Tíminn - 03.12.1970, Blaðsíða 8
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 3. desember 1970.
HINGFRÉniR
ff
Ekki fært að halda
áfram virkjun Laxár
gegn vilja landeigenda"
Hér fer á eftir greinargerð
') er fyigir frumvarpi þeirra
ísla Guðmundssonar, Ing-
ars Gíslasonar og Stefáns
algeirssonar um virkjun
íllvatna í Þingeyjarsýslum:
,,Með lögam ar. 60 1965, um
axárvirkjun, var ráðherra héim-
,að að veita sameignarfyrirtæk-
ía Laxárvirkjun leyfi til að reisa
lt að 12 þús. kw. raforkuver í
axá við Brúar í SuðurÆúngeyj-
•sýslu til viðbótar þeirri virkj-
;i ,sem fyrir er við Brúar. Hinn
3. sept. 1969 veitti þáverandi ráð
erra raforkumála Laxárvirkjun
?yfi til að reisa fyrsta áfanga
vonefndrar Gljúfurversvirkjunar í
axá „með um 7 þús. kw. afli í
imræmi við fyrrgreinda áætlan“,
,e. áætlun þá, er fyrir lá um
'ljúfurversvirkjun. í áætlan
eirri var gert ráð fyrir samtals
ál. 55 þús. kw. virkjun í 4 áföng-
m, auk svonefndrar Saðurár-
eita, sem átti að vera í því fólg-
í að flytja nánar tiltekið magn
f vatni, sem nú fellur í Skjálf-
ndafljót, yfir í Kráká í Mývatns-
veit og þar með i Laxá. í leyfis-
'rcfi ráðherra segir enn framur:
Telji stjórn Laxárvirkjanar hags
nunum virkjunarinnar betur borg
ð með því að leggja í þann aaka-
;ostnað við fyrsta áfanga, sem
neð þarf til að búa undir stærri
/irkjun, og taka þá áhætta, sem
,>ví er samfara, þá hefur ráó'uneyt
ð út af fyrir sig ekkert við það
ið athaga. Hins vegar skal það
ekið fram, að engin fyrirheit eru
jefin til stærri virkjunar en fram-
ingreind lög gera ráð fyrir“, þ.e,
(ög nr. 60 1965.
Þegar verið stofnað til
„aukakostnaðar"
Fracnkvæmd 1. áfanga Gljúfur-
vcrsvirkjunar hófst á s.l. sumri,
og hefur þe«or stofnað til
nokkurs „auk.ikj»l,i •’,nr“, sem «ð
>ví getur miðað, „að '■'
stærri virkjun" en þi, .t.j eyíó
iiefur verið og heimiluð í lögum.
8. maí 1969 voru með öllum at-
kvæðucn sýslunefndarmanna í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu samþykkt and-
mæli gegn áætlaðri Gljúfurvers-
virkjun og andmælin rökstudd. í
ályktuninni er jafnframt vakin at-
hygli á því, að sýslunefndin telji
„héraðinu hagkvæmt, að raforku-
framleiðsla verði aukin með við-
bótarmannvirkjum þar (þ.e. við
Laxá), þótt hún hafi í för tneð
sér hækkun vatns í Laxá ofan
vinkjunarinnar, allt að 18 metr-
um.“
Ályktun Búnaðarsambands
S.-Þing.
Með bréfi 10. ágúst 1969 var
bréflega tilkynnt ályktUn aðalfund
ar Búnaðarsambands Suður-Þing-
eyinga, samþykkt með 20 sam-
hljóða atkvæðum, þar sem einuig
komu fram andmæll gegn áætlaðri
Gljúfurversvirkjun. Slðan segir
svo í ályktuninni: „Þ«ss vegna
ckorai íu:iuuí'-ui» a stjóm Laxár-
virkjunar, raforkumálastjórn rík-
isins og raforkumálaráðherra að
miða fyrirhugaðar framkvæmdirí
Laxá í mesta lagi við 18—20 m.
vatnshækkun við efri stíflu í Lax-
árgljúfri, frá því sem nú er, og
óbreytt vatnsrennsli, enda verði
gengið frá nauðsynlegucn samning
um við héraðsbúa, áður en fram-
kvæmdir hefjast."
