Tíminn - 03.12.1970, Blaðsíða 3
3. desemfcer 1970.
TIMINN
Velheppnaðar
boranir í
Kelduhverfi
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
f síðasta mánuði var hafin bor-
un eftir heitu vatni hjá Lindar-
brekku í Kelduhverfi. Á sfðustu
12 metrunum, sem boraðir voru, óx
hitinn í holunni úr 12 gráðum í
18, en holan er orðin 34 metrar.
Þessi niðurstaða þykir lofa góðu
um árangur. Þarna er áformuð
hitaveita fyrir skóla og félagsheim
Ilið Skúlagarð, og fjórtán jarðir.
Ríkið, Kelduneshreppur og eig-
endur viðkomandi jarða koma ti’
með að standa að þessari fram-
kvæmd.
Keflavík
Björk, félag framsóknar-
kvenna í Keflavík og nágrenni
heldur fund í Aðalveri sannu-
daginn 6. des. kl .14.00.
Aðalviðfangsefni fundarins
verða:
Silii og Valdi f nýju verzlunlnni á homi Suðurlandsbrautar og Álfheima. Sigurllði er til vinstri og Valdimar
til hægri. (Tímamynd Gunnar)
Silli og Valdi opna verzlun í Álfheimum
1. Heilbriigðismál. Kjartan
Ólafsson, héraðsl. og Hilm-
ar Pétarsson, bæjarfulltrúi
tnæta á fundinuim og svara
spetrningum.
2. Jólaborðið. — Aðalbjörg
Hólmsteinsdóttir, húanæðra-
keanari.
Félagar, fjölmennið og takið
með yfldcur gesti.
Rjotbuom er sogð su
stærsta á Norðurlöndum
KÓPAVOGUR
Aðalfundur full
trúaráSls Fram-
sóknarfélaganna
í Kópavogi verð
ur haldinn föstu
daginn 4. des.
n.k. að Neðstu-
tröð 4. Fundur-
inn hefst kl.
20.30. Jón Skafta
son alþm. mætir á fundinum og
ræðir viðhorfin fram að kosning-
um.
Ath.: Breyttan fundardag.
Almennur fundur um
landbúnaðarmál
Aðalfundur Framsóknarfélags
Bæjarhrepps verður haldinn að
Borðeyri laugardaginn 5. desem-
ber n.k. og hefst kl. 21.00. Venju-
leg aðalfundarstörf.
Að aðalfundi loknum, kl. 22.00,
verður almennur fundur um land-
búnaðartnál. Á fundinum mæta
Gunnar Guðbjartsson og Stein-
grímur Hermannsson. Allir vel-
komnir. — Stjórnin.
Gunnar Steingrímur
Almennur fundur um
landbúnaðarmál
Framsóknarfélögin við , Stein-
grímsfjörð og í Óspakseyrar- og
Fellshreppum, gargast fyrir al-
mennum fundi um landbúnaðarmá.’
a^Sævangi sunnudaginn 6. desem-
ber kl. 14,30. A fundinum mæta
Gunnar Guðbjartsson og Stein-
grímur Hermannsson. — Allir vel-
komnir.
KJ—Reykjavík, miðvikudag.
Fyrsti áfangi af verzlunarhúsi
Silla og Valda á horni Álfheima og
Suðurlandsbrautar verður opnafóur
á morgun, fimmtudag, en hér er
um að ræða langstærstu matvöru-
verz.’un á íslandi, en sölugólfrýmið
eitt er þúsund fermetrar.
Sjálf nýlenduverzlunin, sem er
að sjálfsögðu með kjörbúðarsniði,
er einna líkust sæmilega stóru
flugskýli að stænð, kjötdeildiu er
álíka stór og stærstu kjörbúðir hér
á landi, enda segir í smíða.’ýsingu
hússins, að sagt sé, að kjötverzl-
unin sé sú stærsta á Norðurlönd-
um. Auk matvöruverzlunarinnar
verður á morgun opnuð þarna
snyrtivöruverzlun, sem er af sömu
stærðargráðu og matvöruverzlan-
irnar, og er líka með kjörbúðar-
sniði. Alls er hús þetta átta þús-
und fermetrar, og hófust fram-
kvæmdir við húsið fyrir 19 mán-
uðum, en það er teiknað af Bárði
Daníelssyni árkitekt. Þrátt fyrir
stuttan byggingartíma hefur ekki
verið unnin umta.’sverð eftir- eða
næturvinna vi@ bygginguna, nema
tvær síðustu vikur og síðustu daga
hefur starfsfólk verzlunarinnar,
með verzlunarstjórann, Baldur
Ágústsson, í broddi fylkingar, lagt
nótt við dag við að koma vörum
fyrir í hillum.
Ekki verða fleiri verzlanir opn-
aðar þarna í húsinu fyrir jó.', en
Silli og Valdi eru búnir að skrifa
niður langan lista yfir þá aðila,
sem hafa áhuga á að hafa fyrir-
tæki í húsinu, en líklegast verða
aðalstöðvar Sil.’a og Valla eftir
sem áður í stórhýsi þeirra í Aust-
urstræti 17, þar sem skrifstofu-
fóikið flækist ekki hvað fyrir öðru,
en lengi var skrifstofa þeirra fé-
laga undir súð í elzta húsi Reykja-
víkur, þar sem verzlun þeirra í
Aðalstræti er. Reiknað er með að
alls verði rúm.’ega 30 fyrirtæki í
húsinu, og þar muni í framtíðinni
starfa 200 manns.
Ekki liggur fyrir hvað þetta
mikla hús :kostar ,en eflaust kost-
ar það eitthvað á annað hundrað
milljónir, því aðeins peningakass-
arnir og afgreiðsluborðin munu
kosta urn milljón í allri verzlun-
inni.
