Tíminn - 03.12.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.12.1970, Blaðsíða 1
■ -------------------------- Tnr-A ~ FRYSTIKISTUR * 3 FRYSTiSKÁPAR * * * * * * * * * * •sje 2)Aó££a/ti^a/L> A/ ^ •jjf RAFTÆKJADEILD, HAL*HARSTRÆTI 23, SfMt 183ðK Times gefur út islands- blað EJ—Rvík, miLVikudag. Brezka stórblaðið The Times gaf í gær, _ þriðjudag, út auka biað um ísland, fjórar síður að stærð. Eru þar greinar um ísland og myndir héðan. í blaðinu eru ýmsar almenn ar upplýsingar um ísland eftir Bjarna Guðmundsson. Þá ritar Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, um efnahags- og atvinnu mál hér á landi. Peter Foote ritar um íslendingasögur og áhuga erlendra vísindamanna á þeim, og John Lincoln lýs- ir ferðalagi sínu um ísland og hinu fagra landslagi hér. Kosta sjálfir uppgröft Her- jólfsbæjarins SB—Reykjavík, laugardag. \ Vestmannaeyingar hafa nú hug á að leggjá fram fé til að kosta uppgröft rústa þeirra í Herjólfsdal, sem sagðar eru vera Herjólfsbær. Þjóðminja- vörður sagði blaðinu í gær, að alls væri óvíst, hvenær upp- gröftur og rannsókn á þessum rústum gæti hafizt. Það var árið 1924, að rúst- imar fundust. Fór þá Matthías Þórðarson til Eyja og athugaði þær. Sú athugun var ófullkom- in, vegna þess, að ekki gafst lengri tími en tveir dagar til1 að vinna að henni. Taldi Matt- » hías þetta vera fornan bæ og af því spratt sú sögn, að þaraa , væri kominn bær Herjólfs. Þór Magnússon, þjóðminjavörður fór til Eyja í vor og leit á þess- ar rústir, sagði, að þær væru, . girnilegar til fróðleiks og gam-' ? yrði að athuga þær nánar. j Hann sagði, að tæplega ynn-1 ist tími til að rannsaka þessar j rústir nákvæmlcga næstu 2—■, 3 ár, því mannskapinn í verkið \ antaði, en það yrði óneitanlega | mikil hjálp, ef Vestmannaeying . ar ætla að kosta uppgröftinn að j einhverju leyti. ’ Nokkrir staðir hafa verið j friðlýstir í Eyjum, m.a. gamllj kirkjugarðurinn við Ofanleiti, í en ekki verður unnt að rann-! saka hann, áður en hann lendir \ undir flúgbraut, en nú á að > fara að lengja flugvöllinn í J Eyjum. | , - -— ———————————^—-------> Frumvarp 3ja framsóknarm. um virkjun Laxár-16 og 8 Omar Tómasson Birgir Örn Jónsson Jean-Paul Tompers Stefán Ólafsson Þrír fslendingar fórust í hjálparflugi til Dacca Fregnir herma að 3 Pakistanar hafi farizt þar sem vélin hrapaði OÓ—Rcykjavík, miðvikudag. Þrír íslendingar og einn Luxem- borgarmaður biðu bana, er flugvél frá Cargolux fórst um kl. 10 í morgun, skammt frá Dacca í .Austur-Pakistan. Þeir, sem fórust, voru Ómar Tómasson, flugvélstjóri, Birgir Örn Jónsson, aðstoðar- flugmaður, Stcfán Ólafsson, flugvélstjóri og Jean-Paul Tompers, sem var hleðslustjóri. Fréttir um tildrög þessa slyss eru enn óliósar. í frétt frá NTB segir, að rétt áður en vélin átti að lenda hafi hún hrapað og kviknað í ihenni. Hafi öll áhöfnin fai’ist. Þá segir einnig að að minnsta kosti 3 Pakistanar hafi farizt er þeir urðu fyrir braki úr flugvélinni. Af þeim sem fórust voru tvö börn. í tilkynningu frá Loftleiðum segir: Flugvélin TF—LLG frá CARGOLUX fór í gær um kl. 2 e. h. frá Luxemborg áleið is til Hamborgar. Þar var hún fullhlaðin með 27,5 tonnum af barnamát, sem Rauði kross inn svissneski ætlaði að senda til' Dacca í Au.stur-Pakistan. Frá Ilamborg fór flugvélin kl. 6 í gærdag. Hún millilenti, vegna eldsneytistöku, í Teher- an í Persíu kl. hálf tvö í nótt, og fór þaðan áleiðis til Dacca eftir