöðv ar miðað við það, að þar geti einn ig farið fram námskeið og æfingar fyrir háskólanema í náttúrufræði. 1. desember Framhald af bls. 3. og Dr. G-unnlaugur Þórðarson grein ar undir sameiginlegum tilli, ís- land og EvTÓpuhyggjan. En Karl Sigurbjörnsson, stud. theo'., Guð- mundur Alfreðsson, stud. jur. og Indriði G. Þorsteinsson, rithöf- undur rita um „Lífskjör — lífs- hamingju.“ ' Auk annars efni eni í ritinu ljóðaþýðingar eftir Magnús Ás- geirsson, viðtal við Thor Vilhjálms son, rithöfund og grein um Hæsta- rétt 50 ára eftir Sigurð Líndal, hæstaréttarritara. Ostkílóið lækkar Framhald af bls. 1 lækkar mjólkurlítrinn um eina krónu, og mjólkurhyrna sem í dag kostar kr. 15.30 kostar 14.30 á þriðjudaginn. Uppvigtað skyr kostar í dag 39 krónur kílóið, en kostar eftir verðlækkunina 27.30. Ostur 45% lækkar um nær 80 krónur kílóið, en hann kostar í dag 237 krónur en eftir verðlækk- un 158 krónur. Verðlækkunin á 30% osti verður hlutfallslega ekki eins mikil, en hann kostar í dag 180 krónur, en eftir verðlækkun 139 krónur. Súpukjöt lækkar úr 137.20 í 312 krónur, og kjöt í heilum skrokk um niðursagað lækkar úr 126.20 í 101.50. Hangikjötið frampartar lækkar úr 158.50 í 131.30 og hangi- kjötslæri úr 201.60 í 167 krónur. Þá verður mikil lækkun á kart- öflum, en 1. flokkur í 5 kg. pok- um kostar í dag 23.90 kg., en á þriðjudúginn tíu krónur kílóið. Að því er Ingi tjáði Tímanum, þá er verðlækkunin nokkru meiri en sem nemur ni^iu’greiðslunum, því á sumum vörum lækkar sölu-“ skatturinn og einnig verða smá- breytingar á álagningunni núna. Á VIÐAVANGI Framhald af bls. 3 snýr nú við blaffiinu og þykist hafa óskaplegan áhuga á affi koma bankainálunum, lána- og fjárfestingarmálunum f betra horf. Það er vegna þeirrar staffi reyndar, að þaffi á að kjósa í vor, sem þessi sinnaskipti verffia. En dettur þessum inönn um virkilega í hug, að menn telji svona yfirbót ekta — eða finnst þeim viffieigandi affi skrifa þannig um þessi mál eins 0(j Alþýðuflokkurinn hafi þar hvergi komiffi nærri? Og haida þeir. að menn séu alveg ólmir affi fá affi styðja að því með a(kvæði sínu í vor á grund velli yfirlýsinga Alþýðublaðs. ins, um bót og betrun, að Gylfa gefist tækifæri til þess á næstu 4 árum sð laga svo- lítið af því, sem hann hefur eyðilagt fyrir þjóffiinni á síffi- ustu 12 árum, samkvæint eigin úttekt Alþýffiublaffisins? TK íþróttir Framhald af bls. 9 þá skoraði Jón aftur, 15:11, en Framarar áttu lokaorðio1 í leiknum með 2 síðustu mörkunum. Valur var betra liðið í þessum 1 ‘ik. Það lék af mikið meira öryggi, sérstaklega í síðari hálfleik. Þá hægðu þeir á leiknum, og héldu boltanum. Við það espuð- ust Framararnir um allan helming, o.g gáðu því ekki aV sér fyrr en búið var að „hefta“ þá niður, og opið færi var til að skora. Það er ástæðulaust að hrósa einum Valsmanni fremur en öðr- um fyrir þennan leik, það eru helst þeir Olafur Jónsson og Stef- án Gunnarsson, sem eiga hrós skiliö, þeir „heftu“ varnarmenn Fram oft þannig að hægó'aleikur var að skora fyrir hina, og það gerir útslagið. Jón Breiðfjörð í markinu stóð sig vel og varði á heppilegum augnablikum. Hjá Fram var varnarleikurinn hetri hliðin á liðinu. Sóknin var ekki slök, en hún of fálmkennd og óörugg, þegar liðiffi vax komið undir í síðari hálfleik. Gylfi Jó- hannsson frískur í fyrri þálflcik, en sást ekki í þeim síc'ari. Fyrir utan hann var það helzt Pálmi Pálmason, sem eitthvað bar af hin- um. Dómarar i leiknum voru Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson, og dærndu þeir mjög vel í alla staði. Sjávarfallavirkjun Framhald af bls. 7. ar fyrir ár, sem hafa verið sér- staklega útbúnir til að mæla hraða í sjó. Og hópur vatnsaflssérfræð- inga rannsakar formið á yfir- borði vatnsins í mynni Kíslaja- flóa á flóði og tæmingu þess í gegnum virkjunina. Þessir sér- fræðingar erj miklir áhuga- menn utn hagnýtingu á orku sjávarfallanna og hafa verið meffi viffi byggingu sjávarfalla- virkjunarinnar alveg frá byrj- un og reyndar lengur. Þeir hafa verið við rannsóknir á Kíslaja-flóa í rúm tíu ár og öfluðu allra upplýsinga, sem á þurfti að halda við byggingu