Viðræður milli héraðs-
nefndar og stjórnar
Laxárvirkjunar
„Héraðsnefnd Þingeyinga", sem
kosin var á fundi, er sýslumaður-
inn í Þingeyjarsýslu boðaði til á
Húsavík, tók til starfa um þetta
leyti eða litlu’ síðar. Hafði hún
allt fram á vor 1970 forustu um
andmælin gegn hinni fyrirhuguðu
Gljúfurversvirkjun. Birtust ucn
málið greinargerðir frá héraðs-
nefndinni og stjórn Laxárvirkjun-
ar, og var þetta mál mikið rætt á
ýrnsum vettvangi, sem kunnugt
er. Alþingismenn úr Norðurlands-
kjördæmi eystra höfðu, haustið
1969 forgöngu um, að aðilar tækju
upp viðræður sín á milli með
samkomulag fyrir augum.
Snemma vors 1970 ræddust þessir
aðilar við í Reykjavík, og jafn-
framt ræddu þeir við þann ráð-
herra, sem þá hafði tekið við
stjórn raforkumálg. Að þeim við-
ræðucn lðknum ritaði ráðherra
stjóm Laxárvirkjunar, héraðs-
nefndi.nni, sýslunefnd Suður-Þing-
eyinga, hreppsnefndum á Laxár-
og Mývatnssvæðinu og þá nýstofn-
uðu félagi landeigenda bréf um
málið 13. maí s.l. Um þetta leyti
virðist héraTmefndin hafa hætt
störfum, en stjórn landeigenda-
félagsins hefur síðan komið fram
fyrir hönd landeigendanna og hald
ið uppi af þeirra hálfu andcnæl-
um, sem hcr verður ekki nánar
greint frá.
Meginatriði ráðherrabréfsins
í ráðherrabréfinu 18. cnaí kem-
•m- fram, að ráöherra hefur skilið
j___.r þær, er fram fóru milli
h. ns, héraðsnefndarinnar og
stjórnar Laxárvirkjunar, svo, að
tekizt hefði að koma á „viðunandi
samkomulagi" um lausn málsins,
en að öðru leyti er í bréfinu eins
konar stefnumörkun af hálfu ráðu-
neytisins í tnálinu, þó að sumt,
sem þar kemur fram, sé túlkunar-
efni. Lýst er yfir því, að sam-
komulag sé um það milli ráðuneyt
isins og Laxárvirkjunar, að „horf-
ið sé frá áformum ucn Suðurár-
veitu’* og „hönnun fyrirtækisins
endulrskoðuð þar af leiðandi".
Ráðuneytlð gerlr það að skilyrði
fyrir leyfi til framkvæmda um-
fram 1. áfanga (þ.e. stíílugerðir
o.fl.), að „fullnægjandi sórfræði-
legar rannsóknir á vatnasvæði Lax
ár“ fari fram. Jafnframt gefur
ráðuneytið í skyn, að ekki muni
verða leyfð cneiri virkjun en 15
þús. ,kw., með 18—20 m. hárri
stífju. Loks lýsir ráðuneytið yfir
því, að það muni „beita sér fyrir,
að hraðað verði eftir föngum rann
sókn annarra virkjunarmöguleika,
sem völ væri á til að fulinægja
raforkuþörí hiutaðeigandi héraða,
svo sem virkjun Skjálfandafljóts
við íshólsvatn, en jafnframt haldið
áfram að rannsaka stærri virkjun-
armöguleika með hliðsjón af stór-
iðju fyrir norðan, svo sem Detti-
fossvirkjun og samtengingu við
aðrar orkuveitur“.
Óviðunandi ástand í málinu
Þetta mun mega telja megin-
atriði ráðherrabréfsins 13. maí.