klukkutíma viðdvöl. Þar var gert ráð fyrir að lenda kl. 10 í morgun. T\reim mínútum áður fórst flugvélin um 10 kílómetrum norðvestur 'r flug vellinum. Engar nánari upplýs ingar liggja enn fyrir um til- drög slyssins. Öll áhöfnin, fjór ir menn, fórst. Þessi flugvél hét áður Vil- hjálmur Stefánsson, og var þá í eigu Loftleiða og notuó til farþegaflutninga. Ómar Tómasson var 36 ára gamall. Iíann vann fyrst við flugstörf í Afríku, en réðst flugstjóri til Loftleiða 1. des- ember 1963 og hefir verið starfandi hjá félaginu síðan. Hann var kvæntur og búsettur í Reykjavík. Birgir Örn Jónsson var þrí- tugur. Hann hafði verið starf andi atvinnuflugmaður í Mið- Austurlöndum um tveggja ára skeið og á því tímabili m. a. flogið víða um í Pakistan. Til Loftleió'a réðst hann 1. janúar 1966, og hefir hann starfað ó- slitið hjá félaginu síðan, ýmist sem siglingafræðingur eða að- stoðarflugmaður. Birgir var kvæntur og búsettur í Reykja- vík. Stefán Ólafsson var 32 ára. Hann hefir verið starfsmaður Loftleiða frá því í október 1961. Hann hefir unnið sem' flugvirki og flugvélstjóri. Hann var kvæntur og búsettur í Reykjavík. Allir þessir menn voru í starfsfríi hjá Loftleiðum og höfó'u nú ráðizt til Cargolux. Jean-Paul Tompers var 32 ára. Hann réðst til Loftleiða í Luxemborg 1. janúar 1965 op Framhald á bls. 14 Skemmdarverk unnin á bííum verktakans við Laxárvirkjun III. Norðurverk fer fram á lögregluvernd við Laxá! SB—Reykjavík, miðvikuilag. Skemmdarverk voru unniii á tækjum Norðurverks, verktak- ans sem sér um framkvæmdir við Laxárvirkjun III, aðfara- nótt s. 1. sunnudags. Var sýru hellt á olíugeyma tveggja flutningabifreiða félagsins. Norðurverk liefur farið fram á löggæzlu á virkjunarsvæðinu og að umferð um svæðið verði bönnuð. Árni Árnason, stjórnarfor- maður Norðurverks, sagði i viótali við Tímann í dag, að félagið vildi taka það fram. að þaó væri aðeins verktaki og ekki viðkomandi deilum um Laxárvirkjun. Ifins vegar hefði félaginu verið stefnt í lög- bannsmálið og þar af leiðandi orðið aðili að málaferlum. Um skemmdarverkin sagði Árni: — Það var á mánudags kvöldið, að flutningabílþ bil- aði, eftir aó' honum hafði fyrr itm daginn verið ckið bæði til Akureyrar og upp í Mývatns sveit. Ilann var tekinn til við- gerðar og þá kom í ljós, að sýru hafði verið hellt saman við olíuna. Tekin voru sýnishorn af þessari sýru, en við höfum ekki i'engið staðfest, að um maurasýru sé aó' ræða, en ýms ir starfsmenn hérna eru kunn ugir maurasýru og segja þetta vera hana. Síðan voru gerðar ráðstafanir til að rannsaka öll önnur tæki félagsins á staðn um og kom þá í ljós að sýr unni hafði einnig verið hellt á annan bíl, en sá hafði verið minna í notkun á mánudaginn og hafði því ekkert komið í ljós áður. Hins vegar fannst ekkert atliugavert við önnur tæki eö'a vélar. Norðurverk kærði verknað inn til lögregluembættisins á Húsavik í gær og hafa farið fram yfirheyrzlur í dag, bæði á Húsavík og við Laxárvirkj- un. Þá hefur Norðurverk farið fram á það við lögreglustjóra embættið á Húsavík, að látin verði í té löggæzla á svæðinu, sem tryggi Norðurverki öryggi og vinnufrió'. Einnig hefur fé- lagið óskað eftir að öll um- ferð um virkjunarsvæðið verði bönnuð. Árni sagði, að lokum, að sitt af hverju hefði komið fram og væri óhætt aó' segja, að góðar vonir stæðu til bess, að málið upplýstist fljótlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.