í smiðalýsingunni segir að hús
ið sé 31.679 rúmmetrar eða af
sömu stærðargráðu og fyrirhugað
ráðhús í Reykjavík, og samanlagt
gólfflatarmál er 8.130 fermetrar
eða sem svarar 2y2 dagsláttu, sam
kvæmt fornu máli, en síðan segir:
„Ég hygg þó, að furðulítill „slátt-
ur“ hafi verið viðhafður í þessu
húsi.“
Þá segir arkitektinn í smíðalýs.
ingunni:
„Þótt húsrýmið sé mikið, þá seg
ir mér svo hugur um, að færri
fyrirtæki muni komast að en
vilja. Ég vil þó benda á þau aug-
ljósu sannindi ,að til þess að
starfsemin í húsi þessu megi vel
dafna, þá verður mikill fjöldi
fólks að leggja hingað leið sína.
Hvort svo verður fer að sjálf-
sögðu að mi'klu leyti eftir því,
hversu fjölbreytt úrval vöru og
þjónustu verður á boðstólum.
Hinu má þó ekki gleyma, að ýfir-
bragð allt og heildarsvipur, bæði
hið ytra og innra ræður miklu um
aðdráttaraflið. Hið ytra form er
þegar ráðið, en eftir er að miklu
leyti að leysa óg koma heildar-
skipan á þarfir og sjónarmið
hinna ýmsu leigjenda. Hvernig til
tekst í því efni, verður afgerandi
fyrir innra svipmót hússins."
Hvar næst ?
Hver næst ?
Dregið mánudaginn 7. desember
1 vinningur á kr. 1.000.000,00
5 vinningar á kr. 100.000,00
UmboSsmenn geyma alls ekki miða
fram yfir dráttardag.
Vinningar gera hvorki mannamun né staðarmun. Gleymið ekki að
endurnýja. Síðustu forvöð fyrir hádegi dráttardags. Happdrætti SÍBS
3
AVIÐA
rnm
Lofsverðar
undantekningar
f þe'ssum pistli var í gær f jall
að um pukrið hjá opinberum
stofnunum og stjórnvöldum,
þar skorti, að almenningi væri
gerð grein fyrir störfum og
vandamálum hverrar stofnunar
og skýrslur og reikningar birtir,
þannig að blöðum og almenn-
ingi yrði gert hægara a'ð dæma
um þau störf, sem þessir aðil-
ar vinna í þágu samfélagsins.
Þótt pukrið virðist aðalregl-
an í störfum opinberra stofnana
eru þó nokkrar ágætar Undan-
tekningar frá þeirri reglu. Áð-
ur hefur Áfengis- og tóbaks-
verzluninni verið hrósað fyrir
blaðamannafundi um starfsem-
ina og einnig vegamálastjóra. f
síðustu viku efndi Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins til
blaðamannafundar, lagði fram
skýrslur um starfsemina og
gerði grein fyrir störfum, sem
þar eru unnin í almannaþágu.
Þetta er til fyrirmyndar og skylt
að geta þess, einmitt til að
benda á lofsverð fordæmi, þeg-
ar deilt er á staðnað og úrelt
skipulag ríkiskerfisins og úr-
eltan og óhæfan hugsunarhátt
ýmissa embættismanna og trún-
aðarmanna Alþingis og fulltrúa
Alþingis, sem kjörnir hafa verið
til að fara með eftirlit eða
stjóm hinna ýmsu ríkisstofn-
ana.
Skilning ráða-
Imanna skortir
f skýrslu Rannsóknarstofnun-
ar byggingariðnaðarins kemur
fram, að ekki er heldur van-
þörf á því, að almenningi sé
kynnt starfsemi þeirrar stofn-
unar, því að sljórnvöld hafa
ekki sinnt þeim málefnum sem
skyldi og þar ekki líklegt að
upplýst almenningsálit geti
þrýst á. f skýrslunni segir m. a.:
„Framámenn þjóðmálanna
hljóta að gera sér grein fyrir
því, að stefnumörkun í húsnæð-
ismálum er nauðsyn og verði
þeirri nauðsyn ckki mætt með
viðhlýtandi ráðstöfunum er
hætt við, að margri fjölskyld-
unni verði í framtíðinni erfitt
að komast yfir fullnægjandi
húsnæði. Aukin fjármögnun í
íbúðabyggingum er vissulega
mikilvæg, en fjármögnun þarf
og á að vera eftirfari fram-
kvæmdaskipulagsins. Fé, sem
bundið er i hálfbyggðum hús-
um, í of hægfara framkvæmd-
um, í óþarflega dýrum íbúðum
og illa nýttum, er allt fé. sem
notast gæti til framleiðsluaukn-
ingar þjóðarinnar. Þetta
bundna, óarðbæra fé, getur orð-
ið bæði einstaklingum og at-
vinnuvegum oKkar sá baggi,
sem þeir geta ekki staðið undir,
og fé, sem vissúlega dregur úr
hagþróun þjóðfélagsins.
Fyrir tíu árum lauk nefnd,
sem starfnði hér með Robert L.
Davison, sérfræðingi frá Tækni-
aðstoð Sameinuðu þjóðanna,
áliti sínu með yfirlýsingu um.
að af því væri margfaldur ávinn
ingur að Ieggja 5% af oninhcru
lánsfé til byggingarannsoksta,
tilrauna og kynningarstarfsemi.
Af ársskýrslu þeirri, sem nú
kemur út, er ljóst, að enn hefir
Framhald á bls. 14
mmmmmamamaaammmmm
Stjórnirnar