En ekki varð sá árangur af bréfi
þessu, að deilur féllu niður i virkj
unarmálinu. Um það leyti, sem
framikvæmd var að hefjast við Lax
á, var þess af hálfu landeigenda
krafizt fyrir dómi, að lögbann yrði
lagt við framkvæcndum. Lögmanns
beiðni var synjað af settum setu-
dómara, og var þá hafið annað
mál á hendur Laxárvirkjun fyrir
meinta ólöglega framkvæmd. Mála
ferli þessi standa enn yfir, en auk
þess hafa andmæli gegn virkj-
unarframkvæmdunum komið fram
á annan hátt, sem kunnugt er. Hef-
ur deilan farið harðnandi, og verð
ur ekki þetur séð en að um. óvið-
unandi ástand sé nú að ræða í
þóssu máli. Seint í ágústmánuði
s.l. fól ráðherra tveim embættis-
mönnum á Norðurlandi að gera til
raun til að koma á samkomulagi
milli stjórnar Laxárvirkjunar og
stjórnar landeigendafélagsins, en
sú tilraun virðist ekki hafa borið
þann árangur, sem til var stofnað,
og ekki heldur sáttafundur sá, er
ráðherra boðaði til og haldinn
var í Reykjavík 23 og 24. nóv. s.l.
Meira um andmæli gegn
virkjuninni en meðmæli
Það er ekki rétt, sem stundum
er orðað svo, að baráttan staridi
milli Akureyringa og Þingeyjn'ga
í þessu máli. Hinir formlegu áðil-
ar málsins eru nú annars vegar
sameignarfélagið I.axárvirkjur.,
sem framleiðir raforku, og hins
vegar félag landeigenda við Laxá
og Mývatn, eftir að héraðsnefndin
hætti störfum. En margir áðrir
hafa lýst yfir afstöðu sinni til deil
unnar, sem kunnugt er, og fer því
fjarri, að þar sé eingöngu um Ak
urevringa eða Þingeyinga >ð
ræða. Miklu meira ber þó á and-
mæium gegn virkjuninni en með-
ínælum, og koma þar náttúruverhd
arsjónarcnið mjög til greina.
Alþingi beitir sér fyrir
lausn málsins
Hér er ekki ástæða til að rekja
rök þau, er frum hafa komið með
og móti Gljúfurvcrsvirkjun. En
hvað sem þeim rökum líður, get-
ur að vandlega athuguðu máli
ekki lalizt fært að halda áfram
virkjun Laxár gegn vilja þeirra,
sem eiga ána eða land að Mývatni
og hafa stofnað með sér alhherj-
arsamtök til að koma fram fyrir
sína hönd, — og án samkomulags
við þá. En brýna nauðsyn ber til
að leysa til frambúðar orkuvanda-
mál þeirra 2 kaupstaða og 3 sýslu
félaga, sem hér eiga hlut að cnáli.
og fyrst um sinn, á meðan unnið
er að því að ákveða annað norð-
lenzkt fallvatn tól virkjunar og
vlrkja það. er æskilegt, að nokkur
viðbótarvirkjun' í Laxá geti att
sér stað, og ástæða til að ætla, að
landeigendur virði þá nauðsyn
sína og annarra. Þar sem sam-
komulag hefur ekki náðst með
viðræðum deiluaðila, virðist nú
eðlilegt, að Alþingi beiti sér fyrir
lagasetningu, sem verða cnætti
lausn þessa máls. Til þess eru gild
rök, að Alþingi láti málið til sín
taka. í fyrsta lagi er ríkið aðili
að sameignarfyrirtækinu Laxár-
virkjun og 2 af 5 stjómarmönnum
þar skipaðir af ríkisvaldinu. í
öðru lagi fá rafveitur ríkisins á
austanverðu Norðurlandi orku frá
Laxárvirkjun og íbúar á hlutað-
eigandi orkuveitusvæði eiga kröfu
á, að ríkið leysi orkuvandamál
þeirra á einhvern hátt. f þriðja
lagi er hér um að ræða, a.m.k. að
verulegu leyti, nátbúruverndar-
cnál, en slík mál lætur löggjöfin
nú til sín taka í vaxandi cnæli.