stöðvarinnar, flutning hen-.iar og niðursetningu. Niðurstöður af rannsóknum ; þeirra eru grundvöllur að áætlunum um byggingu sjávarfallavirkjana í Lumbovskí- og Mezenskí-fló- um. Marktnið starfa okkar er affi virkja Mezenskí-flóa. Um langa hríð hefur L.I. Súponitskí starfað í Moskvu að flókinni prógrammgerð fyrir tölvur, og þær hafa þegar reiknað út hversu griðarmikið orkumagn verður hægt að vinna úr sjáv- arföllunum í Mezenskí-flóa, en við erum einmitt affi byrja að teikna þá virkjun. Á grandvelli tilraunanna sem gerðar hafa verið við Kíslogubskaja sjávarfallavirkj. unina verður. hin stórfellda Mezenskívirkjun reist. Þannig koma nýjar gerðir af orku- verum til sögu í þjóðarbúskapn um. Hin litla Kíslogubskajavirk.i- un hefur ekki aðeins notið við- urkenningar innan Sovétríkj- anna. Á alþjóðaþingi, sem fyr- ir skömmu var haldiffi í Halifax í Kanada, um sjávarfallavirkj- anir, var það almennt álit, að Kíslogumskajavirkjunin hefffii opnað nýjar framtíðarhorfur í byggingu aflmikilla sjávarfalla virkjana. Á grundvelli okkar starfa er nú unnið að slíkam virkjunum í Englandi, Banda- ríkjunum og Kanada. (APN). L. Bernsjtein, yfirverkfræðingur. Þróunarlöndin Framhald af bls. 6. 400 milljónir króna, og þar sem af þessari fjárhæð yrði tekið til að koma upp stofnuninni, væri spurningin sú hvort kostnaðurinn við þessa stofnun væri ekki of mikil, þannig að raunverulega færi lítio' af þessari fjárhæð til þró- /unarlamdanna. Íúíandingar ættu að taka virkan þátt í aðstoðinni við þróunarlöndin og það gætu þeir þótt þessari stofnun yrði ekki komið á fót. Ættum við að leita samráðs við alþjóðlegar stofnanir, sem hefðu þessi mál með hönd- um. Verðstöðvun Framhald af bls. 6. í neðri deild í gær, vegna langra ræðna Lúðvíks Jósefssonar og Magnúsar Kjai’tanssonar. Var um- ræðum um málið að lokum frest- að. Auk Lúðvíks og Magnúsar tók Björn Pálsson til máls og hélt örstutta tölu. Sagði hann m.a. að með þessari tillögu hafi Alþýó*u bandalagsmenn skotið yfir mark- ið. Hér væru Alþýðubandalags- menn með kosningamál, eins og ríkisstjórnin með verðstöðvunar- frumvarpið sitt. Enska knattspyrnan Framhald af bls, 8. fyrir 100 þúsund pund. Hefur ekki fallið vel inn í liðið og ekki verið fastur liðsmaður á þessu keppnistímabili. RONNIE BOYCE — framvörður. Fæddur í West Ham-hverfinu. Var aðeins 17 ára er hann lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu. Þykir mjög duglegur miðju- leikmaður. Gerðist atvinnu- maður hjá.West Ham árið 1960. HARRY REDKNAPP — útherji. Alinn upp hjá félaginu og leik- ið sex leiki með enska ungl- ingalandsliðinu. Snöggur og leikinn með knÖttinn. Gerðist atvinnumao'ur árið 1962. PETER BENNETT — innherji. Hefur ekki náð föstu sæti í liðinu. Lék sinn fyrsta leik með aðaliiðinu 1964. JIMMY GREAVES — miðherji. Var eitt sinn einn vinsælasti knattspyrnumaður Englands og fastur liðsmaður í enska landsliðinu. Kom til félagsins , á síðasta keppnistímabili, þeg- ar Martin Peters var seldur til T-ottenham fyrir 120 þúsund pund, auk Greaves, sem met- inn var á 80 þúsund pund. GEOFF HURST — innherji.' Góð- ur vinur Greaves, en þeir reka saman fyrirtæki, sem selur íþróttafatnað. Varð heimsfræg- ur er hann skoraði „þrennu“ í úrslitaleik heimsmeistarakeppn innar 1966, en það hefur eng- inn annar leikmaður afrekaS til þessa. Hefur leikið fjölda leikja með enska landsliðinu og er mjög marksækinn. Er at- vinnumaður í „krikket", þjóð- aríþrótt Englendinga, og leik- ur fyrir Essex. Var valinn vin- sælasti leikmaður West Ham árið 1966, 1967, 1969. JIMMY LINDSAY — útherji. Er fæddur í Skotlandi. Lék fyrst með West Ham árið 1968, tveim ur árurn eftir að hann skrifaði undir atvinnumannasamning hjá félaginu. BOBBY IIOWE — útherji. Gerð- ist atvinnumaður hjá félaginu 1962 og hefur leikið nokkra leiki með aö'alliðinu á þessu keppnistímabili. CLYDE BEST — útherji." Fædd- ur á Bermuda-eyjum. Gerðist atvinnumaður hjá félaginu eft- ir að liafa leikið með unglinga- liðum West Ham. Lék með aó1- alliðinu sama ár og er nú orð- inn fastur liðsmaður. —kb— )

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.