Hefjast handa um fram-
tíðarlausn raforkumála
Sá virkjunaráfangi, sem nú er
unnið að við Laxá, er rennslisvirkj
un án stíflugerðar. Andstaða gegn
rennslisvirkjun án stíflu kom ekki
fram í sambandi við þetta mál í
öndverðu. En við þessa rennslis-
virkjun hefur, eins og fyrr var
sagt, verið stofnað til. nokkurra
aukaframkvæmda, sem cniða að
meiri virkjun síðan eða jafnvel
að fullri virkjun samkvæmt fyrr-
nefndri Gljúfurversáætlun. Þrátt
fyrir ráðherrabréfið 18. maí telja
landeigendur sig ekki geta treyst
því, að numið verði staðar, t.d.
eftir að vatnsborð árinnar hefði
verið hækkað um 18—20 cn., sem
af ýmsum hefur verið talið lík-
legt til samkomulags, því að þá
yrði viðbótarkostnaðurinn nú til
einskis gagns. Hér virðist lagasetn
ing þurfa að koma til. Við slíka
lagesetningu verður að hafa í
huga þá möguleika, sem á því eru
að "koma laxi upp fyrir Laxár-
gljúfur, og að þeir cnöguleikar
verði ekki rýrðir, heldur efldir
samhliða virkjunarframkvæmd-
um. Ennfremur verður með slíkri
lagasetningu að hefjast handa um
framtíðarlausn raforkumála, sbr.
ráðherrabréfið 13. cnaí. Skal nú
nánar vikið að einstökum grein-
um frumvarpsins.
Líffræðileg rannsókn
liggi fyrir
Um 1. gr.
Með þessari grein er það lagt
undir úrskurð Náttúruverndar-
’ráðs, hvort gera skuli stíflu í
Laxá, en þó sett hámark á stíflu-
hæðina, ef til kæmi, í samræcni
við ráðherrabréfið og með hlið-
sjón af samþykktum í héraði um
þetta mál, Yrði uppistaðan í
njynni Laxárdals þá ekki nema
hluti af því, secn fyrirhugað var.
í sambandi við frv, það, er flutt
var á síðasta þingi, um takmark-
aða náttúruvernd á vatnasvæði
Laxár og Mývatns kom það fram,
að andmælendur hinnar fyrirhug-
uðu Gljúfurversvirkjunar treystu
dómi Náttúruverndarráðs í þessu
máli. F.r gert ráð fyrir því, að
áður en Náttúruverndarráð kveð-
ur upp úrskurð á sínum tíma,
liagi fyrlr hin líffræðilega rann-
sókn, sem gsrt er ráð fyrir á
vatnasvæði Luxár og Mývatns.
Eiris og kunnugt er, var frv. um
takmarkaða náttúruvernd á vatna
svæði Laxár og Mývatns flutt af
inenntamílanefnd neðri deildar,
en kom aldrei til umræðu á þing-
inu. Fjallaði það um ýcnislegt ann
uð en virkjun Laxár, og gátu sum
ákvæði þess. sem ekki vörðuðu
virkjunarmálið. orkað tvímælis,
eins oi eðlilegt var um frumsmíð
lagase.tningar á þessu sviði.
Samþykki Orkustofn-
unarinnar
Um 2. gr.
Ef nú er ákveðið, að stífla í
Laxá við Bn'mr niogi ekki verða
hærri en 18—2U m., eða jafnvel
engin stífla, ef úrskurður félli á
þá leið á sínum tíma, má gera
ráð fyrir, að hluti af þeim fram-
kvæmdum, sem þegar hafa átt sér
stað eða búið er að seonja um,
verði til einskis gagns, og þykir
rétt, að ríkissjóður bæti Laxár-
virkjun eftir mati tjón vegna auka
kostnaðar í þessu sambandi, þó
með nánar tilgreindum takmörk-
um. Verður þá að hafa í huga, að
Orkustofnunin, sem er ríkisfyrir
tæki, lagði samþykki sitt á áætlun-
ina um Gljúfurversvirkjun cneð
hárri stíflu og Suðurárveitu og
átti með skipun og álitsgerð Lax-
árnefndar og á annan hátt án efa
mikinn þátt í ákvörðun stjórnar
Laxárvirkjunar á sínum tíma. í
leyfisbréfi þáv. raforkumálaráð-
herra 23. sept. 1969 var það líka
berum orðum fram tekið, að ráðu
neytið hefði „ekkert við það að
athuga,“ að lagt yrði í aukakostn-
að við 1. áfanga til að undir búa
„stærri virkjun.“ Eðlilegt var, að
stjóm Laxárvirkjunar legði ákveð
inn skilning í þessi ucnmæli ráð-
herraleyfisins. Af þessum ástæð-
um og fleiri verður ekki hjá því
komizt að viðurkenna ábyrgð ríkis
valdsins í þessu máli.
Mikilsvert að öll Laxá
verði laxveiðiá
Um 3. gr.
Frá sjónarmiði landeigenda er
það mjög mikilsvert, að öll Laxá
geti orðið laxveiðiá, og óttast menn,
að stífla í ánni o. fl. geti gert það
örðugra en ella að kocna þessu í
kring. Greinin fjallar um þetta
mál, og er í því sambandi tekið
fram, að óheimilt sé að stofna til
sérstakrar virkjunar á þessum
hluta árinnar ,enda mundi slik
virkjun hindra þau fiskræktar- og
laxveiðiáform ,sem uppi eru, auk
þess secn þar væri um að ræða
auðsæ spjöll á ánni og hinu fagra
umhverfi hennar. Hjá Or&ustofn-
uninni hafa verið uppi ráðagerðir
um slíka virkjun. En á vegum Lax
árvirkjunar hefur sú virkjun ekki
verið á dagskrá, svo að kunnugt
sé.
Deilan leysist þannig
að allir megi vel við una
Um 4. gr.
Raforkuvandamál Norðlendinga
í þeim 3 sýslum og 2 kaupstöðum,
sem nú eru á orkuveitusvæði Lax-
ár (Norður-Þingeyjarsýsla cneð-
talin, af því að þar er verið að
leggja háspennulínu til tengingar
við Laxárvirkjun), verður að
leysa. Minni háttar viðbótarvirkj-
un í Laxá getur í bili bætt úr
þeim tilfinnanlega rafmagnsskorti,
sem nú er á austanverðu Norður-
landi og verður tilfinnanlegri með
hverju ári, sem líður án athafna.
En ef Gljúfurversvirkjun verður
ekki stærri en hér er gert ráð fyr-
ir, verður þegar í stað að hefj-
ast handa um undirbúning fram-
búðarráðstafana á þessu sviði, og
á því svæði norðanlands, sem hér
er um að ræða, er vissulega eng-
inn skortur á virkjunarhæfucn
fallvötnum, þó að Laká verði lát-
in að cnestu ónotuð í þessu skyni
vegna sérstöðu hennar. Snemma
á þeim áratug, sem nú er að líða,
og raunar að nokkru leyti fyrir
þann tíma var gerð ýtarleg athug-
un á möguleikum til stórvirkjun-
ar í Jökulsá á Fjöllucn við Detti-
foss. Að þeirri athugun lokinni
gerði verkfræðifirma í New York
með aðstoð orkustofnunarinnar
áætlun um fyrirkomulag Dettifoss
virkjunar og kostnað við hana, svo
og um háspennulínu þaðan vest-
ur í Eyjafjarðarsýslu, ásamt áætl-
un um söluverð orku frá Detti-
fossi. Verðlag er nú breytt frá
því, sem þá var, og ástæða getur
veuið til viðbótarrannsókna til
þess cn.a. að leiða í ljós, hvort
ekki sé kostur á hagkvæmari og
þar með ódýrari virkjunarleið við
Dettifoss en þá var gert ráð fyrir.
Framhald á bls. 14